Morgunblaðið - 10.09.1988, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.09.1988, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1988 Samband vestfirskra kvenna: Fjallað um mótun mann- eldis- og neyslustefnu FORMANNAFUNDUR Sam- bands vestfirskra kvenna var haldinn á ísafirði i lok ágústmán- aðar í húsakynnum Húsmæðra- skólans Óskar. Á fundinum var rætt um málefni kvenfélaganna og flutt var erindi um manneldis- mál. Framsögumaður var Unnur Stefánsdóttir, verkefnisstjóri í heilbrigðisráðuneytinu. Erindi hennar fjaUaði um mótun mann- Kvartett Krisljáns í Heita pottinum KVARTETT Krisljáns Magnús- sonar leikur i Heita pottinum í Duus-húsi v/Fischersund sunnu- dagskvöldið 11. september. Auk Kristjáns, sem spilar á píanó, skipa hljómsveitina þeir Þor- leifur Gíslason á tenór- og altsaxó- fóna, Tómas R. Einarsson á kontra- bassa og Guðmundur R. Einarsson á trommur. Kvartettinn hefur starfað reglu- lega í nokkur ár og spilar lög frá ýmsum skeiðum djasssögunnar, eft- ir höfunda eins og Dexter Gordon, Randy Weston, Sonny Rollins o.m.fl. Tónleikamir hefjast kl. 21.30. (Frétt&tilkynmng) eldis- og neyslustefnu. Unnur hefur starfað að því verkefni i ráðuneytinu siðastliðna 6 mán- uði. í frétt frá Sambandinu segir, að manneldismál snerti mjög marga þætti hins daglega lífs, mataræði, matarvenjur, heilbrigðismál, fræðslumál, neytendamál o.fl. Líflegar umræður hafi orðið á fund- inum um stöðu okkar íslendinga í þessum efnum. Fundarmenn hafí verið sammála um að lýsa ánægju með þá vinnu, sem í gangi er hjá heilbrigðisráðu- neytinu, um mótun manneldis- og neyslustefnu. Fram hafí komið að nauðsynlegt væri að gera víðtæka könnun á neysluvenjum lands- manna. Fundarmenn hafí þó talið víst að fyrir lægi meðal annars of mikil sykumeysla almennings, sem nauðsynlegt væri að minnka. Þá segir í fréttinni að mikið hafí verið rætt um aukaefni í matvælum og lagasetningar þar um. Þá hafí komið fram í máli form- anna kvenfélaganna að heimilis- fræðslu í grunnskólum á Vestflörð- um væri víða af skomum skammti. Þar vantaði bæði kennara og kennsluaðstöðu. Kvenféiögin hafí ítrekað sent frá sér ályktanir til úrbóta en lítið virðist miða að settu mmarki. í fundarlok kynnti Elsa Bjart- marsdóttir væntanlegt námskeiða- hald í Húsmæðraskólanum næsta vetur. Morgunblaðið/Vilhjálmur Eyjólfsson Flakið af belgíska togaranum Van der Weyden sem strandaði á Skarðsfjöru 1957. Um Van der Weyd- en og fleiri flök Meðallandi. TOGARINN Van der Weyden frá Ostende i Belgiu strandaði á Skarðsfjöru i Meðallandi að morgni 30. mars 1957. Þetta var BARNADANSAR HVAÐ GERIR DANS-NÝJUNG FYRIR BARNIÐ ÞITT? • Létt upphitun, leikræn tjáning til að byggja upp sjálfstraust og öryggi. • Léttir, hnitmiðaðir og skemmtilegir dansar, sem barnið ræður auðveldlega við. • Að dansa er yndisleg tilfinning sem barnið þitt ætti að finna fyrir. 4-6 ára 7-9 ára 10-12 ára Unglingar 1x í viku 1x í viku 2x í viku 2x í viku UNGLINGAR ÞIÐ FÁIÐ ÞAÐ SEM ÞIÐ VIUIÐ HJÁ OKKUR í DANS-NÝJUNG • Góðar æfingar til að halda sér í góðu formi. i • Frábæra dansa, langar og stuttar danslotur. ; • Jazz-dansa, funck-hreifingar og allt það nýjasta & í dansinum í dag. Þjálfaðir kennarar með langa starfsreynslu tryggja árangur. Afhending skírteina laugardaginn 17. sept. og sunnudaginn 18. sept. kl. 14-18 báða dagana á Hverfisgötu 46. Kennslustaöír: Hverfisgata 46, KR-húslö viö Frostaskjól, Mosfellsbœ, Félagsmiöstööinni á Selfossi. Veríð ve/komin. Eydís Eyjólfsdóttir 20 ára danskennari með 4 óra reynslu að baki í kennslu og námi í Eng- landi. Starfandi atvinnu- dan8ari. 2x ialandameist- ari í hópdan8i. Unnið við söngleik, myndbönd og sjónvarp. Wm KoRmin Aöaltteinsdöttir 32 ára danskennari og danshöfundur með 16 óra reynslu að baki I kennalu og námi í Þýskalandi, Bandarikjunum og Eng- fandi. 