Morgunblaðið - 10.09.1988, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 10.09.1988, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1988 Kína og Taiwan: Kínveijar fagna til- lögu um sameiningu Þó leggja Tævanar til að kommúnisman- um verði endanlega varpað fyrir róða Peking. Reuter. Kommúnistaflokkur Kína hefur lofað tævanska þjóðernis- sinna fyrir tillögu um að Kínveijum verði veitt 10 milij- arða dala lán (460 mil\jarða ísl. kr.) að því tilskildu meðal ann- ars að þeir hverfi frá kommún- isma. Ennfremur er þar gert ráð fyrir að viðræður hefjist um sameiningu ríkjanna. Vest- rænir stjórnarerindrekar héldu þvi þó fram að þessi jákvæðu viðbrögð Kínveija væru aðeins enn eitt bragðið í áróðursstríði ríkjanna. Nokkrir stjómmálamenn úr Þjóðemisflokki Taiwans hvöttu til þess í júlí að Taiwanar veittu Kínveijum allt að 10 milljarða dala lán gegn því að að endi yrði bundinn á alræði kommúnista- flokksins í Kína, auk þess sem kommúnisminn yrði lagður fyrir róða. Þeir kröfðust þess einnig að Kínveijar lofuðu að beita Taiwani ekki hervaldi, svo hægt yrði að efna til viðræðna um sameiningu ríkjanna. Þeir settu einnig það skilyrði að í hinu sameinaða Kína- veldi yrði hefðbundin menning Kínveija höfð í hávegum. Á forsíðu Dagblaðs alþýðunnar á miðvikudag vom þjóðemis- sinnamir lofaðir fyrir Jákvætt hugarfar." Álíka greinar vom birt- ar í öðmm blöðum á fímmtudag. „Þar sem íjóðemisflokkurinn og Kommúnistaflokkurinn leitast báðir við að vemda kínverska menningu og gera Kína að öflugu veldi á ný ætti að vera gmndvöllur fyrir sameiningu.“ sagði í dagblaði alþýðunnar. Ekki var minnst á þá kröfu að Kínveijar afneituðu kommúnismanum. Kínveijar hafa ætíð sagt að þeir áskildu sér rétt til að beita Taiwan hervaldi. Viðskipti Kína og Taiwans hafa aukist mjög á síðustu ámm og nokkrir tævan- skir fjármálamenn hafa fjárfest í Kína. „Stjómvöld í Kína hafa dregið þá ályktun að útilokað sé að til- íaga þjóðemissinnanna verði sam- þykkt í Taiwan og þeir geti því sýnt sáttfýsi," sagði stjómarerind- reki í Peking. „Taiwanar búast heldur ekki við að kínversk stjóm- völd hverfí frá kommúnisma," bætti hann við. t - Pyntingum mótmælt í Santiago Reuter Óeirðalögreglumenn sprauta vatni á félaga í hreyfingu sem berst gegn pyntingum í Chile. Hreyfingin efndi til mótmæla framan við helsta bókasafn Santiago-borgar í gær. Fjórir mótmæ- lendur slösuðust og tuttugu voru fangelsaðir. Svíþjóð: Mútustarfsemi, skjala- fals og ólögleg vopnasala Stokkhólmi. Reuter. HÖFÐAÐ hefur verið opinbert mál á hendur þremur fyrrver- andi yfirmönnum Bofors-vopna- verksmiðjanna í Sviþjóð. Eru þeir sakaðir um að hafa fengið Björgunarmenn leita í braki vfetnömsku þotunnar, sem fórst skammt frá flugvellinum f Bangkok f Thailandi f gær. 75 biðu bana er víet- nömsk þota fórst Bangkok. Reuter. SEX menn komust lffs af þegar vfetnömsk farþegaþota fórst skammt frá flugvellinum í Bangkok í Thailandi í gær- morgun. Að minnsta kostí 75 biðu bana. Flugvélin brotlenti í miklu þrumuveðri er hún átti sex kíló- metra ófama til flugvallarins. Sjónarvottar sögðu að eldingu hefði lostið niður í flugvélinni, sem var af gerðinni Tupolev TU-134. Hún var í eigu víetnamska ríkis- flugfélagsins og var að koma úr áætlunarflugi frá Hanoi. Flugvélin kom niður á hrísgijónaakur skammt frá út- hverfí Bangkok. Hún brotnaði í þrennt er hún skall til jarðar og dreyfðist brak úr henni yfír stórt svæði. Eldur kom samstundis upp. Mennimir sex, sem komust lífs af, slösuðust allir alvarlega. Hermt var að sendiherrar