Morgunblaðið - 10.09.1988, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 10.09.1988, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1988 Þegar rétt handtök geta skipt sköpum Sagt frá kennslu Reykjavíkurdeildar Rauða kross Islands í skyndihjálp Slysfarir eru að fróðra manna sögn talsvert tíðar á íslandi. Slys í heimahúsum eru hér óvenju mörg og innferðarslys algengari en í nágrannalöndum okkar. Þá verða hér oft sjóslys, eldsvoðar og ýmis önnur slys, sem skadda fólk og verða því jafnvel að fjör- tjóni. Þegar þetta er haft í huga er það fagnaðarefni að Rauði kross íslands hefur um nokkurn tíma gengist fyrir námskeiðum í skyndihjálp. Á námskeiðum þess- um er mönnum veitt tilsögn í hvemig bregðast skuli við þegar slys ber að höndum og rétt hand- tök geta skipt sköpum. Það getur hent hvem sem er að aka fram á umferðarslys. í sumar var ég eitt sinn á leið norður í land. Uppá heiði, þar sem voru krappar beygjur, kom ég þar að sem bíll hafði farið tvær veltur útaf vegin- um. í bflnum, sem var illa leikinn, sátu tvær manneskjur. Þær höfðu greinilega hlotið töluverðar ákomur við veltumar, og blæddi talsvert úr þeim. Ég stökk út með sjúkrakas- sann minn í hendinni og ætlaði að reyna að koma til aðstoðar, þó ég fyndi sannarlega til þess þá, hve þekkingu minni í þessu efni væri ábótavant. En þetta er það sem hendir marga, að verða að hjálpa þó þekkingin sé lítil og treysta verði á bijóstvitið. í ofangreindu tilviki vildi þó svo heppilega til að læknir, á leið í sumarleyfi, kom akandi í sama bili og ég gekk að bfl hinna slösuðu. Hann tók að sér stjómina og batt um ákomur særðu far- þeganna. Fleira fólk dreif að og hafði einhver farsíma í bfl sínum. Fljótlega var búið að gera það sem gera þurfti fyrir hið slasaða fólk, binda til bráðabirgða um sár þess og kalla á hjálp. Ég ók í burtu tals- vert miður mín eftir þetta atvik, en hugsaði jafnframt um hve nauð- synlegt það væri fyrir hvem og einn að kunna eitthvað fyrir sér í skyndi- hjálp. Eg átti þess kost fyrir skömmu að sitja eitt kvöld á námskeiði í skyndihjálp sem Reykjavíkurdeild Rauða krossins gekkst fyrir. Nám- skeiðið var ætlað almenningi og haldið í húsi Rauða krossins á Óldu- götu 4 í Reykjavík, en slík nám- skeið eru einnig haldin fyrir skóla, fyrirtæki og aðra sem þess óska. Þegar ég kem inn í kennsluher- bergið eru þar fyrir leiðbeinandinn, Guðlaugur Leósson, og tíu nemend- ur. Flestir sitja við stórt borð og virða fyrir sér unga stúlku sem hamast við að reyna að hnoða lífí í gúmmídúkku sem liggur á gólfinu hálfnakin að ofan. Hefði ein- hvemtíma leynst lífsneisti með þessari dúkku hefði hún vafalaust haft þama góða möguleika á að vakna til lífs að nýju, því stúlkan leggur sig greinilega alla fram. En þetta er aðeins gúmmídúkka, búin til með það fyrir augum að fólk geti æft á henni hjartahnoð og blástursaðferð og þvi kemur náttúr- lega allt erfiði stúlkunnar fyrir ekki. Eftir u.