Morgunblaðið - 10.09.1988, Blaðsíða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1988
Arnbjörg Eiríks-
dóttir - Minning
Fædd 27. desember 1896
Dáin 1. september 1988
Ambjörg Eiríksdóttir og eftirlif-
andi eiginmaður hennar, Asmundur
Jósepsson, eignuðust fimm böm:
Guðrúnu, Eirík, Hreiðar, Guðmund
og Lúðvík. Það er ekki ætlun mín
að rekja hér ættir eða æviferil
tengdamóður minnar í smáatriðum,
til þess verða væntanlega aðrir, sem
betur vita.
Efst í huga mér á kveðjustund
er þakklæti fyrir að hafa fengið að
kynnast þessari konu. Auk þess að
vera ástrík eiginkona, móðir fjög-
urra sona og einnar dóttur, sem
lést aðeins sex mánaða gömul, var
hún ljósmóðir í harðbýlli sveit í flör-
utíu ár.
Hverfíð nú með mér aftur í
tímann.
Við erum stödd í norðlenskum
dal um hávetur, fyrir um það bil
sextíu til sjötíu árum. Engir vegir,
ekkert rafmagn, enginn sími. Úti
geisar stórhríð. Þá er barið að dyr-
um. Kona er í bamsnauð á bæ þar
í sveitinni. Þessi lágvaxna rólynda
kona býr sig til ferðar. Ef fært er
stæltasta karlmanni þá er fært fyr-
ir hana. Hún dvaldi síðan þrjá til
fimm daga hjá konu og bami eftir
ástæðum hverju sinni og sýnt var
að öllu væri borgið. Varla hefur
Guðmundur Einars-
son - Kveðjuorð
Fæddur 18. janúar 1943
Dáinn 30. ágúst 1988
Þú, Guð míns lífs, ég loka augum mínum
í líknarmildum fóðurörmum þínum
og hvíli sætt, þðtt hverfi sólin bjarta,
ég halla mér að þinu föðurhjarta.
Æ, tak nú Drottinn, föður og mðður mína
(mildirika náðarvemdan þína,
og ættlið mitt og ættjörð virztu geyma
og engu þínu minnsta bami gieyma.
(M. Joch.)
í dag er til moldar borinn bróðir
minn og vinur, er lést svo skyndi-
lega 30. ágúst.
Söknuður og sársauki fyllir hug
okkar, en minningamar sem við
eigum um góðan bróður og vin em
okkur huggun og vissan um að ein-
hvem tímann eigum við eftir að
hittast aftur huggar okkur í sorg.
Elsku Fanney, ólöf, Pétur og
Úlfar, ekkert getur bætt þennan
missi. Góður Guð haldi vemdar-
hendi sinni yfír ykkur. Elsku
mamma, pabbi og systkini, missir
okkar er mikill og söknuðurinn sár.
Glaðlyndi, dugnaður og hjálpsemi
vom aðalsmerki Mumma.
Blessuð sé minning hans.
Veiga og Árni
í dag frá kl. 11.00-14.00.
Snyrtivöruverslunln Tarý,
Reykjavíkurvegi 60,
Hafnarfirði,
sími 652085.
TREYST GÆÐUM
ROYAL LYFTIDUFTS
GETIÐ ÆTÍÐ
ÞÉR
Kveðjuorð:
Björn Jónsson
fiskma tsmaður
henni alltaf verið rótt, þá var ekki
hægt að fara f sfma til þess að
frétta að heiman. Eitt sinn færði
ég það í tal við hana að þetta mundi
hafa verið erfitt ævistarf. Svarið
lýsir henni betur en mörg orð. „Ég
var svo lánsöm að konum og böm-
um heilsaðist vel og allt bjargaðist
heima með guðs hjálp og góðra
manna."
Þegar hún og eiginmaður hennar
hættu búskap í Fljótum fluttu þau
til Sauðárkróks. Þar hjá þeim hefur
búið Indfana Sigmundsdóttir. Am-
björg sagði oft: „Við hefðum ekki
getað verið svona lengi heima ef
hún Día væri ekki hjá okkur.“
Það er gott að koma á Skagfírð-
ingabrautina. Um leið og dymar
opnast er maður umvafínn hlýju.
Sfðast kom ég þangað í júlí f sumar
ásamt dóttur minni og fjórum
bamabömum. Móttökumar voru að
venju í algjöru ósamræmi við aldur
heimafólks. Eins og hendi væri veif-
að var komið fullt borð af kræsing-
um. Síðan var sest og spjallað og
spurt frétta. Ánægðust var Am-
björg þegar hægt var að færa henni
góðar fréttir af ættingjum og vin-
um. Hún hugsaði hlýtt til alira.
Enda veit ég að bænimar hennar
hafa mörgum hjálpað.
Það væri hægt að skrifa heila
bók um þessa hljóðu og vitru hetju
hversdagsleikans, og væri það ein-
hveijum verðugt verkefni. En hér
ætla ég að kveðja hana með sökn-
uði, kærri þökk og virðingu. Ég
sendi eftirlifandi eiginmanni hennar
og afkomendum öllum innilegustu
samúðarkveðjur.
Gyða Svavarsdóttir
Fæddur 18. ágúst 1910
Dáinn 8. ágúst 1988
Þótt nokkuð sé um liðið langar
mig til þess að færa hér fram fáein
orð til minningar um föðurbróður
minn, Bjöm Jónsson fiskmatsmann
á Þingeyri. Hann var nær sjötíu og
átta ára að aldri, er hann lézt þann
8. ágúst sfðastliðinn — skyndilega
og fyrirvaralaust burtu kvaddur.
