Morgunblaðið - 10.09.1988, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.09.1988, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1988 Eftirminnileg- ast að finna Geysi - segir Jóhannes Markússon flugstjóri sem lét af störfum í gær eftir 42 ára gifturíkt starf JÓHANNES Markússon flugstjóri lét af störfum hjá Flugleiðum í gær eftir 42 ára farsælt starf, fyrst Iijá Loftleiðum og síðan hjá Flugleiðum. Jóhannes stjómaði DC 8-þotu Flugleiða í síðustu ferð sinni sem flugstjóri hjá félaginu. Hann kom frá Lúxemborg og lenti á Keflavíkurflugvelli klukkan 16.34 í gær. Tekið var á móti honum með viðhöfn og fögnuðu honum fyrrum starfsfélag- ar og fulltrúar Flugleiða ásamt ættingjum hans við komuna. Morgunblaðið ræddi við Jóhannes í gær í tilefni af þessum tíma- mótum. Jóhannes hættir nú störfum vegna aldurs, en hann varð 63 ára gamall f gær, daginn sem hann fór sína síðustu ferð sem flugstjóri. Hann var fyrst spurður um hvað nú tæki við hjá honum. „Það er nú óráðið ennþá, en ég ætla ekki að setjast í ruggustól- inn, ég ætla mér að halda áfram að ferðast, en hér eftir án ábyrgð- ar,“ sagði Jóhannes. Það var f Winnipeg f Kanada sem Jóhannes byijaði fyrst að læra flug, árið 1944. „Ég var svo f Kanada og Bandaríkjunum þar til ég kom heim og byijaði hjá Loftleiðum 1946. Þar var ég alla tíð þar til félögin sameinuðust þannig að þetta eru orðin Qörutíu og tvö og hálft ár sem ég er bú- inn að vera hjá Loftleiðum og Flugleiðum." Jóhannes var spurður um hvað væri honum efst í huga þegar hann liti yfír farinn veg. „Þetta hefur verið ævintýri, satt að segja, og mjög gaman að hafa fengið að taka þátt í þeirri miklu þróun sem hefur orðið á þessum tíma frá því að ég byijaði á sjóvélum. Það voru til dæmis fyrstu Loft- leiðavélamar, Stinson, Norseman og Grumman þar á meðal. Síðan komu stærri vélar, allt upp í breið- þotur, DC 10 hjá Flugleiðum, sem eru því miður ekki með lengur. Það er mikil eftirsjá f henni," sagði Jóhannes. „Ég hef haft gott samstarfsfólk og notið þess að eiga góða að, bæði þar og annars staðar.“ Jóhannes var 18 ára gamall þegar hann fór utan til fíugnáms og tvftugur þegar hann kom heim Morgunblaðið/RAX 30.000 giftudijúgir flugtfmar eru að baki og Jóhannes Markússon stendur upp úr flugstjórastólnum f sfðasta sinn. Hann hætti störf- um í gær eftir 42 ára farsælt starf hjá Loftleiðum og síðar Flug- leiðum. til starfa hjá Loftleiðum. Hann á nú að baki rúmlega 30 þúsund fíugtfma og er sá síðasti sem læt- ur af störfum af þeim sem fóru til Kanada f fíugnám á þessum tíma. Hann er „síðasti Móhíkan- inn,“ eins og hann sagði sjálfur. Jóhannes á gifturíkan starfsferil að baki, að sögn Einars Sigurðs- sonar hjá Flugleiðum. Hann hefur átt sæti í stjómum Loftleiða og sfðar Flugleiða um árabil og var um skeið yfírflugstjóri Flugleiða. Jóhannes segist vera sáttur við að hætta nú, þótt hann hefði frem- ur kosið að fá að velja tfmann til þess sjálfur. Hann var að síðustu spurður um hvað væri eftirminni- legasta atvikið f minningunni frá fíugmannsstarfínu. „Það var þeg- ar ég var flugstjóri á Vestfirð- ingi, Catalinu Loftleiða, og við fundum Geysi á Vatnajökli, fyrir 38 árum síðan," svarar Jóhannes Markússon að bragði. Skilanefnd Ávöxtunarsj óða: Innlausn frestað Skilanefndin, sem viðskipta- ráðherra hefur löggilt til að annast málefni Ávöxtunarsjóð- anna, hefur ákveðið að fresta innlausn rekstrar- og ávöxtun- arbréfa um óákveðinn tíma, samkvæmt heimild i skilmálum bréfanna. Nefndin