Morgunblaðið - 10.09.1988, Side 41

Morgunblaðið - 10.09.1988, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1988 41 Kristniboðskaffi Kristniboðsfélag karla í Reykjavík heldur hina árlegu kaffisölu sína sunnudaginn 11. september i húsnæði kristniboðs- ins, Háaleitisbraut 58—60. Kaffi- salan hefst kl. 14 og lýkur kl. 19. Allur ágóði rennur til starfs Kristniboðssambandsins í Afríku. Um síðustu helgi var haldin kveðjusamkoma fyrir ung kristni- boðshjón, Valgerði Gísladóttur og Guðlaug Gunnarsson, en þau lögðu af stað á laugardagsmorgun ásamt tveimur ungum dætrum sínum áleiðis til Eþíópíu þar sem þau munu dveljast næstu fjögur árin. Þetta er annað starfstímabil þeirra hjóna þar syðra. Tvenn íslensk hjón eru nú á veg- um Kristniboðssambandsins á með- al Pókotmanna í Vestur-Kenýa. Þar standa þeim allar dyr opnar og háir þeim mest að starfslið er of fámennt og svo fjárskortur. Alls þarf Kristniboðssambandið að safna á níundu milljón til starfsins á þessu ári. Eins og fyrr segir byrja karlam- ir í kristniboðsfélaginu að hella upp á könnuna kl. 14 á morgun og von- ast þeir til að margir líti inn til þeirra og fái sér hressingu. íslenskir kristniboðar voru upphafsmenn skólastarfs i Konsó í Eþíópíu. Þeir hafa einnig komið á fót nokkrum skóliun meðal Pókot- manna í Kenýa; á stöðinni í Cheparería er t.d. fjölmennur barna- skóli. í kirkjulegu starfi er börnunum lika sinnt sérstaklega. Mynd- in er af glöðum börnum i Eþiópiu. Humri stolið Höfn í Homafirði Brotist var inn í frystigám á hafnarsvæðinu á Höfn í Horna- firði í fyrrinótt og þaðan stolið tæpum 800 kg. af humri. Þjóf- amir náðust í gærmorgun á Hvolsvelli. Þjófamir höfðu leigt sér sendibif- reið og vom þeir á leið með humar- inn til Reykjavíkur er þeir voru gripnir. Verðmæti humarsins er á bilinu 6-700.000 krónur. JGG. Brídsmót á Laugarhóli Laugarhóli, Bjarnarfirði. BRIDSMÓT var haldið á Laugar- hóli í Bjamarfirði helgina 2.—4. september. Var þetta Vestfjarða- mót í tvímenningi. Keppnisstjóri var Vigfús Pálsson. Gestgjafi á mótinu var Tafl- og bridsfélag Hólmavíkur. Var þetta síðasta helgin sem sumarhótelið á Laug- arhóli starfaði en Klúkuskóli var settur fimmtudaginn 1. septem- ber. Það voru 27 pör sem kepptu á móti Bridssambands Vestfjarða í tvímenningi á Laugarhóli, í boði Tafl- og bridsfélags Hólmavíkur. Er þetta árleg keppni sem flyst milli félaga á svaeðinu ár hvert. Næsta keppni verður svo sveita- keppni sem háð verður á Núpi í maí á næsta vori. Það voru þijú spil milli para, eða samtals 81 spil, sem spiluð voru og var keppt um Vestfjarðameistara- titílinn. Vestfjarðameistarar urðu þeir Jóhannes Ó. Bjamason og Hermann Sigurðsson. í öðru sæti urðu þeir Geir Viggósson og Símon Viggós- son en í þriðja sæti Einar Valur Kristjánsson og Amar Geir Hinriks- son. Þeir Jóhannes og Hermann höfðu verið í fyrsta til öðm sæti mikinn hluta keppninnar. Að vísu höfðu þeir hrapað niður í fimmta til sjötta sæti í tíundu umferð, en náðu sér brátt á strik aftur. Geir og Símon höfðu verið neðar- lega framan af keppninni, eða í 13. sæti eftir 6 umferðir og í 12. sæti eftir 10 umferðir. Þeir vom í þriðja sæti eftir fimmtán umferðir og §órða sæti eftir átján umferðir. Eftir 23 umferðir vom þeir svo enn í fjórða sæti og enduðu svo í öðm. Svipuð þróun var hjá Einari Val og Amari Geir. Aðeins sex konur, eða þijú pör kvenna, tóku þátt í mótinu. Jóhann- es og Hermann em frá Þingeyri, Geir og Símon frá Tálknafirði og Einar Valur og Amar Geir frá ísafirði. Konumar vom frá Patreks- firði og Tálknafirði. Rómuðu keppendur móttökur gestgjafa. - SHÞ Ný bílaþremia BÍLAÞRENNA er nýtt skrap- miðahappdrætti Styrktarfélags- ins Vogs og SÁÁ. Vinningar í skrapmiðahapp- drættinu em 50 Lancia bifreiðir, 250 Nordmende geislaspilarar og 500 Kodak myndavélar. I fréttatil- kynningu segir að heildarverðmæti vinninga sé 24.125.000 krónur. Höföar til .fólksíöllum starfsgreinum! LATTU FJARMUNI ÞINA VAXA í VERZIUNARBANKANUM! Verzlunarbankinn hefur bryddað upp á mörgum vinsælum nýjungum í þjónustu við spariíjáreigendur, enda mikil gróska í starfsemi bankans. Þess vegna kemur til okkar fólk sem vill hleypa nýju lífi í sparnað sinn og sjá hann dafna hratt og örugglega. MARGIR KOSTIR - ALLIR GÓÐIR. Við höfum margar uppástungur um það hvernig best verður staðið að ávöxtuninni: 1. KASKÓREIKNINGURINN er löngu orðinn klassískur hjá sparifjáreigendum sem þurfa að hafa ffjálsan aðgang að sparnaði sínum. Sterkur og sveigjanlegur. 2. RENTUBÓK, nýr 18 mánaða spennandi sparnaðarkostur. Bók sem rentar sig eins og góð fjárfesting, en er þó óbundin ef þörf krefur. 3. SPARISKÍRTEINI RÍKISSJÓÐS, öruggt sparnaðarform til þriggja, fimm eða átta ára. Nú til sölu í bankanum. Við veitum allar nánari upplýsingar og hjálpum þér að vega og meta kosti allra ávöxtunarleiða með hliðsjón af aðstæðum þínum og markmiðum. Alltaf velkomin (n). VERZLUNARBANKINN -vúuuvwteðþén! BANKASTRÆTl 5 LAUGAVEGI 172 GRENSÁSVEGI 13 ÞARABAKKA 3 UMFERÐARMIÐSTÖÐINNI VAITNSMÝRARVEGI 10 HUSI VERSI.UNARINNAR KRINGLUNNI 7 ÞVERHOLTI 6, MOSFELLSBÆ VAl’NSNESVEGI 14, KEFLAVÍK

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.