Morgunblaðið - 02.12.1988, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.12.1988, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 1988 Eva Benjamínsdóttir myndlistarkona Blönduð tækni Myndlist Bragi Ásgeirsson í nýju galleríi, eða réttara á vinnustofu sinni og heimili, sýnir Eva Benjamínsdóttir ýmis myndverk í blandaðri tækni. Eva bjó í Bandaríkjunum um samtals fjórtán ára skeið, aðallega í Bos- ton, og lauk BFA-gráðu í mynd- list frá Tufts University árið 1984. Fyrir fimm árum hélt hún sýn- ingu í Ásmundarsal er athygli vakti og sem gekk mjög vel og auk þess hefur hún tekið þátt í ýmsum samsýningum heima og erlendis. Siðastliðin tvö ár hefur Eva dvalið á íslandi og unnið að list sinni auk annarra starfa og er sýningin í Galleríi Eva á Miklu- braut 50, afrakstur skapandi við- leitni hennar þennan tíma. Allt á sýningunni er þannig unnið hér á landi og undir áhrifum af íslenzku landslagi og íslenzkum veruleik í lit, línu og formi. í myndum Evu má kenna dijúgt næmi fyrir til- brigðum landsins og hinni undur- furðulegu og fersku birtu sem er einkenni norðurslóða. Hún hefur og góða tilfinningu fyrir litrænu samræmi svo sem kemur fram í myndaröðunum 28—33 og 34—37, sem eru mettaðar ríkri og heitri litagleði. Lengst nær hún sennilega í lifandi samræmi og ..litrænni þróun í mynd nr. 30, en í henni kennir maður bæði þá stígandi og dýpt, sem er forsenda þess að gerandinn nái valdi á innri lífæðum myndflatarins — kviku hans. Á sýningunni eru einnig all- margar áhugaverðar formæfíngar í vatnslit, sem staðfesta enn frek- ar tilfínningu Evu fyrir lifandi samræmi á myndfletinum — formræn tilbrigði er lifa sínu eig- in lífí í hrynjandi, línu og lit. Ein stór mynd stingur í stúf við aðrar vegna yfírstærðar í hinu takmarkaða rými og á þannig naumast heima á þessari sýningu því að hún minnkar hinar mynd- irnar og húsnæðið um leið. Ber hún réttnefnið „Heimssýn" og er ákaflega fersk og tilbrigðarík. Slíkar vinnustofusýningar sem þessi eru góð tilbreytni og gefur skoðendum tækifæri til að eiga orðræður við viðkomandi lista- menn um verkin á veggjunum, sem sjaldan gefst á almennum sýningum. Nokkrir litlir skúlptúr- ar eru á sýningunni og hafa þeir yfír sér vott af súrrealistisku svip- móti en þrengja sér annars lítt fram. Bók um Bókmenntir Erlendur Jónsson David Williams: MÝVATN. 144 bls. Orn og Orlygur. Reykjavík, 1988. Bók þessi, sem skrifuð er á ensku og meðal annars ætluð er- lendum ferðamönnum, er jöfnum höndum byggð upp af myndum og texta. Höfundurinn hefur tekið ástfóstri við Island, en sér í lagi Mývatn sem hann kallar paradís náttúruunnenda. Hann segist í fyrstunni hafa orðið hugfanginn af landinu af ljósmyndum sem hann sá. Þótt erfitt sé að gera sér í hugarlund hvaða upplýsingar raunverulega henta erlendum ferðamönnum sem hingað leggja leið sína hygg ég að texti Williams eigj að koma þeim að góðum notum því þama er, auk aðalefnis, ýmis fróðleikur um land og lýð. Kunn- ugt er að þeir eru fleiri sem skoða Mývatn myndir en hinir sem lesa og því skiptir myndaval í bók sem þessari verulegu máli. Williams er höfund- ur hvors tveggja: texta og mynda, nema hváð hann hefur fengið fá- einar myndir til birtingar frá öðr- um. Sá er höfuðkostur myndanna að þær eru yfírhöfuð skýrar og greinilegar. Þær eru líka að mínum dómi býsna sannar. Til