Morgunblaðið - 10.09.1988, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 10.09.1988, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1988 21 samvinnufélögin verði að sýna ekki lakari rekstrarárangur en keppina- utamir. í ræðu minni á þinginu lagði ég áherslu á þýðingu þess hve sam- staðan er nú mikil innan Alþjóða- samvinnusambandsins. Sú var tíðin að vindar kalda stríðsins náðu að blása innan ICA. Þar tókust á tvær fylkingar, annars vegar Vestur- Evrópulönd, Bandaríkin og Kanada og hins vegar Austur-Evrópulöndin með Sovétríkin í broddi fylkingar. Samvinnusamtökum í Austur-Evr- ópu var haldið utan við ICA í krafti meirihluta Vesturlanda. Þegar vinda kalda stríðsins lægði fengu lönd eins og Ungveijaland, Pólland og Austur-Þýskaland aðild að ICA. Ég lagði áherslu á það í þessari ræðu minni að vindar héldu áfram að blása, en nú væru það vindar hinna öru breytinga. Samvinnufé- lögin yrðu að aðlaga starfsemi sína hinum miklu breytingum sem hefðu átt sér stað og væru að eiga sér stað. Grundvallarreglur vefaranna í Rochdale frá 1844 hefðu reynst samvinnustarfinu vel í gegnum ár- in. Þessar reglur þyrfti hins vegar að endurskoða, vegna þess að heim- urinn í dag er gjörólíkur þeim sem var 1844. Samvinnuhreyfingar landa heims væru nú á krossgötum. Við yrðum að líta á breytingamar sem ný tækifæri og við yrðum að nýta þessi tækifæri. Til þess þyrfti margt að koma til. Samvinnufélög yrðu að hafa sérhæfða stjómendur á öllum sviðum. Það yrði að nýta tæknina á sem flestum sviðum, ekki síst í kynningarstarfi til að skapa jákvætt viðhorf félagsmanna, starfsmanna og þjóðfélagsins gagn- vart samvinnufélögunum. Koma þyrfti á nýju skipulagi í fjárhags- uppbyggingu samvinnufélaga, þar sem félagsmenn ættu kost á að ávaxta fé sitt með kaupúm á sam- vinnuhlutabréfum. Á þann hátt myndi skapast möguleiki á inn- streymi fjármagns í samvinnufélög- in, sem myndi efla eiginfjárstöðuna jafnframt því sem þetta þyrfti að vera góður ávöxtunarkostur fyrir félagsmenn. Starfsmenn ættu að eiga kost á markvissri endurmennt- un. Þá væri þýðingarmikið að konur fengju meiri ítök í samvinnufélög- unum. Grundvallaratriðið væri að sjálfsögðu það, að samvinnufélögin gætu staðist samkeppnina á mark- aðnum. Það er ljóst að samvinnufé- lögin eiga í erfiðleikum að standast samkeppnina í sumum hinna iðn- væddu ríkja. Endurskoðun á grund- vallarreglum samvinnufélaga væri því meira en tímabær. Samvinnufé- lögin ættu hins vegar tromp, sem eru félagsmennimir. Þetta tromp verða samvinnufélögin að nýta sér til hins ýtrasta með því að virkja þátttöku félagsmannanna í sam- vinnustarfinu. Þar koma hin mann- legu grundvallarverðmæti inn í myndina, til dæmis samhjálpin, virk þátttaka og svo samtakamátturinn sem lyft getur grettistökum ef rétt er að staðið," sagði Erlendur Ein- arsson að lokum. LITGREINING MEÐ CROSFIELD ER LYKILLINN AÐ VANDAÐRI LITPRENTUN Efnahagsmál — þetta vil ég: eftirHauk Sveinbjarnarson • 1. Lánskjaravísitala afnumin. • 2. Verðbótaþáttur afnuminn. • 3. Launaskattur afnuminn. • 4. Öll lán bundin við þá krónu- tölu sem þau standa í með verð- bótaþættinum. • 5. Vextir verði þeir sömu, að meðaltali, og þeir eru í sex helstu viskiptalöndum okkar. • 6. Öll lán bera sömu vexti, einnig Húsnæðisstjómarlán, nema afurðalán sem beri mun lægri vexti. • 7. Öll lán til útflutningsat- vinnuveganna endurskoðuð, þeim skuldbreytt miðað við veðhæfni. • 8. Söluskattur afnuminn af öllum matvælum. • 9. Ný framfærsluvísitala taki gildi sem miðast við brýnustu nauðsynjar, matvæli, rafmagn, hita og bensín (hráolíu). • 10. Bensín og hráolíur lækki strax um 10%, hiti, rafmagn svo og gjöld Pósts og síma um 5%. • 11. Aðflutningsgjöld á bfla hækki í það sem þau voru fyrir síðustu lækkun. • 12. Skattprósenta hækki um 1% á hveijar 10.000 krónur um- „Ég tel ekki rétt né nauðsynlegt að ríkis- kassinn sé rekinn halla- laust þegar verðfall verður á helstu útflutn- ingsafurðum.“ fram 100.000 mánðaðarlaun en þó ekki meira en um 10%. Þessi skattur sé aðeins tímabundinn, til 6 mánaða. • 13. Gengi óbreytt. Hef ákveðnar skoðanir, mark- mið í landbúnaðarmálum, sjávar- útvegi og iðnaðarmálum, sem ég tel of langt mál að rekja hér. Einn- ig tel ég það of langt mál að gefa skýringar við ofangreint, sem fáir nenna að lesa. Eitt vil ég þó taka fram að ég tel ekki rétt né nauð- synlegt að ríkiskassinn sé rekinn hallalaust þegar verðfall verður á helstu útflutningsafurðum. Og annað að ég tel að opinberum starfsmönnum verði að fækka til muna, opinber afskipti að minnka og að byggt sé á öðrum forsendum en gert hefur verið hingað til. Höfundur er framkvæmdastjóri Bátagerðarinnar Samtak hf. í Hafnarfirði. TEGUND STAÐGR.-VERÐ FULLT VERÐ Ingvar Helgason hf. sýningarsalurinn, Rauðagerði sími 91-3 35 60. KR. 423.000,- KR. 441.000,- KR.489. KR. 475.000,- NISSAN MICRA 1,0 DX 4RA GÍRA. KR. 410.000,- NISSAN MICRA 1,0 GL 5 GÍRA. KR. 427.000,- NISSAN MICRA 1,0 GL SJÁLFSKIPTUR. KR. 474.000,- NISSAN MICRA 1,0 SPECIAL VERSION. KR. 460.000,- ...OG KJORIN ERU HREINT ÓENDANLEG. imissaiv er mest seldi japanski BÍLLINN í EVRÓPU. Opið laugardag og sunnudag kl. 14-17 NIS5AN MICRA ÁRGERÐ 1989 NÚ Á BETRA VERÐI EIM IMOKKRU SINNI FYRR MYNDAMÓT HF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.