Morgunblaðið - 10.09.1988, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 10.09.1988, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1988 33 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir PÉTUR PÉTURSSON Umhverfissiimar valda óvíssu í sænskum stjórnmálum Nú fyrstu dagana i september birtu dagblöðin niðurstöður skoð- anakannana frá þvi i lok ágúst, sem þau standa fyrir i samvinnu við tvær helstu stofnanirnar, sem sinna slikum verkum, en það eru SIFO (Svenska institutet för opinionsundersökningar) og IMU (Inst- itut för marknadsundersökningar). Niðurstöðumar eru athyglis- verðar og gefa til kynna að fylgi flokkanna sé nokkuð öðru visi en það var samkvæmt skoðanakönnunum i vor. Niðurstöðum þess- ara tveggja kannana ber saman í helstu atriðum þótt tölumar séu ekki hinar sömu. Fylgi flokkanna í kosningunum 1985 og kosningaspár 1988 Kosn. Spá Spá 1985 SIFO IMU Jafnaðarmannafl. 44.7 Hægriflokkur 21.3 Fijálsl. þjóðarfl. 14.2 Miðflokkurinn 12.4 Kommúnistafl. 5.4 Umhverfisvemdarfl. 1.5 Hægri flokkurinn (Moderata- flokkurinn) virðist vera að missa fyigi, en Umhverfísvemd- arflokkurinn getur fagnað aukn- um stuðningi kjósenda sam- kvæmt þessum könnunum og kemst hann jrfír þau 4% fylgis, sem þarf til að koma fulltrúa á þing og væri það í fyrsta skipti í sögu flokksins ef slíkt yrði. Samkvæmt könnun IMU fær U mhverfísvemdarflokkurinn 10,3% atkvæða, en samkvæmt SIFO fær hann 8,1% — 8% fylgi í kosningum þýðir um 28 þing- sæti. Hægri flokkurinn fær fylgi 13,9% samkvæmt IMU, en 15,7% samkvæmt SIFO. í síðustu kosn- ingum fékk þessi flokkur 21,3% atkvæða. Þetta bendir til þess að flokkurinn megi búast við tapi í kosningunum, en hann hefur haft fylgi allt að 30% kjósenda frá því í byijun þessa áratugar. Þá benda niðurstöður beggja kannananna til þess að kommún- istar fái ekki tilskilinn 4% at- kvæða til þess að komast á þing, en þeir hafa yfírleitt fengið rétt um 5% atkvæða og þannig oft getað veitt Jafnaðarmanna- flokknum þann stuðning sem þurft hefur til þess að hann gæti myndað stjóm. Samkvæmt IMU geta kommúnistar átt von á 3,9% atkvæða en SIFO spáir þeim 3,2% Hefðbundin skipan riðlast Þessar niðurstöður eiga án efa eftir að hafa áhrif á kosningabar- áttuna seinustu vikuna fram að kosningum, en kjördagur er 18. september, ekki síst vegna þess hve margir kjósendur virðast enn óráðnir, eða allt að 10% þeirra, ef trúa má niðurstöðum þessara kannana. Fyrir seinustu kosning- ar voru aðeins 4,5% óráðin sam- kvæmt sambærilegri könnun. Það verður baráttan um þá sem ekki hafa gert upp hug sinn, sem kem- ur til með að setja svip sinn á lokasprettinn í kosningabarát- tunni. Þá mun afstaðan til Um- hverfisvemdarflokksins einnig verða til umræðu einkum vegna þess, að komi hann fulltrúum á þing þá breytast hlutföllin milli fylkinganna tveggja, sósíalista og borgaraflokkanna, sem sett hafa svip sinn á starfsemi þingsins og kosti þá sem ræddir hafa verið í sambandi við stjómarmyndanir. Borgaraflokkamir þrír hafa lýst yfir því, eins og fyrir undanfar- andi kosningar, að aðalmarkmið þeirra sé að fá meirihluta svo 44.9 42.3 15.7 13.9 17.0 16.8 8.4 8.5 3.2 3.9 8.1 10.3 hægt sé að velta stjóm jafnaðar- manna. Formenn þessara flokka lýsa því yfír að þeir séu reiðubún- ir að mynda borgaralega sam- steypustjóm þriggja flokka. Samkvæmt áðumefndum könnunum fær Jafnaðarmanna- flokkurinn um 43% atkvæða og meira fylgi en borgaraflokkamir þrír samanlagt. En komist Um- hverfísvemdarflokkurinn að og jafíiaðarmenn njóta ekki stuðn- ings kommúnista þá verður fyrir þingmeirihluti borgaraflokkanna og Umhverfísvemdarflokksins — og þar