Morgunblaðið - 10.09.1988, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 10.09.1988, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1988 19 SUND Ragnheiður Runólfsdóttir: Annaðhvort tek ég hlutina föstum tökum eða sleppi því ÞAÐ gengur ekki átakalaust fyr- ir sig að hafa uppi á Ragnheiði Runólfsdóttur sundkonu frá Akranesi. Býr í Njarðvík en ekur á hveijum degi til Reykjavikur á sundæfingu. Ef hún er þvi ekki ofan í sundlaug á ððrum hvorum staðnum er hún að öllum líkind- um einhvers staðar á ferð á Reykjanesbrautinni. Eftir mikla leit og nokkur simtðl kemur hún loks í leitimar og mætir galvðsk degi siðar á ritstjóm. Og að sjálf- sðgðu með rennblautt hárið. „Ég er nú ekki sest að í Njarðvík," segir Ragnheiður þegar hún er beðin að segja frá högum sinum. „Ég flutti þangað í septem- ber 1986 með það eitt fyrir augum að undirbúa mig fyrir Ólympíuleik- ana. í Njarðvík er að mínu mati besti sundþjálfarinn okkar, Friðrik Ólafsson, og sömuleiðis æfir Eðvarð Þór Eðvarðsson Ólympíufari þar sömu vegalengdir og ég. Mér fannst því tilvalið að flytja til Njarðvíkur og æfar þar, í staðinn fyrir að vera ein að púla uppi á Skaga. Ég var ekki búin með menntaskólann þeg- ar ég flutti og tók því stúdentspróf- ið frá Fjölbrautaskóla Suðumesja um síðustu jól. Eftir áramót fór ég á stúfana í leit að atvinnu og um tíma leit út fyrir að ég fengi ekkert að gera. Af algerri rælni hafði ég samband við Gmnnskóla Keflayíkur og spurði hvort nokkur von væri til þess að þar myndi losna staða. Og viti menn. Einhver kennari hafði for- fallast fyrirvaralaust og ég var ráð- in á staðnum. Ég átti að kenna 7., 8. og 9. bekk og var látin byija samdægurs! Fyrst var þetta mjög erfítt og ég afskaplega óömgg. En það var alveg ótrúlegt hvað þetta kom fljótt. Ég kenndi aðallega stærðfræði og ensku en stundum lenti ég í því að kenna fög sem ég kunni lítil skil á svo sem bókfærslu. Þó að ég hafi nú alltaf bjargað þessu þá fannst mér ósniðugt að þurfa að kenna greinar sem ég hafði litla þekkingu á. Mér fannst erfiðast að kenna 7. bekk þvf krakkamir vom óstýrilátir og sumir með stæla eins og títt er. Aftur á móti gekk mjög vel með 8. og 9. bekk og tóku krakkamir mér eins og einni úr hópnum. Enda var ég ekki beint kennaraleg í íþróttafötum alla daga. Ég held þó að það hafí hjálpað mikið til við að ná góðu sambandi við krakkana. Það hefur verið ágætt að búa í Njarðvík, kærastinn minn, Óskar Þór Adolfsson, hefur búið með mér þar og ég haft nóg að gera. Samt hlakka ég til að flytja aftur upp á Akranes að Óljmipíuleikunum lokn- um.“ — Hvað tekur þá við hjá þér? „Ég held að sjálfsögðu áfram að æfa. Hef svo í hyggju að vinna á skrifstofu föður míns, Runólfs Hall- freðssonar útgerðarmanns. Einnig ætla ég mér að þjálfa sundfólk í aldursflokknum 11 til 13 ára. Ég er búin að synda í níu ár og ætla mér að vera í þessu eitthvað áfram. Svo er ég svona að gæla við þá hugmynd að fara út í íþróttafræði- nám með þjálfun sem sérgrein. Hef mestan augastað á Kanada en ég var þar við æfingar í níu mánuði fyrir tveimur árum og leist mjög vel á skóla þar. Sömuleiðis hef ég heyrt að það séu góðir skólar í Þýskalandi og auk þess eru skóla- gjöld þar nánast engin. Annars er þetta allt óráðið." Ragnheiður hefur greinilega í nógu að snúast en samt sem áður kvartar hún ekki undan því að hafa aldrei tíma fyrir sjálfa sig og áhuga- málin. „Veistu það að ég skil ekki fólk sem segist aldrei hafa tíma til neins. Ef ég ætla mér að gera eitthvað þá finn ég mér einfaldlega