Morgunblaðið - 18.10.1988, Side 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 1988
Olafur Ragnar Grímsson, gármálaráðherra:
Skuldaskattur síð-
ustu ríkisstjómar
5-9 milljarðar króna
ÓLAFUR Ragnar Grímson, Qármálaráðherra, sagði á fimdi í
Garðabæ um helgina að skuldareikningur siðustu rOdsstjóraar
hljóðaði upp á 5-9 milljarða króna. Hver Qölskylda þurfi að borga
hundruðir þúsunda í skatta á næstu árum vegna vanda atvinnufyr-
irtækja og halla í ríkisQármálum sem skapast hefði undir þeirri
stjórn. Það hafi hvarflað að sér að hafa sérstakan reit á skatt-
seðli næsta árs til þess að þjóðin gæti gert sér grein fyrir upp-
hæð þessara skulda. Nú verði hins vegar snúið við af þessari
braut og tekj uafgangur verði á Qárlögum.
Ólafur Ragnar
lýsti aðgerðum
ríkisstjórnarinnar í
efnahagsmálum
og sagði meðal
annars: „Það er
misskilningur að
þetta verði gert
með því að dæla
peningum almenn-
ings inn f einhver Ólafur Ragn-
vonlaus fyrirtæki arGrimsson
til þess eingöngu að halda þeim á
floti eigendum til ánægju og jafn-
vel hagnaðar. Atvinnutryggingar-
sjóðurinn sem nú hefur tekið til til
starfa ber það glöggt með sér að
það mun ekkert fyrirtæki fá fyrir-
greiðslu úr þessum sjóði nema farið
hafí fram strangt faglegt mat á að
það hafí traustan rekstrargrundvöll
eftir að meðferðinni verður lokið.
Þau fyrirtæki sem hvort sem er eru
dauðvona verður ekki bjargað."
Stokka þyrfti upp rekstrarskipulag
þessara fyrirtælcja, jafnvel að hafa
eigendaskipti á sumum þeirra, til
að þau yrðu lánshæf.
ólafur Ragnar sagði að í kom-
andi fjárlögum værí að fínna
áherslubreytingu á sviði mennta-
mála, heilbrigðismála og umhverfís-
mála. „Aðkoma þessarar ríkis-
stjómar að fslensku þjóðarbúi og
ríkisfjármálunum f tíð ríkisstjómar
Þorsteins Pálssonar er þó þannig
að þess er ekki að vænta við þessar
aðstæður að strax í upphafí að stór-
ar upphæðir komi f þessa mála-
flokka.“ Innan tíðar myndu liggja
fyrir upplýsingar sem sýndu að
stefna síðustu ríkisstjómar hefði
ekki einungis leitt af sér hrun at-
vinnulífsins í nær öllum landshlut-
um, heldur einnig gífurleg yanda-
mál í fjármálum hins opinbera,
bæði í fjármálaráðuneytinu og f
fagráðuneytum.
ólafur Ragnar sagði að tfmamót
hefðu orðið við sljómarskiptin, sem
gætu orðið upphafíð að langvarandi
samstarfí félagshyggjuafla á ís-
landi, meðal annars vegna þess að
ný kynslóð hefði tekið við í forystu
Alþýðuflokks og Alþýðubandalags,
sem hefði ekki með í farangrinum
þá sögulegu erfíðleika sem staðið
hefðu samstarfí þessarra flokka
fyrir þrifum.
ísaflörður:
Fannst látinn
GÍSLI Jósepsson, ísfirðingurinn
sem saknað hafði verið frá þvi á
miðvikudagskvöld, fannst iátinn
síðdegis á sunnudag.
Kafarar úr hjálparsveitunum á
ísafírði og Hnífsdal fundu Gísla í
ísaflarðarhöfn. Talið er að hann
hafí fallið milli skips og bryggju er
hann fór frá borði togarans Páls
Pálssonar á miðvikudagskvöld.
Gísli Jósepsson var 46 ára gam-
all, matsveinn á Vfkingi III frá
ísafirði. Hann lætur eftir sig eigin-
konu og §ögur uppkomin böm.
Ólafur Þ. Stephensen formaoui
Heimdallar.
Ljósmynd/Gunnar V. Andrésson
Frá aðalfundi Heimdallar síðastliðinn laugardag. Fundurinn var
sá næstfiölmennasti í sögu félagsins.
Olafiir Þ. Stephensen endur-
kjörinn formaður Heimdallar
Á aðalfundi Heimdaliar sem haldinn var síðastliðinn laugardag
var Ólafur Þ. Stephensen endurkjörinn formaður félagsins
með 246 atkvæðum. Gunnar Jóhann Birgisson bauð sig fram
gegn Ólafi og hlaut hann 222 atkvæði. Er þetta í fyrsta sinn
í sögu Heimdallar, sem boðið er fram gegn sitjandi formanni
félagsins. Alls greiddi 471 atkvæði I formannskjörinu, en 3
atkvæðaseðlar voru auðir. Fundurinn á laugardaginn var næst-
fjölmennasti aðalfundur sem haldinn hefur verið í sögu Heimd-
allar, en alls munu félagar i Heimdalli, sem búsettir eru í
Reykjavík, vera rúmlega 1700 talsins.
