Morgunblaðið - 10.09.1988, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 10.09.1988, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1988 9 Símar 35408 og 83033 KOPAVOGUR I BREIÐHOLT Kársnesbraut 7-71 Stekkir II KAUPÞING HF H/ís/ viTsliiiKiriniwr, sii/i/ 6S6 9<S<S NÝ SPARISKÍRTEINI RÍKISSJÓÐS HJÁ KAUPÞINGI Hin nýju Spariskírteini ríkissjóðs fást að sjálfsögðu hjá okkur og eru nú fáanleg 3 ára bréf með 8% vöxtum 5 ára bréf með 7,5% vöxtum 8 ára bréf með 7% vöxtum Við tökum innleysanlegSpariskírteini ríkissjóðs sem greiðslu fyrir ný Spariskírteini og önnur verðbréf. Auk hinna nýju Spariskírteina ríkissjóðs býður Kaupþing Einingabréf 1, 2, 3 Lífeyrisbréf Bankabréf Veðskuldabréf Skuldabréf stœrstu fyrirtœkja Hlutabréf í fyrirtœkjum Skammtímabréf Nýtt stjómar- mynstur? Helgarviðtöl Alþýðublaðið og Þjóðviljinn keppast um að fylla meint „tóma- rúm“ eftir brotthvarf Helgarpóstsins. Staksteinar glugga í dag í tvö viðtöl hinna nýju „helgarpósta“, annað við Jón Baldvin Hannibalsson, fjárlagasmið, hitt við Ásmund Stefánsson, for- seta ASÍ. Pressan ræðir við Jón Baldvin Hannibalsson, Qármálaráðherra, ekki þó um fjárlagasmið, sem hlýtur að vera megin- verkefni hans á líðandi stund — og forvitnilegri en oft áður. Ráðherrann kýs að tala um samstarfs- flokkana i ríkisstjórn- inni: „Menn muna að ég þótti ekkert sérlega bUðmáU um hlut Fram- sóknarflokksins sem hagsmunavörzluflokks fyrir kosningar . . . Ég hef lært mikið á þessu rúma ári [starfs- rimji rfldssfjórnarinnar] og neita þvi ekki að ég hef að mörgu leytí orðið fyrir vonbrigðum með málafylgju sjálfstæðis- rnanna.*4 Sambærileg orð eru ekki viðhöfð um fram- sóknarmenn. Um þá seg- ir af hógværð: „Okkur hefur ekki tekizt að leysa ágreining- inn nm landbúnaðarmál- in og fiskveiðistefnuna . . . Við fengum fyrir- heit um breytíngar um ýmsa áfanga á leið frá þessu kerfi og um aðhald á þessum sviðum. Jafnvel þegar við náum sam- komulagi við framsókn- armenn mti slíkt þá er það nánast óbrigðult að sumir þingmenn Sjálf- stæðisflokks koma og sprengja það i loft upp með yfirboðum." Dagblaðið Vísir kemst svo að orði i gær um Pressuviðtal Jóns Bald- vins: „Eins og fram kom i DV á miðvikudag og flmmtudag hafa forystu- menn Framsóknarflokks og Alþýðuflokks kannað möguleika á nýju stjórn- armynstri samhliða þvi sem þeir hafa tekið þátt í störfum þessarar. í Pressunni, föstudagsút- gáfu Alþýðublaðsins, ræðir Jón Baldvin Hannibalsson, fjármála- ráðherra, opinskátt um möguleika á nýju stjórn- arsamstarfi. í fréttaskýringu í. sama blaði er fjallað um tílraunir tíl myndunar ríkisstjómar Alþýðu- flokks, Framsóknar- flokks og Alþýðubanda- lags með stuðningi Stef- áns Valgeirssonar." 1916 -1956 - 1988 Formaður Alþýðu- flokksins talar í Pressu- viðtalinu af mikilli nær- fæmi um Framsóknar- flokkinn. Sú var tið að Alþýðuflokkur og Fram- sóknarflokkur vóru nán- ast tvær hliðar á sama fyrirbærinu . Dæmi: 1) Alþýðuflokkur og Framsóknarflokkur vóru stofnaðir sama ár, 1916. Jónas Jónsson frá Hriflu áttí hlut að stofnun beggja flokkanna. Hug- mynd hans mun hafa verið að Alþýðuflokkur- inn leitaði fanga við sjáv- arsíðuna en Framsóknar- flokkurinn tíl sveita. 