Morgunblaðið - 10.09.1988, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.09.1988, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1988 Samviimuhreyfingar allra landa eru á krossgötum Rætt við Erlend Einars- son fyrrverandi forstjóra Sambandsins um þing Alþjóðasamvinnusam- bandsins sem var haldið í Stokkhólmi nýverið Erlendur Ein- arsson, fyrr- verandi for- stjóri Sam- bands islenskra samvinnufé- laga. Morgunblaðið/Emilía Alþjóðasamvinnusambandið (International Co-operative All- iance — ICA) samanstendur af 175 samvinnusamtökiun frá um 80 þjóðlöndum og innan vébanda þess eru um 550 miiyónir félags- manna, þar af 132 miljjónir f Kina, 60 mjHjónir í Sovétríkjun- um og 58 miiyónir í Bandaríkjun- um. 29. þing sambandsins var haldið í Stokkhólmi i síðastliðn- um mánuði. Erlendur Einarsson, fyrrverandi forstjóri Sambands islenskra samvinnufélaga var fulltrúi á þinginu, en hann á sæti í miðstjórn Alþjóðasam- vinnusambandsins og í eftirlits- nefnd þess. Erlendur sagði að ICA væri ein stærsta og elsta alþjóðastofnun í heiminum ef frá væru taldar ríkja- og trúarlegar stofnanir. Það var stofnað í London 1895 fyrir for- göngu Breta og Frakka, en sam- vinnusambönd frá nokkrum þjóðum Vestur-Evrópu stóðu að stofnun- inni. Tilgangurinn hafi verið að skapa sameiginlegan vettvang sam- vinnumanna víðsvegar í heiminum til að móta grundvallarstefnu, sem og til að fá umræðu um starf og skipulag og finna leiðir til þess að samvinnustarf í hinum ýmsu lönd- um heims gæti orðið að sem mestu liði fyrir félagsmenn samvinnufé- laga og þjóðimar í heild. „Skipulag Alþjóðasamvinnusam- bandsins er með þeim hætti að 305 fulltrúar skipa miðstjóm tilnefndir af aðildarsamböndunum. Miðstjóm- in kýs síðan forseta sambandsins og tvo varaforseta, auk 13 fulltrúa í framkvæmdastjóm. Þá kýs mið- stjómin einnig fjóra fulltrúa í eftir- litsnefnd, sem hefiir það hlutverk að tilnefna endurskoðendur fyrir sambandið og hafa eftirlit með störfum framkvæmdastjómar, for- stjóra og aðalskrífstofu. Þá starfa fimmtán fastanefndir innan ICA að hinum ýmsu málefnum, svo sem Neytendamálanefnd, Landbúnaðar- neftid, Fiskimálanefnd, Bankamála- neftid og Trygginganefnd. Aðal- skrifstofa ICA er í Genf, en auk þess era starfræktar fjórar skrif- stofur í þróunarlöndunum, í Nýju Delhí á Indlandi, Moshi í Tanzaníu, Abidjan á Fflabeinsströndinni og San Jose á Costa Rica. Hlutverk skrifstofanna er að vinna að þróun- arverkefnum og fræðslu um sam- vinnufélög, þjálfa starfsmenn og hafa framkvæði að því að fá fólk til þess að vinna saman að úrlausn hinna gífurlegu vandamála í þriðja heiminum," sagði Eriendur. Hann sagði að þing ICA væra nú haldin ijórða hvert ár, en hefðu áður verið haldin þriðja hvert ár. Miðstjómin kæmi saman að minnsta kosti einu sinni á ári og framkvæmdastjómin oftar. Mið- stjómarfundur hafi verið haldinn í Reykjavík árið 1952 í tilefni 50 ára afmælis Sambandsins og fram- kvæmdastjómarfundur 1977 í til- efni 75 ára afmælisins. Forseti væri nú Svíinn Lars Marcus og varaforsetar væra frá Kanada og Sovétríkjunum. „Sambandið gerðist aðili að ICA árið 1928, en það var þó ekki fyrr en eftir lok seinni heim- styijaldarinnar að það fór að taka veralegan þátt í starfsemi þess. Ég mætti fyrst á þing ICA í Prag 1948, en ég var þá orðinn fulltrúi í Trygg- inganefndinni sem framkvæmda- stjóri Samvinnutrygginga. Ég hef setið öll þingin frá 1948, tók sæti í miðstjóminni 1955 og hef setið