Morgunblaðið - 10.09.1988, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1988
9
Símar 35408 og 83033
KOPAVOGUR I BREIÐHOLT
Kársnesbraut 7-71 Stekkir II
KAUPÞING HF
H/ís/ viTsliiiKiriniwr, sii/i/ 6S6 9<S<S
NÝ SPARISKÍRTEINI
RÍKISSJÓÐS
HJÁ KAUPÞINGI
Hin nýju Spariskírteini ríkissjóðs fást
að sjálfsögðu hjá okkur og eru nú fáanleg
3 ára bréf með 8% vöxtum
5 ára bréf með 7,5% vöxtum
8 ára bréf með 7% vöxtum
Við tökum innleysanlegSpariskírteini ríkissjóðs sem
greiðslu fyrir ný Spariskírteini og önnur verðbréf.
Auk hinna nýju Spariskírteina ríkissjóðs
býður Kaupþing
Einingabréf 1, 2, 3
Lífeyrisbréf
Bankabréf
Veðskuldabréf
Skuldabréf stœrstu fyrirtœkja
Hlutabréf í fyrirtœkjum
Skammtímabréf
Nýtt stjómar-
mynstur?
Helgarviðtöl
Alþýðublaðið og Þjóðviljinn keppast um að fylla meint „tóma-
rúm“ eftir brotthvarf Helgarpóstsins. Staksteinar glugga í dag
í tvö viðtöl hinna nýju „helgarpósta“, annað við Jón Baldvin
Hannibalsson, fjárlagasmið, hitt við Ásmund Stefánsson, for-
seta ASÍ.
Pressan ræðir við Jón
Baldvin Hannibalsson,
Qármálaráðherra, ekki
þó um fjárlagasmið, sem
hlýtur að vera megin-
verkefni hans á líðandi
stund — og forvitnilegri
en oft áður. Ráðherrann
kýs að tala um samstarfs-
flokkana i ríkisstjórn-
inni:
„Menn muna að ég
þótti ekkert sérlega
bUðmáU um hlut Fram-
sóknarflokksins sem
hagsmunavörzluflokks
fyrir kosningar . . .
Ég hef lært mikið á
þessu rúma ári [starfs-
rimji rfldssfjórnarinnar]
og neita þvi ekki að ég
hef að mörgu leytí orðið
fyrir vonbrigðum með
málafylgju sjálfstæðis-
rnanna.*4
Sambærileg orð eru
ekki viðhöfð um fram-
sóknarmenn. Um þá seg-
ir af hógværð:
„Okkur hefur ekki
tekizt að leysa ágreining-
inn nm landbúnaðarmál-
in og fiskveiðistefnuna
. . . Við fengum fyrir-
heit um breytíngar um
ýmsa áfanga á leið frá
þessu kerfi og um aðhald
á þessum sviðum. Jafnvel
þegar við náum sam-
komulagi við framsókn-
armenn mti slíkt þá er
það nánast óbrigðult að
sumir þingmenn Sjálf-
stæðisflokks koma og
sprengja það i loft upp
með yfirboðum."
Dagblaðið Vísir kemst
svo að orði i gær um
Pressuviðtal Jóns Bald-
vins:
„Eins og fram kom i
DV á miðvikudag og
flmmtudag hafa forystu-
menn Framsóknarflokks
og Alþýðuflokks kannað
möguleika á nýju stjórn-
armynstri samhliða þvi
sem þeir hafa tekið þátt
í störfum þessarar. í
Pressunni, föstudagsút-
gáfu Alþýðublaðsins,
ræðir Jón Baldvin
Hannibalsson, fjármála-
ráðherra, opinskátt um
möguleika á nýju stjórn-
arsamstarfi.
í fréttaskýringu í.
sama blaði er fjallað um
tílraunir tíl myndunar
ríkisstjómar Alþýðu-
flokks, Framsóknar-
flokks og Alþýðubanda-
lags með stuðningi Stef-
áns Valgeirssonar."
1916 -1956 -
1988
Formaður Alþýðu-
flokksins talar í Pressu-
viðtalinu af mikilli nær-
fæmi um Framsóknar-
flokkinn. Sú var tið að
Alþýðuflokkur og Fram-
sóknarflokkur vóru nán-
ast tvær hliðar á sama
fyrirbærinu . Dæmi:
1) Alþýðuflokkur og
Framsóknarflokkur vóru
stofnaðir sama ár, 1916.
Jónas Jónsson frá Hriflu
áttí hlut að stofnun
beggja flokkanna. Hug-
mynd hans mun hafa
verið að Alþýðuflokkur-
inn leitaði fanga við sjáv-
arsíðuna en Framsóknar-
flokkurinn tíl sveita.
