Morgunblaðið - 10.09.1988, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.09.1988, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1988 Stýrði fiskibát og bæj armálablaði „S61vangur“, hús Magnúsar Jónssonar. Það stendur enn á sinum stað við Kirkjuveg. eftir Aðalstein Jóhannsson Fyrir ellefu áratugum og þremur árum betur var í heiminn borinn á Geldingaá í Leirársveit Magnús Jónsson, sem síðar átti heimili í Vestmannaeyjum um þriggja ára- tuga skeið og varð þar kunnur maður og afar vel metinn. Var hann jafnan í daglegu tali nefndur Magnús á Sólvangi, en það nafn gaf hann húsi sínu, er hann reisti árið 1920 og var hið reisulegasta eins og myndin hér með greininni sýnir. Magnús var mikill kjamamaður og einstökum hæfíleikum búinn. Verður í þessari grein leitast við að segja nokkuð frá lífí hans og starfí. Nokkrar hliðstæðar greinar hafa birst hér í blaðinu á síðustu misserum um gengna heiðursmenn frá Vestmannaeyjum. Þessum skrifum virðist hafa verið vel tek- ið, enda er vitað að lærdómsríkt er fyrir unga og aldna að minnast látinna heiðursmanna. Magnús Jónsson fæddist 1. sept- ember 1875, sonur hjóna á Geld- ingaá, Jóns Jónssonar og Kristínar Jónasdóttur. Ekki var hann settur til mennta, þótt bókhneigður væri, en samt sem áður aflaði hann sér nokkurrar menntunar í æsku, mest með sjálfsnámi, og þar á meðal lærði hann að spila á orgel. Þeim frama náði hann út á kunnáttu sína, að honum var falin bama- kennsla í nokkur ár, bæði suður á Vatnsleysuströnd og austur á Seyðisfírði. En sjómennska átti eftir að verða helzta ævistarf Magnúsar. Hann mun fyrst hafa ráðið sig í skiprúm 18 ára gamall og siðan stundað sjósókn um fjögurra ára- tuga skeið að mestu óslitið. Þar af var hann bátsformaður eða skip- stjóri i 33 ár og þá löngum útvegs- maður jafnframt. Það var árið 1902, sem Magnús settist að á Seyðisfírði og gerðist aflasæll formaður. Um sama leyti kvongaðist hann stúlku þaðan úr kaupstaðnum, Hildi Ólafsdóttur. Hana missti Magnús eftir 14—15 ára hjónaband frá mörgum bömum þeirra hjóna. Hún dó tveimur árum eftir að þau settust að í Vest- mannaeyjum, en þangað komu þau haustið 1915. Þá hafði Magnús reyndar verið þar nokkrar vetrar- vertíðir, fyrst sem vélstjóri hjá aflamanninum Bimi Finnbogasyni og síðan sem formaður á mb. „As- dísi“, sem var eign verzlunarinnar Edinborgar, en henni stýrði Gísli J. Johnsen í umboði Copland & Berrie. Þá kom það strax í ljós að Magnús var enginn eftirbátur ann- arra aflamanna, nema síður væri. Þá strax óx Magnús mjög i áliti meðal Vestmanneyinga, og ekki fór orðstír hans rýmandi með ár- unum. Hann var gætinn og glögg- ur sjósóknari, sem mat öryggi meira en ofurkapp, og í daglegu Iífí var hann hinn prúðasti og sótti ekki eftir vegtyllum. Eftir að þau hjónin Magnús og Hildur fluttu til Eyja með bamahóp sinn, fengu þau leigt húsnæði í svonefndu „Túnsbergi", nýlega byggðu húsi, sem seinna varð nr. 22 við Vesturveg, og þar bjó fjöl- skyldan þar til Magnús reisti Sól- vang eins og fyrr getur. Þá var reyndar húsfreyjan látin langt um aldur fram, aðeins 34 ára gömul. Þau hjónin höfðu eignazt 11 böm, en fjögur þeirra létust í bemsku. Við andlát Hildar stóð Magnús uppi með sjö bama hóp, þijá syni Aðalsteinn Jóhannsson og fjórar dætur, og voru flest þeirra eða jafnveí öll innan ferm- ingaraldurs. En Magnús kiknaði ekki undan auknum ábyrgðar- þunga. Stóð hann með ágætum að uppeldi og menntun bama sinna, enda voru þau góðum gáfum gædd. Fljótlega eftir komu sína til Eyja keypti Magnús með öðrum nýjan mótorbát, sem fékk nafnið „Gullfoss". Áður en langt um leið þótti sá bátur of litill, einkum með tilliti til netaveiða, og var þá keypt- ur annar stærri, „Pipp“ að naftii. Sagan endurtók sig og enn fékk Magnús sér stærri bát í samvinnu við nýja félaga. Sá hlaut nafnið „Heijólfur". Þeim bát stjómaði