Morgunblaðið - 18.10.1988, Page 23

Morgunblaðið - 18.10.1988, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 1988 23 „ Astæða þessa er að hluta til sú að eigin vinna við húsbyggingar er enn skattfrjáls en að auki ræður byggjand- inn fólk til sín í vinnu, og geti nú hver og einn fyrir sig, hve stór hluti þeirrar vinnu skilar sér í nýja fína staðgreiðslu- kerfínu okkar. Sá er þessar línur ritar er að minnsta kosti þeirrar skoðunar, að þar sem ekkert eftirlit er og sjálfsagt varla hægt að koma því við, væri óeðlilegt ef byggjand- inn þægi ekki að halda útgjöldunum niðri í stað þess aðgreiða hluta vinnulauna til ríkisins.“ þig við að búa þröngt nægir þessi fjármögnun fyrir allt að helmingi fullbúinnar íbúðar, en ef aðstæður þínar eru t.d. þær að fjölskyldan er stór en launin ekki mjög lág ertu verr settur. Mismuninn verður síðan að brúa eins og hver best getur og vegna skorts á öðrum raunhæfum möguleikum verður „byggingar- skyldan" þrautalendingin. 2. Lánakjör félags- lega kerfisins Verkamannabústaðir auk bygg- ingasamvinnufélagsins Búseta og e.t.v. einhveijir fleiri fá fram- kvæmdalán, sem nægja fyrir allri fjármögnun byggingarfram- kvæmda jafnóðum og þær falla til. Framkvæmdalájp „sérhópa“ al- menna kerfisins eins og t.d. aldr- aðra, ef veitt eru, nægja fyrir u.þ.b. einum þriðja framkvæmdakostnað- ar. Kjörin á lánum „félagslega" kerfisins — hver skyldu þau vera? Jú, þau eru vaxtalaus með öllu, þ.e. vextir eru 0%. Hér er semsagt um að ræða hreina niðurgreiðslu á þessum íbúðum, sem varlega áætl- að nemur 10% á byggingartíma og er þá ekki verið að tala um hin afar hagstæðu kjör á langtíma- lánum, þ.e. lán til 40 ára með 2% vöxtum, sem veldur í raun hærri vöxtum í almenna kerfinu. Nú er ekki lagður neinn dómur á það hvort þessar íbúðir eigi að njóta þessara kjara eða ekki, en það er nauðsyn- legt í umræðunni um húsnæðismál að fólk geri sér grein fyrir því að framleiðsla samkvæmt „félagslega" kerfinu er niðurgreidd stórlega á meðan aðrar íbúðabyggingar eru framleiðslulega settar á guð og gaddinn. 3. Skattamál — „Svartur byggingamarkaður" Eins og sagði í upphafi þessarar greinar er tilefni hennar m.a. það að eitt stærsta verktakafyrirtæki landsins hefur gefist upp á að byggja íbúðir og bendir þess í stað fólki á að byggja sjálft. Ástæða þessa er að hluta til sú að eigin vinna við húsbyggingar er enn skattfrjáls en að auki ræður byggj- andinn fólk til sín í vinnu, og geti nú hver og einn fyrir sig, hve stór hluti þeirrar vinnu skilar sér í nýja fína staðgreiðslukerfinu okkar. Sá er þessar línur ritar er að minnsta kosti þeirrar skoðunar, að þar sem ekkert eftirlit er og sjálfsagt varla hægt að koma því við, væri óeðli- legt ef byggjandinn þægi ekki að halda útgjöldunum niðri í stað þess að greiða hluta vinnulauna til ríkis- ins. Bæði er að samviskusemi okkar eru takmörk sett hvað varðar holl- ustu við sameiginlega sjóðinn þegar við sjáum hve „vel“ er stundum farið með fé úr honum, nú og svo er hitt að hið opinbera neyðir okkur einfaldlega til þess að greiða sem allra fæstar krónur þar sem tæki- færin til þess að afla langtímafjár- magns, nema fyrir hluta nýbygg- ingarinnar okkar, eru engin. Samtök byggingariðnaðarins gefa út fínar stefnuyfirlýsingar um það að stefnt skuli að því að bygg- ingariðnaðurinn fullklári allar íbúð- ir og að íbúðaframleiðsla sé iðn- aður. Því miður eru framangreind atriði þess valdandi að þetta stenst engan veginn og þess vegna verður áfram „byggingarskylda" einstakl- ingsins á Islandi, nema hjá þeim sem vilja og geta aðstæðna sinna vegna komist að í „félagslega" kerf- inu, nema við tökum höndum saman og lagfærum þessi mál. í undirbúningi hefur verið afar merkilegt frumvarp til laga um svo- kölluð húsbréf. Ég veit ekki hvað þeirri vinnu líður, en staðreyndin er sú að okkar nágrannaþjóðir hafa einmitt leyst fjármögnun íbúða- bygginga með svokölluðum hús- bréfum, þ.e. almennum langtíma- skuldabréfum með ríkisábyrgð. Byggingariðnaðurinn á enn þá von að hægt sé að standa þjóðhagslega vel að framleiðslu íbúðar, hvort sem er í sambýli eða sérbýli. Fólkið í landinu gæti tæplega fengið betri kjarabót en húsnæðis- kerfi, sem virkar þannig, að hægt sé að mestu að afnema „byggingar- skylduna" sem kvöð. Vonandi verða alltaf til einstaklingar sem vilja byggja sjálfir og finnst það gaman, en vestrænt þjóðfélag býður víðast hvar upp á aðra valkosti. Á það ekki að gilda fyrir ísland? Höfundur er foratjóri Ármanns- fieUshf. GULLVERNDALMENNRA NÝ OG BETRI LEIÐ TIL VERNDAR Með Gullvernd Almennra Trygginga er hleypt af stokkunum nýjung sem tekur til fleiri þátta en aðrar eldri vátryggingar. Gullverndin býður upp á meiri vernd og mjög hagstæð iðgjöld. í Gullverndinni er ný Fjölskyldutrygging, auk nýrrar Fasteignartryggingar. Með Guliverndinni býðst þér ný leið til verndar fjölskyldunni og heimilinu. Fjölskyldutryggingin byggir á gömlu Heimilistryggingunni en er mun víðtækari. Hún innihqldur nú endurbætta innbústryggingu og víðtækari ábyrgðartryggingu en við bætast m.a. eftirtaldar nýjungar: farangurstrygging, brots/hrunstrygging og greiðslukortatrygging. Nýja Fjölskyldutryggingin er byggð upp með hliðsjón af þörfum nútímafjölskyldu - hún er því vátrygging sem er sniðin fyrir þig og þitt fólk. Vertu gulltryggður með Gullvernd Almennra. AUK/SlA K104-83

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.