Morgunblaðið - 10.09.1988, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 10.09.1988, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1988 ■ (Raufarhöft .lufjörSur Hiísavfk Blðnduós 'Vannahllð Búðardaii •Egilstaðji^ R«y«^SöSi^5cskaupsuS^ R-ískniOsfjörður Sjónvarpað frá Heims- hlaupinu um allan heim Rauði krossinn safnar fé til styrktar bágstöddum börnum HEIMSHLAUPIÐ '88 fer fram á morgun, sunnudaginn 11. sept- ember. Hér á landi fer hlaupið fram á 34 stöðum, en sjónvarpað verður frá Reykjavík um allan heim. Hlaupið hefst klukkan 15. í Heiðmörk er að auki efnt til sérstakrar göngu fyrir hunda, og eigendur þeirra. Heimshlaupið er söfnun á veg- um Rauða krossins. í fréttatil- kynningu frá samtökunum kem- ur fram, að hlaupið er til styrkt- ar bágstöddum bömum víða um heim. Tekjum af sölu þátttöku- númera verður varið til að bólu- setja böm f þróunarlöndum og beijast gegn niðurgangi, sem veldur dauða flölda bama. Hvert númer kostar 200 krónur. Sölustaðir þátttökunúmera á Reykjavíkursvæðinu eru þessin Allar bensínstöðvar ESSO, hljómplötuverslanir Skífunnar, sölubúðir Kvennadeildar Rauða krossins á sjúkrahúsunum, söl- uljöld á Lækjartorgi og f Kringi- unni, Hólagarður í Breiðholti, Kjötmiðstöðin í Garðabæ, Bóka- búð Braga, Laugavegi, verslanir Hans Petersen og skrifetofú Rauða Kross íslands að Rauðar- árstfg 18. Sölustaðir annars stað- ar á landinu em auglýstir á hveij- um stað fyrir sig. Ekki þarf að skrá sig til þátt- töku í hlaupinu og hér er ekki um keppni að ræða. Þátttakend- um er í sjálfevald sett, hvort þeir vilja hlaupa, skokka eða ganga. í Reykjavík hefet hlaupið á Lækj- artorgi og verður farin leiðin Lækjargata — Skothúsvegur — Hringbraut — Ánanaust — Lækj- argata. Skemmtidagskrá hefet á Lækjartorgi klukkan 13.45. Meðal þeirra staða sem Heims- hlaupið fer fram á er Heiðmörk. Þar stendur Rauðakrossdeild Garðabæjar og Bessastaða- hrepps fyrir göngu fyrir hunda, og eigendur þeirra. Því er beint til hundaeigendanna, að þeir hafí hunda sfna f hálsbandi og ól. Gangan hefet á tveimur stöð- um í Heiðmörk kl. 15. Annað rásmarkið verður við innganginn í Heiðmörk, Garðabæjarmegin á Hlíðarvegi, en hitt innar á Hlíðar- vegi. Munu göngumar sfðan mætast á miðri leið. Hægt verður að kaupa þátttökunúmer á staðn- um. Hundarnir á æfingu fyrir Heimshlaupið. Hlaupið fer fram á 34 stöðum á landinu og sjást þeir hér á kortinu. Jónas Ingimundarson hefur tekið saman og gefið út hefti með smá- lögum fyrir pfanó. „Með léttum leik“ Sauðárkrókur: Fjölbrautaskóliim tekur nýja heimavist í Sauðárkróld. Fjölbrautaskolinn á Sauðárkróki var settur mánudaginn 5. septem- ber sfðastliðinn, kl. 10 árdegis. í skólanum, sem er fullsetinn, eru nú 264 nemendur f fullu námi, en þess utan eru allmargir sem stunda nám f einstökum áföngum. Auk þessa má svo gera ráð fyrir, ef að vanda lætur, 60—80 nemendum sem stunda nám við kvöldskólann, en í honum gefst tækifæri til náms f flestum þeim fögum sem kennd eru f dagskóla, auk nokkurra verklegra greina sem ekki eru kenndar ÚT ER komin bókin „Með léttum leik“. Um er að ræða safn smá- laga, flest þjóðlög, sem gera má ráð fyrir að landsins börn kunni eða a.m.k. kannist við. Jónas Ingi- mundarson píanóleikari tók sam- an efnið, sá um uppsetningu þess og gerði allar útsetningar. Bók með þessu heiti kom út fyrir allmörgum árum hjá Tónverkamið- stöðinni en er fyrir löngu ófáanleg. Nú er bókin nýuppsett með nótna- mynd og rfkulega myndskreytt auk þess sem textamir fylgja með hveiju lagi. Nótnasetningu önnuðust þeir fegðar Sveinn Eyþórsson og Eyþór Þorláksson. Mjmdskreyting er eftir VERÐLAGSSTOFNUN hefur gert athugasemd við 5-6% hækkun á sérfargjaldi Flugfeiða tíl Glas- gow og sættir sig ekki við þá skýr- ingu sem félagið gefur á hækkun- inni, að sögn Guðmundar Sigurðs- sonar þjá Verðlagsstofnun. Bjóst hann við að niðurstaða kæmi f þessu máli eftir helgina. Guðmundur sagði að Flugleiðir ólaf Th. ólafsson myndlistarmann á Selfossi en kápumynd er gerð af Þorvaldi Jónassyni. Með léttum leik er ekki pfanóskóli heldur safn þekktra laga f einföldum búningi og til þess ætluð að auðvelda nemendum f pfanóleik fyrstu sporin í fang tónlistargyðjunnar. Bókin, sem nú lítur dagsins ljós, er fyrsta heftið af þremur sem fyrir- hugað er að komi út f náinni framtfð. Þessu fyrsta hefti lýkur með nokkr- um jólalögum. Bókin er til sölu í ístóni, Hljóð- færahúsinu og hjá Emi og Örlygi. Útgefandi er Jónas Ingimundarson. (Fréttatilkynning) gæfu þá skýringu á hækkuninni að skilyrðum sérfargjaldsins hefðu verið breytt. Lágmarksdvöl hefði verið stytt úr sjö dögum lágmark f það að vera aðfaramótt sunnudags og hámarksdvöl lengd úr 21 degi í 30 daga. Verðlagsstofnun sætti sig ekki við að þessi breyting heimilaði hækk- un, t.a.m. fyrir þá sem hefðu pantað far samkvæmt fyrri skilmálunum. annars. í viðtali við Jón Fr. Hjartarson skólameistara kom fram að nú f haust er tekin í notkun ný hæð í heimavistarhúsnæði skólans, 14 herbergi, fyrir 27 nemendur, en þar af er eitt herbergið sérlega útbúið fyrir fatlaða. Er hæðin öll hin glæsi- legasta, herbergin björt og rúmgóð, búin góðum húsgögnum, snyrting- um og baði. Sagði skólameistari að hér væri um áfanga að ræða sem ir\jög brýnt hefði verið að fá í notk- un, því að aðsókn í skólann væri mjög mikil og rúmlega 60% nem- enda væru aðkomufólk, sem kæmu úr öllum landsfjórðungum, þó mest bæri á nemum úr kjördæminu, þá væru alltaf margir sem kæmu til Vetrarstarf t*jóð- dansafélagsins UM þessar mundir er vetrarstarf Þjóðdansafélags Reykjavíkur að hefjast. í byijun október hefjast námskeið f bamadönsum og gömlu dönsunum. í fréttatilkynningu frá Þjóðdansa- félagi Reykjavíkur segir að einnig verði boðið upp á námskeið f þjóð- lagaleik jafnt fyrir byijendur sem aðra. Aðaláhersla verður lögð á kennslu f fíðluleik en þeir sem hafa áhuga á að spila þjóðlagatónlist, fslenska og erlenda, eru velkomnir. Á liðnu sumri fór hópur frá félag- inu á Norðurlandamót þjóðdansafé- laga í Bergen í Noregi. Næsta sumar mun Þjóðdansafélagið sjá um Norð- urlandamót hér á landi og er búist við um 400 þátttakendum frá