með væri stjóm jafnaðar- manna fallin. Umhverfísvemdar- flokkurinn yrði því í lykilaðstöðu á þinginu, en talsmenn hans hafa neitað að gefa upp hvora fylking- una þeir myndu styðja, og segja það eitt, að þeir styðji þá stjóm sem kemur með bestu tillögur um aðgerðir í umhverfísvemd. Hins vegar bendir ekkert til þess að borgaraflokkamir séu hrifnir af þeirri hugmynd að ganga í stjóm með Umhverfis- vemdarflokknum og hafa bæði Bengt Westerberg formaður Fijálslynda þjóðarflokksins (Folk- partiet) og Carl Bildt formaður Hægri flokksins lýst því yfír að þeir muni ekki geta hugsað sér að taka þátt í stjómarmyndun með Umhverfisvemdarflokknum. Benda þeir á óraunhæfar tillögur flokksins í efnahags- og atvinnu- málum og hér mun einnig koma til sögunar að í nýja flokknum er talið samsafn fólks með ólíkar skoðanir á mörgum sviðum ekki síst varðandi pólitískar starfsað- ferðir. Þá hefur það verið haft fyrir satt að flokksaginn sé lítill þótt í reynd sé lítil rejmsla komin á það. Pólitísk óvissa Ingvar Carlsson hefur þegar brugðist við þessari hugsanlegu stöðu á þinginu eftir kosningar og sagt að þingið yrði lítt starf- hæft ef Umhverfisflokkurinn kæmist á þing og jafnvel gefíð í skyn, að þá mætti búast við stjómarkreppu og nýjum kosning- um. Búast má við því að nú verði gerð hörð hríð að Umhverfís- vemdarflokknum í kosningabar- áttunni þar sem fulltrúar hinn hefðbundnu þingflokka benda á veilur í stefnu nýja flokksins og það óöryggi sem myndist í stjóm landsins ef hann fær fulltrúa á þing. Talsmenn Umhverfísvemd- arflokksins hafa svarað því til að hér sé um að ræða ósæmilegan áróður og verið sé að hræða kjós- Birger Schlaug talsmaður Um- hverfisvemdarflokksins getur verið bjartsýnn á að komast á þing eftir kosningar. Bengt Westerberg formaður Frjálsljmda þjóðarflokksins sópaði til sín fylgi undir lok seinustu kosningabaráttu. Tekst honum að endurtaka þann leik í þetta sinn? Ingvar Carlsson forsætisráð- herra pr hræddur um að stjórn- arkreppa skelli á ef Umhverfis- vemdarflokkurinn fær fulltrúa sina á þing. endur frá að fylgja samvisku sinni alla leið inn í kjörklefann. Þeir em óánægðir með að fá ekki að taka þátt í lokaumræðum form- anna flokkanna, sem sjónvarpað er beint rétt fyrir kosningamar. Þar vilja þeir hafa sinn fulltrúa til að svara fyrir sig, en útvarpsr- áð hafði áður ákveðið að þar skyldu einungis vera fulltrúar þeirra flokka sem fengu yfír 4% Hægri flokkurinn undir forystu Carls Bildts virðist vera að tapa fylgi, einkum meðal kvenna. Olof Johansson leiðir flokk sinn, Miðflokkinn, nú í fjrsta sinn til kosninga. Hann er þekktur fjrrir skeleggan mál- flutning í Umhverfisvemdar- málum og gæti unnið atkvæði á þvi þar sem sá málaflokkur er ofarlega á baugi i sænsku kosningabaráttunni. atkvæða í seinustu kosningum og þar við situr. Hins vegar má benda á að flokknum hefur verið boðin þátttaka í þeim umræðum og kjmningarfundum sem sjónvarp og útvarp hafa staðið að hingað til og þykja fulltrúar Umhverfis- vemdarflokksins jrfírleitt koma vel fyrir. Líklegt er að nokkuð verði um að fólk kjósi af „tæknilegum" ástæðum vegna þeirra fylkinga sem hugsanlegar em varðandi þingmeirihluta. 