Morgunblaðið - 10.09.1988, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 10.09.1988, Blaðsíða 63
r •* 4 j&JjiU MORGUNBLAÐŒ) IÞROTTIR LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1988 HANDKNATTLEIKUR / LANDSLIÐ Hvað sögðu þeir? Kristján Arason: „Við náðum ekki að sýna okkar besta í þessum leik. Danir eru góðir andstæðingar fyrir okkur því þeir leika svipaðan vamarleik og Svfar og Bandaríkjamenn. Við reyndum of lítið að skjóta fyrir utan. Ég held að leikmenn séu femir að hugsa of mikið um Olympíuleikana og einbeitingin þvi ekki eins og hún gerist best.“ Atll HHmarsson: „Við byijuðum illa í báðum leikjunum og höfðum ávallt á brattan að sækja. En við náðum að vinna upp þriggja marka for- skot f lokin. Við náðum ekki vel saman í sókninni. Við emm í góðu formi líkamlega en það er spum- ing um það sálræna. Þetta em góð úrslit og halda okkur við jörð- ina og við vitum að þetta verður erfitt í Seoul.“ Elnar Þorvarðson: „Danir léku mjög gróft og við vomm bara ekki klárir í þessi átök. Við eigum nokkuð í land að vera í okkar besta formi, en það getur margt breyst á viku og ég vona það besta." AHrsð Gíslason: „Mér hefur alltaf gegnið illa ^ gegn Dönum ég veit ekki hvers vegna. Ég er þó ánægður með vamarleikinn. Þessi leikur skipti ekki neinu máli fyrir okkur í sjálf- um sér. Það er greinilegt að við emm þreyttir, vantar meiri snerpu. Ég er þó bjartsýnn á að þetta smelli saman hjá okkur í / Seoul." Morgunblaðið/RAX Kvöddu með jafntefli Slgurður Svalnsson lék lítið með gegn Dönum í gærkvöldi. Hann sést þó hér fiska vítakast, þegar Flemming Hansen brýtur illa á honum. Á myndinni til hliðar brýst Jakop Sigurðsson inn úr vinstra hominu og skorar eitt þriggja marka sinna f leiknum. Góður endasprettur íslendingarskoruðu þrjú síðustu mörkin og náðu jafntefli í síðasta leiknum fyrir átökin í Seoul ÍSLENDINGARog Danir gerðu jaf ntefli, 18:18, í sfðasta leik íslenska liðsins fyrir stóru stundina f Seoul í Suður-Kóreu. Leikurinn bar þess merki að vera aðeins œf ingaleikur fyrir ólympfufaranna sem virtust vera komnir hálfa leið til Seoul f huganum og tóku enga áhættu. Ég var búinn að hugsa mér fyrirsögn á leikinn „Fall er fararheill" þegar Alfreð Gíslason skoraði jöfnunar- markið úr hægra horninul Danir skomðu fyrstu tvö mörkin í leiknum og héldu forystunni allt þar til íslendingar jöfnuðu í fyrsta sinn rétt fyrir leikhlé, 9:9. ValurB. Jónatansson skrífar Skomðu reyndar þrjú síðustu mörk fyrri hálfleiks og má segja að þeir hafí bjargað andlitinu með góðum endaspretti. Einar Þor- varðarson varði þá oft glæsilega. brjú siðustu ntörkln íslensk Síðari hálfleikur var jafo framan af en Danir höfðu oftast fmmkvæð- ið og leiddu með þremur mörkum þegar fimm mínútur vom eftir. ís- lendingar skomðu síðustu þijú mörkin eins og í fyrri hálfleik. Al- freð Gfslason skoraði jöfounar- markið þegar tvær mínútur vom eftir úr hægra hominu, ekki hans sterkasta hlið. Danir héldu síðan knettinum til leiksloka án þess að skapa sér færi. Ekki sannfærandl íslenska liðið var ekki sannfærandi í leik sínum og verður ekki dæmt af frammistöðunni í þessum leik. Sóknarleikurinn var