Ind- lands og Finnlands í Hanoi og eiginkonur þeirra hefðu verið meðal farþega sem týndu lífi. sinn skerf af umboðslaunum eða mútum, sem notaðar voru til að greiða fyrir ólöglegri vopnasölu. Folke Ljungwall saksóknari sagði, að mennimir væm gmnaðir um að hafa stungið i eigin vasa og komið fyrir á bankareikningi í Sviss allt að 36 milljónum ísl. kr. Vildi hann ekki nafngreina mennina enda ekki leyfílegt samkvæmt sænskum lögum fyrr en dómur hefur gengið. Bofors, sem er eitt af dótturfyrir- tækjum Nóbelsamsteypunnar, hef- ur verið mikið í fréttum að undan- fömu vegna þessara mála og þykja þau mjög vandræðaleg fyrir sænsk stjómvöld, sem halda hlutleysi sínu hátt á loft og vilja láta að sér kveða f afvopnunarmálum. Forsvarsmenn Nóbelsamsteypunnar hafa viður- kennt, að Bofors hafí selt vopn til Khomeini setur niður deilurnar - segir íranskur embættismaður Nikósfu. Reuter. Háttsettur embættismaður t íran neitaði því i gær, að klofn- ingur væri kominn upp meðal ráðamanna og sagði, að Aya- tollah Khomeini erkiklerkur leystí úr og svefði allar deOur jafnharðan. „Að halda því fram, að einn hópurinn reyni að bregða fæti fyr- ir annan er hreinasta fírra. Vissu- lega eru skiptar skoðanir f flestum málum en Khomeini er dómarinn," sagði Abdolkarim Mousavi Arde- bili, forseti hæstaréttar írans, í ræðu, sem hann flutti við bæna- hald í gær. Mikill orðrómur er um ágreining meðal æðstu ráðamanna ríkisins og fyrir nokkrum dögum sagði forsætisráðherrann, Mir- Hossein Mousavi, af sér embætti. Hann tók þó við því aftur að skip- un Khomeinis. Sagt er, að ágreiningurinn snú- ist um stefnuna í efnahagsmálum og endurreisnina eftir átta ára stríð við íraka en Mousavi, sem er hlynntur miklum ríkisafskiptum, vill enga samvinnu við flölþjóðafyr- irtæki. Ali Khamenei forseti, sem reyndi að bola Mousavi burt árið 1985, er aftur á móti stuðnings- maður fíjáls markaðskerfís og seg- ir, að það sé bamaskapur, að íran- ir geti endurreist efnahagslífið án erlendrar aðstoðar og þátttöku. íranskir embættismenn segja, að nú sé ekki neinum ráðum ráðið nema þeir séu allir viðstaddir, Khamenei, Ardebili, Mousavi, Rafsanjani þingforseti og Ahmad, sonur Khomeinis. Ef menn koma sér ekki saman ber Ahmad málið upp við föður sinn, sem kveður þá upp sinn Salómonsdóm. Miðausturlanda en í sænskum lög- um er bannað að selja vopn til ríkja, sem standa f styijöld eða eru líkleg til þess. Þá hefur komið fram, að vopnaútflutningur Svía jókst um helming á milli áranna 1986 og 1987. Komið hefur fram við rannsókn, að Bofors seldi vopn til Singapore en þaðan voru þau flutt til Bahrain, Dubai og Oman, sem öll eru á sænska bannlistanum. í mars sl. var vopnasali, sem hafði sambönd í vamarmálaráðuneytinu í Singap- ore, dæmdur í flögurra ára fangelsi fyrir falsanir og fyrir að þiggja mútur af Bofors. Viðurkenndi hann að hafa tekið við 300.000 dollurum og hjálpað til við að falsa skjöl, sem auðvelduðu endursölu Bofors-vopn- anna til annarra ríkja. Tveir háttsettir yfírmenn annars Nóbelfyrirtækis, Nobel Kemi, hafa einnig verið ákærðir fyrir að selja írönum mikið af sprengiefni og grunur leikur á, að Bofors hafí greitt 1,3 milljarða dollara í mútur til að tiyggja vopnasölu til Ind- lands. Hefúr það mál komið sér illa fyrir Rajiv Gandhi forsætisráðherra þótt ekki hafí tekist að komast til botns í því. Rcutcr Storkará suðurleið Þessir sex storkar hvUdu sig á ljósastaur á umferðareyju í Lausanne í Sviss á leið sinni til Afríku nú í vikunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.