Morgunblaðið - 10.11.1988, Page 22

Morgunblaðið - 10.11.1988, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1988 i i t i ; i i I i í „Hér er ég — Hamlet prins Dana eftir Guðmund G. Þórarinsson Eftir sýningu Leikfélags Reykjavíkur á Hamlet varð mér hugsað til þess er ég fyrir nokkrum árum reikaði á fögrum sumardegi meðfram ánni í Stratford upon Avon í nágrenni Shakespeare-leikhússins. Hundruð ef ekki þúsundir er- lendra ferðamanna gengu hug- fangnir um fæðingarborg leikrita- skáldsins mikla fullir lotningar við „sporin sem meistarinn sté“ og allt sem minnti á líf hans og starf. Uppselt var á sýningar The Royal Shakespeare Company’s langt fram í tímann. Þama voru menn frá fjölmörgum löndum og af ólíkum kynþáttum. Allt frá víðáttumiklum sléttum Kanada til serbneskra fjallahéraða, allt frá löndum þar sem heims- skautafrerinn ríkir nærfellt allt árið til landa þar sem pálminn teygir krónur sínar til himins við rönd eyði- merkurinnar og sólin skín í hvirfil- punkti. Menn af germönskum ætt- um, gulum og svörtum kynstofnum og blóðheitum ættarstofnum Miðjað- arhafslandanna svo nokkuð sé nefnt. Erindi allra var við hið sama. Snilli Shakespeares hafði seitt þá yfir höf og lönd. Eftir nærfellt 400 ár eru verk sniilingsins enn tilefni aðdáunar og undrunar, þó þau hafí verið rituð í öðru umhverfi við aðrar þjóðfélags- aðstæður. Óháð tíma og rúmi skín stjama Shakespeares yfir byggðu bóli. Allt þetta flaug í gegnum huga mér er ég velti fyrir mér að mörgu leyti athyglisverðri tilraun Leikfé- lags Reykjavíkur til að stytta og breyta Hamlet. Þar er mikið færst í fagn. Til þess að framkvæma slíka tilraun þarf djúpan skilning á eðli verksins og kjama þess. Fjölmargir hafa sa- mið eftirlíkingar af verkum Shake- spears, stytt þau eða breytt í sam- ræmi við „tíðarandann". Allar slíkar tilraunir eru nú að mestu huldar myrkri gleymskunnar. Eftirlíkingamar hafa bliknað við hlið frumverkanna líkt og log grútar- lampans í baðstofukytrunni þegar sólin skín á hann. Leyndardómurinn er fólginn í list- inni sjálfri, en í listinni stendur mað- urinn í mestu návígi við æðstu hug- sýnir sínar. Margir hafa málað eftirlíkingu af Mónu Lísu, en nái menn ekki brosinu er engin Móna Lísa. Hamlet Ég lít á _það sem stórviðburð í leiklistarlífí Islendinga, Jjegar Ham- let er settur á svið. Eg ræð mér varla fyrir kæti. Hér er verið að leika Hamlet á sama tíma og teflt er heimsbikarmót í skák með þátttöku nær allra sterkustu skákmanna heims. Hamlet er eitt allra frægasta ef ekki frægasta verk Shakespears. Og ekki bara það. Ef til vill er Ham- let frægasta leikrit sem samið hefur verið. Þessi mikla frægð er ekki byggð á tilviljun. Um Hamlet hefur meira verið ritað en nokkum mann sem lifað hefur á þessari jörð. í nærfellt 400 ár hafa bókmennta- fræðingar velt því fyrir sér hvað Hamlet hafi verið að hugsa og lærð- ir jafint sem leikir hafa hrifist með. Hamlet er goðsögnin um efasemda- manninn svipað og Faust er goð- sögnin um hinn leitandi mann, Odysseifur um ferðalanginn, Cas- anova um kvennamanninn o.s.frv. Óteljandi ritgcrðir flalla um spumingar eins og; „Var Hamlet vitskertur eða lék hann Amlóða vegna hættunnar?" „Hvers vegna hikið, hvers vegna dró Hamlet hefndina svo lengi?