4% þröskuldurinn hefur þau áhrif, að atkvæði, sem falla á flokk sem ekki nær þeirri hlutfallstölu, nýtast ekki til að hafa áhrif á þingmannatölu. Það er því nánast hefð að nokkur hluti jaftiaðarmanna kýs kommúnista til að koma þeim inn á þing þann- ig að vinstri atkvæði nýtist só- síalísku fylkingunni á þinginu. Það gæti því verið að slík at- kvæði hjálpuðu kommúnistum inn á þing þrátt fyrir fylgistap sem skoðanakannanir gefa vísbend- ingu um. Umhverfisvemdarflokk- urinn á þó ekki von á slíkum „tæknilegum" atkvæðum, nema síður sé. Líklegt er að einhveijir fylgismenn þess flokks hugsi sig um tvisvar með tilliti til stöðu fylkinganna og stjómarmyndunar þegar kemur að kosningadegi. Þetta er óvissuþáttur sem líklega vinnur gegn Umhverfísvemdar- flokknum. Lokaspretturinn En ýmislegt fleira getur gerst á þeim dögum sem eftir em fram að kosningum. Það sýndi sig best í fyrri kosningum þegar Fijáls- ljmdi þjóðarflokkurinn 'undir for- ystu Bengt Westerbergs, sem þá var að leiða flokkinn í kosningum í fyrsta sinn, sópaði til sín fylgi í lok kosningabaráttunnar og var talið að persónuleiki og jafnvel persónutöfrar formannsins hafi haft þar sitt að segja. Kosninga- spár byggðar á könnunum eins og hér hafa verið kjmntar stóðust ekki, þó svo að þær bentu til þess að flokkurinn myndi auka fylgi sitt — almennt var talað um að fyrirtækin sem stóðu að kosninga- spánum hæfí verið þeir aðilar sem mest töpuðu í þeim kosningum. IMU hafði spáð flokknum 8,1% fylgi 1985 en hann fékk 14,2% í kosningunum það ár. Þar munaði um hið nýja andlit flokksins, þ.e. formanninn, og talað var um „Westerbergeffekten". Sérstak- lega var talið að málflutningur formannsins undir lokin, þar sem spjótunum var ekki eingöngu beint að jafnaðarmönnum, heldur einnig gerð grein fyrir muninum á stefnu flokksins miðað við hina borgarflokkana, hafí fallið kjós- endum vel í geð. Nú er spumingin hvort „West- erbergeffektinn" sé enn virkur og einnig hvort formaður ftjálslynda flokksins sé sá eini sem yfír hon- um hefur að ráða. Þótt Bengt Westerberg sé enn tiltölulega ungur að árum þá er hann, ef frá er talinn Lars Wemer formaður Kommúnistaflokksins (VPK), sá eini af flokksformönnunum í þess- ari kosningabaráttu, sem var í forsvari fyrir flokk sinn í seinustu . kosningum — svo miklar manna- breytingar hafa orðið í oddastöð- um flokkanna á þremur árum. Það er því ekki að vita nema hin- ir leiðtogar borgaraflokkanna geti skotið Westerberg ref fyrir rass og launað honum lambið gráa frá seinustu kosningabaráttu, en þá var honum borið það á brýn að kljúfa bræðralag borgaranna vegna hagsmuna eigin flokks. Olof Johansson formaður Mið- flokksins tók við af Karin Söder er aðeins gegndi formannsstöðu í flokknum nokkur misseri. Á und- an henni hafði Torbjöm Fálldin verið formaður og lengst af for- sætisráðherra er borgaraflokk- amir sátu í samsteypustjóm á ámnum 1976—1982. En honum hafði verið kennt um ósigur flokksins í kosningunum 1985, er flokkur hans fékk aðeins 12,4% atkvæða. Úrslit þessara kosninga höfðu einnig þær afleiðingar inn- an Hægri flokksins að Ulf Ad- elsohn sagði af sér formennsku, en hann var þá tiltölulega nýtek- inn við. Eftir hann kom svo sá sem nú stendur við stjómvölinn í flokknum, Carl Bildt, sem er tengdasonur Gösta Bohmans, sem var f forsvari fyrir flokknum á áttunda áratugnum en það vora velgengisár í sögu flokksins. Frjálslyndi þjóðar- flokkurinn nýtur hylli kvenna Það er athyglisvert að sam- kvæmt niðurstöðum áðumefndra skoðanakannana fer fylgi flokk- anna nokkuð eftir kyni. Carl Bildt á ekki þeirri kvenhylli að fagna sem Bengt Westerberg nýtur. Samkvæmt SIFO hefur flokkur hins fymiefnda fylgi 20% karla en aðeins 12% meðal kvenna. Dæmið snýst við þegar um er að ræða flokk Bengts Westerbergs, en hann nýtur hylli 22% kvenna en aðeins 16% karla. Konur styðja einnig oftar Umhverfisvemdar- flokkinn, þótt munurinn á kynjun- um sé þar ekki eins mikill. Mið- flokkurinn nýtur nokkum veginn jafnmikils stuðning hjá körlum og konum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.