Morgunblaðið - 13.09.1988, Side 57

Morgunblaðið - 13.09.1988, Side 57
MORGtJNBIAÐIÐ, ÞRIÐJUÐAGUR 13. SEPTEMBER W88---- ----------------------------- 57 Viltu verða hótelstjóri einahelgi? .. .............. i-irriiiiMirrHiinarr-mMMMMMMMMtMMMMMMMMMMWHtMiiii «'“iinnT .n mi"in fr i .i-|-iimnrr I Þú getur orðið hótelstjóri eina lielgi a hinu glæsilega l iótel ’ Stykkishólmi! Fyrir því eru aðeins tvö skilyrði: 1) Að þú sért ekki atvinnumaður í faginu. 2) Að þú útvegir 20 manna hóp, sem þú skipuleggur og stjórnar eina helgi. Laun: Ómælt erfiði — Hugguieg helgi með elskunni — Krydd í tilveruna. Aðeins (alvöru)hótelstjórinn gefur upplýsingar. Hótel Stykkishólmur Sími 93-81330 Telex2l92 Vistlegt hótel í fögru umhverfi. Morgunblaðið/Ámi Helgason Menntamálaráðherra skoðaði m.a. nýbyg-gingn íþróttahússins í Stykkishólmi. Frá vinstri eru Signrður Kristjánsson yfirsmiður, EIl- ert Kristinsson forseti bæjarstjórnar, Friðjón Þórðarson alþingismað- ur, Bjarni Lárentsínusson byggingameistari og Birgir ísleifur Gunn- arsson menntamálaráðherra. Menntamálaráðherra í Vesturlandskjördæmi Stykkishólmi Menntamálaráðherra hefir undanfarið verið á ferð um Vest- urlandskjördæmi. í fylgd með honum hafa verið þeir Friðjón Þórðarson alþingismaður og Sig- urbjörn Magnússon. Þeir hafa haft tal af ráðamönnum i hérað- inu og Birgir ísleifur Gunnars- son menntamálaráðherra i leið- inni komið við í skólum byggðar- laganna, rætt við skólastjóra og kennaralið um þróun skólamála og framtiðarhorfur og verkefni. Birgir var hér í Stykkishólmi 29. og 30. ágúst sl. og auk þess að ræða við ýmsa hér kom hann við í grunnskólanum nýja og skoðaði hann og kynnti sér vinnuaðstöðu og námstilhögun. Lúðvíg Halldórs- son skólastjóri, Gunnar Svanlaugs- son yfirkennari og Ríkarð Hrafn- kelsson formaður skólanefndar fylgdu honum um skólann, ásamt nokkrum kennurum og bæjarstjóm- armönnum. Sýndu honum bókasafn skólans, kennsluáhöld o.fl. Að lokinni skoðun skólans var farið í hina nýju byggingu íþrótta- miðstöðvar sem hér er nú að rísa í nágrenni skólans. Það er brýn nauðsyn á að koma þessari bygg- ingu undir þak nú í haust. Og auð- vitað verður að klára bygginguna sem fyrst, úr því hún er komin af stað til þess að hún geti nýst bæj- arbúum en þetta átak er þáttur í því að halda æskulýðnum heima í héraði. Menntamálaráðherra, svo og Friðjón og Sigurbjöm, skoðuðu hús- ið og áttu um leið tal við byggingar- meistarann, Bjama Lárentsínusson, sem sér um framkvæmdir, og yfir- smiðinn, Sigurð Kristjánsson. Verk- ið hefír sóst vel og lét ráðherra í ljós áhuga á að því gæti lokið eins og hugmyndin er að verði. Var hann ánægður yfir þeirri byggða- þróun sem hér hefir átt sér stað undanfarin ár. - Arni PHILIPS VR-6448 MYNDBANDSTÆKIÐ - ÓLYMPÍUMEISTARINN IÁR Viö vorum aö fá til landsins stóra sendingu af hágæöamyndbandstækjum frá Philips árgerö 1989 og getum því boöið þessi frábæru tæki á einstaklega lágu veröi vegna hagstæöra samninga. Philipstæki voru valin á Ólympíuleikana í Seoul HQ kerfi tryggir fullkomin myndgæði • Hljóðlaus kyrrmynd • Hægurhraði • Leitarhnappur • Fullkomin sjálfvirkni í gangsetningu, endurspólun og útkasti snældu • Sjálfvirk endurstilling á teljara • Fjarstýring á upptökuminni • 365 daga upptökuminni • Upptökuskráning í minni samtímis fyrir 8 dagskrárliði • Sextán stöðva geymslurými • 20mínútnaöryggisminni • Ótal fleiri möguleikar sem aðeins Philips kann tökin á • Verðið kemur þér á óvart. Láttu Philips myndbandstækið sjá um Ólympíuleikana meðan þú sefur — þú horfir svo þegar þér hentar. Heimilistæki hf Sætúni 8 • Hafnarstræti 3 • Kringlunni SlMt: 691515 SÍMI:E9152S SÍMI:691520 l/td eAutttSveájyh/téeýA C samuft^uHo

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.