2) Kosningaárið 1956 efndu Alþýðuflokkur og Framsóknarflokkur til svokallaðs „hræðslu- bandalags". Flokkamir buðu ekki fram hver gegn öðrum í ýmsum kjördæmum. Framsókn- armenn studdu fram- bjóðendur Alþýðuflokks- ins í 11 kjördæmiun en kratar frambj óðendur Framsóknarflokks i 17, en kjördæmi vóru þá fleiri og smærri en nú. Flokkamir stefndu að þingmeirihluta, sem þeir ekki fengu. „Hræðslu- bandalagið" fékk 33,9% atkvæða og 25 þingmenn af 52. Mikill styrr stóð um lögmætí þessa „bandalags", samanber deilur á Alþingi haustíð 1956. Siðan komust flokkamir tveir { stjóra með Alþýðubandalaginu. Sú stjóm fór frá eftir tvö ár, með þeim orðum Her- manns Jónassonar, for- sætisráðherra, á þingi ASÍ undir forsætí . Hannibals Valdimarsson- ar, félagsmálaráðherra, að innan stjóniíuinnar væri hver höndin upp á mótí annarri. Þessir tveir flokkar hafa og leikið fjórhent á niðurfærslubjjóðfærið á haustnóttum 1988. Sú músik hlaut ekki h\jóm- grunn þjá Alþýðusam- bandi Islands. Forsetí ASÍ gerðist einskonar „niðurfærslubani". Úr fallexi í heiðursstúku Asmundur Stefánsson, forsetí ASÍ, fékk sitthvað óþvegið á siðum Þjóðvijj- ans meðan yfir stóðu við- ræður ASÍ og rikisstjóm- arinnar <™ aðgerðir i efnahagsmálum og nið- urfærslu. Eftír að ASÍ sleit sam- ráði við ríkisstjómina bregður svo við að áður hrakyrtur forseti sam- takanna fær uppsláttar- og syndalausnarviðtal i Helgarblaði Þjóðvi[jans i gær með hvorki meira né minna en hálfsiðu- mynd! Ásmundur segir i við- talinu: „Augljóst er að við stöndum frammi fyrir miklum vanda i útflutn- ingsgreinum, sérstak- lega frystingunni, og því er augjjóst, að það verð- ur að gripa til efnahags- aðgerða ef tryggja á at- vinnuöryggi vitt og breitt um landið. Við vildum láta á það reyna hver væri vi[ji ríkisstjómar- innar til að grípa til raun- hæfra aðgerða." Ásmundur segir það mat sitt að niðurfærslu- tíllögumar hafi falið i sér „um 9% launalækkun sem áttí að leiða til 2-3% verðlækkunar á einhveij- um mánuðum. Annað var ekki i þvi plaggi". Þess- vegna hafi ASÍ lokað dyrum á samátak nm þá leið. í allri alvöm efnahags- og þjóðmálavandans skýtur upp skoplegri hlið. Á örskotsstund skýzt forsetí ASÍ undan faílexi I’jóðviljíms upp i heiðursstúku Alþýðu- handalagsina. Gott Lailg- stökk það! VIÐEYJARSKEMMTUN Sunnudaginn 11. september nk. efna sjálfstæðisfélögin í Reykjavílt til útískemmtunar á einum vinsælasta stað borgarinnar, í Viðey. ★ Ferðir heflast út í Viðey kL 10.30 um morguninn og verða með stuttu millibili fram eftir degi ftá Sundahöfn. ★ Kynning á sögu Viðeyjar mun fara fram tvisvar sinnum um daginn kl. 11.30 og kl. 12.30 undir leið- sögn séra Þóris Stephensen staðarhaldara í Viðey. ★ Grillveisla verður haldin um hádegisbil. ★ Davíð Oddsson borgarstjóri ávarpar gesti um kl. 13.30. ★ Hljómsveit Birgis Gunnlaugssonar leikur létt lög fyrir fólk á öllum aldri. ★ Miðaverð er kr. 450.-, bátsferð og grillmatur innifalinn. Frítt fyrir böm undir 13 ára aldri. Reykvíkingar eru hvattir til að njóta skemmtunar og útiveru í Viðey. Sjálfstæðisfélögin í Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.