Morgunblaðið - 10.11.1988, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1988
13
Töfrar íslenzkrar ullar
List og hönnun
Bragi Ásgeirsson
í litlu húsi að Bókhlöðustíg 6
hefur verið opnað listiðnaðai'gall-
erí, er ber nafn hússins „Stöðla-
kot“.
Þar kynnir um þessar mundir
Hulda Jósefsdóttir framleiðslu
sína og jafnframt tilraunir með
íslenzka ull. Tilraunir um úr-
vinnslu ullar, sem ekki er síður
mikilvæg en ullarræktunin sjálf,
til að árangurinn geti komið að
gagni í viðleitninni að bæta og
fegra þráðinn, lífíð og listina —
svo sem segir í sýningarskrá.
Einnig segir í sýningarskrá:
„Gamli steinbærinn í Stöðlakoti
hefur nú verið endurbyggður með
það fyrir augum að verða sýning-
arsalur fyrir íslenzkan listiðnað.
Tilgangurinn með þessari fyrstu
sýningu í Stöðlakoti er að varpa
ljósi á stöðu íslenzku ullarinnar í
dag. Saga hennar er samofín sögu
þjóðarinnar.
Fólk og fé hefur fengið sér-
kenni sín af sambýli við hrjúfa
og ögrandi náttúru landsins frá
upphafí byggðar og sjálfstæðis-
barátta okkar snýst um að varð-
veita og rækta þessi sérkenni. Á
Hulda Jósefedóttir. Tekið á
móti vænu og ilmandi Reyk-
hólareyfi við Landakotstúnið
18. mars 1988.
byggðasöfnum landsins má víða
sjá gamlan útsaum, vefnað og
pijón, sem ber vitni um ótrúlega
þróaða og fjölbreytta þráðagerð
úr íslenzkri ull.
En hvað lifír nú eftir af þessari
dýrmætu þekkingu og reynslu
genginna kynslóða á tímum gjör-
breytts samfélags og búskapar-
hátta? Til þess að fá sem gleggsta
mjmd af því, gekk ég í smiðju til
þriggja kvenna af eldri kynslóð-
inni, sem allar eru landsþekktar
fyrir þekkingu og listfengi í ullar-
vinnslu og þráðagerð. Er ég þakk-
látur fyrir að hafa fengið tæki-
færi til að kynna verk þeirra."
— Þessar konur eru Bóthildur
Benediktsdóttir frá Mývatnssveit,
Jóhanna Kristjánsdóttir frá Bjam-
arfírði og Ragnheiður Sigurgeirs-
dóttir frá Öxará, Bárðardal,
S-Þingeyj arsýslu.
Þetta er lítil en íðilfalleg sýning
og um leið merkilegt framtak og
sjálft húsið, sem gert hefur verið
upp, er algjör perla. Verk Huldu
Jósefsdóttur eru þekkt fyrir vand-
aða hönnun og orðspor hennar
hefur náð til annarra landa og
einkum fyrir látleysið og uppruna-
ieikann.
Ofsi og
harka
Eitt verka Hafdísar Ólafedóttur
Grafíklistakonan Hafdís Ól-
afedóttir hefur verið mjög virk á
sínu sviði, frá því að hún kom
fyrst fram árið 1983.
Hún hefur víða sýnt á samsýn-
ingum en ekki haldið einkasýn-
ingu fyrr en nú, er hún sýnir 13
tréristur í Gallerí Gangskör fram
til 13 nóvember.
Flestar eru myndimar í svart-
hvítu og myndeftiið sækir Hafdís
til jökla, fossa og fjalla. Skurður-
inn er dálítið ofsafenginn og hör-
kulegur og má vera, að með því
sé listakonan að tjá viss hughrif
til hinnar kaldranalegu íslenzku
náttúru og ef svo er ferst henni
það vel. Hins vegar virka slíkar
myndir ósjálfrátt líkast gaddavír
á sálina í allri sinni hörku og óbil-
gimi.
