Morgunblaðið - 10.09.1988, Síða 7

Morgunblaðið - 10.09.1988, Síða 7
MORGÚNBLÁÐIÐ, LÁÚGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1988 7 Mæling SKÁÍS á útvarpshlustun: Mest hlustað á Rás 1 Fleiri hlusta á Bylgjuna en Stjörnuna í hlustendakönnun sem SKÁÍS gerði fyrir Bylgjuna þann 31. ágúst s.I. kemur fram að enn er mest hlustað á Rás 1 eða hádegis- fréttir þar. Einnig kemur fram að Bylgjan hefur allsstaðar meiri hlustun en Stjarnan. Mesta hlust- unin á svokallaðar tónlistarstöðv- ar er á Rás 2 ef tekið er mið af landinu öllu. SKÁIS kannaði hlustun á höfuð- borgarsvæðinu annarsvegar og iandinu öllu hinsvegar. Stuðst var við 800 manna úrtak í borginni og Húsavík: Bygging heilsugæslu- stöðvar hefst í haust Síðasta sýningarhelgi Veröld ’88 Syningunni veröldin '88 lýkur annað kvöld í LaugardalshöU. Fyr- ir helgina höfðu um 25 þúsund manns séð sýninguna en hún var opnuð 1. september síðast Uðinn. Útvarpsstöðin Bylgjan heldur í dag upp á 2. ára afmæU sitt á sýningunni. Sýningin verður opin frá klukkan 13 tíl 23 í dag og á morgun, en aðgöngumiða- sölu er hætt klukkan 22. Verð aðgöngumiða er 490 krónur fyrir fuUorðna og 350 krónur fyrir börn. Barn varð fyrir bifreið Húsavik. BYGGING heilsugæslustöðvar á Húsavik hefur lengi verið á döf- inni en heilsugæslan er nú á einni hæð í sjúkrahúsinu og býr þar við nokkur þrengsU. A sl. vori var ákveðið að hefja fram- kvæmdir eftir teikningum sem gerðar voru fyrir fimm árum og hefur sú ákvörðun verið á hring- rás um kerfið fyrir sunnan þar tíl að verkið var boðið út fyrir þremur vikum. Tilboða var óskað í að steypa upp húsið, skila því fokheldu og frá- gengnu að utan og grófjafna lóð. Alls bárust fjögur tilboð frá tré- smiðjunum Borg, Fjalari og Norð- urvík á Húsavík og Rein í Reykja- hverfí, sem átti lægsta tilboðið, 28,1 milljón, en kostnaðaráætlun er 28 milíjónir. Hin tilboðin voru á bilinu 29—31 milljón. Verkinu á að Gámaútflutningur: Leyfi veitt fyr- ir 766 tonnum Utanríkisráðuneytið veitti í gær leyfi fyrir útflutningi á 766 tonn- um af ferskfiski í gámum til Bretlands í næstu viku. Umsókn- ir um útflutning námu hins vegar 1.408 tonnum. Þá er gert ráð fyrir að togarar sigli með 400 um tonn. Skipin, sem fá að sigla eru Hjör- leifur RE, Sölvi Bjamason BA, Sæljón SÚ, Guðmundur Kristinn SU og Valdimar Sveinsson VE. Það er Landsamband íslenskra útvegs- manna sem ákveður hvaða togarar fá að sigla. Iceland Seafood: Söluverðmæti í Frakklandi meira en áður ICELAND Seafood Limited, sölu- fyrirtæki sjávarafurðadeildar Sambandsins i Evrópu, seldi 58% meira magn af sjávarafurðum til Frakklands fyrir 55% hærra verð, miðað við franska franka, fyrstu 8 mánuði þessa árs en á sama tima í fyrra. Iceland Seafood Ltd. seldi sjávar- afurðir til Frakklands fyrir 65 millj- ónir franka fyrstu 8 mánuði þessa árs en 42 milljónir franka á sama tfma í fyrra. Fyrirtækið hefur opnað söluskrifstofu fyrir Frakkland og Belgíu í Boulogne-sur-Mer í Frakk- landi og sölusfjóri þar er Höskuldur Ásgeirsson viðskiptafræðingur. Opnun þessarar nýju söluskrif- stofu tengist aukinni eftirspum og mikilli söluaukningu á íslenskum sjávarafurðum í Evrópu. Fyrirtækið selur aðallega grálúðu, karfa, steinbít og þorsk í Frakklandi en verð á þessum tegundum hefur lækk- að að meðaltali um 15% frá áramót- um. Hins vegar eru horfur taldar á að verðið muni styrkjast á næst- unni, segir í fréttatilkynningu frá sjávarafurðadeild Sambandsins. skila fyrir lok september á næsta ári en það mun ekki geta hafíst fyrr en um næstu mánaðamót. Skýtur það nokkuð skökku við að pappírsvinnan og hugvitið sé að verki yfír sumarið, á heppilegasta byggingatímanum, en svo að hefja framkvæmdir að hausti og byijun vetrar þegar snjóa og allra veðra er von. Undanfarin ár hafa veður verið það hagstæð að vetrarvinna hefur tekist en það em undantekn- ingar. - Fréttaritari 1400 manna úrtak á landinu öllu. Spurt var um hlustun á þremur tímabilum, að morgni, í hádegi og síðdegis. Hvað höfuðborgarsvæðið varðar kemur fram að helmingur þeirra sem spurður hafði ekki opið fyrir útvarp. Mesta hlustun þennan dag, 31. ágúst, var á Bylgjuna að morgni til eða 19%, minnsta hlustun á Bylgjuna var síðdegis eða 14,2%. Næstmesta hlustunin þennan dag var á Rás 1 í hádeginu eða 18,3% en minnsta hlustun á Rás 1 var síðdegis eða 7,1%.. Stjaman var með mesta hlustun í hádeginu eða 14,2% en minnsta síðdegis eða 9,9%. Rás 2 með mesta hlustun síðdegis eða 11,9% en minnsta hlustun að morgni eða 7,9%. Útvarpshlustun á landinu öllu var íviðmeiri en á höfuðborgarsvæðinu. Þar var Rás 1 með mesta hlustun í hádeginu eða 22,7% en minnsta síðdegis eða 8,1%. Næstmesta hlustunin var á Rás 2 að morgni eða 18,2% en minnst slðdegis eða 16,4%. Bylgjan var með mesta hlustun að morgni eða 13,8% en minnsta á hádegi eða 11,2%. Stjam- an var með sömu hlustun að morgni og í hádeginu eða 10,1% en 8,8% hlustun síðdegis. ÁTTA ára stúlka varð fyrir bif- reið á Háteigsvegi i gær. Hún slasaðist nokkuð, en ekki alvar- lega. Stúlkan hljóp út á götuna frá Æfíngadeild Kennaraháskólans og ætlaði að ná strætisvagni, sem beið hinum megin við götuna. Hún uggði ekki að sér og varð fyrir bifreið sem var ekið austur Há- teigsveg. Meiðsli hennar em ekki alvarleg. fierra GARÐURINN Aðalstræti 9 - Kringlunni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.