öllum Norðurlöndunum. dæmis frá Vestfjörðum og Austur- landi. Húsnæðisskortur háir skólastarfi Skólameistari sagði einnig að ráðamenn Fjölbrautaskólans væru mjög uggandi um framtíð skólans ef ekki fengjust verulegar Qárveit- ingar, þegar á næsta ári til áfram- haldandi framkvæmda við þau mannvirki sem skólanum tengdust. I því tilviki benti hann á að mikill vandi blasti við, ef ekki tækist að halda áfram með hús heimavistar- innar, þar sem nýliðun yrði óhjá- kvæmilega mun minni en eðlilegt er, þar sem miklu færri brautskrást heldur en sælga um skólavist. Einn- ig benti hann á að nú eru 14 ár liðin síðan hafíst var handa við byggingu heimavistarinnar, og 6 ár frá því að tekið var til við bygg- ingu þeirrar álmu, þar sem nú er verið að taka fyrstu herbergin f not. Þá mætti einnig geta þess að árið 1982 hefði lokið samkeppni um hönnun bóknámshúss Fjölbrauta- skólans, en síðan hefði ekkert í því máli gerst varðandi byggingu þess húss, enda byggi ekkert kjördæmi á landinu við jafti nauma flárveit- ingu til uppbyggingar framhalds- skóla og Norðurlandskjördæmi vestra. Ný tölvudeild Við Fjölbrautaskólann verður í vetur staífrækt tölvudeild, sem búin er 10 AT-tölvum auk móðurtölvu, en þessi búnaður er meðal annars keyptur fyrir fé sem fyrirtæki á Sauðárkróki og nágrenni hafa lagt notkun fram. Með þessum búnaði er unnt að auka verulega og bæta tölvu- kennslu við skólann, en auk þess er ætlað að tölvudeildin hafí það hlutverk að annast endurmenntun kennara á þessu sviði, auk nám- skeiðahalds fyrir almenning. Fyrsti íbúi Vistarinnar kom frá ísrael Helgina fyrir skólasetningu Fjöl- brautaskólans, þegar nemendur fóru að tínast að, kom f ljós að sá fyrsti sem afhent fékk herbergi í nýjasta áfanga Vistarinnar, var lengra aðkominn en aðrir. Þessi nemandi heitir Davíð Þór Þórarins- son og kemur alla leið frá ísrael, en hann hefur dvalið á þeim slóðum undanfarin sex ár. Davfð Þór sagð- ist hafa flutt tólf ára með foreldrum sfnum fyrst til Líbanon, þar sem faðir hans starfaði á vegum Sam- einuðu þjóðanna, en fyrir rúmu ári flutti fjöískyldan til Jerúsalem. „Ég lauk námi I bandarfskum skóla, í borginni Hertzelya, sem er lítil borg nálægt Tel Aviv. Það nám er auðvitað allfrábrugðið því sem hér gerist en opnaði mér möguleik á áframhaldandi námi f Banda- ríkjunum. Hinsvegar vantaði mig undirstöðu í íslensku, og ýmsum þeim greinum, sem gerðu mér kleift að halda áfram námi hér eða á Norðurlöndunum eða annars staðar í Evrópu, og þessvegna er ég héma. Nú svo frétti ég að hér væri ágæt- ur skóli og góð heimavist, og því þá ekki að slá til og prófa eitthvað nýtt?“ Davíð Þór sagðist hlakka til vet- ursetu á Sauðárkróki, þvi að auövit- að er alltaf best „heima“ þegar allt kemur til alls, og útivistin væri nú þegar orðin nokkuð löng. Til að mynda hefði hann, fyrir sfðastliðið sumar, ekki komið heim í þijú og hálft ár, og það yrði ágætt að sjá aftur snjó eftir svona langan tfma. - BB Verðlagsstofnun: Athugasemd gerð við fargjaldahækkun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.