En þetta era myndir, sem eiga
að koma róti á tilfínningar fólks,
og auðséð er að Hafdís vill gera
myndir sínar blóðmiklar og sa-
faríkar — sættir sig ekki vð þá
lognmollu og tæknibrögð, sem svo
mjög era farin að einkenna
íslenzka grafík í seinni tíð. Og
þrátt fyrir það era það einmitt
hinar mýkri myndir á sýningunni,
sem athygli vekja, og þá einkum
hin blæbrigðaríka mynd í litum
„Bak við flöllin era önnur fjöll“
(6) og „Svartafell" (7). En af
svart-hvítu myndunum þótti mér
skurðurinn komast best til skila
í myndunum „Blái fossinn" (3—5)
en í þeim tvinnast í senn ofsi og
góður skurður.
Og það er í sjálfu sér rétt stefna
í grafík að gera myndir sínar
hreinar og klárar, en þó skortir
hér nokkuð á úrskerandi árangur
enn sem komið er...
í frelsinu eru fiötrar
í hálfum Kjarvalssal Kjarvals-
staða sýnir um þessar mundir
Guðmundur Ármann frá Akur-
eyri 23 olíumyndir á striga.
Allar eru myndimar nýjar af
nálinni og meirihlutinn frá þessu
ári, svo að Guðmundur hefur
verið stórvirkur í málverkinu
undanfarið, en hann er annars
þekktastur fyrir grafíkmyndir
sínar, sem hann hefur víða sýnt.
Helmingur myndanna á sýn-
ingunni eru af stærri tegund-
inni, svo að ekki hefur Guðmund
vantað stórhuginn fyrir þessa
sýningu. En sýningin ber einmitt
vott um, að málarinn hafí farið
einum of geyst í sakimar og jafn-
vel málað undir tímapressu, sem
hann er ekki í stakk búinn til
að rísa undir í málverkinu.
Vinnubrögðin á sýningunni
era áberandi misjöfn og formin
iðulega full krampakennd. Hér
vantar listrænan léttleika, kraft
og óbifanlega trú á eigin getu
eins og kemur t.d. fram i mál-
verkum ýmissa nýbylgjumálara.
En umfram allt skortir hér
reynslu á vettvangi málaralistar-
innar og samfelld langtíma-
vinnubrögð. Það er líkast því,
sem vinnan í auglýsingagerðinni
sitji í Guðmundi, en hann hefur
lengi rekið auglýsingastofu
nyrðra.
Á köflum bregður fyrir ágæt-
um listrænun tilþrifum svo sem
í myndunum „Spiói" (1), „Jökull-
inn“ (3) og „Krían" (12), en
sjálft formið í þessum myndum
er ekki nógu kröftugt í heildina
og myndrænu átökin ekki nægi-
lega sannfærandi.
Satt að segja saknar maður
grafíkurinnar á þessari sýningu,
en hennar sér einungis stað utan
á sýningarskrá, svo að kannski
hefur það verið uppranalega
meiningin að hafa hana með.
En í grafíkinni hefur mér fundist
Guðmundur Armann í sókn á
undanfömum áram. Yfírskrift
sýningarinnar eða kjörorð henn-
Guðmundur Armann
ar er eiginlega mjög í samræmi
við árangurinn og m.a. er líkast
því, að fuglamir í myndunum séu
i einhvers konar álögum...
Snorri Arinbjarnar
Á dögunum var mér boðið í hús
til að skoða myndir og rissblokkir
Snorra Arinbjarnar (1901—
1958) í tilefni sýningar á Holiday
Inn.
Jafnan er það mjög fróðlegt að
fletta í gömlum rissblokkum
myndlistarmanna, og þær segja
oft meira af persónunni á bak við
fullgerðu myndlistarverkin en þau
sjálf.
Kostulegt þótti mér að sjá riss
af öllum helstu jrfírmönnum hinna
stríðandi fylkinga í heimsstyijöld-
inni fyrri, en þær myndir segja
sína sögu um það, hvemig mjmd-
listargáfa íslenzkra hæfíleika-
manna fékk útrás í gamla daga.
