Morgunblaðið - 10.09.1988, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 10.09.1988, Blaðsíða 64
LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1988 VERÐ í LAUSASÖLU 70 KR. Fundu 60 byssu- skot í miðbænum RÚMLEGA sextíu skot fundust í Bankastrœtí í gærmorgun. Þá fann starfsmaður Morgunblaðsins þrjú slík skot á Hallærisplaninu í mið- bænum. Ekki er vitað hvernig á skotum þessum stendur, en foreldr- ar eru hvattir tíl að aðgæta hvort börn þeirra hafi slík skot undir höndtun, þar sem þau geta verið lifshættuleg í höndum óvita. Um kl. 8.40 í gærmorgun fann starfsmaður sorphreinsunardeildar Reylqavíkur nokkur löng .22 cal. skot í Bankastrætinu og lét lögregl- una vita. Um svipað leyti fór fólk að streyma á lögreglustöðina í mið- bænum með sams konar skot. Lög- reglan fór á vettvang og leitaði að fleiri skotum. „Það fundust rúmlega sextíu skot í Bankastrætinu," sagði Eyjólfur Jónsson, varðstjóri á mið- borgarstöð lögreglunnar. „Þessi skot voru mörg illa farin, enda lágu þau á akbrautinni og bflar höfðu keyrt yfír þau. Það hefði getað far- ið illa, því skotin hefðu getað sprungið og þá er ekki að vita hvar kúlan hefði lent.“ Það var ekki eingöngu í Banka- strætinu sem skotin fundust, því starfsmaður Morgunblaðsins fann Morgunblaðið/Kr.Ben. Formenn ríkisstjómarflokkanna og sjávarútvegsráðherra mættu á fundinn til að kynna sér viðhorf fiskvinnslunnar. Þeir tóku meðal annars þátt í umræðum um efnahagsmálin. Þorsteinn Pálsson, formað- ur Sjálfstæðisflokksins er lengst tíl vinstri, þá Einar Oddur Kristjánsson, framkvæmdastjóri á Flateyri og formaður ráðgjafamefndar forsætísráðherra, Halldór Asgrimsson, sjávarútvegsráðherra, Steingrim- ur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins og Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokks- ins. Aðalfundur Sambands fiskvinnslustöðvanna: Tapið á fiskyinnshinni er um 1.800 milljómr króna Niðurfærsla farsælasta lausnin á ef nahags vandanum Stykkishólmi. Frá Þorsteini Briem, blaðamanni Morgunblaðsins. „TAP A fiskvinnslu var um 1.800 miljjónir króna siðastliðna tólf mán- uði og tap á frystingu var langstærstur hlutí af þessari upphæð," sagði Arnar Sigurmundsson, nýkjörinn formaður Samtaka fiskvinnslustöðva í samtali við Morgunblaðið. Aðalfundur Sambands fiskvinnslustöðvanna var haldinn i Stykkishólmi f gær og þar var nafni sambandsins breytt í Samtök fiskvinnslustöðva. Oddvitar ríkisstjómarflokkanna og sjávar- útvegsráðherra komu á fundinn til þess að hlýða á sjónarmið fundar- mnnna varðandi stöðu fiskvinnslunnar. ar á vanda þeirra. Blandaða leið þyrfti að fara að því markmiði. Ekki væri hægt að leysa aflan vandann með millifærslu, en í skamman tíma væri hægt að fara þá k'.'JTVtÖ yrðum að aðlaga okkur lækkuðu verði á erlendum mörkuðum og hægt væri að draga úr þenslu og verðbólgu ef menn stæðu saman. Steingrímur Hermannsson, ut- anríkisráðherra, sagði að tryggja þyrfti rekstrargrundvöll sjávarút- vegsins. Þar sem þjóðarbúið væri að mestu leyti rekið á grundvelli einnar atvinnugreinar byggju íslendingar við miklar sveiflur í efnahagsmálum. Of mikil fjárfesting væri í þjóðfélag- inu og ekki hefði dregið úr lántökum með hækkun vaxta. Atvinnurekend- ur hefðu sagt að þeir yrðu að taka lán hversu háir sem vextimir væru. Hækkun vaxta hefði því sáralítil áhrif á fjárfestingu. Jón Baldvin Hannibalsson, fjár- málaráðherra, sagði að hvorki ríkis- stjómin né aðrir myndu leysa efna- hagsmálin, enda væri það ekki á dagskrá. Það sem ylli mestu um efnahagsmál íslendinga réði ríkis- stjómin ekki við. Afli og verð á er- lendum mörkuðum réðu þar mestu um. Hins vegar þyrfti að Iaga hlutina að aðstæðum hveiju sinni. Halldór Ásgrímsson, sjávarút- vegsráðherra, sagði að taka þyrfti meira tillit til fiskvinnslunnar og hann vænti þess að það yrði gert. „Það er engin önnur Ieið en hags- munir einhverra verði undir," sagði Halldór. „Það getur orðið einhver ófriður vegna þess, en við verðum að vera menn til þess að þola það. Ef ekkert verður gert mun það