í molum fram- an af fyrri og seinni hálfleik en lagaðist er á leið. Vömin var góð f síðari hálfleik, en gioppótt f þeim fyrri en þá bjargaði Einar Þorvarð- arson því sem bjargað varð. Það er augljóst að fslensku lands- liðsmennimir gáfu sig ekki 100 prósent í leikinn. Hræðsla um meiðsli hefur sjálfsagt sett strik í reikninginn svona rétt fyrir ÓL og skal engan undra. Eins spiluðU Danir nokkuð fast og gáfu aldrei frið. Bestu leikmenn íslenska liðsins í þessum leik vom Bjarki Sigurðsson, 18 : 18 9:9 íþróttahúsið Seljaskóla, vináttulands- leikur í handknatUeik, 9. september 1988. Ganffur leiksins: 0:2, 1:8, 4:5, 4:7, 6:9, 9.-9, 11:9, 11:12, 18:18, 18:16, 15:16, 15:18, 18:18. Mörk íslands: Kristján Arason 6/3, Bjarki Sigurðsson 4, Jakob Sigurðsson 8, Alfreð Gtslason 2/1, Þorgils Óttar Mathiesen 2 og Geir Sveinsson 1. Varin skot: Einar Þorvarðarson 12/1. Utan vallar: 12 mínútur. Mðrk Danmerkur: Bjame Simonsen 4, Flemming Hansen 3/1, Nils Kilde- lund 2, Lare Lundbye 2, Michael Fen- ger 2/1, Jens Erik Röpstorff 2, Kim Jacobsen 2 og David Nielsen 1. Varin 'bkbu Aarsten Holm 12. Utan vallar: 10 mínútur. Áhorfendur: 600. Dómarar Stefan Serban og Marín Marín frá Rúmenfu - dsemdu vel. Kristján Arason og Einar Þorvarð- arson. Jakob Sigurðsson var óhepp- inn framan af en skoraði engu að síður mikilvæg mörk. Eins komst vömin f heild vel frá leiknum. Kæfllag bjartsýni Nú er bara að vona að hinn mikli undirbúningur landsliðsins komi til með að skila sér í Seoul. Það er þó alveg ljóst að leikimir þar verða allir erfiðir. Að mfnu mati hefði það ekki verið gott veganesti fyrir fslenska liðið ef það hefði rúllað Dönum upp í gær. Þessi úrslit halda þeim á jörðinni og þeir vita að allt þarf að smella saman svo dæmið gangi upp. Vemm hæfilega bjart- sýn. Keppnin hálfnuð ísland í 21. sæti fSLENSKA kvennasveitin í golfi er í 21. sæti þegar heimsmeist- arakeppni áhugamanna í Stokkhólmi er hálfnuð. Sveit Bandarfkjanna er í fyrsta sæt- inu, en þær sænsku fylgja fast á eftir. Þrjár konur eru í hverri sveit og árangur tveggja bestu telur eftir hvern dag. Asgerður Sverrisdóttir lék í gær á 81 höggi, Karen Sævars- dóttir lék á 85 höggum og Steinunn Sæmundsdóttir á 91 höggi. íslenska sveitin lék því samtals á 166 högg- um í gær og er f 21. sæti með 329 högg samanlagt eftir tvo daga, en keppnin er hálfouð. Sveit Bandaríkjanna náði efsta sætinu af Svíum sem eru þó skammt undan. Bandaríska sveitin lék f gær á 144 höggum (Pearl Sinn 7ol, Anne Sander 73 og Ca- rol Thompson 75) og er með 291 högg samtals. Sænska sveitin sem hafði forystu eftir fyrsta daginn, er í öðru sæti með 292 högg samtals. f gær léku Svíamir á 146 höggum (Helen Alfredsson 73, Helene And- ersson 73 og Eva Dahllof 74). ítalska sveitin er í þriðja sæti með heildarskor 300. Þær ítölsku léku á 153 höggum f gær; Stefanfa Croce 73, ísabella Calogero 80 og Marina Buscaini 81. Jafnar í 4. sæti eru sameiginleg sveit Bretlands og írlands, sveit Vestur-Þýskalands og sveit Sviss. Island-Danmörk ÁsgerAur Sverrlsdóttlr lék best íslensku kvennanna í gær. GOLF / HM KVENNA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.