mun á næstu dögum birta innköllun til lána- drottna sjóðanna í Lögbirtinga- blaði. Nefndin segir ljóst að engar greiðslur geti orðið úr sjóðunum til eigenda rekstrar- og ávöxtunar- bréfa fyrr en að loknum 3 mánaða innköllunarfresti. Meðan á innköll- un stendur gefst öllum þeim, sem telja sig eiga kröfur á hendur sjóð- unum, þar með taldir eigendur bréfanna, kostur á að lýsa kröfum sínum. Á næstunni verður opnuð skrif- stofa á vegum nefndarinnar þar sem tekið verður á móti slíkum kröfum. Nefndin vill beina því til eigenda rekstrar- og ávöxtunar- bréfa að þeir aðhafíst ékkert sér- stakt fyrr en innköllun hefur verið birt og aðsetur sjóðanna auglýst. Hagur frystingarinnar: Um 800 milljónir króna vantar upp á verðjöfnim Frystideild Verðjöfnunarsjóðs óvirk um árabil Sverrir Sverrisson. Lést af slysförum Maðurinn, sem lést eftir slys i Kópavogi á miðvikudag, hét Sverrir Sverrisson, til heimilis að Kóngsbakka 5 i Reykjavík. Sverrir var rennismíðameistari. Eins og skýrt var frá í Morgun- blaðinu lést Sverrir af völdum áverka er hann hlaut, þegar hann ók á flórhjóli fram af 4 metra háu malarbarði. Hann hafði fengið hjól- ið að láni hjá félaga sínum, en átti það ekki sjálfur, eins og ráða mátti af fréttinni. Sverrir heitinn var 27 ára, fæddur 19. nóvember 1960. Hann lætur eftir sig eiginkonu og þriggja ára son. UM 800 miiyónir króna vantar til að verðjöfnun náist í frystingu eft- ir þvf sem markaðsaðstæður gefa nú tilefni til, að sögn Benedikts Valssonar þjá Þjóðhagsstofnun. Miðast sú upphæð við ársframleiðslu. Frystideild Verðjöfnunarsjóðs hefur verið óvirk um árabil. Verð- hækkanir á Bandaríkjamarkaði á árinu 1986 og fram á mitt ár 1987 skiluðu ekki tefjandi framlagi til sjóðsins þar sem afkoma greinarinn- ar þótti ekki gefa tílefni til inngreiðslu. Verðjöfnun sjóðsins er þannig upp að færa fé milli deilda. Greiðsla úr byggð að stjóm hans ákveður við- miðunarverð hverrar afurðar á 3-4 mánaða fresti, og byggist það á meðalverði hverrar afurðar á 3-5 ára tímabili. Reynist söluverð hærra en viðmiðunarverð er greitt inn í sjóðina ákveðið hlutfall söluverðs en sé það lægra greiðir sjóðurinn verðbætur, sé fé til í viðkomandi deild sjóðsins. Verðjöfnunarsjóði er skipt í deild- ir eftir afurðum. Hann var stofnaður árið 1968 í kjölfar mikils verðfalls á frystum sjávarafurðum 1967. Sjóðurinn var stofnaður með fram- lagi frá Seðlabanka og rétti það af hag frystingarinnar á þeim tíma. Sjóðurinn er sameign sjávarútvegs- ins lögum samkvæmt og óheimilt sjóðnum er óháð greiðslu viðkom- andi framleiðanda til hans. Sjóðurinn hefur engar heimildir til yfírdráttar. Frystideild sjóðsins hefur verið tóm um árabil, að sögn ólafs Klem- enssonar hjá Seðlabanka íslands en í söltunardeild munu nú til um 600 milljónir króna, að teknu tilliti til áætlaðra verðbótaútgreiðslna á þessu ári. f rækjudeild eru til um 480 milljónir, og 4% nú greitt út úr þeirri deild. í skreiðardeild eru til 12 milljónir, 165 milljónir vegna humars og um þijátíu milljónir vegna skelfisks en það fé verður fyrirsjáanlega greitt út á næstunni í formi verðbóta fyrir framleiðslu fyrra árs. Þá eru til um 18 milljónir Óheilindi og stöðugar árásir - segir forsætisráðherra um vinnubrögð samstarfsflokkanna „MIÐAÐ við óheilindi og vinnu- brögð forystumanna Alþýðu- flokksins og Framsóknarflokks- ins upp á síðkastið og stöðugar árásir þeirra á forystu Sjálfstæð- isflokksins opinberlega, þá kæmi mér það ekki á óvart, að þeir væru