Morgunblaðið - 10.09.1988, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.09.1988, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1988 Nýtt hús bætist við Foldaskóla ANNAR áfangi Foldaskóla í Grafarvogi var tekinn í notkun í síðastliðinni viku. Frant- kvæmdum við húsið lýkur þó ekki að fullu fyrr en í mars á næsta ári. Kennslustofur á efri hæð hússins hafa þegar verið teknar í notkun en kennslu- stofum tíl bráðabirgða hefur verið komið fyrir á neðri hæð- inni. Þar verður einnig félag- smiðstöð fyrir nemendur og íbúa hverfisins. Að sögn Amfínns Jónssonar, skólastjóra, hefur starfsmaður verið ráðinn að félagsmiðstöðinni og gert er ráð fyrir að auk nem- enda fái til dæmis skátar þar inni. Jafnframt segir hann að nota mætti aðstöðuna til funda húsfélaga eða íbúasamtaka úr nágrenninu. Foldaskóli tók til starfa haus- tið 1985 og eru nemendur í vetur 760 talsins. Að sögn Amfínns Jónssonar verður framkvæmdum við lóð og þriðja áfanga skólans, þar sem verður íþróttasalur, hugsanlega að fullu lokið að þremur ámm liðnum. Fram- kvæmdir við húsið sem nú var tekið í notkun hófust í fyrra- haust og er kostnaður við bygg- inguna áætlaður rúmar 99 millj- ónir króna. Morgunblaðið/Einar Falur Annar áfangi Foldaskóla í Grafarvogi var tekinn í notkun í síðustu viku. Húsið er alls rúmir 1800 fermetrar. VEÐUR artavernd: VEÐURHORFUR íDAG, 10. SEPTEMBER 1988 YFIRLIT í GÆR: Um 400 km suðvestur af Reykjanesi er 997 mb lægö, sem þokast austur. Yfir norðaustur Grænlandi er 1020 mb lægð. Hiti breytist Irtiö. SPÁ: Á morgun lítur út fyrir norðaustanátt með rigningu um norðan- vert landið en vestlæga átt með skúrum sunnanlands. Hiti 8—12 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á SUNNUDAG: Norðaustanátt, súld eða rigning norðan til á landinu og hætt við síðdegisskúrum sunnanlands. HORFUR Á MÁNUDAG: Mlnnkandi norðan- og norðvestanátt, skúrir við norðausturströndina, en annars þurrt og vfða bjart veður. Hiti 6—10 stig norðanlands en 10—15 stig báða dagana syðra. TÁKN: Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað y, Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * f * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * •j o Hitastig: 10 gráður á Celsius ý Skúrir * V El = Þoka = Þokumóða ’, ’ Suld OO Mistur —{- Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hitl veóur Akureyri 8 skýjaft Reykjavfk 10 súld Bergen 14 rigning og súld Helsinki 19 hálfskýjaft Kaupmannah. 19 léttskýjað Narssarssuaq 16 skýjað Nuuk 6 þoka I grennd Osló 18 skýjaft Stokkhóimur 20 láttskýjað Þórshöfn 11súld Algarve 30 skýjað Amstordam 22 mistur Barcelona 27 mistur Chlcago 14 léttskýjaft Feneyjar 23 heiftskfrt Frankfurt 21 léttskýjsð Glasgow 14 úrkoma Hamborg 20 heiðskfrt Las Palmas vantar London 20 léttskýjað Los Angeles 19 mistur Lúxemborg 20 hólfskýjaft Madríd 33 mistur Malaga 27 skýjað Mallorca 30 hátfskýjað Montreal 15 léttskýjað New Vork 19alskýjað París 21 lóttskýjað Róm 25 léttskýjað San Diego 19 alskýjað Wlnnipeg 10 léttskýjað Tíu ára rannsókna- verkefni á orsökum kransæðasjúksdóma RANNSÓKN Hjartaverndar