Morgunblaðið - 10.09.1988, Page 21

Morgunblaðið - 10.09.1988, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1988 21 samvinnufélögin verði að sýna ekki lakari rekstrarárangur en keppina- utamir. í ræðu minni á þinginu lagði ég áherslu á þýðingu þess hve sam- staðan er nú mikil innan Alþjóða- samvinnusambandsins. Sú var tíðin að vindar kalda stríðsins náðu að blása innan ICA. Þar tókust á tvær fylkingar, annars vegar Vestur- Evrópulönd, Bandaríkin og Kanada og hins vegar Austur-Evrópulöndin með Sovétríkin í broddi fylkingar. Samvinnusamtökum í Austur-Evr- ópu var haldið utan við ICA í krafti meirihluta Vesturlanda. Þegar vinda kalda stríðsins lægði fengu lönd eins og Ungveijaland, Pólland og Austur-Þýskaland aðild að ICA. Ég lagði áherslu á það í þessari ræðu minni að vindar héldu áfram að blása, en nú væru það vindar hinna öru breytinga. Samvinnufé- lögin yrðu að aðlaga starfsemi sína hinum miklu breytingum sem hefðu átt sér stað og væru að eiga sér stað. Grundvallarreglur vefaranna í Rochdale frá 1844 hefðu reynst samvinnustarfinu vel í gegnum ár- in. Þessar reglur þyrfti hins vegar að endurskoða, vegna þess að heim- urinn í dag er gjörólíkur þeim sem var 1844. Samvinnuhreyfingar landa heims væru nú á krossgötum. Við yrðum að líta á breytingamar sem ný tækifæri og við yrðum að nýta þessi tækifæri. Til þess þyrfti margt að koma til. Samvinnufélög yrðu að hafa sérhæfða stjómendur á öllum sviðum. Það yrði að nýta tæknina á sem flestum sviðum, ekki síst í kynningarstarfi til að skapa jákvætt viðhorf félagsmanna, starfsmanna og þjóðfélagsins gagn- vart samvinnufélögunum. Koma þyrfti á nýju skipulagi í fjárhags- uppbyggingu samvinnufélaga, þar sem félagsmenn ættu kost á að ávaxta fé sitt með kaupúm á sam- vinnuhlutabréfum. Á þann hátt myndi skapast möguleiki á inn- streymi fjármagns í samvinnufélög- in, sem myndi efla eiginfjárstöðuna jafnframt því sem þetta þyrfti að vera góður ávöxtunarkostur fyrir félagsmenn. Starfsmenn ættu að eiga kost á markvissri endurmennt- un. Þá væri þýðingarmikið að konur fengju meiri ítök í samvinnufélög- unum. Grundvallaratriðið væri að sjálfsögðu það, að samvinnufélögin gætu staðist samkeppnina á mark- aðnum. Það er ljóst að samvinnufé- lögin eiga í erfiðleikum að standast samkeppnina í sumum hinna iðn- væddu ríkja. Endurskoðun á grund- vallarreglum samvinnufélaga væri því meira en tímabær. Samvinnufé- lögin ættu hins vegar tromp, sem eru félagsmennimir. Þetta tromp verða samvinnufélögin að nýta sér til hins ýtrasta með því að virkja þátttöku félagsmannanna í sam- vinnustarfinu. Þar koma hin mann- legu grundvallarverðmæti inn í myndina, til dæmis samhjálpin, virk þátttaka og svo samtakamátturinn sem lyft getur grettistökum ef rétt er að staðið," sagði Erlendur Ein- arsson að lokum. LITGREINING MEÐ CROSFIELD ER LYKILLINN AÐ VANDAÐRI LITPRENTUN Efnahagsmál — þetta vil ég: eftirHauk Sveinbjarnarson • 1. Lánskjaravísitala afnumin. • 2. Verðbótaþáttur afnuminn. • 3. Launaskattur afnuminn. • 4. Öll lán bundin við þá krónu- tölu sem þau standa í með verð- bótaþættinum. • 5. Vextir verði þeir sömu, að meðaltali, og þeir eru í sex helstu viskiptalöndum okkar. • 6. Öll lán bera sömu vexti, einnig Húsnæðisstjómarlán, nema afurðalán sem beri mun lægri vexti. • 7. Öll lán til útflutningsat- vinnuveganna endurskoðuð, þeim skuldbreytt miðað við veðhæfni. • 8. Söluskattur afnuminn af öllum matvælum. • 9. Ný framfærsluvísitala taki gildi sem miðast við brýnustu nauðsynjar, matvæli, rafmagn, hita og bensín (hráolíu). • 10. Bensín og hráolíur lækki strax um 10%, hiti, rafmagn svo og gjöld Pósts og síma um 5%. • 11. Aðflutningsgjöld á bfla hækki í það sem þau voru fyrir síðustu lækkun. • 12. Skattprósenta hækki um 1% á hveijar 10.000 krónur um- „Ég tel ekki rétt né nauðsynlegt að ríkis- kassinn sé rekinn halla- laust þegar verðfall verður á helstu útflutn- ingsafurðum.“ fram 100.000 mánðaðarlaun en þó ekki meira en um 10%. Þessi skattur sé aðeins tímabundinn, til 6 mánaða. • 13. Gengi óbreytt. Hef ákveðnar skoðanir, mark- mið í landbúnaðarmálum, sjávar- útvegi og iðnaðarmálum, sem ég tel of langt mál að rekja hér. Einn- ig tel ég það of langt mál að gefa skýringar við ofangreint, sem fáir nenna að lesa. Eitt vil ég þó taka fram að ég tel ekki rétt né nauð- synlegt að ríkiskassinn sé rekinn hallalaust þegar verðfall verður á helstu útflutningsafurðum. Og annað að ég tel að opinberum starfsmönnum verði að fækka til muna, opinber afskipti að minnka og að byggt sé á öðrum forsendum en gert hefur verið hingað til. Höfundur er framkvæmdastjóri Bátagerðarinnar Samtak hf. í Hafnarfirði. TEGUND STAÐGR.-VERÐ FULLT VERÐ Ingvar Helgason hf. sýningarsalurinn, Rauðagerði sími 91-3 35 60. KR. 423.000,- KR. 441.000,- KR.489. KR. 475.000,- NISSAN MICRA 1,0 DX 4RA GÍRA. KR. 410.000,- NISSAN MICRA 1,0 GL 5 GÍRA. KR. 427.000,- NISSAN MICRA 1,0 GL SJÁLFSKIPTUR. KR. 474.000,- NISSAN MICRA 1,0 SPECIAL VERSION. KR. 460.000,- ...OG KJORIN ERU HREINT ÓENDANLEG. imissaiv er mest seldi japanski BÍLLINN í EVRÓPU. Opið laugardag og sunnudag kl. 14-17 NIS5AN MICRA ÁRGERÐ 1989 NÚ Á BETRA VERÐI EIM IMOKKRU SINNI FYRR MYNDAMÓT HF

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.