“ í Ieikritinu tekst Shakespeare að gæða söguhetjuna Hamlet slíku lífi að jafnvel flestir nútímamenn geta sett sig í spor hans. Persónan, við- brögð hennar og viðhorf verða mönnum endalaust umhugsunarefni. Með ýmsum atvikum og setning- um setur Shakespeare okkur inn í innri baráttu Hamlets og vekur upp spumingar. Þetta tekst skáldinu svo vel að vandfunin eru dæmi sem verð- ug eru samjöfnunar. „Playing Hamlet without the Prince“ Það er vissulega með blendnum huga sem ég set þessar hugleiðingar á blað. Hér stígur leikmaður í stól- inn. Ég hef þó svo oft hlustað á og séð Hamlet að mínar hugleiðingar eru ef til vill ekki minna virði en sumra annarra. Það setur reyndar á mig nokkurt hik að flestir okkar „professional" leikdómendur hafa þegar fjallað um þá leikgerð Hamlets sem Leikfélag Reykjavíkur sýnir nú og hælt henni upp í hástert. Én hvað um það, sínum augum lítur hver silfrið. Leikgerðin er mikið stytt og breytt frá frumverkinu. Út af fyrir sig hef ég ekkert út á það að setja að menn semji tilbrigði við stefin, en ég verð að játa að mér fínnst Hamlet sjálfur glatast að hluta í öldurótinu. Ég er ekki sáttur við svall- og baðsenur konungshjónanna né held- ur t.d. hvemig farið er með Pólón- íus. Mler þykir mjög miður hvemig á þeim málum er haldið. Ég ber hins vegar svo mikla virðingu fyrir Leik- félagi Reykjavíkur og tilraun leik- gerðarhöfimda til listsköpunar og túlkunar að ég get hér um bil fyrir- gefíð það. Ekki síst fyrir þá sök að margt er vel gert, leikurinn, mótun kastalaumhverfis, ljósaspil o.fl. Hitt þykir mér miklu Iakara að Hamlet, hinn eini sanni, sá Hamlet sem menn hafa hugsað og dáðst að í aldaraðir er ekki með í leiknum. Þá á ég ekki við það að Þröstur standi sig ekki. Hann skilar sínu hlutverki vel. Heldur hitt, að með styttingu verksins fellur ýmislegt burt sem nauðsynlegt er til skilnings á Hamlet eins og Shakespeare skap- aði hann og eins og hann hefur lifað auk þess sem breytingar í leikgerð- inni færa sviðsljósið á aðra þætti og breyta áherslum. Það þarf mikla innsýn í verkið og djúpan skilning til þess að gera hluti sem nú er reynt að gera í Iðnó. Og auðvitað er það ægilegur áfellis- dómur að menn hafi þar með áhersl- um á svallveislur og baðsenur og ástarharmleik gleymt Hamlet, misst af sjálfum prinsinum. Englendingar eiga sér orðatiltæki sem notað er þegar menn í mál- skrúði eða ölduróti missa af lqarna málsins. „To play Hamlet without the Prin- ce.“ Það er eiginlega talið hámarks- lýsing þess þegar menn farast í aukaatriðum og aðalatriðið fer fyrir ofan gerð og neðan, þegar hismið er tekið fram yfir kjamann. Nú er ég ekki að segja að svo illa hafi tekist til í þessari leikgerð. Hins vegar játa ég í fullri einlægni og það læðist að mér sá óþægilegri grunur að það jaðri við það að svo sé, þetta vil ég skýra með örfáum dæmum. Sverjið Margir hafa fjallað um hversu hratt og örugglega Shakespearé tekst að koma áhorfendum inn í aðalatriði leiksins, ná tökum á hvað í raun er að gerast. T.S. Eliot ritaði einhvem tíma að upphafið á Hamlet sé eins vel upp byggt