Magnús siðan um langt skeið, allt þar til hann hætti formennsku og þar með sjósókn að mestu árið 1932. Þá var hann 57 ára að aldri og hafði þá lengi staðið í fremstu röð valinkunnra skipstjómar- manna f Vestmannaeyjum. En þótt hann legði árar í bát fann hann sér starfsvettvang á öðru sviði og lét ekki deigan siga. Hann hafði tekið að sér að halda úti og rit- stýra blaði eftir fráfall Ólafs sonar síns tveimur árum fyrr, en Ólafur hafði stofnað til útgáftmnar eins og fram kemur hér á eftir. Hinn kunni athafnamaður í Eyj- um Gunnar ólafsson konsúll og alþm. um skeið ritaði minningarorð um Magnús á Sólvangi í blað hans „Víði“, og skal hér tilfærður kafli úr þeirri grein: „Magnús á Sólvangi var við- kunnanlegt kenningamafn og vel viðeigandi. Þó að Magnús yrði, eins og svo margir aðrir að kenna á skuggahliðum lifsins, þá held ég að yfírburðir hans, hin frábæra stilling hans og þrek á hveiju sem gekk, samfara miklum gáftim og óskiptu áliti samborgaranna og annarra, er honum kynntust, hafí rétt álitið sett hann sólarmegin alla ævi. Magnúsi var fleira lagið en sjó- sóknin. Manni virtist, að eiginlega léki allt í höndum honum. Hann var prýðilega hagmæltur og orti m.a. tækifæriskvæði, þegar svo bar undir. En hann fór fremur dult með þetta, lét lítið yfír sér í þessu eins og öðru og orti jafnan undir dulnefninu „Hallfreðr". - Sennilegt þykir mér, að eftir hann liggi í handritum talsvert af kvæð- um, sem enginn hefur fram að andláti hans haft aðgang að, og ætla ég að það sé þess fyllilega vert, að því sé gaumur gefínn nú, þegar hann er dáinn. Þess má enn geta, að ólafur sonur Magnúsar gekk menntaveg- inn svonefnda og varð stúdent og stundaði nám í læknisfræði við háskóla landsins í nokkur ár. En heilsan bilaði, og allt var gert til þess, sem hægt var, að rétta heils- una við á Vífílstaðahæli. En það gekk ekki eftir óskum, og Ólafur varð að leita heim aftur og biða þess, er verða vildi. En til þess þó að sitja ekki auð- um höndum í hinni þögulu baráttu við veikindin, stofnaði hann árið 1928 blaðið „Víði“, og þótti mönn- um að honum færist ritstjóm þess einkar vel úr hendi, enda ekki við öðru að búast hjá þessum gáfaða manni. — En veikindin hertu að, og Ólafur andaðist á vetrarvertí- ðinni 1930. Þá kom það fram, er mönnum hafði ekki áður til hugar komið: Magnús faðir ólafs tók merkið upp og hélt blaðinu áfram, jafnframt þvf að hann sótti sjóinn að því er mér virtist með auknu afli. Þessi vertíð, 1930, var sú allra mesta aflavertið, sem hér hefur enn þekkzt, og gæftir óveryulega góðar. En sjósóknin tafði ekki út- komu blaðsins. Ég hafði orð á því við hinn nýja ritsijóra blaðsins skömmu eftir að hann tók útgáfu þess í sínar hend- ur, hvemig hann kæmi þessu af núna á vertíðinni, þegar alltaf væri róið dag eftir dag. „Það er ekkert,“ sagði Magnús, og lét hann eiginlega þar við sitja, enda krafði ég hann ekki fleiri sagna um það. Eg vissi að hann var allflesta daga á sjónum frá óttu til sólseturs eða kannski lengur, og að hann hlaut því að vinna að blaðinu eftir að hann kom á kvöldin af sjónum. ' / „ Eitthvert sinn spurði ég Magnús að því, hvar hann hefði notið kennslu eða tilsagnar í þvi, sem hann kunni, hvort hann hefði verið í skóla og þá ef svo var, í hvaða skóla hann hefði verið. Ég fékk heldur óákveðin svör við þessu, hann eyddi umtali um það, sagði eitthvað á þá leið, að hann kynni svo lítið, það hefði verið auðlært þetta litla, sem hann kynni." Magnús Jónsson gaf sig nokkuð að stjómmálum, þótt ekki væri hann hápólitískur. — Við fyrstu bæjarstjómarkosningar í Vest- mannaeyjum voru 7 listar bomir Magnús Jónsson á Sólvangi fram. Sami maður gat verið á fleiri en einum lista, jaftivel öllum, ef svo vildi verkast. Magnús Jóns- son, þá á Túnsbergi, var á þremur listum: 5. á C-lista, þar sem Gísli J. Johnsen var í 1. sæti. Sá listi fékk 