„Ég er auðvitað afar þakklátur
Heimdellingum fyrir það traust
sem þeir sýndu mér,“ sagði Ólafur
Þ. Stephensen, formaður Heimd-
allar, er hann var inntur álits á
úrslitunum. „Það sem ég legg
höfuðáherslu á nú er að þrátt
fyrir skammvinna misklíð gangi
Heimdellingar nú sameinaðir til
verks. Það er verk að vinna; nú
þurfum við að taka hressilega á
móti vinstri stjóminni og byggja
upp Sjálfstæðisflokkinn fyrir
næstu þingkosningar og borgar-
stjómarkosningar. Þar má enginn
Heimdellingur skorast undan og
ég hlakka til að vinna með fólki,
sem er tilbúið að leggja fram
hugmyndir og starfskrafta af heil-
um hug.“
Gunnar Jóhann Birgisson sagði
að f hans huga skildi fundurínn
fyrst og fremst tvennt eftir. „í
fyrsta lagi tel ég að sú gagnrýni
sem fram kom á stjómina hafí
verið réttmæt, en mitt framboð
átti rætur að rekja í gagmýni á
vinnubrögð síðustu stjómar. Þó
svo að sigur hafí ekki unnist þá
vona ég að þetta verði til að veita
ákveðið aðhald. í öðm lagi tel ég
að miðað við hvemig að þessum
fundi var staðið þá verði menn
að setjast niður og gera sér betur
grein fyrir leikreglunum. Ég von-
ast til að þetta framboð mitt verði
til að auka kraftinn í félaginu og
kalli á breytt vinnubrögð og menn
fari að átta sig á því að það þarf
að hafa fyrir hlutunum. Eg vil að
lokum taka það fram að ég stend
ekki f neinum persónulegum ill-
deilum við Ólaf Þ. Stephensen og
óska ég honum velfamaðar í
starfí," sagði Gunnar Jóhann
Birgisson.
Samningsrétturinn
er stærsti áfanginn
- segir Kristján Thorlacius, sem nú lætur afformennsku 1BSRB eftir 28 ár
„ÉG FER heim á fostudag, ég
hef ekki ákveðið annað,“ sagði
Kristján Thorlacius og hló við,
þegar hann var spurður hvað
tæki nú við, þegar hann lætur
af formennsku BSRB. Hann
kvaðst engar áætlanir hafa gert
og þegar hann var spurður
hvort hann ætlaði að skrifa
ævisöguna, neitaði hann því
ákveðið: „Nei, ég kem aldrei til
með að skrifa bók.“ Kristján
varð formaður BSRB árið 1960
og hefiir þvi gegnt þvi starfi í
28 ár, þegar hann hættir nú á
35. þingi sambandsins. Morgun-
blaðið ræddi við Kristján i til-
efni þessara tímamóta og bað
35. þing BSRB:
Krislján Thorlacius hættir
„ÉG SKAL hefia mál mitt á þvi að tilkynna ykkur að ég gef ekki kost
á mér í kosningu til formanns BSRB,“ sagði Kristján Thorlacius
formaður samtakanna þegar hann setti 35. þing BSRB í gær. Þing-
ið er haldið I ráðstefnusal ríkisins að Borgartúni 6 í Reylq’avik og
sækja það rúmlega 200 fulltrúar aðildarfélaga. 49 félög eiga aðild
að BSRB og telja þau á sautjánda þúsund félagsmanna. í setningar-
ræðu sinni lagði Kristján sérstaka áherslu á að þakka Guðrúnu
Ámadóttur framkvæmdastjóra BSRB mikilsverð störf hennar, eink-
um að jafiiréttismálum. Guðrún hefur gefið kost á sér til for-
mennsku í samtökunum, en kosið verður um formann á siðasta degi
þingsins, næstkomandi föstudag.
Kristján Thorlacius setti þingið
og bauð sérstaklega velkomna inn-
lenda og erlenda gesti frá launþega-
samtökum. Sfðan tilkynnti hann að
hann gæfi ekki kost á sér í form-
annskjöri. Kristján hefur gegnt for-
mennsku í samtökunum allt frá
árinu 1960, eða í 28 ár. í ávarpi
sínu við þingsetninguna sagði
Kristján meðal annars: „Fyreta
stórmálið sem hlýtur að liggja fyrir
okkur, og liggja okkur öllum á
hjarta, er afriám samningsréttar
sem fyrrverandi og núverandi ríkis-
stjóm hafa framkvæmt og sú lqara-
skerðing sem fylgt hefur í kjölfarið
og mun halda áfram á næstunni.