og upphaf nokkurs leikrits sem nokkum tíma hafi verið ritað, enda þekki allir upphaf Hamlets. T.S. Eliot ritaði þá reyndar mést um ljóðrænt gildi upp- hEifsins. Þátturinn um vofuna er áhrifa- ríkur. Það er eitthvað mikið að í Danmörku, gamli kóngurinn gengur Guðmundur G. Þórarinsson. „Það er vissulega með blendnum huga sem ég set þessar hugleiðingar á blað. Hér stígur leik- maður í stólinn. Ég hef þó svo oft hlustað á og séð Hamlet að mínar hugleiðingar eru eftil vill ekki minna virði en sumra annarra.“ aftur. Með upphafsþættinum skýrir Sha- kespeare einnig að hluta hegðun Hamlets í síðari þáttum leikritsins, þann að byggt er á gömlu íslensku þjóðsögunni um Amlóða. Þegar vofan hefur skýrt Hamlet frá hinu „fúla fólskumorði" verður honum ljós sú hætta sem hann er í. Kládíus hefur myrt bróður sinn og mun ekki víla fyrir sér að myrða bróðurson sinn ef hætta stafar af honum. Hamlet lætur því alla viðstadda sveija að þegja yfir atburðinum með vofuna. Hér er um lykilatriði að ræða. Shakespeare leggur svo mikla áherslu á þetta atriði að Hamlet lætur þá ekki svetja einu sinni, ekki tvisvar, heldur þrisvar. Áhorfendum skal ljóst að líf Hamlets liggur við. Jafnframt á áhorfendum að verða Ijóst að vegna hættunnar sem Ham- let er í velur hann að þykjast geggj- aður, þannig að konugur líti á tal hans sem óráðshjal og framkomu hans i ljósi þess. Upphaf leikritsins setur menn þannig í einu vetfangi inn í þetta þrennt; 1. Eitthvað óhugnanlegd er á seiði í Danmörku. 2. Hamlet er í beinni lífshættu sem og allir, sem komast að leyndarmáli Kládíusar. Þess vegna verður að þegjayfir reimleikanum. 3. I þessari stöðu velur Hamlet að þykjast geggjaður til þess að grunur beinist ekki að honum. Þama þegar í upphafi leggur Shakespeare áhörfendum til að hluta svar við spurningunni sem áhuga- menn um Hamlet hafa spurt sig í nærfellt 400 ár. Nefnilega: „Var Hamlet raunverulega geggjaður?“ Þessi spuming er í huga sumra flókin og um hana hefur mikið verið ritað. Leikgerðarhöfundar Leikfélags Reykjavíkur stytta og einfalda upp- hafsþáttinn mjög og það svo að mér þykir teflt á tvær hættur með að missa af aðalatriðum. Með því- að sleppa þættinum þegar Hamlet læt- ur viðstadda sveija að þegja yfir atburðinum með vofuna, hætta þeir á að áhorfendur missi þegar í upp- hafi af grunnþema leiksins, ekki bara ltfshættu Hamlets heldur einnig svarinu við spurningunni hvers vegna Hamlet er „geggjaður." Það er ekki tilviljun að Shakespe- are leggur svo mikla áherslu á eið- inn. Hann gerir enga hluti af tilvilj- un. En snilld Shakespeares að koma áhorfandanum inn í allan gang mála í upphafí fer að hluta forgörðum vegna þess að lykilatriðum er sleppt. Frægar setningar í upphafi leik- ritsins, setningar sem í aldir hafa orðið tilvitnanir, sem í örfáum orðum skýra undiröldu leikritsins, eru felld- ar niður. Dæmi: Marcellus: „Something is rotten in the state of Denmark." Hamlet: „There are more things in heaven and earth, Horatio, than are_ dreamt of in year philosophy." Ég gagnrýni það ekki að Hamlet er styttur í þessari leikgerð. En menn verða að gæta sín að missa ekki af því sem verið hefur grunn- þema