Morgunblaðið - 10.09.1988, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1988
SUND
„Konan kvartar
stundum
„ÆTLARÐU þá að tala við
mig um handboltann?" spurði
Guðmundur Hrafnkelsson,
markvörður i landsliðinu, er ég
sió á þráðinn til hans og bað um
að fá að ræða aðeins við hann.
„Neeei, ekki eingöngu,“ svaraði
ég hikandi. „Þetta verður
kannske pínulítið persónulegt
spjall.“ Á hinum enda línunnar
varð dauðaþögn. Ég krosslagði
fingur og beið meðan Guðmund-
ur hugsaði málið. Eftir drykk-
langa stund rauf hann þessa
þögn og sagði: „Jú, jú, það ætti
að vera í lagi.“ Sfðan bætti hann
við, eins og tíl að fyrirbyggja
bæði væntingar og vonbrigði:
„Annars er ég bara ósköp venju-
legur strákur.“ Ég gat ekki stillt
mig um að brosa út í annað —
athugasemdin kom mér ekki á
óvart. Ég hafði nefnilega heyrt
því fleygt að hann Guðmundur
væri einstaklega hógvær maður.
Á slaginu níu á föstudagskvöldi
birtist hann í dyrunum með renn-
blautt hár. „Ég var að koma beint
af æfingu," útskýrði hann, „eða
svona því sem næst. Ég rétt náði
að hendast heim, gleypa tvær kjöt-
bollur og sækja konuna," sagði
hann, um leið og hann kjmnti mig
fyrir unnustu sinni, Valdísi Amars-
dóttur.
„Jú, þetta er búið að vera dáldið
strembið núna upp á síðkastið,"
viðurkenndi Guðmundur, er ég innti
hann eftir því hvort svona æfinga-
tamir væru ekki þreytandi til lengd-
ar. „Við æfum núna tvisvar á dag,
tvo tíma í senn, svo það fer ekki
hjá því að maður sé svolítið syijað-
ur á kvöldin — geispi og gapi yfir
sjónvarpinu. En þetta er samt þægi-
leg þreyta og auðvitað finnst mér
þetta ofboðslega skemmtiiegt, ann-
ars væri maður varla að leggja
þetta á sig,“ bætti hann við. „Að
komast f landsliðið er draumur allra
íþróttamanna — draumur, sem ég
bjóst ekki við'að yrði nokkum tíman
að veruleika. Ég átti meira að segja
alveg eins von á því að verða ekki
valinn f þetta Ólympíulið. En sá
draumur rættist — þannig að ég
hef ekki nokkra ástæðu til að
kvarta. Það er frekar að konan
kvarti . . .“ sagði hann og leit
spyriandi á Valdísi.
„Eg nöldra nú ekkert að ráði,“
fullyrti hún. „En einstöku sinnum
verð ég pínulítið pirruð á öllu þessu
umstangi. Fyrstu 10 mánuðina sem
við vorum saman fór hann til dæm-
is 10 sinnum til útlanda. Það var
ekki laust við að mér væri farið að
líða eins og sjómannskonu. Oftar
en ekki er ég samt svakalega stolt
af honurn," bætti hún við og brosti.
Þegar Guðmundur er ekki önnum
kafinn við að veija mark íslendinga
f handbolta, spígsporar hann um í
„úníformi" og rejmir að veija borg-
arbúa, halda uppi lögum og reglu.
„Ég er búinn að vera í fríi frá lögg-
unni í alit sumar," upplýsti hann,
„og hef því getað einbeitt mér alfar-
ið að handboltanum. Nú fer hins-
vegar að styttast í að maður taki
vaktir á ný. Ég kann ágætlega við
starfíð og er jafnvel að hugsa um
að fara í Lögregluskólann, áður en
langt um líður. Það má kannske
segja um lögguna eins og hand-
boltann að hún sé bæði krefjandi
og gefandi í senn. í gegn um starf-
ið kjmnist maður öllum hliðum þjóð-
félagsins, jafnvel hlutum sem mað-
ur vissi ekki að væru til. Stöku sinn-
um tekst manni að bæta hlutina
eitthvað örlítið og það er náttúru-
lega mjög gott. Það er alltaf gaman
þegar vel gengur, sama á hvaða
sviði það er,“ sagði Guðmundur.
Er ég innti þau hjónaleysin eftir
því hvort þau ættu bam, hló Valdís
dátt. „Það vogar sér engin kona
handboltamanns að verða ólétt fyr-
ir Ólympfuleika," sagði hún. „Þá
hefur enginn tfma til að búa til
bam.“ Þau hlógu bæði. „Nei, svona
í alvöru — þá erum við bamlaus.