163 atkvæði og var Gísli kos- inn. Þá var Magnús 8. á E-lista, sem hlaut 114 atkvæði. í efsta sæti var Jón Hinriksson kaupfé- lagsstjóri, og var hann kjörinn bæjarfulltrúi. Enn var Magnús 7. á F-lista. Hann fékk fá atkvæði, en Jón Hinriksson var þar einnig efstur á blaði. Frambjóðanda voru þá reiknuð samanlögð atkvæði á öllum listum, þar sem nafn hans stóð. Við kosningu til bæjarstjóm- ar þeirrar, sem sat 1930—1934, var Magnús í 8. sæti á lista sjálf- stæðismanna, og sat hann 18 bæj- arstjómarfundi sem varamaður á þessu tímabili. Síðasta tölublað „Víðis“ undir stjóm Magnúsar kom út 22. júní 1945. Hann hafði þá kennt alvar- legs lasleika í hálft ár. Seldi hann þá Einari Sigurðssyni útgerðar- manni blaðið. Það lá þó niðri um hálfs árs skeið, vegna vinnustöðv- unar í prentverkinu, og kom næsta tölublað ekki út fyrr en 29. desem- ber 1945. Eftir það ritstýrði Einar „Víði“ um átta ára tímabil, síðustu þijú árin eftir að hann fluttist til Ólafur Magnússon stud.med., stofnandi og ritstjóri Víðis. Reykjavíkur. „Vfðir“ kom þvi út nokkuð samfellt um aldarfjórðungs skeið og naut vinsælda meðal Eyja- manna. Magnús á Sólvangi var afbragðs sjómaður og aflamaður i bezta lagi. Það var talið mjög til tiðinda og haft til marks um hæfni Magnúsar við stjómvölinn, að bátur hans fór eitt sinn heila veltu í stórsjó, en slíkt er fátítt mjög. Magnúsi fatað- ist þó ekki stjómiri og beindi bát sÍRum i höfn sem fyrr. Helzt munu dæmi þess að svona nokkuð hafí hent báta með svonefndu Skagen- lagi eins og bátur Magnúsar mun hafa haft. í lokin skulu tilfærð orð úr fyrr- nefndri minningargrein Gunnars Ólafssonar: „Mér hefur stundum dottið í hug í daglegri kynningu við Magnús að eitthvað svipað mætti um hann segja andaðan og Haraldur kon- ungur harðráði sagði um Halldór Snorrason goða, þá er hann var farinn frá hirðinni, „at hann hafí verit þeira manna með honum, er sízt brygði við váveifliga hluti. Hvárt er það var mannháski eða fagnaðartíðendi eða hvat sem at hendi kom í háska, þá var hann eigi glaðari ok eigi óglaðari, eigi svaf hann meira né minna eða drakk eða neytti matar en svá sem vanði hans var til“. Slíkt þrek er fáum gefíð, en það er gæfa mikil þeim, er það hlotn- ast. Þeir þola betur skruggugang mannlífsins." Magnús Jónsson á Sólvangi and- aðist í Vestmannaeyjum 6. febrúar 1946, sjötugur að aldri, og var jarðsettur 15. s.m. Enn einn mæt- ur Eyjabúi var genginn á fund feðra sinna. Að endingu er hér sett lítið dæmi um kveðskap Magnúsar Jónssonar ritstjóra, sem notaði höfundamafnið Hallffeðr, þegar hann birti ljóð sín og vísur. Mannskaðinn í Vestmannaeyjum, 16/12 1924 Hljóðnar um byggð, sig hjúfrar bam að móður, helgustur uapur læðist hljótt um bæinn, þýtur í skýjum, rymur Ránar óður, rökkur (lofti, skyggir út við sæinn. Omstu harða heyja fyrir sandi hugprúðir garpar móti dauðans grandL isigur, enn gastu valdið möigum sárum harmi. Hreystin ei dugði, hvass þinn reyndist vigur, halla sér Mnir kappar þér að barmi. Ættum vér þó mót orku þinni að standa, aldrei þú framar mættir okkur granda. Þungt er að heyra, dánarklukkur kalla, kalla til grafar marga bestu vinl Sárt er að vita vaska drengi falla, válegt að missa lands vors góðu synL Hvi varstu bára bátinn litla að fylla? Bágt áttu enn þitt heljarafl að stilla. Þú sem að aldrei býður nokkrum bætur, brímharða dröfn, þótt valdir sorg og dauða, líður þér best, ef alltaf inni grætur aflvana bam og konan hjálparsnauða? Fyndirðu það, hve mörgum sárin sviða, setdst þú við að hjúkra þeim sem líða? Alvaldi guð, sem þekkir tregatárin, trúfasti guð, sem einn oss hjálpað getur. Láknaðu þeim, sem þrútin blæða sárin, þerraðu hvaim, - gef sumar eftir vetur. FViðarins blóm í bh'ðu sólarheiði blómgist og vaxi á góðra drengja leiði. Höfundur er tæknifræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.