verða of kostnaðarsamt. Kaupmáttur verð- ur að dragast saman og draga verð- ur úr ríkisútgjöldum. Hægt er að millifæra i litlum mæli innan físk- vinnslunnar, en vanda fiystingarinn- ar er ekki hægt að leysa með milli- færslu." Sjá viðtöl við fundarmenn á bls. 36. þijú á Hallærisplaninu. „Ég vona að nú séu öll skotin fundin, en vissu- lega vill lögreglan gjaman fá skýr- ingar á þessu. Þá er full ástæða til að hvetja foreldra til að gæta að því hvort böm þeirra hafa slík skot undir höndum," sagði Eyjólfur Jónsson varðstjóri. Snarpur jarðskjálfti í Grímsey KLUKKAN 14.40 í gær fannst snarpur jarðskjálfti í Grímsey, og mældist hann um 4,5 stig á Richterkvarða, en í kjölfarið fylgdu nokkrir minni skjálftar. Stærstí skjálftinn fannst allt austur að Þórshöfn á Langa- nesi, en upptök jarðhræring- anna eru talin vera um 10—15 km suðaustur af Grímsey. f september í fyrra var þó nokk- uð mikil og langvinn jarðskjálfta- hrina á þessum slóðum, og í jan- úar á þessu ári fundust þar einnig skjálftar. „Það má alveg eins búast við því að einhveijar eftirhreytur verði þama áfram, og eftir reynslunni að dæma gætu orðið einhveijir skjálftar á þessu svæði næstu daga," sagði Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. í ályktun fundarins segir meðal annars að þjóðarvakning í baráttu við verðbólgu, sem hæfíst með niður- færslu launa, verðlags og vaxta, sé farsælasta leiðin í efnahagsmálum. Þannig verði óumflýjanleg kjara- skerðing léttbærust fyrir launþega þessa lands. Hagsmunir útflutnings- fyrirtækja og launþega fari saman í að lækka vexti og lækna verðbólgu- meinið. Samtökin telja að mismunun fyrirtækja og greina innan útflutn- ingsatvinnuveganna sé ekki vænleg- ur kostur og vara eindregið við öllum slíkum hugmyndum. Lánveitingar til einstakra greina sjávarútvegs í stað *“þess að ráðast að rótum vandans séu fráleitar. Þorsteinn Pálsson, forsætisráð- herra, sagði á fundinum að nú væru viðsjárverðir tímar fyrir sjávarútveg. Tryggja þyrfti útflutningsatvinnu- vegunum viðunandi skilyrði og ríkis- stjómin yrði að fínna leið til úrlausn- Humarþjóf- ar gómaðir Höfn, Hornafirði. ^HUMRI að verðmæti um 800 þúsund krónur var stolið úr gám- um á Höfn í Homafirði aðfara- nótt föstudags. Þjófamir, tveir karlmenn frá Reykjavík, voru gómaðir við Hvol- svöll um klukkan 10 í gærmorgun, en þá voru þeir á leið til Reykjavík- 'ur. JGG Morgunblaðið/Ámi Sæberg Margrét Hallgrlms- dóttir fomleifafræð- ingur við eitt af sým- keijunum sjö sem fundist hafa i Viðey. Á innfelldu myndinni sést gullhringurinn og tvær perlur. Fomleifauppgröftur í Viðey: Sýruker og gullhringur UPPGREFTRI fomleifa er haldið áfram af fullum krafti í Viðey og að undanfömu hafa ýmsir merkilegir munir litið dagsins ljós. Að sögn Margrétar Hallgrímsdóttur fomleifafræðings hefur f skál- arústum frá miðöldum fundist búr með sjö niðurgröfnum sýrukeij- um, sem er mesti fjöldi sem fundist hefur hingað til hér & landi. Þá hafa einnig fundist skartgripir, þar á meðal gullnál og gull- hringur, og auk þess alls konar hversdagsmunir og áhöld frá miðöld- um. „Mögulegt er að hér sé um að ræða búr það sem munkamir geymdu í tollinn sem þeir fengu ffá öllum þeim jörðum sem Viðey- jarklaustur átti um land allt. f búr- um sem fundist hafa hingað til í bæjarrústum frá miðöldum hafa aldrei fundist fleiri en tvö eða kannski þijú sýruker. Héma em þau sjö talsins og standa í röð, og þar af er eitt þeirra óvenjulega stórt og auk þess með afrennsli frá því og eldstæði við. Öll kerin em mjög heilleg og viðurinn er alveg ófúinn vegna þeirra varðveisluskilyrða sem þama hafa skapast," sagði Margrét Hallgrímsdóttir. Annar merkilegur fomleifafund- ur í Viðey er jarðhýsi sem í er hlað- inn ofn, og herbergi þar inn af með bekkjum meðfram veggjum og stoðum til að halda uppi þaki. Að sögn Margrétar hafa þama hugs- anlega verið stunduð böð, og út frá öskulögum að dæma er þetta hús Ifldega frá þeim tíma sem Viðeyjar- klaustur var við lýði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.