Við fórum ekki að vera saman fyrr
en 1. maí í fyrra, svo okkur liggur
ekkert á,“ sagði Guðmundur. „Ætli
við reynum ekki að komast í eigin
íbúð fyrst," samsinnti Valdfs, „en
sem stendur búum við heima hjá
foreldrum mínum."
Guðmundur kinkaði kolli, fékk
sér sopa úr kaffikrúsinni og sagði
síðan, rétt si svona: „En við eigum
kött. Hann heitir Snúlli og er bú-
settur uppi í Árbæ hjá pabba mínum
og mömmu. Fyrstu vikumar var
hann nú reyndar kallaður Snúlla,
en síðar kom í ljós að okkur höfðu
víst orðið á minniháttar mistök. Og
þá var nafninu snarlega brejrtL"
Þegar ég kvaddi þau Valdísi og
Guðmund spurði ég markvörðinn
hvemig þeir legðust f hann, leikam-
ir í Seoul. „Bara vel,“ svaraði hann
að bragði. „Við erum búnir að vera
í ströngum æfíngum sfðan 10. júní
og liðið er sterkt, svo mikið er víst.
Það er í það minnsta ekki kominn
neinn skjálfti í okkur ennþá."
IAA
Guðmundur Hrafnkelsson f baráttunni.
Eðvarð Þór Eðvarðsson:
Reyni að vera sem mest
með konunni og kettinum!
HANN kemur beint af sundæf-
ingu í viðtalið. Þiggur kaffi en
ég hvái þegar hann biður um
fjóra og hálfa teskeið af sykri út
í bollann. Spjr hvort mér hafi
ekki mishejirst. „Nei nei, það er
svo gott að fá mikinn sykur út f
blóðið eftir erfiða æfingu," segir
hann. „Ég er rejmdar á góðri
leið með að ánetjast sykri af öllu
þessu þambi, því er nú ver og
miður.“ Líkast til þarf hann ekki
að hafa áhyggjur af öðru en
tönnunum því sykurátið mun
tæplega koma niður á líkams-
þyngd hans, allavega ekki á með-
an hann æfir sund tvisvar á dag
og vinnur með að auki.
Eðvarð Þór Eðvarðsson sund-
kappi úr Njarðvík er 21 árs að aldri
og hefur æft sund í ein ellefu ár.
„Eg hef alltaf haft gífurlegan
áhuga á sundi," segir hann. „Ég
keyri á hveijum morgni til
Reykjavíkur á æfingu ásamt Ragn-
heiði Runólfsdóttur sem _býr um
þessar mundir í Njarðvík. Á kvöldin
æfi ég á Keflavíkurflugvelli í styttri
laug sem er verr fallin til æfinga.
En það er ómögulega hægt að keyra
til Reykjavíkur tvisvar á dag.“
Eðvarð starfar hjá Sparisjóði
Keflavíkur en er nú í sumarfríi og
undirbýr sig af kappi fyrir Ólympíu-
leikana.
„Ég var langt kominn með Fjöl-
brautaskóla Suðumesja en neyddist
til að gera hlé á náminu fyrir ári
sfðan vegna anna. Mér finnst fullm-
ikið að þurfa að læra á kvöldin eft-
ir langar og strangar sundæfingar
allan daginn. Ég stefni þó að því
að ljúka skólanum fyrr eða síðar, á
ekki nema eina til tvær annir eftir
í stúdentspróf og það væri synd ef
ég lyki ekki náminu. En ég nenni
alls ekki að vera að dúlla mér við
þetta og taka kannski eina náms-
grein á önn með sundinu. Annað-
hvort tek ég þetta allt eða ekkert.
Reyndar ætlaði ég í skólann eftir
áramót en keypti mér svo bíl og
ætla því að vinna lengur. Byija því
að öllum líkindum aftur næsta
haust. Ég er á íþróttabraut og mun
án nokkurs vafa starfa í tengslum
við sundið komandi ár, hvort sem
það verður sem keppnismaður eða
þjálfari."
Umgengstu aðallega sundfól?
„Já, það má nú eiginlega segja
það. Flestum mínum vinum hef ég
kynnst í gegnum sundið þó að
margir þeirra séu nú hættir að
æfa. Þegar að við hittumst rejmum
við þó af fremsta megni að tala um
allt annað en sund, annað væri leiði-
gjamt og tilbreytingarlaust. Annars
er ég nýbúinn að stofna heimili og
reyni að vera sem mest heima hjá
konunni minni Guðbjörgu Guð-
Ekkert gefið eftir;
Morgunblaðið/Júl(u8
„Það er alltaf gaman þegar vel gengur.“ - Guðmundur Hrafnkelsson
markvörður ásamt unnustu sinni, Valdisi Amarsdóttur.
HANDKNATTLEIKUR
Guðmundur Hrafnkelsson:
A
LEIÐ
TIL
SEOUL