tíma til þess, svo einfalt er það. Á meðan ég hef verið í Njarðvík hef ég notað mest af frítíma mínum til að fara upp á Skaga og heimsækja flöl- skyldu og vini. Einnig hef ég gam- an af að hjóla og les mjög mikið. Svo er ég bijáluð í dýr, sérstaklega hunda. Reyndar er ég svo óð í hunda að ég elti þá uppi ef ég mæti þeim á götu og ávarpa þá. Sumir hunda- eigendur taka það óstinnt upp og Morgunblaðið/KGA Eðvarð Þ6r Eðvarðsson, sundkappi úr Njarðvík. bjartsdóttur og kettinum mínum." Eðvarð segist eiga sér ýmis áhugamál. „Eg les mikið þegar ég hef tíma og hef mest dálæti á Halldóri Kiljan Laxness. Einnig hef ég gaman af léttri rokktónlist. Svo er ég mikill dýravinur. Er hrifnastur af köttum en hefði reyndar ekkert á móti hundi. Konan mín var á yngri árum í sveit í Stykkishólmi og þegar við förum þangað í heimsókn reynir hún iðulega að draga mig á hest- bak. En ég er svo hræddur um að meiða hestana í bakinu að ég er ekkert að þvf. Nei svona í alvöru talað, mér stendur hálfgerður beyg- ur af hestum og finn til einhvers óöryggis. Ég læt þó örugglega ein- hvem tímann verða af því að fara á bak. Og þegar um hægist í sund- inu þá á ég örugglega eftir að prófa eitthvað nýtt sem ég hef aldrei haft tíma til að kynna mér.“ Eðvarð segir töluverða spennu í sér vegna Olympíuleikanna sem magnist þegar nær líði leikunum. „Ég hef lagt hart að mér og hafa sundæfingamar því verið skemmti- legar. Það er ekki hægt að lýsa þeirri veilíðan að yfirgefa sundlaug- ina eftir að hafa tekið vel á. Ef ég hins vegar kem upp úr lauginni og hef verið slappur á æfingu fæ ég nagandi samviskubit." BF margir halda örugglega að ég sé eitthvað skrítin. En mér stendur alveg á sama. Við fjölskyldan áttum hund á sínum tíma en ég hef ekki fengið mér hund sjálf. Á mér reynd- ar enga ósk heitari, en kærastinn minn er ekkert of hrifinn af dýrum og ég yrði sífellt í vandræðum með að fá einhvem til að passa hundinn fyrir mig þegar ég væri á keppnis- ferðalögum." — Blundar nokkuð í þér að ger- ast kennari? „Nei, ég hef engan áhuga á að leggja kennsluna fyrir mig þó að þetta hafi verið skemmtilegur og reynsluríkur tími í Keflavík. Mér fínnst allt of mikil vinna fólgin í því að vera kennari. Ekki nóg með að kenna hálfan eða heilan daginn heldur fara öll kvöld í það að fara yfír verkefni og undirbúa næsta skóladag. Og að sjálfsögðu launa- laust. Eg vil starfa þannig í framtíðinni að ég sé búin í vinnunni þegar ég kem út af vinnustaðnum. Að því leyti er fþróttaþjálfun heppi- leg.“ Ragnheiður kveðst vera orðin nokkuð þreytt á því að hendast á milli Njarðvíkur og Reykjavíkur á hveijum degi vegna sundæfing- anna, en Laugardalslaugin er 50 metrar á lengd og því betur fallin til æfinga en 25 metra laugin í Njarðvík. „Öll sumur hafa reyndar verið þannig að ég hef farið á hveijum morgni til Reykjavíkur, lfka þegar ég var á Akranesi, en á sumrin er aðalkeppnistfmabilið. Vegna Ólympíuleikanna höfum við hins vegar æft þrotlaust frá því í októ- ber í fyrra og því hef ég keyrt til Reykjavíkur á hveijum degi í næst- um ár. Annars erum við Eðvarð Þór Eðvarðsson alltaf samferða og skiptumst á að keyra svo þetta er ekki svo afleitt. Það verður samt gott að geta slappað aðeins af eftir Olympíuleikana. Áð vísu er íslenska bikarkeppnin í nóvember og því verð ég að halda mér við efnið fram yfir hana. Ég nenni ekki að vera að neinu dútli, annaðhvort tek ég hlutina föstum tökum eða sleppi þeim.“ BF Einbeitt á leið í mark.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.