Morgunblaðið - 02.12.1988, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 02.12.1988, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 1988 Sörli Ágústsson Jrá Kjós - Minning Fæddur 6. maí 1910 Dáinn 24. nóvember 1988 I dag er til moldar borinn Sörli Agústsson frá Flateyri við Önund- arfjörð. Ekki er ætlun mín að rekja hér ævisögu hans, það munu án vafa aðrir gera er gjör þekkja, að- eins örfáir helstu drættir. Hann var fæddur að Kjós í Ár- neshreppi í Strandasýslu þann 6. maí 1910 og ólst þar upp í stórum - *systkinahópi. Ungur missti hann föður sinn og ævistarfið hófst því snemma, svo sem títt var á þeim árum til sveita. Vann hann á búi móður sinnar og stjúpföður. Hugur hans stóð mjög til mennta, enda góðum gáfum gæddur. Á því var þó enginn kostur. Aðeins eitt systk- inanna úr hinum stóra barnahópi var unnt fjárhags vegna að setja til mennta. Hann varð síðar þjóð- kunnur vísindamaður og prófessor við Háskóla íslands, Símon Jóh. Ágústsson. Þó skólagangan yrði því ekki löng var ailt hans líf samfelld þekkingarleit og sjálfsnám. Hann las alla tíð margháttaðan fróðleik og var fús að miðla af þeim þekk- ingarbrunni og liðtækur vel í um- ræðu á fjölmörgum sviðum. Á manndómsárum hans var reist í landi Kjósar síldarverksmiðja og í kringum þann atvinnurekstur reis þorpið í Djúpavík. Meðan það síldar- ævintýr stóð vann hann þar í lýsis- bræðslunni. Er því lauk lagði hann ásamt eiginkonu sinni, Sigurbjörgu Guðmundsdóttur, land undir fót. Hófu þau búskap að Kirkjubóli í Valþjófsdal í Önundarfirði. Reistu þau þar myndarbú, enda húsbónd- inn hagur vei. Eignuðust þau átta böm, öll hið mætasta fólk, enda ekki langt að sækja það. Er stór ættbogi frá þeim kominn. Þau hjón slitu samvistum og flutti Sörli þá til Flateyrar þar sem hann síðan bjó allt til æviloka. Stundaði hann þar sjómennsku á togurum og fiski- bátum bæði frá Flateyri og Súg- andafirði. Það er þá, sem kunningsskapur hans og móður minnar hófst. Hún var þá 39 ára gömul, nýorðin ekkja með sex barna hóp. Gekk hann okkur öllum í föðurstað og reyndist okkur sem hinn besti faðir. Víst er að hefði hans ekki notið við, hefðum við ekki öll náð þar sem við þó erum. Nú er leiðir skiljast um stund, flyt ég Sörla bestu þakkir móður minnar og okkar systkina, tengda- barna og bamabarna fyrir ljúfa og góða samfylgd. Sé hann kært kvaddur. Hafí hann heila þökk fyr- ir alla sína ást og umhyggju. Eg kveð í þeirri góðu vissu, að göfug- menni verði góð heimkoman. Öllum aðstandendum votta ég okkar dýpstu samúð. Guðvarður Kjartansson 0* ,0* e*tna$umnQ í dag í Austurstrœti á morgun í Knnglunni Mikid úrval af pennum af bestu gerð. Sérfrœómgar aðstoða við val. Okeypis áletrun sýningardagana Skrautritun Verið velkomin O ! 