Morgunblaðið - 18.10.1988, Page 36

Morgunblaðið - 18.10.1988, Page 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 1988 Fríkirkjudeilan í augum stuðnings- manna séra Gunnars Björnssonar Eigendur Öreindar sf., Baldur Þór Sveinsson og Sigurður Gunn- arsson rafeindavirkjameistarar. Nýtt raf- einda- fyrirtæki NÝTT fyrirtæki, Öreind sf., hef- ur tekið til starfa á Nýbýlavegi 12 í Kópavogi. Pyrirtækið annast almenna við- gerðarþjónustu á myndbandstækj- um, sjónvörpum, hljómtækjum o.fl, alla þjónustu við móttökubúnað gervihnatta, sölu og þjónustu á loft- netskerfum, og þjónustu við Harr- is/3M telefaxtæki. (Fréttatilkynning) eftir Matthías Kristiansen Norðmenn eiga sér málshátt sem segir eitthvað á þá leið að sumir ljúgi hraðar en þeir hugsi. Ekki veit ég hvort þetta á við það fólk, sem nú skipar það brot safnaðar- stjómar Fríkirkjunnar sem enn sit- ur, en það er ekki langt frá því. Það myndi æra óstöðugan að elta ólar við allar þær rangfærslur sem þetta fólk hefur látið frá sér fara um mál séra Gunnars Bjömssonar, svo hér mun ég aðeins leitast við að svara þeim ásökunum sem ljót- astar virðast vera. Sumar hafa komið fram í fjölmiðlum og aðrar í þeim óhróðurspésum sem stjómin kaus að kalla safnaðarblöð. Þar hefur verið klifað á því að sannleik- urinn væri sagna bestur, en eitt er að vísa veginn, annað að fara hann. 1) Þegar ný stjóm tók við í lok maí, lét hún það verða sitt fyrsta verk að reka Gunnar vegna samstarfsörðugleika. Hið rétta að þessi stjóm hafði ekkert samband haft við prest- inn þegar ákvörðunin var tekin. 2) Stjómin segir séra Gunnar hafa lýst því yfír að hann hafí gert samkomulag við stjómina vegna brottrekstrar 1985 til þess eins að halda embættinu. Hið rétta er að hann lýsti því yfír síðar að það eina sem út úr þeim samningi hafí komið, væri það að hann hélt embætt- inu. Þáverandi stjóm hafí ekk- ert gert til þess að bæta sam- komulagið. 3) Stjómin. segir séra Gunnar hafa hindrað kirkjukór Fríkirkjunnar í að syngja við jarðarfarir. Hið rétta er að kirkjukórar í Reykjavík syngja aldrei við jarðarfarir. 4) Stjómin segir að greiddir reikningar 9. júní 1987 hafí verið einkaneysla séra Gunn- ars. Hið rétta er að þar var um samningsbundna hluti að ræða, sem söfnuði bar að greiða. 5) Safnaðarstjóm segir prest hafa vasast með ávísanahefti. Hið rétta er að hann fór í banka með einstakar ávísanir undir- „Hinn fjölmenni hópur stuðning’smanna hættir ekki að berjast fyrir réttlætinu og ef stjórn- in heldur að henni sé nú óhætt að drekka sig- urskál, skjátlast henni illilega.“ ritaðar af gjaldkera til þess að greiða ýmsa reikninga fyrir söfnuðinn. 6) Safnaðarstjóm segir prest hafa hækkað laun sín í prófastslaun (um ca. 2.000 kr.) án sam- þykkis stjómar. Hið rétta er að þetta var fastmælum bundið við ráðningu en aldrei efnt. 7) Safnaðarstjóm segir að Gunn- ari hafí verið greitt fyrir aðstoð við dreifíngu safnaðarblaðs. Hið rétta ér að nokkrir ungling- ar voru fengnir til þess að sjá um þetta. 8) Safnaðarstjóm kallar 1. tbl. 7. árgangs áróðursblað séra Gunnars. Hið rétta er að það er blað með kveðju formanns, upplýsingum um gerðir stjóm- ar, minningargrein um látinn kirkjuvörð og ýmislegt úr safn- aðarstarfi. Til samanburðar má benda á tvö blöð Bertu og félaga, sem em einn samfelldur áróður og óhróður um séra Gunnar. 9) Safnaðarstjóm segir að ekki hafí fengist samþykki fyrir við- gerðum á prestsbústað. Hið rétta er að það var samþykkt á stjómarfundi. 