á orsökum kransæðasj úkdóma á íslandi hefst í haust og verða 3.000 manns beðnir að taka þátt. Samskonar rannsókn fer fram í 27 Iöndum í samvinnu við Alþjóða heilbrigðisstofnunina. Hérlendis verður úrtakið einnig notað til að kanna tannheilsu landsmanna. Þá er meginverkefni Hjarta- verndar tvo síðustu áratugi um það bil að ijúka. Um er að ræða rannsóknir á 30 þúsund mönnum af Reykjavíkursvæðinu með það markmið að kanna útbreiðslu hjarta- og æðasjúkdóma, finna hugsanlega orsakaþætti og leiðir til að vinna gegn þessum sjúk- dómum. Nikulás Sigfússon, yfírlæknir hjá Hjartavemd, var beðinn að segja frá rannsóknunum og starfí félags- ins. „Hjartavemd var stofnuð 1964 og hefur prófessor Sigurður Samú- elsson verið formaður félagsins frá upphafí. Rannsóknarstöð Hjarta- vemdar varð tvítug síðastliðið haust og mér vitanlega reka svipuð félög í nágrannalöndum okkar ekki svona stöðvar," segir Nikulás. „Stöðin var stofnuð með ftjálsum framlögum og er reksturinn fjármagnaður með happadrætti Hjartavemdar, gjafafé og framlagi ríkisins. Tilgangur Hjartavemdar er að vinna gegn hjarta- og æðasjúk- dómum, með þrennum hætti aðal- lega; rannsóknum, fræðslustarf- semi og endurhæfíngarstarfí. Að auki er talsvert um að læknar úti í bæ vísi fólki til okkar til okkar." Þegar rannsóknarstöð Hjarta- vemdar tók til starfa var valinn 30 þúsund manna hópur af stór- Reykjavíkursvæðinu til athugunar með þann aðaltilgang að finna hvemig áhættuþáttum hjarta- og æðasjúkdóma er háttað hérlendis. Fimmta og síðasta áfanga rann- sóknarinnar er nú að ljúka. Stærstu áhættuþættimir, þau atriði sem helst auka líkur á krans- æðasjúkdómi, em sígarettureyking- ar, há blóðfíta og hár blóðþrýsting- ur. Þessi atriði em að sögn Nikulás- ar þau sömu og í flestum öðram löndum. Hins vegar er há blóðfíta algengara vandamál hérlendis en víðast hvar. Ástæðan er mikil neysla mettaðrar (harðrar) fítu. Þó hafa landsmenn dregið talsvert úr Morgunblaðið/Júllus Nikulás Sigfússon, yfirlæknir á rannsóknarstöð Hjartaverndar. neyslu slíkrar fítu og blóðfíta virð- ist hafa lækkað, sérstaklega hjá konum. Að sögn Nikulásar hafa reyking- ar karlmanna nú minnkað um þriðj- ung og aðeins dregið úr þeim með- al kvenna. Þá segir hann að blóð- þrýstingur hafi almennt lækkað nokkuð enda hafí lyfjameðferð á háþrýstingi stórbatnað og sé með því besta sem gerist í heiminum. Hann kveðst álíta að við séum á réttri leið. Hjarta- og æðasjúk- dómar myndist á mörgum ámm, jafnvel áratugum, og ekki komi strax í ljós að helstu áhættuþættir séu á undanhaldi. Bifreið stolið RAUÐRI bifreið af gerðinni BMW 316 var stolið úr stæði á horni Freyjugötu og Baldursgötu sl. miðvikudagsmorgun 7. sept- ember. Um kl. 6.45 um morguninn sá eigandi bílsins út um glugga að bifreiðinni var ekið á brott og hefur hann ekki séð hana síðan. Bifreiðin er sem fyrr segir rauð að lit, ár- gerð 1977, með hvíta plasthjól- koppa. Skráningamúmer hennar er R-24586. Þeir sem gætu gefíð upplýsingar um málið era beðnir um að láta lögregluna í Reykjavík vita.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.