þar síðan. Ég tók sæti í fískimála- nefndinni þegar hún var sett á stofn 1975 og hef verið einn af varafor- mönnum hennar síðustu tíu árin. Starf fiskimálanefndarinnar hefur fyrst og fremst beinst að því að hjálpa samvinnufélögum fiski- manna í þriðja heiminum. Japanir hafa haft þar forastu og lagt vera- legt fjármagn til starfseminnar. Ég var kosinn í eftirlitsnefndina þegar hún var sett á fót 1984 og endur- kjörinn í hana núna á þinginu í Stokkhólmi til næstu fjögurra ára,“ sagði Erlendur. Hann segir að Sambandið hafí tvímælalaust haft gagn af því að eiga aðild að ICA og nefnir þar bæði til persónuleg kynni og við- skipti milli samvinnufélaga. Þannig hafí viðskipti Sambandsins við Sov- éska samvinnusambandið, Centro- sojus, með ullarvörar, sem hafi ver- ið mikilvæg í 27 ár, hafist vegna persónulegra kjmna, enda hafí ICA á stefnuskrá sinni að stuðla að gagnkvæmum viðskiptum milli samvinnufélaga. Þá megi nefna að Alþjóðasamvinnubankinn, sem hafí veitt Sambandinu fjármálalega fyr- irgreiðslu, sé óbeint tengdur ICA. Aðspurður um það markverðasta sem gerst hafi á þinginu í Stokk- hólmi, segir Erlendur: „Forstjóra- skipti samtakanna verða að teljast markverð, sérstaklega fyrir okkur íslendinga. Bandaríkjamaðurinn Robert Bieslay lét þá af störfum sem forstjóri ICA, en við tók Vest- ur-íslendingurinn Brace Thordar- son. Hann er 40 ára gamall Kanadamaður, fæddur og uppalinn í Saskatoon í Saskatchewan. Hann er íslendingur í föðurætt. Afí hans hét Jóhannes Jasonarson, Þórðar- sonar, fæddur 1863 að Vatnsenda í Vestur-Húnavatnssýslu, sem gift- ur var Guðrúnu Jörandsdóttur, fæddri að Búrfelli í Hálsahreppi í Borgarfirði. Þau Jóhannes og Guð- rún munu hafa búið í Mozart í Sask- atchewan. Sonur þeirra, faðir Brace, var Leo Thordarson náms- stjóri í Saskatoon, sem kvæntist skoskri konu Margréti McLeod. Brace hóf störf hjá ICA í nóvem- ber 1985 sem aðstoðarforstjóri og forstöðumaður fyrir aðstoðinni við þróunarlöndin, en áður var hann meðal annars framkvæmdastjóri hjá Samvinnusambandi Kanada. Ég hef átt þess kost að kynnast honum allvel við störf mín í eftirlitsnefnd- inni, en fundir nefndarinnar era yfírleitt haldnir í höfuðstöðvum ICA í Genf. Hann er sérlega geðugur maður og hefur áunnið sér mikið traust innan ICA, ekki síst í þriðja heiminum. Mér þótti vænt um að heyra, að hann telur sér til ágætis að eiga íslenska forfeður. í annan stað þótti mér ræða aðal- ritara Sameinuðu þjóðanna, Peres de Cuéllar, sem hann flutti á þing- inu, athyglisverð. Þar lét hann þau orð falla að Alþjóðasamvinnusam- bandið væri ein af þeim fáu stofnun- um í heiminum þar sem Norður og Suður, Austur og Vestur gætu fundið sameiginlegan vettvang til þess að fjalla um málefni sín, er snertu mjög daglegt lff fólksins í hinum ýmsu löndum, ekki síst vandamálin í þriðja heiminum. Hann lagði áherslu á það í ræðu sinni hve ICA hefði gegnt þýðingar- miklu hlutverki í þróunarlöndunum með þróunaraðstoð og með því að kenna íbúum þessara landa að hjálpa sér sjálfir með samstarfi inn- an samvinnufélaga. Þá minntist hann á nokkur svið samvinnustarfs, þar sem hann sá fyrir sér samstarf milli Sameinuðu þjóðanna og ICA og sagði að Sameinuðu þjóðimar væra skuldbundnar til þess að hvetja til samvinnustarfs á „gras- rótarstigi". Aðildarlönd samtak- anna gætu veitt þessum málum stuðning með jákvæðri afstöðu til samvinnufélaga heima fyrir, án þess að blanda sér í lýðræðislega starfshætti