undantekn- inga tel ég að sumar eru teknar með óeðlilegum aðdrætti. Svo er t.d. um Reykjavíkurmynd þar sem borgin virðist liggja við rætur him- inhárrar Esjunnar sem gnæfír við loft eins og tindar Himalaja. Að- dráttarmyndir ætti ekki að birta nema það sé skýrt tekið fram í myndatextum, annað er villandi. Allt er þetta í lit að sjálfsögðu. Og víst hefur Williams haft augun opin fyrir litafjölbreytni Mývatns- svæðisins jafnt og hinu sem mark- vert ér í jarðsögulegum skilningi. Gildir þá einu hvort mynd er tekin að sumri eða vetri; vetrarmyndim- ar eru einnig mjög vel heppnaðar. Haldið áfram að nema lönd og menn Békmenntir Jóhann Hjálmarsson Sigurður Pálsson: LJÓÐ NÁMU MENN. Forlagið 1988. Sigurður Pálsson yrkir í heilum bókum og flokkum. Nýjasta bók hans heitir Ljóð námu menn, en fyrir þremur árum komu út Ljóð námu land. Landnám er Sigurði reyndar hugleikið því að í fyrsta kafla nýju bókarinnar birtist langt Landnámsljóð. Ljóð námu menn hefst á Höfundi Njálu, hnyttnu ljóði sem kemur les- anda í gott skap sé hann ekki sneyddur öllu skopskyni. Sigurður yrkir líka um höfunda Vatnsdælu og Laxdælu og koma fram í ljóðun- um lýsingar á andrúmi höfundanna, eins konar sviðsmyndir sem fæða af sér sögur. Þessi fyrsti kafli bók- arinnar, Ljóðnámumenn, er ekki síst forvitnilegur fyrir þá sök að þar má kynnast viðhorfí samtíma- skálds til fornskálda og fornaldar. Þegar Sigurður Pálsson er hvað bestur einkennast ljóð hans af létt- leika, myndríki og stundum kump- ánlegum talstíl. Hann kann í senn að ávarpa sítrónutré við vegarbrún og sjálfan Vatnajökul sem ekki er stærri en vorið. Ekki síðri skil ger- ir hann ketti á sjöundu hæð sem hélt að hann væri dúfa. Skyld Ijóð eru Leigubíll og Skildi ekkert eftir nema . . . í þeim báð- um er tregi, hverfulleiki lífsins hef- ur orðið. I Leigubíl verða tárin alls- ráðandi á leið á flugvöllinn. í Skildi ekkert eftir nema . . . er hermt frá þeim sem fór án þess að skilja eft- ir heimilisfang: Fór og skildi ekkert eftir nema haldbesta kunnugleikann: einnarstjörnu hótelin tvö sitt hvoru megin við götuna og þá sem bíða einir á hótelherbergjunum að dagur rísi og þá sem bíða einir og þá sem fara inn á þessi hótel eða önnur í fylgd í fylgd og þá sem deyja einir „fannst látinn á hótelherbergi" segir blaðið og þá sem fara einir út án fylgdar Sá sem fer með þessum hætti skilur ekkert eftir „nema allt“ eins og skáldið segir í lokalínu ljóðsins. Kaflarnir Garðurinn í nokkur skipti, Sumir dagar Sumardagar og Að koma Að fara eru til marks um léttleikann í ljóðum Sigurðar Páls- sonar. Sérstöðu hefur síðasti kaflinn, Ljóð í lausu máli, en í hon- um eru sex prósaljóð. Þau sækja efnivið sinn í ferðalög, m.a. til lest- arinnar París-Lúxembúrg og til strætisvagns númer fimm. Ljóðin geta vel kallast leikrænar svip- myndir, þau eru einhvers staðar mitt á milli hversdagsleika og und- urs, þ.e.a.s. allt getur gerst á veg- ferð mannsins, heima og erlendis. Slík vinnubrögð prósaljóðaskálda eru ekki óþekkt og ljóðin koma ekki á óvart sem slík. En Sigurður eykur hér við ljóðheim sinn eins og í fleiri ljóðum bókarinnar. Það kem- ur í ljós að honum er mikið í mun að yrkja um fólk sem hverfur skyndilega eða sýnir sem allt í einu leysast upp. Ljóð námu menn verkar með bestu ljóðum sínum sterkar á undir- ritaðan en flestar aðrar bækur Sig- urðar