Morgunblaðið - 10.09.1988, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 10.09.1988, Blaðsíða 43
yngri árum, m.a. í Þingeyrarkirkju. Á þeim árum tók hann einnig þátt í leikstarfi. Aldrei sá ég hann þó á leiksviði, en hef heyrt mjög af því látið. Hins vegar man ég hann í gervi jólasveins á jólatrésskemmt- unum á Þingeyri. Þar var enginn pempíulegur bómullarkarl á ferð, nei nei; þama þeysti hann um sal- inn fasmikill, þannig að í heyrðist og eftir var tekið. Vitanlega átti skeggið það til að losna og húfan að skríða ögn til, en hveiju skipti það? — Þetta var jólasveinn sem sópaði að. Á hina hliðina var Björn Jónsson alvörumaður. Það lýsti sér í mörgu. Störf sín rækti hann af stakri sam- vizkusemi og var mikill verkmaður. Hann gerði sömu kröfur til annarra og hafði á því full efni. Öll sín starfsár vann hann fæðingarbyggð sinni dyggilega — að sköpun verð- mæta, sem að sínum hluta og vel það stóðu undir efnalegum fram- fömm í samfélaginu. Fráleitt var hann alltaf sáttur við ráðstöfun þeirra verðmæta, og orðaði þá skýrt meiningar sínar. Sjálfur barst hann lítið á og veitti sér fátt, er kalla mátti munað. Eyðsla umfram efni var eitur í hans beinum. Skilamaður var hann einstakur. Mér er í ungl- ingsminni lítið dæmi um það: Er hann byggði íbúðarhús sitt hjálpuð- um við feðgamir honum eitt sinn í daglangri steyputöm. Að verki loknu fómm við með honum heim í kaffisopa hjá þeim hjónum. Þar vom daglaunin greidd — við annað var hreint ekki komandi, þótt okkur hefði aldrei dottið í hug að hirða laun fyrir greiðann. Bjöm mun ungur hafa aðhyllzt jafnaðarstefnu, og var jafnaðar- maður af hinum eldri skóla í þess orðs beztu merkingu. Hann var einn af stofnendum verkalýðsfélagsins Brynju á Þingeyri, og gegndi þar trúnaðarstörfum lengi. Að öðm leyti blandaði hann sér lítið í félags- mál á seinni ámm. Stunda utan hinnar daglegu vinnu naut hann fyrst og fremst með fjölskyldu sinni, sem hann unni mjög. Ekki sízt vom bamabömin honum mikill gleði- gjafí. Frænda minn Bjössa sá ég síðast á Þingeyri fyrir tæpu ári. Þar kom hann ofanaf Bala beinn í baki, gangandi eins og jafnan áður ákveðnum skrefum. Við hittumst úti á Plássi: hann á leið til vinnu sinnar — ég á leið suður. Fiskurinn beið hans úti í frystihúsi. Föðurleg hlýja fylgdi kveðjuorðum hans, rétt eins og ég mundi þau frá svo mörg- um kveðjustundum heima á Kirkju- bólshlaði. Mér varð hugsað til þess, hver gæfumaður hann væri, að fá að ganga til verka sinna í þorpinu sínu við nær óskerta heilsu, þótt hefði hann þá sjö ár um sjötugt. En svo var hann kvaddur til ferðar án fyrirvara — frá fullu starfí, sjálf- bjarga enn á allan veg. Öldnum manni hlýtur að vera það mikil náð, en höggið er þungt þeim, sem eftir standa. Jónínu og fjölskyldunni hennar allri fæmm við innilegar samúðarkveðjur og biðjum þeim styrks á sorgartíð. Björt minningin, sem frændi lætur eftir, verður þeim, er nær honum stóðu mikil huggun. Hana þökkum við og geymum. Góðum starfsdegi er lokið. Guð blessi minningu Bjöms Jónssonar. Bjarni Guðmundsson Leiðrétting í kveðjuorðum um Gunnlaug G. Bjömsson hér í blaðinu, eftir Gunn- ar Svanberg, féll ein setning niður og skilaði málsgreinin sér ekki fylli- lega til lesandans. Málsgreinin átti að vera svohljóðandi: Er Isaac New- ton, einn mesti stærðfræðingur allra tíma, var spurður að því hvem- ig honum hafi tekist að gera svo margar merkar uppgötvanir í stjömufræði, svaraði hann: „Með því að vera stöðugt að hugsa um þær.“ Eitthvað svipað held ég hafi verið með Gunnlaug Bjömsson. Hugur hans var starfandi frá morgni til kvölds við að fínna lausn á vandamálum, sem upp komu, og ekki var hætt fyrr en lausnin var fundin og sú lausn varð að vera snjöll og helst einfaldari en annarra. MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1988 43 Fjölbýlis HÚS- . FRIÐUR 9 Lausn fyrir húsfélög Það getur verið óþægilegt og erilsamt að rukka - sérstaklega nágranna sína. Nú býðst gjaldkerum húsfélaga, að leggja annasama og oft erfiða innheimtu á herðar Verzlunarbankans. Bankinn sér einnig um greiðslu reikninga og bókhald. Þetta er tölvuþjónusta, sem auðveldar rekstur og tryggir öruggari fjárreiður húsfélaga. Verzlunarbankinn getur þannig stuðlað að góðu andrúmslofti og húsfriði í fjölbýli. HELSTU ÞJÓNUSTUÞÆTTIR ERU ÞESSIR: 1. 2. 3. 4. 5. Bankinn annast mánaðarlega tölvuútskrift gíróseðils á hvem greiðanda húsgjalds. Á gíróseðlinum em þau gjöld sundurliðuð sem greiða þarf til húsfélagsins. Þau gjöld sem húsfélagið þarf að greiða, færir bankinn af viðskipta- reikningi og sendir til viðkomandi á umsömdum tíma. Bankinn útvegar yfirlit sem sýnir stöðu hvers húsráðanda gagnvart húsfélaginu, hvenær sem þess er óskað. Auk þess liggur fyrir í lok hvers mánaðar yfirlit sem sýnir sundurliðaðar hreyfmgar, er mynda grunn rekstrarbókhalds og í árslok heildarhreyfmgar ársins. Tölvan getur breytt upphæð húsgjalda í samræmi við vísitölu og reiknað dráttarvexti, sé þess óskað. Gíróseðlana má greiða í öllum bönkum, sparisjóðum og pósthúsum. ÍM VERZLUNARBANKINN -vÍHHici Hteð þ&i ( wmmmmmmmmmmmffiffimmmmmmmmmímmmffim ÞARABAKXA } BANKASTRÆTI 5 UMFERÐARMIÖSTÖÐINNI LAUGAVEGI 172 VATNSMÝRARVEGI 10 GRENSÁSVEGI 13 HÚSI VERSLUNARINNAR KRINGLUNNI 7 ÞVERHOLTI 6, MOSFELLSBÆ VATNSNESVEGl 14, KEFLAVlK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.