Innan um í þessum blokkum
vora gullfallegar teikningar,
vatnslita- og krítarmjmdir og
uppistaða sýningarinnar í Holiday
Inn er einmitt sótt í þesar bækur,
en einnig era á henni viðameiri
verk unnin í vatnslit, þekjulit og
olíu.
Það era og einmitt viðameiri
verkin, sem bera uppi sýninguna,
því að satt að segja er það mikil
list og vandasöm að láta lítil riss
njóta sín til fulls í slíkri fram-
kvæmd.
Snorri Arinbjamar var sem
kunnugt er einn af traustustu
máluram sinnar kynslóðar og
brautryðjandi um margt í núlist-
um. Mjmdir hans vora merkilega
persónulegar, þótt áhrifa kenndi
víða að og á stundum úr ólíkle-
gustu áttum eins og t.d. frá þýsku
málurunum Oscar Schlemmer og
George Grosz, en sér þó einungis
stað í örfáum mjmdum.
Á þessari sýningu era það eitt-
hvað á annan tug verka, sem bera
hana uppi af í allt 64 númeram,
en hinar era æði misjafnar og
kjmna margar þennan ágæta
listamann naumast nógu vel.
Helst era það sjálfsmyndimar,
sem athygli vekja og standa allar
fyrir sínu og vel það. Auk þess
myndir eins og „Stigahúsið" (1),
„Bókaskreyting" (11), „Frá
Osló““ (45), „Frá Kaupmanna-
höfn“ (50), „Blómamynd" (15),
„Frá Skagaströnd“ (52) og „Úr
Þjórsárdal" (57).
Allar þessar myndir kynna
bestu eðliskosti Snorra Arinbjam-
ar og hina næmu myndrænu
skynjun hans.
Náttúruáhrif og
Tjarnarsymfónn
í hálfum Kjarvalssal Kjarvals- -;
staða sýnir á móti Guðmundi Ar-
manni Kristinn G. Jóhannsson
20 málverk.
Eins og hjá Guðmundi virðast
öll málverkin vera ný af nálinni
og sennilega öll máluð á þessu ári.
Kristinn hefur viða sýnt mjmdir
sínar og þá aðallega norðan heiða,
þar sem hann hefur alla tíð verið
búsettur.
Allar era myndimar á sýning-
unni í óhlutlægum stíl, en era þó
beinar náttúrastemmningar, enda
hefur hann valið sýningunni heitið
„Kveðið um Lystigarðinn á Akur-
eyri“. Eins og Guðmundur þá
kemur Kristinn á óvart með val
á myndefni og stflbrögðum, því
að hingað til hefur hann aðallega
haldið sig við hlutveraleikann.
Verið öflugastur í ljóðrænum og
blæbrigðaríkum hálfabstrakt-
mjmdum.
Að þessu sinni virka myndir
Kristins um margt hrárri og um-
búðalausari og eins og máluð leift-
ursnöggt — eins konar tilfínninga-
gos óhamið og skynrænt.
Og þrátt fyrir að myndimar
virðist samkvæmt nöfnunum vera
málaðar á ýmsum tímum ársins,
eru þær ákaflega keimlíkar, sem
stafar af einhæfum og frekar
köldum vinnubrögðum.
,
m
m: -mL.
Kristmn G. Jóhannsson
En ein er sú mjmd, sem mér
fínnst bera af öllum öðram á sýn-
ingunni fyrir gott listrænt sam-
spil, yfírvegaða hrynjandi og
formræna ijölbreytni, og það er
„Tjamarsjrmfónn", sem er númer
14 á skrá.
Tvær aðrar mjmdir,
„Haustvísa" (I) og „Vetrarljóð"
(2), komast svo næst þessu þru-
muskoti í bláhomið hjá Kristni
G. Jóhannssjmi. Og allar lofa þær
góðu um framhaldið.