Morgunblaðið - 10.09.1988, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1988
17
Blönduós:
Viðurkenn-
ingar veittar
fyrir snyrti-
legar lóðir
Blönduósi.
ÞAÐ voru íbúarnir á Hliðarbraut
21 á Blönduósi, sem að þessu
sinni hlutu viðurkenningu feg-
runarnefndar Blönduóss fyrir
snyrtilegan og vel hirtan garð.
Jafnframt hlutu íbúar Mela-
brautar viðurkenningu fyrir
framlag sitt til fegrunar bæjar-
ins og Rafmagnsveitur rikisins á
Biönduósi fengu viðurkenningu
fyrir snyrtilegan frágang við
spennistöðvar.
Eigendur Hlíðarbrautar 21 eru
hjónin Lóa Pétursdóttir og Pétur
A. Pétursson. í samtali við Morgun-
blaðið sagði Lóa Pétursdóttir að þau
hjónin hefðu byijað á garðinum
vorið 1981 en sú vinna hefði verið
til lítils því hross hefðu farið inn á
lóðina og eyðilagt það starf. Því
má segja að garðurinn sé ekki nema
sex ára, en þrátt fyrir ungan aldur
er gróður þar allur gróskumikill og
vel_ hirtur.
íbúar við Melabraut hlutu viður-
kenningu fyrir framlag sitt til fegr-
unar bæjarins. Tilefni þessarar við-
urkenningar er sú að íbúamir við
Melabraut tyrfðu stórt svæði sunn-
an við götuna jafnframt því að
Bikarkeppni
Bridssam-
+
bands Islands
og Sanitas
SANITAS bikarkeppni bridssam-
bandsins hófst á Hótel Loftleið-
um í morgun. í dag keppa fjórar
sveitir í undanúrslitum og á
morgun verður keppt til úrslita.
í dag keppir sveit Braga Hauks-
sonar, Reykjavík, gegn sveit Kristj-
áns Guðmundssonar, Akureyri, og
sveit „Modem Iceland“ keppir við
sveit Pólaris. í fyrramálið klukkan
10 hefst svo úrslitaleikurinn í bikar-
keppni bridssambandsins.
Leikjum verður sjónvarpað og
lýst í sýningarsal Hótel Loftleiða.
Ollum er heimill aðgangur.
Fróóleikur og
skemmtun
fyrirháasemlága!
Morgunblaðið/J6n Sig
íbúarnir að Hlíðarbraut 21 hlutu viðurkenningu fyrir snyrtilegan
og vel hirtan garð.
Höfuðstöðvar RARIK á Blönduósi en fyrirtækiö fékk viðurkenningu
fyrir snyrtilegan frágang við spennistöðvar sínar.
planta skjólbelti með allri suðurhlið
götunnar og var allt þetta starf
unnið í sjálfboðavinnu.
Rafmagnsveitur ríkisins á
Blönduósi fengu viðurkenningu fyr-
ir snyrtilegan frágang við spenni-
stöðvar sínar. RARIK-menn á
Blönduósi em vel að þessari viður-
kenningu komnir því góður frá-
gangur og snyrtileg umgengni ein-
kennir þessa stofnun á Blönduósi.
— Jón Sig.
Sýningar-
salurinn
nítján
MÚSSA opnar í dag, laugardag,
eigin sýningarsal í bakhúsi að
Selvogsgrunni 19 i Reykjavík og
heitir hann 19.
19 'opnar með sýningu á vatns-
litamyndum eftir Mússu. í kvöld
verður opið til miðnættis en aðra
daga kl. 17—19 fram til sunnudags-
ins 9. október. Engin boðskort hafa
verið send en allir em velkomnir.
Þetta er þriðja einkasýning
Mússu, áður hefur hún sýnt col-
lage-myndir í Reykjavík 1980 og
collage- og vatnslitamyndir í Þýska-
landi 1984. Á sýningunni em 17
vatnslitamyndir frá síðustu þremur
ámm.
(Fréttatílkynning)
SAMANBURÐ A
AFBORGUNARKJORUM
IFREIÐA
Útborgun
Hltirstöðvar greiddar á 12 mánuðum
Grciddir vcxtir af cítirst. cru samtals
sumar brcytti Svcinn Egilsson hf. bílamarkaðnum
verulega, mcð því að lækka vcxti á afborgunarkjör
um niður í 9,9% án vcrðtryggingar, á sama tíma
og aðrir buðu rúmlcga 40% vexti.
Nú eru nokkur bifreiðaumboð komin mcð gylli-
boð um cnga vexti og cnga verðtryggingu.
Hcr mcð fylgir dæmi um það hvcr rnunur gctur
vcrið á cndanlegu verði bifreiöa, scm kosta kr.
400.000,- staðgreiddar, en kcyptar cru á afborgun-
arkjörum. Til einföldunar er bankaþóknun, lán-
tökugjöldum og stimpil-
gjöldum slcppt í þcssu
dæmi.
Endanlegt vcrð
MISMUNUR
209.000,-
209.000,-
11.208,-
429.208,-
30.792,-
1 þessu dæmi hagnast neytandinn því um 30.792,-
kr. mcð þvi að nýta afborgunarkjör Sveins Egils-
sonar hf. Ef dýrari bifrcið cr keypt, eykst mismun-
urinn, viðskiptavini Sveins Egilssonar hf. í hag.
Gcröu þínar cigin kannanir, og mundu að reikna
út frá staðgreiðsluverðinu, því það gefur bestu
myndina af kjörunum, sem í
boði eru í afborgunar-
viðskiptum.
VIÐ SKEIFUNA
Framtíð
Sveinn Egilsson hf.
SKIPTIBORÐ 6851Ó0, FORD 689633, FIAT 688850, SUZUKI 689622