Pálssonar. Trúr yrkisefnum sínum og aðferðum heldur hann Sigurður Pálsson áfram að nema lönd og menn. Það er meiri alvara í þessari bók en oft áður, gáskanum er betur haldið í skefjum án þess að lífsgleðinni sé hafnað. Ljóðabók eftir Hannes Sigfíisson ÚT ER komin hjá Máli og menn- ingu ný ljóðabók eftir Hannes Sigfússon og nefnist hún Lágt muldur þrumunnar. Bókin geym- ir þijátíu frumort ljóð og tíu þýdd og er fyrsta nýja ljóðabók skáldsins í tíu ár. I fréttatilkynningu Máls og menningar segir: „Hannes Sigfús- son er fæddur 1922. Hann vakti fyrst athygli með ljóðabókinni Dymbilvöku árið 1949 og hefur ekki síst hennar vegna verið talinn til brautryðjenda nýstefnu í íslenskri ljóðlist. Síðan hefur hann gefið út fimm ljóðabækur, eina skáldsögu og tvær minningabækur, auk Qölmargra þýðinga bæði á ljóð- um og sögum. Skáldskapur Hann- esar hefur jafnan verið talinn skor- inorður og rismikill í senn og í þess- ari nýju bók yrkir hann af umbúða- leysi um meinsemdir samtiðarinnar, en líka um vegi og vegleysur og um tímans hverfulu náttúru. Hann- es hefur búið í Noregi um langt árabil en alltaf haldið áfram að vera íslenskt skáld og er nú fluttur heim að nýju.“ Lágt muldur þrumunnar er 72 blaðsíður að stærð og gefín út bæði innbundin og í kilju. Hún er unnin í Prentstofu G. Benediktsson- ' ar en Bókfell annaðist bókband. Kápuna gerði Ingibjörg Eyþórs- dóttir Hannes Sigfússon avid Williams á tekst honum vel að sýna víðátt- na í landslaginu: hraun og sanda forgrunni, og síðan fjöll sem ;anda blá og fjarlæg að baki. eyndar leggur Williams áherslu þetta sama í texta sínum: and- tæðumar í ásvnd landsins. Sérstaka kafla ritar Williams um lífríkið og þá sérstaklega fuglalífíð við Mývatn. Og fuglamyndir eru þarna nokkrar. Eru þær misjafnar, en flestar greinagóðar. Fugla- myndun er í raun sérgrein og út- heimtir fleira en venjuleg lands- lagsmyndun; þolinmæðin þar með talin. Og þá tjóir ekki annað en hafa aðdráttarlinsuna meðferðis. Að sjálfsögðu er sérstakur kafli um eldvirkni við Mývatn og með- fylgjandi myndir af Kröflueldum. Og loftmynd er þama af gígaröð gamalli sem sýnir betur en orð fá lýst hvernig ásjóna landsins er enn að skapast á þessum slóðum. Þvílík náttúruundur verða varla ljós- mynduð öðruvísi en úr lofti svo gagn sé að. Og auðvitað er þarna mynd af Kröfluvirkjun með gufu- strókum miklum eins og slíkum stað hæfir. Sem heild er bók þessi prýðilega til landkynningar fallin, útlit þekki- legt og textinn einfaldur og að- gengilegur. Og sé eitthvað ofsagt verður enginn sakaður um sjálf- hælni þar sem höfundurinn er út- lendingur sem skoðað hefur landið með sínu glögga gests auga. Jólamerki Thorvald- sensfélags- ins komið út JÓLAMERKI Barnauppeldis- sjóðs Thorvaldsensfélagsins 1988 er komið í sölu. Á merkinu er mynd af málverki Kristínar Jónsdóttur listmálara, Maður og kona. Allur ágóði af sölu merkisins rennur til líknarmála eins og undanfarin ár. Thorvaldsenskonur vilja þakka af alhug öllum þeim, sem undan- farna áratugi hafa keypt merkið og styrkt starfsemi félagsins á margan hátt. Merkið er sem fyrr til sölu hjá félagskonum og á Thorvaldsens- bazar, Austurstræti 4, og á póst- húsum. Verð á merkinu er 10 krónur, hvert merki og ein örk með 12 merkjum kostar 120 krónur. (Fréttatilkynning)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.