111. Sörli Ágústsson hálfbróðir minn er nú fluttur yfir fljótið mikla sem skilur á milli lífs og dauða. Hann andaðist á Hrafnistu að kvöldi 24. nóvember 1988, þá nýkominn frá Vífilsstöðum en hann hafði dvalið þar um hálfs mánaðar skeið, því eitt af því er þjáði hann mjög í seinni tíð var slæmur astmi. Reynd- ar var hann orðinn gjörsamlega útslitinn '\máður því aldrei hafði hann hlíft sér í heimsins striti og byijaði langt um tíma fram að vinna öll hin erfiðustu störf. Eg held að ég segj það satt að eftir fermingar- aldur batt hann hvern heybagga sem bundinn var og önnur vinnu- brögð voru eftir því. Eg sem þessar línur rita er elst af seinna hjóna- bandi mömmu en hún var tvígift og giftist Jóni Danielssyni 1917 og fæddist ég frostaveturinn mikla 1918. Faðir minn var eyfirskrar ættar og heilsuveill þá þegar þótt ekki væri þar aldrinum um að kenna. Móðir mín Petrína Sigrún Guð- mundsdóttir hafði gifst Ágústi Guð- mundssyni í Kjós aldamótaárið 1900 og flust til hans að Kjós. Þá voru tímar aðrir en nú og hafði hún með sér föður sinn Guð- mund Ólason og móður sína Sigríði Pétursdóttur sem þá var fulllærð Ijósmóðir. Hún var það reyndar er hún kom í Árneshrepp og hafði notið meiri menntunar en þá var algengt um ljósmæður. í Arneshreppi kynntist hún svo afa og eignuðust þau bara mömmu. Mamma átti því 5 börn fyrir með Ágústi og voru þau samkvæmt ald- ursröð: Sveinsína elst þá Símon síðan Sigríður þá Sörli og Guð- mundur yngstur. Eina telpu misstu þau unga svo börn Ágústs voru 6. Ágúst Guðmundsson var afburða duglegur maður bæði til lands og sjávar og lærður trésmiður var hann, hafði lært trésmíði í Kaup- mannahöfn það var tekið til þess hvað Kjósar-baðstofan var vel byggð en hana byggði hann áður en mamma fluttist til hans. Hjóna- band þeirra var farsælt þar til Ágúst lést úr lungnabólgu langt um aldur fram en lungnabólgan var þá vágestur sem engin meðul voru til við. Þá tekur Guðmundur Ólason þótt aldraður væri orðinn við búsforráð- um fyrir mömmu og gekk það furðu vel því börnin hjálpuðu til eftir getu, þar til mamma kynntist og giftist pabba 1917 sem áður er sagt. Síðan fæðumst við Ingibjörg, Ágústa og Guðrún Jónsdætur, pabbi var tölu- vert menntaður maður á þeirra tíma vísu. En það sem mér mun þó allt- áf verða minnisstæðast í fari hans var yndisleg söngrödd, einkum var hann stórkostlegur bassi, og hefði komist langt í dag. Þær eru ótaldar allar þær yndis- stundir er hann leiddi í bæinn með sínum fagra söng og við dætur hans sungum allar og eiginlega fékk hann flest heimilisfólkið til að syngja. Pabbi hafði gift sig sem ungur maður Ingibjörgu Þorgríms- dóttur. Þau eignuðust einn son Sig- urð P. Jónsson en Ingibjörg dó er hann fæddist og tók þá Sigurgeir Daníelsson bróðir pabba drenginn í fóstur og ól upp til fullorðins ald- urs. Við fengum því ekki að kynn- ast Sigga fyrr en fermingarárið hans en þá vildi Sigurgeir að hann fengi að kynnast sínum rétta föður og hálfsystrum. Urðu það miklir fagnaðarfundir mjög fljótlega. Hjónaband mömmu og pabba var afburða gott og að æskuheimili mínu mun ég alltaf búa því á þessu mannmarga heimili ríkti ávallt svo mikil gleði og eining. Pabbi hafði flest sín ár starfað ýmist við bókhald eða kennslu og reyndi eftir bestu getu að kenna hálfsystkinum mínum. Símoni héldu engin bönd að fara til náms er hann var tvítugur og var