Morgunblaðið - 10.09.1988, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.09.1988, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1988 Alpaþyrnir. Að þurrka blóm II Systrakarfa. Af jurtum sem bera blá blóm má nefna: Kettlingablóm (Nepeta miss- inii). Blómin eru í krönsum á langri uppmjórri blómskipun méð fremur gisnum greinum. Blöð og stönglar eru með fínlegum grá- graenum lit. Hæð 20—30 sm. Blómgunartími júlí/ágúst. Systrakarfa (Scabiosa cauc- asica) ættuð frá Kákasus eins og latneska nafnið gefur til kynna. Blómin eru allstórar, flatar körfur á 30—50 sm háum, grönnum stilk- um. Blómstrar síðla sumars og þarf að velja henni hlýjasta og besta stað í garðinum ef takast á að ná fram blómgun. Alpaþyrnir (Eryngium alpin- um). Blómin eru örsmá í þéttum nokkuð löngum kollum sem umluktir eru stórum og glæsileg- um reifablöðum sem í fyrstu eru grágræn en smá dökkna uns þau verða fallega blá og séu þau látin standa lengi fá þau á sig silfur grá/bláan lit. Blómgunartími júlí/ágúst. Stönglamir eru sterk- legir og stinnir 40—60 sm háir og oft 3—4 blóm á hveijum stöngli. Ýmsir hafa kvartað yfír því að erfítt sé að rækta þessa jurt, en þrátt fyrir það nýtur hún aðdáunar og vaxandi vinsælda og er einatt fáanleg í gróðrarstöðv- um. Meðan á þurrkun stendur er gott að láta blómin ýmist snúa upp eða niður, með því móti halda þau best sínu fagra formi. Þá langar mig að minnast á tvær jurtir sem ekki er gott að greina ákveðinn lit á en það eru sveipstjarna (Astrantia major) og silkibygg (Hordeum jubatum). Sveipstjaman er með föí- bleik/grænleit blóm, verður allt að 60 sm á hæð og blómstrar í júlí/ágúst, þolir skugga. Blóm sveipstjömunnar er líka mjög sér- kennilega fallegt pressað. Rautt afbrigði, smávaxnara, hefur sést hér í gróðrarstöðvum og nokkrum görðum. Eftirsótt og fágætt silki- bygg, skrautgrasið vinsæla með sínum fínlegu fjólubláa lit og gull- inni slikju er 30—40 sm á hæð. Að jafnaði er litur þess fegurstur í júlímánuði og helst lengst á stráunum afskomum sé þeim vaf- ið inn í dagblöð meðan þau hanga uppi til þurrkunar. Að lokum lang- ar mig til þess að minnast örlítið á musterisjurtina (Astilbe) sem til er í mörgum litum, þó aðallega hvítum, bleikum og rauðum, og blómstrar síðla sumars eða á haustin. Þeir sem eru svo glúmir að eiga slíkan dýrgrip blómstrandi í garði sínum eða gróðurskála geta hæglega þurrkað blómstang- imar ef þeir vilja fóma þeim til slíks, því fallegastar verða þær séu þær skomar af nýútsprungn- ar. Einnig má þurrka stangimar þó þær hafí ekki náð að blómstra til fulls. Fylgjast þarf vel með þurrkuninni því blómstangir af þessari jurt geta við góðan yl þomað á 1—2 sólarhringum. Best er að taka þau blóm sem þurrka á nýútspmngin og fersk, ef þau em of þroskuð sáldrast meira af þeim og þau missa fýrr lögun og lit. Það sem hér hefur verið talið upp af blómum til að þurrka er aðeins örlítið sýnishom af fjölær- um jurtum tekið með tilliti til lita, að öðru leyti var nánast valið af handahófí því það er svo ótrúlega margt sem þurrka má með góðum árangri ef natni og umhyggja er við höfð. Ef til vill verður hægt að segja eitthvað af einærum og tvíæmm blómum þótt síðar verði og þá einnig af fáeinum íslenskum jurt- um sem henta vel til þurrkunar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.