félaganna. Aðildarþjóð- imar gætu einnig stuðlað að vexti landbúnaðarsamvinnufélaga, sam- vinnusparifjárstofnana og fram- leiðslusamvinnufélaga. Aukinn stuðningur við alla þætti matvæla- dreifingarinnar væri mikilsvirði. Að lokum sagði aðalritarinn að það ætti að hafa forgang að hvetja kon- Vestur-Islendingurinn Bruce Thordarson, sem nýlega hefur tekið við forstjórastarfi Al-þjóð- asamvinnusambandsins. ur til aukinnar þátttöku í samvinnu- starfi. í tilefni af 100 ára afmæli ICA 1995 var á þinginu samþykkt til- laga þar sem hvatt er til þess að Sameinuðu þjóðimar samþykki að árið verði alþjóðlegt ár samvinnufé- laga. Aðalritarinn hafði þessa til- lögu með sér til New York, en hafði í viðtali við forseta ICA, Lars Marc- us, staðfest að hann myndi persónu- lega beita sér fyrir að þessi tillaga yrði samþykkt af Sameinuðu þjóð- unum, en ICA á sérstakan fulltrúa þar. Eitt aðalmál þingsins bar yfír- skriftina Samvinnufélög og grund- vallarverðmæti og flutti ég meðal annars ræðu undir þeim dagskrár- lið. Fyrir þinginu lá greinargerð frá forsetanum Lars Markus um þetta efni. Menn hafa haft af því vaxandi áhyggjur að vegna hinna miklu breytinga sem orðið hafa í iðn- væddu löndunum, hafi ýmis mann- leg grandvallarverðmæti farið for- görðum. Hugsjónir eins og sam- hjálp, heiðarleiki, virk þátttaka og jákvætt viðhorf til náungans hafa orðið að víkja fyrir nýjum hugsjón- um sem snúast um fjáröflun. Snú- ast um það að græða sem mesta peninga til þess að geta neytt í sem ríkustum mæli hins mikla framboðs af vöram og þjónustu. í stað sam- hjálpar komi einstaklingshyggjan. Menn keppast um það á markaðs- torgum þjóðfélaganna að drekka stærri og stærri neyslubikar í botn og svífast einskis til þess að ná þeim markmiðum. Lars Markus skilgreinir nokkur þessara gömlu mannlegu grandvall- arverðmæta og kemst að þeirri nið- urstöðu að samvinnuhreyfíngin verði að finna leiðir til þess að efla meðvitund félagsmanna um gildi þessara verðmæta fyrir líf þeirra og starf. Félagamir verði að vera hinn mikli styrkur samvinnustarfs- ins. Það sé hins vegar augljóst að Gatnagerð á Tálknafirði TálknafirðL ÞESSA dagana er verið að Ijúka við lagningu á gangstéttum meðfram 2,7 km gatnakerfi staðarins. í raun hófust þessar framkvæmdir sl. haust þegar lagt var slitlag á tæpa 2 km gatna, en áður hafði verið lokið við aðalgötuna, sem er um 900 metrar. Búið er að steypa 2.800 fm af gangstéttum og var verkið unnið samkvæmt útboði og var ánægjulegt að geta tekið tilboði frá lægsta bjóð- anda, sem er fyrirtæki á Tálkna- firði, Trésmiðjan Eik hf. Hefur verk- takinn staðið við öll skilyrði tilboðs- ins og skilað verkinu með sóma. Einnig var lagður 2.000 fermetra graskantur meðfram öllum götum og voru einnig tálknfirskir verktakar þar að. Að því er varðar gangstéttar- kanta þá var tekið tilboði frá Vél- tækni hf. í Reykjavík og vannst verk- ið fljótt og vel. Það er samdóma álit íbúa að gat- nagerðarframkvæmdimar gjörbreyti ásýnd staðarins til hins betra og einn- ig hvetur þetta húseigendur til fegr- unar húsa og lóða. Eftir því sem fréttaritari kemst næst munu allar þessar framkvæmd- ir kosta, með gatnagerð sl. árs, þeg- ar slitlag var lagt á allar götur, um 14,6 milljónir króna og segir það sig sjálft að það kemur við pyngjuna hjá húseigendum. íbúar hér eru um 400. - JOÐBÉ Morgunblaðið/Jón Bjamason Kantsteinar steyptir á Tálknafirði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.