hann mjög mik- ill lærdómsmaður, en pabbi sagði alltaf að ekki hefði Sörli lakari námsgáfur, en þar sem hann var sterkasta vinnuafl heimilisins kom það aldrei til mála enda á þeim árum engin peningageta. En heilsu föður míns hrakar stöð- ugt og árið 1929 deyr hann í sept- ember úr hjartaslagi. Er þá mamma orðin ekkja öðru sinni, ég er þá 12 ára, Gústa 10 og Gunna 8 ára. En um vorið kemur ung og glæsileg kona að Kjós, er það Sigurbjörg Guðmundsdóttir sem er unnusta Sörla. Eftir um það bil ár eignast þau fallega telpu sem er látin heita Jóna eftir föður mínum og Sigur- björg og Sörli gifta sig, en við bú- inu taka þau 1930. Um þetta leyti gýs upp síldaræv- intýrið á Djúpuvík. Þá byggir Sörli sér hús þar og er alltaf starfandi við skilvindurnar í vélarhúsinu á Djúpavík. Sigurbjörg og Sörli voru svo ástfangin hvert af öðru að til þess var tekið og eignuðust þau saman átta mannvænleg og falleg börn. Sveinsína og Alexander flytjast aftur í Kjós, þar til þau byggðu sér einnig hús á Djúpuvík en nytjuðu þó Kjós nokkuð, en leigðu öðrum töluverðar slægjur þar. Hús þeirra stendur þar enn, og mun það mest. vera Skúla Alexanderssyni alþingis- manni og börnum hans að þakka. Því þau fara þangað á sumrin og hafa haldið húsinu vel við. Það er annars mikill töframáttur sem er í þessum afskekkta hreppi að minnsta kosti fyrir þá sem þar hafa alist upp. Hvergi hef ég séð dýrðlegri kvöldfegurð en þar. Fjöllin gnæfa þar há og tignarleg og sjór- inn er eins og spegill. Hvergi hefur mér liðið eins vel og á Kjósar- heimilinu í bernsku og bý ég enn að þeim áhrifum og ég held að öll systkini mín gjöri það líka, en þeim fækkar nú óðum. Guðmundur bróð- ir er nú einn eftir af börnum Ágústs í Kjós og Guðrún yngsta systir okk- ar dó 3. júlí á þessu ári eftir margra ára erfið veikindi. Já þannig er lífsins saga. En hvað Sörla bróður minn varð- ar þá var það algjörlega ófrýnilegt hvað hann komst yfir að lesa þrátt fyrir sína erfiðu vinnu alla tíð. Ég man t.d. mjög vel eftir því að þegar hann las Eiðinn eftir Þorstein Erl- ingsson lærði hann bókina utan- bókar orð fyrir orð. Sörli hélt mikið upp á ljóð Þorsteins eins og fleiri stórskálda þess tíma, seinna kemur Þórbergur Þórðarson til sögunnar Skáldsaga efltir Ingi- björgu Sigurðardóttur Bókaforlag Odds Björnssonar hefúr gefið út bókina Snæbjörg í Sólgörðum eftir Ingibjörgu Sig- urðardóttur. Snæbjörg í Sólgörð- um er 28. bók Ingibjargar Sig- urðardóttur. í kynningu útgefanda segir að í þessari nýjustu skáldsögu sinni leiði Ingibjörg lesandann í spennandi atburðarás, þar sem skiptast á skin og skúrir í lífi vina og elskenda. Á bókarkápu er þessi efniskynn- ing: ..Hendur þeirra mætast á miðri leið yfir gröf Arnheiðar og tengjast fast og heitt. Þannig standa þau hljóð um stund. Hér eftir getur ekkert aðskilið þau nema dauðinn einn . . .“ Bókin er 200 blaðsíður. Prentun og band annaðist Prentverk Odds Björnssonar hf. ..JLJÍUHÍÍH................... < . r >*,, -.Cw*#® Ingibjörg Sigurðardóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.