Þessar aðfarir ríkisstjómarinnar
hljóta að sýna mönnum fram á
hvílik nauðsyn það er að móta heild-
aretefnu í Iq'aramálum og standa
fast saman um hana.“
Kristján nefndi sfðan nokkur
helstu mál, sem koma munu til
kasta þingsins. Þar á meðal að taka
afstöðu til málefna lífeyrissjóða
opinberra starfsmanna, jafnréttis-
mál og lagabreytingar. Fyrir þing-
inu liggur tillaga frá fulltrúum
Starfsmannafélags Selfosskaup-
staðar um að kjömir fulltrúar í trún-
aðarstörfum á vegum sambandsins
silji ekki lengur en í þijú kjörtíma-
bil, það er í níu ár. Kristján gagn-
rýndi þessa tillögu og sagði meðal
annare: „Með því að samþykkja
þessa tillögu um lagabreytingu
værum við að vísa á bug hæfum
einstaklingum sem fúsir eru að
starfa fyrir samtökin af áhuga og
fómfýsi."
Kristján þakkaði í lok ræðu
sinnar stjóm og starfsfólki BSRB
ánægjulegt samstarf á liðnum ámm
og lýsti þingið sett. 35. þing BSRB
stendur til fostudags. Því lýkur með
kjöri formanns og stjómar. Þrír
hafa gefíð kost á sér til for-
mennsku, Guðrún Árnadóttir, Ög-
mundur Jónasson og Örlygur Geire-
son.
liann að riQa upp markverðustu
áfangana í starfi BSRB í hans
formennskutíð.
„Mér fínnst þetta |
langur tími sjálf-
um, en ég er sáttur
við þetta tímabil.
Ég hefði ekki verið
í þessu trúnaðar-
starfí í samtökun-
um svo lengi, ef |
ég hefði ekki haft
áhuga á þessum v . ...
málum. Ég hef átt T, .
því láni að fagna, Th°rlaC1US
að hafa getað komið mörgum af
mínum áhugamálum fram, þannig
að ég er fullkomlega sáttur við
mitt starf og mína féiaga," sagði
Kristján.
Hann var spurður, hveija hann
teldi vera mikilsverðustu áfangana
í hans formennskutíð. „Ég tel alveg
tvímælalaust að það sé samnings-
rétturinn, sem við fengum fyrst
1962, fyretu skrefíin voru stigin þá.
Við sömdum við þáverandi ijár-
málaráðherra, Gunnar Thoroddss-
en, um að bandalagið fengi tak-
markaðan samningsrétt. Síðan
gengur það mál áfram og við fáum
næsta áfanga 1973, við fáum verk-
fallsrétt 1976 og síðan enn einn
áfangann í lok áre 1986, þar sem
samningsrétturinn færist til félag-
anna. Þá er kominn svipaður samn-
ingsréttur og ASÍ félögin búa við.
Ég tel þetta nánast stærsta málið
sem við höfum flaliað um, þetta er
grundvallaratriði. Ég verð að segja,
að það er mikil ógæfa að núverandi
ríkisstjóm skuli, eins og reyndar
hefur skeð áður, ráðast að þessum
helga rétti stéttarfélaganna og af-
nema hann. En það er vonandi éi
eitt, því að ég hef þá trú, að sam-
tök Iaunafólks bijóti þessa aðför á
bak aftur, þannig að ríkisstjómir
hugsi sig um tvisvar í framtíðinni,
áður en þær afnema samningsrétt.
Það er pólsk aðferð, en á ekki heima
á íslandi.
Þú spyrð um önnur stór mál. Ég
tel að annað það stæreta sé orlofs-
heimilin. Þar höfum við gert stórá-
tak og mjög ánægjulegt. Við eigum
nú 102 hús ásamt tilheyrandi þjón-
ustuaðstöðu. Það er mjög ánægju-
iegt að hafa tekið þátt í að koma
þessu upp. Ekki síst vegna þess að
þetta er aðstaða sem er sköpuð
fyrir bamafjölskyldur sem ekki
hafa tækifæri til að fara í dýr sum-
arferðalög."
Kristján var spurður hvort hann
teldi samtökin sterk nú, þegar hann
lætur af formennsku og hvemig
honum lítist á framtíð samtakanna.
„Ég tel að ég skilji við samtökin
sterk. Framtíðin byggist auðvitað á
því hvað félögin vilja gera, hvemig
þau vilja hafa þessi samtök. Þau
hafa fullt frelsi tii þess að semja
sjálf eða hafa samflot um samn-
inga. Ég er þeirrar skoðunar að þau
eigi að hafa samflot, gera heildar-
samnnga og hafa fullt fijálsræði til
að semja um sín sérmál. Þannig er
fullur grundvöllur til að þessi sam-
tök verði í framtíðinni með fullan
styrkleika," sagði Kristján Thorlac-
ius að lokum.