Morgunblaðið - 10.09.1988, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 10.09.1988, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1988 Það er óþarfi af Braga Jóseps- syni, forstöðumanni Skáíss, að taka á sig skammir sem ætlaðar voru ríkisútvarpinu. Bragi gerir þetta í bréfi til mín í Morgunblaðinu 8. september síðastliðinn. Gagnrýni mín beinist fyrst og fremst að því að ríkisútvarpið skuli bera saman epli og appelsínur, þ.e. mælingu Skáíss á hlustun, og könn- un Félagsvísindastofnunar Háskóla á hlustun. Þennan samanburð kalla ég skemmdarverk. Það er skemmdar- verk ríkisútvarpsins á könnun Fé- lagsvísindastofnunar. Ég bendi á að sú mæling sem Skáís gerði fyrir ríkisútvarpið er á engan hátt sam- bærileg við fjölmiðlakönnun Há- skólans. Ríkisútvarpið leggst hins vegar svo lágt að bera þetta saman, og svertir í leiðinni þá starfsemi sem Bragi Jósepsson rekur. Furðulegt er að Bragi skuli heimila ríkisút- varpinu slíka notun mælingar Skáíss. Það sem ég gagnrýni við mæl- ingu Skáíss er lítið úrtak (180—290 manns) og að engar upplýsingar eru gefnar um þá sem spurðir voru. Þar að auki hringdi Skáís aðallega í heimili á þeim tíma sem flestir voru úti að vinna. Þetta gefur litla sem enga hugmynd um skiptingu útvarpshlustunar þjóðarinnar. Bragi Jósepsson segir að ég hefði átt að afla mér upplýsinga hjá Skáís. Ég gerði það, en Bragi hafði engin svör handa mér, þrátt fyrir alla þekkinguna, menntunina og starfsreynsluna sem hann og hans fólk hefur. Almenningur gerir ekki ljósan greinarmun á könnunum, sérstak- 42. bókin um Isfólkið: Urlaunsátri ÚT ER komin 42. bókin í bóka- flokknum um ísfólkið eftir Margit Sandemo. Hún heitir Úr launsátri. í fréttatilkynningu Prenthússins segir m.a.: „Eins og aðrar bækur um ísfólkið fjallar Úr launsátri um af- komendur Þengils hins illa, sem gerði samning við djöfulinn. Þegar ísfólkið hefur gert liðskönnun, leggja fimm úr ættinni af stað í átt til dals ís- fólksins til að ráða bug á Þengli hin- um illa. En ófreskjan hefur ekki se- tið aðgerðalaus. Nú ráðast liðsmenn hans að fimmmenningunum úr öllum áttum. Þeim tekst að verjast lengi vel, en svo fer að lokum að skarð rofnar í vamarmúrinn." Ólafur Hauksson „Bragi Jósepsson segir að ég hefði átt að afla mér upplýsinga hjá Skáís. Eg gerði það, en Bragi hafði engin svör handa mér, þrátt fyrir alla þekkinguna, menntunina og starfs- reynsluna sem hann og hans fólk hefur.“ lega ekki þegar allar upplýsingar vantar um þær, og fjölmiðlar birta þær án þess að spyija spuminga. Þess vegna virðast ótrúlega margir taka það trúanlegt þegar ríkisút- varpið auglýsir, „Aukin hlustun á Ríkisútvarpið". Aukin miðað við hvað? Ríkisútvarpið stefnir starfsemi Skáíss í voða með þessu háttalagi, svo og trúverðugleika fjölmiðla- kannana. Höfundur er útvarpsstjóri Stjöm- unnar. LEIKFIMI: ALMENN MÚSIKLEIKFIMI MISERFIÐIR TlMAR MEGRUN FORELDRAR! BARNAJAZZINN HEFSTUM HELGINA JAZZ-DANS: ERFIÐAR ÆFINGAR LÉTTUR DANS JAZZBALLETT: LISTDANS GLEÐI OG ÁRANGUR ÞROTLAUS ÞJÁLFUN HRINGIÐ STRAXI SÍMA 13880. INNRITUN I SIMA 13880 TW » Áskriftarsíminn er 83033 Sjómannafélag Reykjavíkur: Fordæmirárás á réttindi og kjör launþega STJÓRN Sjómannafélags Reykjavíkur „fordæmir itrekaða áráa ríkisstjóma á réttindi og kjör launþega og varar sérstaklega við hugmyndum um skerðingu á kjör- um sjómanna í formi breytinga á hlutaskiptum sem munu kalia á vamaraðgerðir sjómannastéttar- innar,“ að því er segir í ályktun fró stjóm félagsins. í ályktuninni segir ennfremur að stjómin telji „miður farið að Vinnu- veitendasamband íslands virðist nú hafa afsalað sér forræði í samningum og afhent það nefnd forstjóra og ríkisstjóminni sjálfri." FLJÓTANDI ARIEL HREINT STÓRKOSTLEG NÝJUNG! ARIEL þvottalögur er fyrir allan þvott. Einstakir eiginleikar hans njóta sín sér- staklega vel við lágt hitastig 40°C eða minna, þar sem þvottaduft leysist illa upp við lágan hita. þvottalögurinn samlagast vatninu strax og þvottatíminn nýtist að fullu. Tauið kemur tandurhreint úr vélinni. Þú sleppir forþvotti... Hellir ARIEL þvottaleginum í þlastkúlu, sem fylgir 750 ml. brúsanum, og leggur kúluna ofan á þvottinn j vélinni. Ekkert fer til spillis, kúlan skaðar hvorki vélina né þvottinn. í mjög föst óhreinindi er gott að hella ARIEL beint á. TANDURHREINN ÞVOTTUR MEÐ FLJÓTANDIARIEL. Jafnvel við mjög lágt hitastig. Fáanlegur í þrem stærðum. 0,75 Itr, 2 og 3 Itr. er hellt í plastkúlu sem er stillt ofan á þvottinn. Fljótandi ARIEL samlagast vatninu fljótt og vel. ... M M M ó t> ó ö MÍM* ö ú <r íslensk///// Ameríslca Skammirnar voru ætlaðar ríkisút- varpinu, ekki Braga eftir ÓlafHauksson JA2Z spom HVERFISGATA 105
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.