10) Safnaðarstjóm segist hafa stutt uppsögnina gildum rök- um. Hið rétta er að hún bygg- ir að mestu leyti á óstaðfestum slúðursögum og ummælum rifnum úr samhengi. A meðan viðkomandi ekki gangast við ummælum og staðfesta þau, verður að líta á þau sem hrein- an róg. 11) Stjómin leggur á það mikla áherslu að prestur hafí ráðið einhveiju um fjármuni safnað- JÁRNAMENN! BYGGINGA- VERKTAKAR! Vorum að fá sendingu af JÁRNAKLIPPUM Höfum einnig fyrirliggjandi: Mótahreinsivélar. Rafstöðvar. Rafmagnstalíur. Flísasagir. Steypuhrærivélar. Verkstæðiskrana. Loftþjöppur. SALA-SALA-SALA-SALA LEIGA-LEIGA-LEIGA-LEIGA VÉLA- OG'PALLALEIGAN Sími687160. Fosshálsi 27, Reykjavík. arins. Hið rétta er að þau eru alfarið í höndum gjaldkera og því er verið að hengja bakara fyrir smið. 12) Safnaðarstjóm heldur því fram að prestsfrúin hafí gengið er- inda prestsins og verið að skipta sér af kómum. Hið rétta er að hún sté ekki fæti sínum á kórloftið eftir 1985 þegar hún var flæmd burt úr kómum. 13) Berta Kristinsdóttir titlar sig formann safnaðarstjórnar. Hið rétta er að formann er einung- is hægt að kjósa á safnaðar- fundi. 14) Stjómin segir allar gerðir sínar löglegar. Hið rétta er að margt er undarlegt á seyði og til dæmis mun a.m.k. einn maður vera tilbúinn að koma fram og votta að Berta hafí fengið hon- um tvo kjörseðla á aðalfundi 1988. 15) Stjómin segir að prestur hafí skemmt allt safnaðarstarf síðan hann tók við. Hið rétta er að safnaðarstarf hefur löng- um verið svo dauft að t.d. var sent út bréf 1974 með hug- mynd um að leggja niður söfn- uðinn. M.a. hefur skortur á safnaðarheimili staðið safnað- arstarfí fyrir þrifum. 16) Stjómin segir að nýir meðlimir hafí gengið í söfnuðinn til þess að styðja séra Gunnar. Hið rétta er að þeir hafa gengið í söfnuðinn vegna þess að þeir vildu heyra guðs orð af vörum prestsins og tóku því þessa ákvörðun. 17) Berta Kristinsdóttir segir að fundurinn 12. september hafi ekki verið haldinn til þess að ræða uppsögn prestsins. Hið rétta er að 70 safnaðarmeðlim- ir fóm fram á fund til þess að ræða einmitt það mál. Hér er nú búið að fara yfír bróður- partinn af þeim ásökunum sem beint er sérstaklega gegn prestin- um. Það er sláandi að þegar allt þetta er skoðað í samhengi kemur í Ijós hversu furðulegur, órökstudd- ur, fátæklegur og óþverralegur rök- stuðningur safnaðarstjómar var fyrir þessari umdeildu ákvörðun, enda er stjómin ekki lengur starf- andi nema að nafninu til. Formaður og þrír til viðbótar eru horfnir af vettvangi og hafa þvegið hendur sínar. Safnaðarstjóm hefur í öllum sínum málflutningi reynt að láta það líta svo út sem hér væri prest- ur í deilu við söfnuð sinn, þegar hið rétta er að safnaðarstjóm með fámenna klíku á bak við sig er að deila við mikinn meirihluta þeirra safnaðarmeðlima sem láta sig kirkj- una einhveiju varða. Langstærstur hluti þeirra sem styðja séra Gunnar og gera honum kleift að beijast áfram fyrir kalli sínu og starfs- heiðri eru nefnilega þeir sem mest og dyggast hafa sótt Fríkirkjuna undanfarin ár. Það er líka athyglisvert að stjórn- in auglýsti skoðanakönnun sína fyr- ir hátt í hálfa milljón króna í dag- blöðum og bauð fólki að aka því á kjörstað. Hins vegar virðist hún kæra sig kollótta um kirkjusókn, samanber fjölda kirkjugesta í tveim guðsþjónustum samtals sunnudag- inn eftir kosningar (u.þ.b. 70 manns). Þeim, sem líta þetta mál hlutlaus- um augum, fínnst ekki einleikið hversu upptekin þessi safnaðar- stjóm er af fjármálum og misferli. Það mun væntanlega koma í ljós hvemig þeim málum er farið í hlut- lausrí og nákvæmri rannsókn. Eitt er þó víst, að hinn fjölmenni hópur stuðningsmanna hættir ekki að beijast fyrir réttlætinu og ef stjóm- in heldur að henni sé nú óhætt að drekka sigurskál, skjátlast henni illilega. Höfundur er stuðningsmnður sr. Gunnars i Fríkirkjusöfnuðinum. 5.1! d,fe tiMEHrufrKWU THORPAC - POKAR og ILAT í ÖRBYLGJUOFNINN SKILA MATNUM Á DISKINN MEÐ ÖLLUM NÆRINGAREFNUM OG RÉTTU BRAGÐI. FRYSTINN THORPftC HICROWAVE Cook-in bag's 20 Boiling Bags THORPftC MiCROWAVE Cook-'mbags 10 Roasting Bags Dreifing: I. Guðmundsson og Co. hf. Sími: 24020. i

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.