Til sfðustu stundar var hann lftt
bugaður af elli, hélt elju sinni
óskertri og var sístarfandi.
Bjöm var fæddur í Neðsta-
Hvammi (Lægsta-Hvammi) við
DýraQörð 18. ágúst 1910, þriðji í
aldursröð tólf bama hjónanna Jóns
G. Jóhannssonar og Guðrúnar
Gísladóttur, er þá bjuggu þar. Bjöm
mun hafa verið á öðru ári, er þau
hjónin fluttu með bamahóp sinn að
Rana, einu af býlunum f Hvammi,
sem þau deildu með annarri fjöl-
skyldu um eins árs skeið. Fjölskyld-
an fluttist síðan að Lækjartungu,
dálitlu grasbýli rétt innan við Þing-
eyri, þar sem Bjöm ólst upp með
systkinum sfnum. Nokkur fleiri
grasbýli vom þar í grenndinni, set-
in fjölskyldum með bamahópa á
svipuðum aldri, suma stóra. Þama
mun því oft hafa verið líf f tuskum,
þótt hin veraldlegu efni væm í
knappara lagi: stopul vinna sótt á
eyrina, ellegar á vertíðir og smábú-
skapur stundaður með til drýginda.
Leikir og lífsbarátta mnnu saman
f eitt, því snemma vöndust bömin
þvf að vinna heimili sfnu gagn eftir
mætti.
Sextán ára að aldri mun Bjöm
fyrst hafa farið til sjós — og þá á
vertfð norður f Hnífsdal, en þar var
móðurfólk hans margt. Var það
upphaf þess tuttugu ára tfmabils í
lífí Bjöms, er hann helgaði sjósókn.
Hann aflaði sér skipstjómarrétt-
inda, og sfðustu sjósóknarárin var
hann skipstjóri á bátum frá Þing-
eyri. Er í land kom, stundaði hann
ýmsa vinnu á Þingeyri, var m.a.
alllengi starfsmaður Vegagerðar
rfkisins þar. Lengst starfaði hann
þó við fískverkun, og var mörg hin
sfðari árin fískmatsmaður. Það
starf annaðist hann til dauðadags.
Árið 1938 kvæntist Bjöm Jónfnu
Guðmundsdóttur frá Þingeyri, er
lifír mann sinn. Á Þingeyri stóð
heimili þeirra alla tíð, lengst af við
Brekkugötuna, þar sem þau byggðu
sér snoturt einbýlishús fyrir tæpum
þrjátíu árum. Þau hjónin eignuðust
þijú böm: Bimu, húsmóður á Eið-
um, gift Júlíusi Bjamasyni, stöðvar-
stjóra þar. Þau eiga fjögur böm;
Pál, skipstjóra á Þingeyri, sem
kvæntur er Jóhönnu Ström. Þau
eiga einnig flögur böm, og eitt
bamabam. Yngst er Kolbrún, fóstra
í Reykjavík. Eiginmaður hennar er
Bjami Jónsson prentari. Þau eiga
eitt bam, en Kolbrún á tvö böm frá
fyrra hjónabandi.
Það man ég fyrst af frænda
mínum Bimi, er hann með fjöl-
skyldu sinni kom í heimsóknir til
okkar fram að Kirkjubóli. Hár og
virðulegur kom hann upp varpann
með hatt á höfði, ekki ósvipaðan
þeim, er útlendir sjarmörar báru
um þær mundir, að ég taldi. Virðu-
leiki gestsins fór þó sinn veg er
hann heilsaði strák, oftar en ekki
með því að grípa hann í fang sér
sterkum tökum svo sortnaði fyrir
augum um stund. Að tökum sleppt-
um lét Bjössi, en svo var hann jafn-
an nefndur af kunnugum, nokkur
viðeigandi orð falla um styrk og
þroskamerki litla frændans, bros-
andi út að eyrum svo að ekki sást
f augu hans fyrir kæti. Við áttum
sama afmælisdag, svo vera má, að
hann hafí af þeim sökum talið rétt
að hafa betra eftirlit með þessum
frænda sínum en öðrum. Hann
ærslaðist við okkur smáfólkið, söng
og hló, og dró hvergi af sér. Máttu
trúa því að það féll í góðan jarð-
veg. Óldur gleðinnar gátu risið hátt
við kaffiborðið á Bóli, ekki sízt þeg-
ar Bjössi tók sig til og setti á svið
smáatvik f frásögn sinni með eftir-
hermum og látbragði, sem fékk
hvern nálægan til þess að veltast
um af hlátri. Bjössi og fjölskylda
hans voru þvf jafnan aufúsugestir
á Kirkjubóli.
Bjössi var góður söngmaður og
tók virkan þátt f söngstarfí á sfnum
Barnadansar
- þjóðdansar
Þjóðdansafélag Reykjavíkur
býður upp á námskeið í
barnadönsum og þjóðdöns-
um, íslenskum og erlendum,
fyrir börn frá þriggja ára aldri.
Kennt er á mánudögum frá 26.
septembertil 5. desember.
VERÐIÐ ER EINSTAKT
Fyrir 3-4 ára börn 11 x 30 mín. 1500 krónur.
Fyrir 5-7 ára börn 11 x 45 mín. 2300 krónur.
Fyrir 8 ára og eldri 11 x 60 mín. 3000 krónur.
Ath.: Hjá okkur er fjölbreytnin í fyrirrúmi. Við flótt-
um saman söng, leiki og dans fyrir yngstu börnin
og smá þyngjum námsefnið eftir aldri og getu.
Þjóðdansafélag Reykjavíkur, Sundlaugavegi 34,
(við hliðina á sundlauginni í Laugardal).
Innritun er hafin
ísímum 681616
687464 og
675777.