þ.b. tíu mínútna vasklega framgöngu sest stúlkan í sætið sitt, rjóð og móð, með titrandi hendur eftir áreynsluna og annar tekur við að hnoða. Ég fæ að reyna mig eft- ir nokkra stund. Guðlaugur Leósson þurrkar dúkkunni vandlega um munninn með sótthreinsandi efni og getur þess um leið að ekki sé talin hætta á eyðnismiti þó blásturs- aðferðin sé notuð. Að því búnu sýn- ir hann mér hvemig ég skuli bera mig að við að blása lofti ofan í dúkkuna. Hann sýnir mér hvemig á að leggja báðar hendur á bijóst hins hjálparþurfí, leggja vangann að munni hans og finna hvort hann andar og athuga hvort hjarta hans slái með því að taka á hálsinum þar sem slagæðamar eru undir. Ég geri þetta og sveigi síðan höfuð dúkkunnar vel aftur á bak og blæs nokkmm sinnum ofan í hana og finn hvemig bijóstkassi hennar gengur upp og niður. Þessu næst sýnir Guðlaugur mér hvemig á að stijúka eftir riíjunum upp að miðju bijóstkassans, setja þijá fingur- góma neðst á miðju bijóstbeinanna og leggja svo neðsta hlutann á upp- sveigðum lófa hinnar handarinnar þar fyrir ofan. Síðan er lausa hönd- in lögð þar ofan á og fingrunum læst saman og byijað að hnoða. Það þarf að hnoða hratt og fast fimmtán sinnum en beygja sig svo snöggt yfir uppsveigt höfuðið, taka fyrir nasaholumar og blása vel ofan í opinn munninn. Þetta tvennt skal svo endurtaka þar til líf færist í manninn eða útséð þykir að hann muni ekki verða lífgaður við. Meðan ég hamast við að hnoða og blása taka tvær konur til við að æfa lífgunaraðferðir á lítilli gúmmídúkku í bláröndóttum bleiu- buxum. Í stórum dráttum eru lífgunartilraunir sem notaðar eru á smáböm svipaðar þeim sem við- hafðar em við hina fullorðnu. Blás- ið er þó bæði í gegnum nef og munn bama og aðeins tveir fingur notaðir við hjartahnoðið í stað lóf- ans. Hnoðað er tíu sinnum og tekið mun léttar á. Við böm sem orðin em sjö til átta ára em notaðar þær lífgunaraðferðir sem beitt er við fullorðna. Var þakklát þá stundina fyrir það sem ég hafði lært Ég spyr fólkið á námskeiðinu hvort það hafi einhvem tíma lent í því að þurfa að aðstoða hættulega slasað fólk. Ein stúlkan, Dagný Bjamadóttir, sú sem hvað ákafast hafði beitt hjartahnoðinu við gúmmídúkkuna, gefur sig fram og segist hafa komið að umferðarslysi um miðja nótt úti á Kanaríeyjum fyrir tveimur ámm. Bíll með tveim- ur mönnum í ók á kyrrstæðan bíl fyrir framan hús það sem Dagný dvaldi þá í um tíma. Dagný er fé- lagi í Ungliðahreyfingu Rauða krossins og hafði nýlega sótt nám- skeið í skyndihjálp þegar þetta gerðist. Ungliðahreyfingin var stofnuð árið 1939, hún lagðist af um 1950 en hefur nú verið endur- vakin. Dagný segir í stuttu samtali að hún hafi þessa umræddu nótt heyrt mikinn hávaða fyrir utan húsið og skelfingaröskur. „Ég þaut út og varð fyrst á slysstað og varð að gera eitthvað mönnunum til að- stoðar," segir hún. „Þetta var tals- vert alvarlegt slys því annar maður- inn sem í bflnum var hafði skorist illa og blæddi úr slagæð á annarri hönd hans. Hann fékk einnig lost og það var um tíma mjög tvísýnt um líf hans. Ég lokaði fyrir slagæð- ina með fingmnum og hélt þétt fyrir þannig að blæðingin stöðvað- ist. Ég var svo sannarlega þakklát þá stundina fyrir það sem ég hafði Guðlaugur Leósson lært á námskeiðinu í skyndihjálp hjá Rauða krossinum. Fljótlega dreif að fjölda fólks sem reyndi að aðstoða mig. Það var erfitt að gera hvort tveggja, að halda um sárið á hendi slasaða mannsins svo ekki blæddi og snúa honum jafnframt í heppilegri stöðu og setja undir fætur hans. Það gerði málið ekki auðveldara að ég talaði ekki spænsku og varð því að segja vinkonu minni hvað gera