leiksins og umhugsunarefni í aldaraðir. Leiksýningin Leiksýningin er mjög mikilvægur þáttur í Hamlet. Hún á að hluta að skýra hvers vegna Hamlet hikar, hvers vegna hann hefnir ekki föður síns strax. Vofan gæti verið á vegum myrkrahöfðingjans og beinlínis verið að villa Hamlet sjónir. Því segir hann: „Leikurinn skal úr fylgsnum sálar seiða samvisku konungs og í snöru veiða." Reyndar kemur þetta áform Ham- lets vel fram í leikgerðinni. En Sha- kespeare leggur á þetta svo mikla áherslu að ljóst er að honum er þetta aðalatriði. Þess vegna lætur Sha- kespeare Hamlet styðja sig við Hór- as að fylgjast með viðbrögðum kon- ungs. „Hyggðu fast að honum.“ „Og þegar lýkur, leggjum við það saman sem okkur þótti um áhrifín.“ Þessu er sleppt í leikgerð LR. Það þykir mér galli. Hér er um svo mikil- svert atriði að ræða að ekki má draga úr áhrifamætti þess. Ófelía í leikgerð LR er þáttur Ófelíu aukinn í leikritinu. Það orkar að mínu viti mjög tvímælis ef menn eru að sýna Hamlet og velja að stytta leikritið svo mjög sem raun ber vitni. Hamlet þykir vænt um Ófelíu. Allar aðstæður eru hins vegar þann- ig að hann getur ekki látið það koma fram. Hann sér ekki fyrir endalokin eftir uppljóstranir vofunnar. Náið samband hans og Ófelíu gæti sett Ófelíu í lífshættu. Ef Klád- íus kæmist að leyndarmáli Hamlets og teldi óhjákvæmilegt að ráða hann af dögum gæti hann dregið þá álykt- un að Ófelía þekkti einnig stöðu mála. Hann vill því ekki flækja Ófelíu inn í þessa óhugnanlegu at- burðarás, en sér ekki fyrir að ákvarðanir hans leiða til enn óhugn- anlegri atburðarásar fyrir Ófelíu. Eitt grunnatriðið í leikritinu er því ást Hamlets á Ófelíu, ást sem hann getur ekki látið koma fram. í flestum þeim leikgerðum sem ég hefi séð af Hamlet kemur þetta skýrt fram í „klaustursenunni". Upphaf þáttarins er að aflokinni hinni frægu ræðu, „To be or not to be; í upphafí kemur fram af orðum og látbragði Hamlets hve vænt hon- um þykir um ófelíu. Það er ekki fyrr en hann verður var við að ein- hveijir eru bak við tjöldin og liggja á hleri að viðmót hans breytist. Það er verið að leiða hann í gildru. Fyrir áhorfandann er þetta mikil- vægt. Shakespeare skýrir með þessu á áhrifamikinn hátt innri baráttu Harnlets. I leikgerð LR missa menn af þessu fræga atriði. Hamlet hefur samtalið við Ófelíu með mikilli beiskju og áhorfendur skynja ekki að hann verði var við hlerenduma bak við tjöldin. Þessi þáttur sem á að lýsa innri baráttu Hamlets og ást hans á Ófel- íu mistekst því algjörlega. Áhrifa- máttur þessa leikatriðis minnkar til muna, flókin skapgerð og innri bar- átta Hamlets er einfölduð í hálfgerða flatneskju. Mér finnst þannig ekki' takast að túlka og sýna tilfinningar Hamlets til Ófelíu en hér er um að ræða eitt lykilatriði leikritsins. En þrátt fyrir að þáttur Ófelíu sé aukinn í leikgerðinni er fellt niður eitt frægasta atriðið í Hamlet þegar drottningin segir frá drukknun Ófelíu. Þama er gimsteini sleppt. Ræða drottningarinnar er listaverk og hefur orðið hvati að mörgum listaverkum í rnyndlist og ljóðlist. í stað þess er Ófelía látin drukkna á sviðinu. Ein skærasta perla Shakespeares er felld út úr leikritinu en í staðinn kemur atriði frá bijósti leikgerðar- manna LR. Þá koma mér í huga orð einnar af frægustu persónum Sha- kespeares, Shylock’s í Kaupmannin- um frá Feneyjum. „I would not have given it for a wildemess of mon- keys.