2) Kosningaárið 1956
efndu Alþýðuflokkur og
Framsóknarflokkur til
svokallaðs „hræðslu-
bandalags". Flokkamir
buðu ekki fram hver
gegn öðrum í ýmsum
kjördæmum. Framsókn-
armenn studdu fram-
bjóðendur Alþýðuflokks-
ins í 11 kjördæmiun en
kratar frambj óðendur
Framsóknarflokks i 17,
en kjördæmi vóru þá
fleiri og smærri en nú.
Flokkamir stefndu að
þingmeirihluta, sem þeir
ekki fengu. „Hræðslu-
bandalagið" fékk 33,9%
atkvæða og 25 þingmenn
af 52. Mikill styrr stóð
um lögmætí þessa
„bandalags", samanber
deilur á Alþingi haustíð
1956. Siðan komust
flokkamir tveir { stjóra
með Alþýðubandalaginu.
Sú stjóm fór frá eftir tvö
ár, með þeim orðum Her-
manns Jónassonar, for-
sætisráðherra, á þingi
ASÍ undir forsætí
. Hannibals Valdimarsson-
ar, félagsmálaráðherra,
að innan stjóniíuinnar
væri hver höndin upp á
mótí annarri.
Þessir tveir flokkar
hafa og leikið fjórhent á
niðurfærslubjjóðfærið á
haustnóttum 1988. Sú
músik hlaut ekki h\jóm-
grunn þjá Alþýðusam-
bandi Islands. Forsetí
ASÍ gerðist einskonar
„niðurfærslubani".
Úr fallexi í
heiðursstúku
Asmundur Stefánsson,
forsetí ASÍ, fékk sitthvað
óþvegið á siðum Þjóðvijj-
ans meðan yfir stóðu við-
ræður ASÍ og rikisstjóm-
arinnar <™ aðgerðir i
efnahagsmálum og nið-
urfærslu.
Eftír að ASÍ sleit sam-
ráði við ríkisstjómina
bregður svo við að áður
hrakyrtur forseti sam-
takanna fær uppsláttar-
og syndalausnarviðtal i
Helgarblaði Þjóðvi[jans i
gær með hvorki meira
né minna en hálfsiðu-
mynd!
Ásmundur segir i við-
talinu:
„Augljóst er að við
stöndum frammi fyrir
miklum vanda i útflutn-
ingsgreinum, sérstak-
lega frystingunni, og því
er augjjóst, að það verð-
ur að gripa til efnahags-
aðgerða ef tryggja á at-
vinnuöryggi vitt og breitt
um landið. Við vildum
láta á það reyna hver
væri vi[ji ríkisstjómar-
innar til að grípa til raun-
hæfra aðgerða."
Ásmundur segir það
mat sitt að niðurfærslu-
tíllögumar hafi falið i sér
„um 9% launalækkun
sem áttí að leiða til 2-3%
verðlækkunar á einhveij-
um mánuðum. Annað var
ekki i þvi plaggi". Þess-
vegna hafi ASÍ lokað
dyrum á samátak nm þá
leið.
í allri alvöm efnahags-
og þjóðmálavandans
skýtur upp skoplegri
hlið. Á örskotsstund
skýzt forsetí ASÍ undan
faílexi I’jóðviljíms upp i
heiðursstúku Alþýðu-
handalagsina. Gott Lailg-
stökk það!
VIÐEYJARSKEMMTUN
Sunnudaginn 11. september nk. efna sjálfstæðisfélögin í Reykjavílt til
útískemmtunar á einum vinsælasta stað borgarinnar, í Viðey.
★ Ferðir heflast út í Viðey kL 10.30 um morguninn og verða með stuttu millibili fram eftir
degi ftá Sundahöfn.
★ Kynning á sögu Viðeyjar mun fara fram tvisvar sinnum um daginn kl. 11.30 og kl. 12.30 undir leið-
sögn séra Þóris Stephensen staðarhaldara í Viðey.
★ Grillveisla verður haldin um hádegisbil.
★ Davíð Oddsson borgarstjóri ávarpar gesti um kl. 13.30.
★ Hljómsveit Birgis Gunnlaugssonar leikur létt lög fyrir fólk á öllum aldri.
★ Miðaverð er kr. 450.-, bátsferð og grillmatur innifalinn. Frítt fyrir böm undir 13 ára aldri.
Reykvíkingar eru hvattir til að njóta skemmtunar og útiveru í Viðey.
Sjálfstæðisfélögin í Reykjavík.