þyrfti og hún túlkaði svo fyrir hina. Fólk vildi allt gera fyrir hinn slasaða en vissi lítið um hvað væri honum fyrir bestu. Hann bað t.d. um vatn og það komu margir með vatn til að gefa honum. Hann mátti hins vegar alls ekki fá vatn. Ég reyndi að hafa hemil á öllu slíku með aðstoð vin- konu minnar og tók að mér stjóm- ina í þessu hjálparstarfi. Læknis- hjálp barst sem betur fór fljótt. Mér vannst ekki einu sinni tími til að binda fyrir sárið en tókst að stöðva blæðinguna með því að halda fyrir æðina allan tímann þangað til hjálp- in barst. Á eftir hellti ég yfir mig spritti tii að hreinsa af mér blóðið og sótthreinsa mig. Daginn eftir kom maður frá Rauða krossinum á Kanaríeyjum og sýndi mér starf- semi hans þar. Hann sagði mér einnig þau gleðitíðindi að báðir mennimir sem slösuðust nóttina áður hefðu lifað af.“ Að lokum gat Dagný Bjarnadóttir beitir hjartahnoði við gúmmídúkkuna. X Tryggvi Ólafsson Dagný þess að hún teldi nú tíma- bært að endumýja kunnáttu sína í skyndihjálp til þess að vera viðbúin ef hún skyldi aftur þurfa að aðstoða slasað fólk. Hugsaði að nú myndi ég annaðhvort drepa mig eða bijóta í mér hvert bein Á námskeiðinu hitti ég Tryggva Ólafsson, sem varð fyrir því að slas- ast fyrripartinn í sumar er hann tók þátt í fjallgöngu. Tryggvi sagðist hafa gengið á fjöll öðru hvoru sl. fimmtán ár og aldrei orðið neitt að meini utan þetta eina sinn. „í þetta sinn var ég að ganga á Baulu og var á leiðinni niður," hefur hann frásögn sína af umræddu atviki. „Það var snjóskafl í hlíðinni og utan hans afskaplega stórgrýtt. Ég ætl- aði að sleppa við gijótið og ganga á snjónum en ég lenti á hálkubletti í skaflinum og byijaði að renna. Ég missti fótanna og rann á fieygi- ferð áleiðis að gijótinu. Ég man að þegar ég var að koma að gijótinu þá hugsaði ég að nú myndi ég ann- að hvort drepa mig eða bijóta í mér hvert einasta bein. Ég minnist þess ekki að hafa henst neitt til í gijótinu. Ég lokaði augunum þegar ég lenti, en missti ekki meðvitund. Strax og ég stansaði í gijóturðinni, eftir að hafa runnið um 70 metra, reyndi ég að standa upp, en settist síðan og fór að huga að meiðslum mínum. Ég var harla ánægður þeg- ar ég fann ekki til annars en verkj- ar í öxlinni og svo var ég blóðugur á höfðinu. Við fallið brotnaði höfuð- ið á upphandleggsbeininu og það gekk út úr liðnum og svo fékk ég töluvert djúpan skurð á höfuðið sem talsvert blæddi úr. Einnig marðist ég lítilsháttar hér og þar. Guðlaug- ur Leósson, sem leibeinir okkur hér á námskeiðinu, var þátttakandi í þessari fjallgöngu og hann kom fljótlega á vettvang ásamt farar- stjóranum Jóni Viðari Sigurðssyni, sem þá hafði nýlega verið á nám- skeiði hjá Rauða krossinum. Þeir, ásamt fleirum, veittu mér alla nauð- synlega hjálp þó aðstæður væru slæmar og lítið hægt að athafna sig. Þeir bundu um höfuðið á mér og útbjuggu fatla. Þeir biðu svo hjá Leiðbeinandi og þátttakendur í námskeiði Rauða krossins í skyndihjálp. Aftari röð f.v. Helga Óskars- dóttir, Tryggvi Ólafsson, Guðrún Þorkelsdóttir, Sigurkarl Stefánsson, Nanna Ólafsdóttir, Guðlaugur Leósson. Fremri röð f.v. Dagný Bjaraadóttir, Áslaug Kristinsdóttir, Sigrún Sigurðardóttir, Aðalheiður Arinbjörnsdóttir og Helga Guðjónsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.