Morgunblaðið - 10.11.1988, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 10.11.1988, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1988 15 WALDGRAVE SÚPA kr.275,- (Súpa kvöldsins) NÆR ÖLDUNGIS GÓMSÆTT HREKKJUSVÍN í POKA kr.995,- (Innbakaður grísavöðvi með osti, sveppum og kryddj urtasósu) RISTUÐ SMÁLÚÐA HJÁ RICK OGRANSÝ kr.795,- (Ristuð smálúðuflök með pöstu, hrísgrjónum og kræklingasósu) KOMDU OG FÁÐU ÞÉR RUGULKOLLU Á BARNUM Amarhóll RESTAURANT opinn á kvöidin frá kl. 18:00, þriðjud. til laugard. pantanasími 18833 Hverfísgötu 8-10 LAUGAVEGI 54 (í sama húsi og Quadro) Nokkur orð um byggingarkostnað Athugasemd við fréttir um byggingarkostnað Morgunblaðinu hefur borizt eftirfarandi athugasemd frá Gunnari S. Björnssyni, formanni Meistara og verktakasambands byggingamanna: I Mbl. sunnudaginn 6.11. eru settar fram villandi upplýsingar um byggingarkostnað, sem nauðsyn- legt er að leiðrétta. í heimilisblaði, sem fjallar um fasteignir, er því haldið fram sem afdráttarlausum sannleik, að það kosti 38.824,- á fermetra að byggja íbúð í fjölbýlis- húsi, en 54.108,- í einbýlishúsi. Upplýsingar blaðsins eru fengnar úr riti Rannsóknastofnunar bygg- ingariðnaðarins og Hagstofu Is- lands, en láðst er að geta þess, sem þar stendur fremst í ritinu að „Hafa skal hugfast að ekki er raunhæft að bera byggingarkostnað vísitölu- húss saman við byggingarkostnað annarra húsa nema kynna sér alla uppbyggingu og frágang og bera saman efnis- og verklýsingar." Sannleikurinn er sá að vísitala fjölbýlishúss er hin opinbera vísitala og þegar hún var sett áleit hið opin- bera það sitt hagsmunamál að hún yrði sem lægst. Þess vegna er við- miðun þessarar vísitölu ekki dæmi- gert fjölbýlishús heldur ódýrara, óvandaðra og „hagkvæmara" fjöl- býlishús en íslendingar myndu vilja búa í nú. Eins og fram kemur í vísitöluritinu er meginhlutverk visitöluútgáfiinnar að sýna hlut- fallslegar breytingar á bygging- XJöfóar til XI fólks í öllum starfsgreinum! arkostnaði og einstökum þáttum hans. Auk þess er a.m.k. einum veigamiklum þætti byggingar- kostnaðar sleppt í vísitöluhúsinu sem er fjármögnunarkostnaður, en það vita þeir best sem hafa verið að byggja sér íbúð að er heldur óraunhæft. Sannleikurinn er sá að bygging- arkostnaður einstakra húsa verður ætíð breytilegur eftir gerð húsa, en sjaldan eða aldrei næst sú hag- kvæmni éða notuð þau „gæði“ eins og í vísitöluhúsinu, enda átti það hús meðal annars að þjóna pólitísk- um tilgangi. Þar að auki er öll umræða um byggingarkostnað íbúða enn rugl- ingslegri en vera þyrfti hér á landi, þar sem engar einhlítar reglur eru í huga fólks um hvað átt er við þegar rætt er um 100 fermetra íbúð. í umræddri frétt Morgun- blaðsins er fullyrt að 100 fm íbúð kosti 3,9 milljónir króna. Hér er verið að ræða um 100 fm brúttó, þ.e. meðtalin er sameign, gangar, geymsla o.þ.h. íbúð sem er 100 fm skv. brúttó- skilgreiningu er því gjarnan 65—70 fm skv. venjubundinni skilgrein- ingu. Nýlega hefur verið gerð könn- un af tæknideild Húsnæðisstofnun- ar ríkisins á raunkostnaði bygginga eins og hann reynist m.v. tilboðs- verð í útboðum tæknideildar. Stofn- unin komst að því að raunhæft við- miðunarverð án fjármagnskostnað- ar væri eftirfarandi á september- verðlagi: Fjölbýlishús 70—80 fm íbúð kr. 50.080,- pr. fm, raðhús/- parhús 80—90 fm kr. 61.500,- pr. fm, einbýlishús 80—90 fm kr. 64.600,- pr. fm. Fréttaflutningur eins og hér um ræðir er ákaflega varhugaverður og raunar vítaverður þegar Morg- unblaðið er annars vegar. Meistara og verktakasambandið fagnar raunhæfum fréttum og umræðum um byggingarkostnað. Það er nauð- sjmlegt að íslendingar nýti sem best það mikla fé sem varið er til húsbygginga hér á landi. Umræður og fréttir sem byggjast á þekkingu eru því af hinu góða, en þessi mál eru allt of mikilsverð til þess að um þau sé fjallað af vanþekkingu. Því er vert að undirstrika nauðsyn þess þegar um slíka hluti er fjallað að það sé gert á grundvelli réttra upp- lýsinga og af fullkominni kunnáttu um grunn þeirra upplýsinga sem byggt er á. DýöurARNARHÓLL sérstakan matseðil á föstudags- og laugardags- kvöldum - fyrir og eftir sýningu. REGNBOGAKÆFA aÖRU kr. 325,- (Regnbogakæfa með hunangssósu) ISLENSKIR STRAIJMAR í ÍVÝRRI TÍSKURIJD Punkturinn er ný tískuverslun á miðjum Laugavegi. Þar eru föt eftir unga og kraftmikla íslenska hönnuði í öndvegl. Björg Ingadóttir og Valgerður Torfadóttir eru meðal fremstu fatahönnuða okkar íslendinga, og Punkturlnn selur föt eftir þsr. Kynntu þér ferska strauma i íslenskri fatahönnun í Punktinum. PUNKTURINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.