Morgunblaðið - 10.09.1988, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 10.09.1988, Blaðsíða 60
60 MORGUNBLAÐŒ) IÞROTTIR LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1988 OLYMPIULEIKAR Ufúm FOLK ■ ANDRE Agassi sigraði landa sinn, Bandaríkjamanninn Jimmy Connors fremur léttilega í aðeins þremur lotum í átta manna úrslitum á opna bandaríska meistaramót- inu í tennis. Höfðu menn á orði, að æskan hefði borið ellina ofurliði. Chris Evert, sem unnið hafði sér rétt til að leika við Steffi Graf í undanúrslitum á opna bandaríska meistaramótinu, varð að hætta við þátttöku vegna veikinda. Graf mætir annað hvort Sabatini eða Garrison í úrslitum. Reykjavíkur- mótið hefst um helgina REYKJAVÍKURMÓT Hand- knattleiksráðs Reykjavíkur hefst á morgun, sunnudag og verður leikið í Seljaskóla. Fyrstu leikirnir í mótinu verða í meistaraflokki kvenna og karla. Mótið í ár er fyrir margt öðruv- ísi en venjulega, þar er fyrst að nefna þá staðreynd að Ólympíu- leikamir eru á sama tíma. Vegna þátttöku íslenska landsliðsins í Ólympíuleikunum í ár er ljóst. að nú verður mótið spilað án landsliðs- manna. Pyrstu leikir Reykjavíkurmótsins á morgun verða eftirtaldir: Víking- ur-Valur í mfl. kvenna kl. 18.00 og síðan Fram-ÍR. Kl. 20.30 leika Valur og KR í mfl. karla og strax á eftir Víkingur og Armann. MorgunblaðiÖ/Sigurgeir Sveit GK sigraði í 1. deild í sveitakeppni GSÍ um síðustu helgi. Hér fagna liðs- menn sveitarinnar sigri að hætti kappakstursmanna. Úlfar Jónsson og Tryggvi Traustason sprauta kampavíni yfir félaga sína í sveit GK. Sigri fagnað Morgunblaðið/Sigurgeir QR sigraði I kvennaflokki og hér er Hannes Guðmunds- son formaður Golfklúbbs Reykjavíkur ásamt Ragnhildi Sigurðardóttir og Jóhönnu Ingólfsdóttir. Á myndina vant- ar Steinunni Sigurðardóttir, sem einnig var í sveit GR. Morgunblaðið/Sigurgeir Slgursvalt QK frá vinstri: Sveinn Sigurbergsson, Guðmundur Sveinbjömsson, Tryggvi Traustason, Úlfar Jónsson og Sveinbjöm Bjömsson liðsstjóri. ' Reuter Andre Agassl sigraði Jimmy Con- nore nokkuð örugglega á opna banda- ríska meistaramótinu í tennis í gær. ■ LEO Beenhakker, hinn hol- lenzki þjálfari Real Madrid, lenti í kröppum dansi fyrir skömmu. Þjó- far réðust á hann og konu hans nálægt heimili hans í Madrid, ógn- uðu þeim með hnífi og höfðu á brott með sér armbandsúr þeirra. ■ BORIS Becker hefur lýst því jrfir að hann muni ekki keppa á ÓL vegna meiðsla á hægri fæti. ■ NELSON Piquet, heims- meistari í kappakstri, mun verða áfram í Lotus-liðinu næsta keppn- istímabil. ■ MIKE Tyson, heimsmeistari í hnefaleikum, hefur harðneitað sögusögnum um að hann hafi ætlað að fyrirfara sér þegar hann ók bíl konu sinnar á tré á sunnudag. „Þetta er fáránlegt. Enginn elskar lífið jafnheitt og ég,“ sagði Tyson við blaðamenn. Ljóst er að hann verður frá keppni fram í desember að minnsta kosti. Si.fligf Pðltíl Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Hópur sundmanna ásamt farareljórum og fulltrúum séreambanda lögðu af stað til Seoul á miðvikudag. Ferðalagið er langt og strangt og kemur hópurinn ekki á áfangastað fyrr en í dag, en Ólympíuleikamir eru settir eftir viku, 17. september. Stæreti hópurinn fer svo frá íslandi þann 11. september. FRJALSAR IÞROTTIR / SPJOTKAST Felke með heimsmet Austur-þýska stúlkan Petra Felke setti í gær nýtt heimsmet í spjót- kasti kvenna á móti í Austur-Berlín. Hún kastaði 80,00 metra og bætti eigið met um 1,10 metra. Petra Felke hefur verið í nokkrum sérflokki í spjótkasti kvenna síðan 1985. Hún setti fyrst heimsmet 1985 er hún kastaði 75,26 metra. Fatima Whitbread, Bretlandi, náði heimsmetinu af henni 1986 með 77,44 metra, en Felke náði metinu aftur í júlí í fyrra er hún kastaði 78,90 metra. Felke, sem er 29 ára, virðist í mjög góðri æfingu og er til alls líkleg á Ólympíuleikunum í Seoul og hver veit nema að heimsmetið falli þar. Heimsmet í spjótkasti frá 1981 Hér á eftir fer listi yfir heimsmet kvenna í spjótkasti frá 1981. 71.88 Antoaneta Todorova, Búlgaríu.. 15. ágúst 1981 72.40 Tiina Lillak, Finnlandi 29. júlí 1982 74.20 Sofia Sakorafa, Grikklandi ....26. september 1982 74.76 Tiina Lillak, Finnalandi 13. júní 1983 75.26 Petra Felke, A-Þýskal 4.júní 1985 75.40 Felke 4. júní 1985 77.44 Fatima Whitbread, Englandi.... 28. ágúst 1986 78.90 Felke 29. júlí 1987 80.00 Felke 9. september 1988 Petra Felke setti nýtt heimsmet í spjótkasti kvenna á móti í Austur- Berlín í gær. GOLF Iþróttir helgarinnar Knattspyma, 1. deild Fimm leikir eru á dagskrá í 1. deild karla í knattspymu um helgina. Fjórir í dag og einn á morgun. í dag mætast Víkingur-Þór, Völsungur- Fram, Keflavík-Valur og KA- Leiftur. Allir leikimir hefjast kl. 14.00. Á morgun mætast KR og ÍA kl. 14.00. 2. deild Fimm leikir eru í 2. deild í dag og hefjast þeir allir kl. 14.00. Þá mætast Selfoss- Víðir, ÍR-Fylkir, UBK-Þrótt- ur, KS-ÍBV og FH-Tindastóll. 3. delld Úrslitaleikur 3. deildar fer fram í dag kl. 14.00 á Tungu- bakkavelli í Mosfellsbæ. Þar mætast Stjaman úr Garðabæ og Einheiji frá Vopnafirði. 4. delld Úrslitaleikur 4. deildar í knattspymu verður á morgun, sunnudag, á Sauðárkróki. Þar eigast við BÍ frá ísafirði og Austri frá Eskifirði. Leikurinn hefst kl. 14.00. HANDBOLTI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.