að hlaupast undan merkj- um,“ sagði Þorsteinn Pálsson for- sætisráðherra I samtali við Morg- unblaðið í gærkvöldi. Hann var þá inntur eftir því hvort hann teldi að forystumenn samstarfs- . flokka Sjálfstæðisflokksins f ríkisstjórn væru að draga sig út úr stjómarsamstarfinu. „Ég held að það séu engin dæmi þess að menn hafi komið fram gagn- vart samstarfsflokki eins og þessir flokkar hafa gert gagnvart Sjálf- stæðisflokknum nema í þeim tilvik- um þar sem þeir hafa verið að hlaup- ast undan merkjum eitthvert ann- að,“ sagði Þorsteinn. „Þeir sem trúa því, að ég og Steingrímur Hermannsson sitjum á morgunfundum til að ræða það að Haildór Ásgrímsson verði forsætis- ráðherra ættu bara að láta athuga í sér peruna!" sagði Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubanda- lagsins, er hann var inntur eftir því hvort hann hefði rætt við fulltrúa Framsóknarflokksins og Alþýðu- flokksins um hugsanlegt stjómar- samstarf. Jón Baldvin Hannibalsson, for- maður Alþýðuflokksins, sagði í safn- tali við Morgunblaðið í gær, að ekk- ert væri hæft í því að eitthvert leyni- makk hefði átt sér stað. í sjóði bræðslunnar og um 17 milljón- ir vegna gámafisks en þeirri flárhæð mun Iögum samkvæmt verða skipt milli frystingar og söltunar í ákveðnu hlutfalli. í þeim tillögum sem foreætisráð- herra lagði fyrir ríkisstjómarfund á fimmtudag er meðal annars rætt um að taka upp verðjöfnun á frystum fiskafurðum i framhaldi af verðfalli erlendis og sagt að til greina komi að Seðlabanki leggi frystideild Verð- jöfnunarejóðs til lán i þyí skyni. Geir Hallgrímsson Seðlabankastjóri vildi ekkert segja um hvemig bank- inn mundi standa að því að afla frystideild þess fjár ef af yrði. „Þetta er ein leið sem nefnd hefur verið en heuni hljóta að fylgja aðrar ráðstaf- anir sem menn hafa ekki ákveðið enn sem komið er og þangað til er ekki hægt að fjalla nánar um mál- ið,“ sagði Geir Hallgrímsson. Menntaskólinn við Hamrahlíð: Nemar neita að mæta í bráðabirgðastofur NEMENDUR i Menntaskólanum við Hamrahlíð hafa neitað að mæta í tvær bráðabirgðakennslustofur sem settar hafa verið upp i skólanum. Segja þeir að stofumar séu gersamlega ónothæf- ar og uppfylli ekki þær kröfur sem nemendur gera til kennslu- húsnæðis. Kennarar skólans eru þessu sammála. Bráðabirgðastofur þessar em ins. Þá lá ljóst fyrir að íjórar ekki annað en skilrúm, önnur er í hátíðareal skólans, Miklagarði, en hin í lestrarsal skólans, Mið- garði. Þær em neyðarúrræði skólayfirvalda en MH býr nú við mikinn húsnæðisvanda. Kennslu- húsnæði vantar fyrir um 100-120 nemendur. Nemendur skólans héldu fund um þetta mál í gærdag og þar samþykktu þeir með miklum meirihluta að mæta ekki í tíma í þessum stofum. Sverrir Einareson konrektor MH segir að vanda þennan megi rekja til þess að í fyrra var tveim- ur kennslustofum i skólanum lok- að vegna kröfu heilbrigðiseftirlits- kennslustofur þyrfti til að mæta aukinni aðsókn nemenda að skól- anum. í stað þessara tveggja stofa vom tvö sumarhús sett upp á lóð skólans og hefur verið kennt i þeim hingað til. Menntamálaráðu- neytið lofaði frekari úrbótum fyrir þetta skólaár og var því sami fjöldi nemenda tekinn inn í skól- ann í ár eins og í fyrra. Ráðuneyt- ið stóð síðan ekki við loforð sitt. „Við skiljum vel sjónarmið nemenda en höfum sjálfír enga lausn á þessum vanda. Við mun- um gera menntamálaráðherra gréin fyrir ástandinu nú á mánu- daginn," segir Sverrir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.