“ Mér finnst reyndar áherslan á Ófelju einn af göllum leikgerðarinn- ar. Ástar- og harmsagan um Hamlet og Ófelíu er auðvitað ágæt og áhorf- endur njóta hennar. En þessi ástar- saga er ekki það sem hefur gert Hamlet ódauðlegan. Slíka ástarsögu er búið að segja óendanlega mörgum sinnum í ræðu og riti í margar aldir og oft miklu betur. Það er rangt gildismat að gera hana að aðalatriði leikritsins umfram Hamlet sjálfan. Ófelía berst ekki gegn örlögum sínum. Hún skynjar ekki hvað er að gerast eða hvert stefnir. Þess vegna er þáttur hennar í hinu fræga leik- riti ekki jafn áhrifaríkur. Hún megn- ar ekki að standa með Hamlet, beij- ast með honum. Hún er leiksoppur örlaganna. Þessi ástarharmsaga er ekki það sem gert hefur leikritið Hamlet ódauðlegt. Menn hafa hins vegar í aldaraðir velt fyrir sér hvað Hamlet var að hugsa, hvers vegna hikaði hann, var hann í raun geggjaður o.s.frv. Ef menn missa af Hamlet sjálfum við að auka vægi Ófelíu, þá skynja menn ekki að eftirlíking af Mónu Lísu er ekki Móna Lísa ef brosið vantar. Kirkjugarðurinn í þættinum við gröfína sakna ég umræðna grafaranna. í samræðum þeirra kemur fram alþýðuspeki þess tíma eins og reyndar víða hjá Shake- speare sbr. dyravörðinn í Macbeth, morðingjana í Ríkharði III o.s.frv. En alvarlegast þykir mér með hverjum hætti þeim Hamlet og La- ertes lýstur saman. Eins og til þess að leggja enn einu sinni áherslur á flóknar aðstæður Hamlets lætur Shakespeare Hamlet segja þegar hann sér Laertes: „Þetta er Laertes, besti drengur." Hamlet metur Laertes mikils þótt aðstæður hagi málum á þennan veg. Þessi yfirlýsing Hamlets er mjög mikilvæg vegna þess sem á eftir fer. Þessari mikilvægu setningu er sleppt í leikgerð LR og Hamiet er hreinlega látinn ráðast á Laertes í gröfinni allt í einu og umsvifalaust. Þetta er fráleitt. Hamlet á ekkert sökótt við Laertes en virðir hann mikils eins og fyrmefnd setning sýn- ir. Laertes ber hins vegar þungan hug eðlilega til Hamlets. Hamlet hefur drepið föður hans, Pólóníus, og á sök í vitfírringu Ófelíu og óbeint á dauða hennar. Örvita af sorg ræðst hann að Hamlet í gröfínni. í stað þess að láta koma fram hve mikils Hamlet virðir Laertes og gera áhorfendum síðan ljósa erfíðleika Hamlets með því að láta Laertes ráðast á hann, er Hamlet umsvifa- laust látinn ráðast á Laertes. Þama missa menn af mikilvægu aðalatriði ef reyna á að skilja Ham- let. Geggjunin — hikið Ég hef kosið að skilja það svo að Hamlet látist vera geggjaður vegna þeirrar lífshættu sem hann er í. Konungurinn lítur á Hamlet sem geggjaðan og er því ekki eins á verði gagnvart honum þó hann reyndar segi: „Madness in great ones must not unwatched go.“ Sumir telja hins vegar að þung- lyndi Hamlets áður en vofan kemur fram sé vottur um geðveiki. Ég vil ekki skilja það svo. Hamlet hefur misst föður sinn og syrgir hann mjög. Hann hefur misst

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.