Morgunblaðið - 18.10.1988, Síða 56
56
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 1988
Austur-Eyjafi 811:
Brúin á Skógá endur-
byggð í þriðja sinn
Holti.
Flugbjörgunarsveit Austur-Eyfellinga endurbyggði nú i haust i
þriðja sinn göngubrú yfir Skógá við Landnorðurtungur á gönguleið-
inni yfir Finunvörðuháls. Þetta starf flugbjörgunarsveitarinnar
hefiir frá upphafi ailt verið unnið í sjálfboðavinnu.
Eftir dauðaslys sem varð í Skógá ar. Skálinn á Fimmvörðuhálsi, sem
1982, þegar útlendingur fórst er
hann reyndi að vaða Skógá á vaði
árinnar á leiðinni yfir Fimmvörðu-
háls, réðst Flugbjörgunarsveit
Austur-Eyfellinga í að reisa göngu-
brú yfir ána, sem var vönduð tré-
brú. Brúin brotnaði undan snjó-
þunga veturinn eftir. Þá var ráðist
í að byggja brúna upp á ný með
stálbitum sem Vegagerð ríkisins
gaf. En einnig stálbitamir urðu að
láta undan snjóþunganum sl. vetur.
Nýlega lauk svo flugbjörgunar-
sveitin við göngubrúna í þriðja sinn
og voru fengnir öflugir stálbitar frá
vegagerðinni sem ætlast er til að
standist snjóþungann.
Flugbjörgunarsveit Austur-Ey-
fellinga hefur það sem sérstakt við-
fangsefni að fylgjast með leiðinni
yfir Fimmvörðuháls. Baldvin Sig-
urðsson í Eyvindarhólum, formaður
sveitarinnar, sagði að í sumar hefði
orðið að setja þrisvar upp stikur á
gönguleiðinni yfír jökulinn, því
hann hefði bráðnað miklu meira í
sumar en venja væri. Margt fólk
færi þessa leið á sumrin og í sum-
ar hefðu Fjalla-hestar farið með
fólk reglubundið um helgar ríðandi
upp með Skógá og síðan yfir jökul-
inn. Hins vegar bæri það oft við
að fólk færi þessa leið vanbúið á
haustin og jafnvel á vetuma og
væri þá sveitin kölluð út til hjálp-
sveitin byggði 1975 og sér um,
hefði oft komið fólki vel, jafnvel
svo vel að það hefði sótt lífbjörg
sína til hans. Baldvin vildi vara
fólk við að fara þessa leið að haust-
og vetrarlagi, nema vera vel búið
til ferðar og að það hefði fyrir-
hyggju um ferðatilhögun, þannig
að fólk í byggð vissi nákvæmlega
um ferðaáætlun og gæti látið vita
ef eitthvað færi úrskeiðis. Rigning
og rok í byggð gæti verið versti
kafaldsbyiur þama uppi eða slydda,
sem mörgum ferðamanninum væri
hvað verst. — Fréttaritari
Morgunblaðið/Grímur Gíslason
Guðný Guðlaugsdóttir og Jens Kristinsson veittu viðurkenningu sinni
viðtöku úr höndum Eyglóar Ingólfsdóttur formanns HUN-nefndar-
innar og Arnaldar Bjamasonar bæjarstjóra.
Vestmannaeyjar:
10% KYNNINGAR
AFSLÁTTUR
HÚSA
SMIÐJAN
SJÍÚRMDG) 16 Sfrltl 687700
Sigurgeir Siguijónsson, Fiskiðjunni, Eyjólfur Martinsson, ísfélaginu,
og Sigurður Einarsson, Hraðfrystistöðinni, veittu viðurkenningum
viðtöku fyrir hönd fyrirtækjanna.
Jónína ÍS 93, hinn nýi bátur Brimennss á Flateyri.
Nýr bátur til Flateyrar
NÝR bátur kom til Flateyrar
mánudaginn 3. október. Eigenda-
skipti urðu á Jónfnu ÍS 93 frá
Flateyri og Ver NS 400 frá Bakka-
firði og um leið urðu nafnaskipti
á bátunum. Skipstjóri á Jónínu er
Guðmundur Helgi Kristjánsson.
Báturinn er 75 tonna eikarbátur,
smíðaður I Danmörku 1960 en fyrir
fimm árum var hann að miklu leyti
endurbyggður.
Jónína ÍS 93 hefur góðan kvóta
og verður gerð út á línuveiðar. Aflinn
verður að hluta til unninn í Kambi
hf., dótturfyrirtæki Brimness hf., og
hjá Hjálmi hf. á Flateyri.
Þess má svo bæta við til gamans
að 3. október fyrir þremur árum
skrifuðu Brimnesmenn undir kaup-
samning á sínum fyrsta báti og nú
3. október sigldi í höfn annar bátur
þeirra undir sama nafni, sem er nafn
móður og tengdamóður eigendanna,
en alls hafa 4 bátar heitið hennar
nafni innan íjölskyldunnar.
- Magnea
Morgunblaðið/Magnea Guðmundsdóttir
Guðmundur Helgi Krístjánsson, skipstjóri og eigandi, Guðmundur
Njálsson, vélstjóri og eigandi, Jónína Hjartardóttir, sem báturinn
er skírður eftir, og Hinrik Kristjánsson, framkvæmdastjóri.
Viðurkenningar veitt-
ar fyrir snyrtimennsku
Vestmannaeyjum.
Heilbrigðis-, umhverfis og náttúruverndamefiid Vestmannaeyja-
bæjar veitti fyrir skömmu einstaklingum og fyrirtækjum viðurkenn-
ingar fyrir snyrtimennsku og góða umgengni í nágrenni sínu. Araald-
ur Bjaraason, bæjarstjóri, og Eygló Ingólfsdóttir, formaður HUN-
nefiidarinnar, afhentu viðurkenningarnar i kaffisamsæti sem boðið
var tíl í Hótel Þórshamri.
í ræðu sem bæjarstjóri hélt við
þetta tækifæri kom fram að til-
gangurinn með viðurkenningum
sem þessum væri að örva fólk til
bættrar umgengni og umhugsunar
um umhverfismál. Bæjarstjóri sagði
að sem betur fer hefði orðið breyt-
ing á hugsunarhætti fólks gagnvart
umhverfis og náttúruvemdarmál-
um, frá því sem áður var. Núna
skipuðu þau mál stóran sess í hug-
um fólks, en fyrir fáum árum létu
flestir þau sig litlu skipta. Sagðist
bæjarstjóri vonast til að viðurkenn-
ingar þær er afhentar yrðu mættu
verða viðtakendum frekari hvatning
til áframhalds á sömu braut.
Viðurkenningu fyrir skemmtileg-
asta heildarsvip og snyrtilegt um-
hverfi hjá einstaklingum hlutu hjón-
in Guðný Guðlaugsdóttir og Jens
Kristinsson Höfðavegi 37. Það fyr-
irtæki sem hlaut viðurkenningu fyr-
ir snyrtilegasta umhverfið og
skemmtilegasta svipinn var Kaup-
félagið við Goðahraun. Fengu báðir
þessir aðilar viðurkenningarskjöl og
blómvendi að launum.
Vallargata var valin snyrtileg-
asta gatan og skýrði bæjarstjóri frá
því að viðurkenningarskilti, með
áletruninni fegursta gatan, yrði
sett upp við báða enda götunnar,
innan tíðar. Þá voru ísfélaginu,
Hraðfrystistöðinni og Fiskiðjunni
veittar viðurkenningar fyrir al-
menna snyrtimennsku í næsta ná-
grenni fískvinnsluhúsa sinna.
- G.G.