Morgunblaðið - 10.09.1988, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1988
27
Morgunblaðið/Sverrir
Ragnar Kjartansson mynd-
höggvari ásamt dóttur sinni Ingu
Ragnarsdóttur. Að baki þeim er
lágmyndin „Fuglar loftsins".
Hún er á norðurgafli hússins við
Ánanaust 15 í Reykjavík þar sem
fyrirtækið Bernh. Petersen er til
húsa.
„Fuglar lofts-
ins“ prýða hús
við Ananaust
LOKIÐ er uppsetningu lágmyndar
eftdr Ragnar Kjartansson mynd-
höggvara á norðurgafli hússins
við Ananaust 15 í Reykjavík. Hana
nefnir listamaðurinn „Fugla lofts-
ins“. Dóttir Ragnars Kjartansson-
ar, Inga, sem einnig er mynd-
höggvari hefur i sumar unnið að
uppsetningu verksins ásamt
Kristni E. Hrafnssyni. Verkið er
til orðið fyrir atbeina forráða-
manna Bernh. Petersen en fyrir-
tækið er til húsa í Ánanaustum 15.
Listaverkið er 6 metrar á breidd
og 11 metrar á hæð. Það er unnið
í steinsteypu. „Ég hef haft góðan
tíma til þess að vinna að verkinu,"
segir Ragnar Kjartansson. „Ég velti
mótífinu lengi fyrir mér. Að lokum
komst ég að þeirri niðurstöðu að vel
væri við hæfi að myndin sýndi fugla
á flugi þar sem húsið stendur við
sjávarsíðuna."
Að sögn Ingu Ragnarsdóttur er
myndin unnin úr sérstaklega styrktri
steinsteypu. „Það tók nokkrar vikur
að múra lágmyndina á gafl hússins,"
segir Inga. „Faðir minn hannaði líkan
að myndinni og eftir því var myndin
fyrst teiknuð á vegginn. Síðan var
málað á fletina og því næst hófumst
við handa við múrverkið. Steinsteyp-
an í verkinu er sérstaklega styrkt
og er veðrunarþol hennar mjög gott.“
Inga Ragnarsdóttir er myndhöggvari
að mennt og hefur lokið meistaragr-
áðu frá Listaháskólanum i Munchen.
Kristinn E. Hrafnsson stundar nám
í höggmyndalist við sama skóla.
Slátrað í Vík
í næstu viku
Nýjar kirkjuklukkur
vígðar í Þorlálískirkju
Þorlákshöfn.
NÝJAR kirkjuklukkur voru
vígðar í guðsþjónustu í Þorláks-
kirkju sunnudaginn var. Klukk-
uraar, sem eru þrjár, voru
smíðaðar í Englandi af John
Taulor & Co. en Ásgeir Long i
Garðabæ flutti þær inn og kom
þeim fyrir í turni kirkjunnar.
Stærsta klukkan vegur 140 kg
og er rúmir 58 cm í þvermál. All-
ar klukkumar eru tölvustýrðar og
látnar hringja klukkan 18 á hverj-
um degi.
Uppkomnar munu klukkumar
kosta rúmlega 900.000 krónur.
í þessari sömu guðsþjónustu
vom organistaskipti við kirkjuna.
Ari Agnarsson, sem starfað hefur
með Söngfélagi Þorlákshafnar í
þrjú ár, lét af störfum en Karl
Sighvatsson tók við.
Karl mun þjóna öllu prestakall-
inu og verður organisti við fímm
kirkjur.
Þess má að lokum geta að tvö
sl. sumur hefur Þorlákskirkja ver-
ið opin um helgar og hafa um
1.600 manns notfært sér það.
- J.H.S.
Þijár nýjar kirkjuklukkur hafa
verið vígðar í Þorlákskirkju.
BBLLINN, SEM BEÐIÐ HEFUR VERIÐ EFTIR!
Utla-Hvammi, Mýrdal.
NÝLEGA er lokið heyskap í
Mýrdal almennt. Þó voru nokkuð
margir sem luku slætti fyrir
verslunarmannahelgi, en þá brá
verulega til rosa og fáir dagar
hafa komið alveg þurrir til enda
síðan. Þetta sumar telst því mik-
ið fremur erfitt til heyskapar hér
um slóðir og ofan á þessa vætu-
tíð er nokkuð um heyfok að ræða
hjá sumum.
Hlýindi hafa verið mikil í sumar
og sprettutíð því með besta móti
einkum í ágústmánuði. Leitir eru
byijaðar og er réttað í Kerlingar-
dalsrétt í dag og reiknað með að
slátrun sauðfjár hefjist um miðja
næstu viku í Vík.
Við höldum hátíð um helgina í „Lada-húsinu“ og þér er boðið.
Við ætlum að sýna Lada Samara árgerð ’89 og nú í fyrsta sinn
5 dyra. Gott rými, sparneytni og frábær fjöðrun, en á algjöru
undraverði.
Ath. Upprtökur á góðum Lada-bflum og afhending samstundis.
Veitingar og óvæntar uppákomur alla helgina frá kl. 10-17.
Sigþór