6x íslandsmeistari í hópdönsum. Unnið fyrir 8jónvarp, leikara, vlð upp- setningu tískusýningarat- riða, söngleikja og dansat- riða hériendis og eriendis. Tommie M.Y. Luke 26 ára danskennari og danshöfundur með 6 éra reynslu að baki og nám f Englandi og Þýskalandi. Hann hefur unnið með þekktum tíanshöfundum t.d. Brur»o Tonioli - Alain Dehay - Ken Warwick. I siónvarpi, leikhúsi, mynd- böndum, stjómandi tísku- sýninga, unniö fyrir Wham, Elton John og Mlc- hael Jeck8on. Á toppnum i Englandi í dag. Innritun er hafin í síma 621088 frá kl. 10-12 og 13-17 alla daga HVERFISGATA 46 SIMI621088 sem nýtt skip og allstórt. Togar- inn var gufuskip og brenndi oliu. Mannbjörg varð en þegar átti að bjarga skipinu rak það á togara- flak sem ekki sást á og menn þarna vissu ekki um. Eftir rúm- lega 30 ár er flakið af Van der Weyden þarna enn. Væri það löngu horfið f sand og sjó ef ekki væri annar togari undir þvi. Skipið liggur á hliðinni móti sjó og er furða að sjórinn skuli ekki hafa brotið það allt niður fyrir löngu. Nú hefur hann þó brotið þá hliðina sem upp er fram fyrir gufuketilinn og framhlut- inn er mjög farinn að láta á sjá, göt eru víða og er flakið farið að síga í sandinn. Bjargmundur Sveinsson, bróðir Kjarvals, sagði fréttaritara Morg- unblaðsins seinna að árið 1903 hefði strandað þama enskur togari sem hét Lindsey. Vann hann við að rífa úr því skipi. Áður var Meðallandið einn mesti strandstaður á íslandi. Með vaxandi tækni er það nærri úr sögunni og þó svo færi þá er skipum yfirleitt bjargað ef þau stranda þar sem sandur er. Gæti svo farið að gufu- ketillinn í Van der Weyden verði lengi minnisvarði um strönd í Með- allandi. Hefur hann þá sérstöðu að liggja ofan á öðru skipi og því miklu hærra en annars væri. Lindsey var einnig gufutogari en kolakyntur og einn af fyrstu togur- unum sem strönduðu í Meðallandi. Af Lindsey munu allir hafa bjarg- ast í land og mun svo yfírleitt hafa farið ef heimamenn komu á strand- stað áður en skipbrotsmenn reyndu að komast í iand. En það kom þó fyrir að menn fórust er skip strönd- uðu. Svo var nokkuð um að lík ræki á fjörumar. Menn tók út af á fískiskipum og féllu úr reiðum á skútunum. Nokkm vestar en þessir tveir togarar strönduðu strandaði skip snemma á síðustu öld. Vom þar í lík af tveimur mönnum, grindhoruð. 70 menn áttu að hafa verið á skip- inu. Það strandaði á Klaufarfjöru fyrir jól og var mikið flutt þangað úr skipinu. Bærinn var afskekktur og er góssið hafði verið flutt þang- að flúði fólkið bæinn vegna reim- leika en komu aftur að vori er dó- tið hafði verið flutt burt. Muna menn enn vísupartinn „70 draugar suðr’á Klauf sækja að Jóni loðna" en svo hét bóndinn á bænum. Líklegt þótti að skipið hefði lent í hafvillum og þótti reimt á Klaufar- fjöru á eftir og þama á fjörunum þóttu fleiri vera á ferð en menn sáu yfirleitt þeir sem óskyggnir vom. - Vilhjálmur Heimspekinámskeið fyrir börn: I hverju er fegurðin fólgin? HEIMSPEKISKÓLINN býður upp á 12 vikna heimspekinám- skeið í vetur fyrir 10—16 ára börn i samvinnu við Heimspeki- stofnun Háskóla íslands. Þetta er annað starfsár skólans, sem starfar í yngri og eldri deild. Unnið er út frá skáldsögum, sem bandaríski heimspekingurinn Matthew Lipman hefur samið fyrir þennan aldurshóp. Skóla- stjóri Heimspekiskólans er dr. Hreinn Pálsson. í frétt frá Heimspekiskólanum segir að í sögum Lipmans segi af krökkum, sem fara að velta fyrir sér notkun máls og eðli hugsunar. Meðal annars beinist athyglin að margræðni, líkingum og þeirri rök- vísi, sem felst í notkun daglegs máls. Þar sé einnig vakið máls á ráðgátum, sem leita á böm á öllum aldri: Hvað gerir manninn mennsk- an? Hvers vegna göngum við í skóla? Er það móðgun við aðra að vera þeim ósammála? í hveiju er fegurðin fólgin? Undir leiðsögn kennara taki þátttakendur ótal slíkar spumingar til umfjöllunar og fari meiri hluti námskeiðsins í sam- ræður um þær. Námsefni Lipmans á 20 ára sögu að baki sér og hafa sögur hans verið þýddar á mörg erlend tungu- mál, þ.á.m. kínversku, spænsku, þýsku, frönsku, portúgölsku, arabísku og dönsku. Námskeið Heimspekiskólans verða haldin í gamla Verslunarskól- anum við Gmndarstíg. í hvetjum hópi verða 10—14 nemendur, sem hittast einu sinni í viku eina og hálfa klukkustund í senn. Rökleikni nemenda verður metin við upphaf og lok námskeiðanna. Aðalleið- beinandi verður dr. Hreinn Pálsson, sem hefur sérhæft sig í heimspeki- kennslu bama og unglinga. Innrit- un stendur til 18. september og kennsla hefst daginn eftir. Fram- haldsnámskeið verða í boði á vor- misseri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.