Morgunblaðið - 29.09.1988, Síða 16

Morgunblaðið - 29.09.1988, Síða 16
AUK hf. 10.55 16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1988 Trésmíðaverkstæði geta nú sparað tíma og fyrirhöfn við pantanir erlendis frá. Við eigum nægar birgðir af ofnþurrkuð- um viði, - á mjög hagstæðu verði! Furu, eik, beyki, oregon pine, ask, meranti, ramin, mahogny, tekk, poplar, iroko, pitch pine, og m.fl. Þarsemfagmennirnir versla byko erþéróhætt SKEMMUVEGI2 Kópavogi, timbur - stál-og plötuafgreiðsla, simar 41000,43040 og 41849 Framhaldsskólar: Verðlaun í ljóða-og sögukeppni ÚTGÁFUFÉLAG Framhalds- skólanna og Ríkisútvarpið stóðu fyrir ljóða- og smásögusam- keppni í öllum framhaldsskólum á Islandi í vor sem leið. Þátttaka var góð. Veitt voru þrenn verðlaun i hvorum flokki í beinni útsend- ingu á rás tvö að heildarupphæð 75 þúsund krónur. Verðlaunasætin skipuðu: Ljóð: 1. v. titillaust, eftir Úlfhildi Dags- dóttur, Menntaskólanum við Sund. 2. og 3. v. Sjálfsalar og Til baka, eftir Baldur A. Kristinsson, Menntaskólanum í Reykjavík. Smásögur: 1. v. Ólga í sjampan- um, eftir Sigurgeir Orra Sigurgeirs- son, Fjölbrautaskólanum Breiðholti. 2. v. Kattardansinn, eftir Sindra Freysson, Menntaskólanum í Reykjavík. 3. v. féllu í hlut tveggja: Á elleftu stundu, eftir Sigurð H. Pálsson, Menntaskólanum Hamrahlíð og Uppgjör ljóss og myrkurs, eftir Guðmund Frey Úl- farsson, Verslunarskóla íslands. Auk vinningsverka valdi dóm- nefndin sex smásögur og ellefu ljóð til birtingar í næstu bók Úff: Ljóð: Að fjarlægjast vin, eftir Þorkel Ágúst Óttarsson, Framhaldsskólan- um Vestmannaeyjum. Ekki er allt sem sýnist, eftir Eirík H. Thorstens- en, Menntaskólanum í Reykjavík. He-man, eftir Þorstein S. Guðjóns- son, Fjölbrautaskólanum í Breið- holti. Hljóður viður í gömlu húsi, eftir Melkorku Theklu Olafsdóttur, Menntaskólanum í Reykjavík. Myrkur, eftir Gunnar B. Melsteð, Verslunarskóla íslands. Sambýli, eftir Ásgeir Eyþórsson, Mennta- skólanum Akranesi. Versnandi fer, eftir fyrmefndan Baldur A. Krist- insson. Titillaust, eftir Úlfhildi Dagsdóttur áðumefnda. Vetrar- kvöld, eftir Skúla B. Gunnarsson, Alþýðuskólanum Eiðum. Þú, eftir Njörð Snæhólm, Menntaskólanum í Kópavogi. Ævintýri handa Daniil Kharms, eftir Jón Gnarr, Fjöl- brautaskólanum í Breiðholti. Smásögur: Forboðnir ávextir bragðast best, eftir Andra Laxdal, Menntaskólanum Hamrahlíð. Fyrir- sætan, eftir ÓJaf Gunnsteinsson, Verslunarskóla íslands. Hetjan, eft- ir Aðalstein Valdimarsson, Verslun- arskóla íslands. Raunir í morguns- árið, eftir Auði Magnúsdóttur, Flensborgarskóla í Hafnarfirði. Tit- illaus, eftir títtnefnda Úlfhildi Dagsdóttur, Menntaskólanum við Sund. Við, eftir fyrmefnda Mel- korku Theklu Ólafsdóttur, Mennta- skólanum í Reykjavík. í dómnefnd sátu Einar Kárason, Sjón og Hildur Biamadóttir. (Úr fréttntilkynniniru) NVRBfLLÁ Viö rýmum til fyrir '89 árgeröinni og seljum sem til er af Skoda 105 L og 120 L '88 á sérstöku útsöluverði. Cóö greiöslukjör: 25% útborgun og afgangurinn á 12 mánuöum. JÖFUR -ÞECAR ÞÚ KAUPIR BÍL

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.