Morgunblaðið - 02.12.1988, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 02.12.1988, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 1988 Mirming: Margrét Jónsdóttir ^ húsmæðrakennari Fædd 30. maí 1927 Dáin 24. nóvember 1988 Síminn vakti mig snemma morg- uns 24. þessa mánaðar með sínu fuglskvaki að vanda. í símanum var þá ein af skólasystrum mínum úr Húsmæðrakennaraskóla Islands frá árunum 1948—1950 að tilkynna mér lát eins samnemanda okkar, —» Margrétar Jónsdóttur frá Gunn- hildargerði í Tunguhreppi. Ég varð eins og af fjöllum kom- in, vegna þess að ég hafði ekkert heyrt um veikindi hennar. Síðast hafði ég frétt af henni í sumar, þá hafði hún verið á ferð ásamt einka- dóttur sinni hjá skólasystur okkar, sem býr á Vopnafirði, og verið þá eldhress að vanda. Það er skammt á milli skins og skúra í þessu mannlífi. Síðast hitti ég Margréti í afmælisfagnaði, hjá einni af skólasystrum okkar, mynd- arlega og virðulega eins og hún var þegar ég sá hana fyrst. Sjúkdómur hafði hetjað á Margréti í tiltölulega stuttan tíma og lagt hana ómaklega _að velli. Margrét var af sterkum bænda- stofni að austan, dóttir hjónanna Jóns Sigmundssonar og Önnu Ól- afsdóttur, sem bjuggu í Gunnhildar- gerði í Tunguhreppi. Hún var elst átta systkina og hefur því óhjá- kvæmilega komið í hlut hennar að aðstoða foreldrana við bústörfin og uppeldi yngri systkinanna. Þótt bömin væru mörg var hún samt sett til náms í Héraðsskólann að Eiðum og lauk þaðan burtfarar- ♦^'prófi 1945. Eftir skólaveruna á Eið- um gerðist hún bamakennari í Tunguhreppi, þótt ung væri, og kenndi þar í tvö ár. I þá tíð var ekki óalgengt að duglegir héraðs- skólanemendur væru ráðnir, að prófi loknu, til að kenna börnum upp til sveita. Margrét var bóknámsmanneskja, sagði ein vinkona hennar og víðles- in, enda bar námsárangur hennar þess glöggan vott. Hefði hún valið bóknámsleiðina, hefði hún komist langt í þeim efnum. Hún valdi verknámsleiðina til að komast sem fyrst út á vinnumarkaðinn, sjálfsagt hafa fjárráð hennar þar ráðið miklu. Ég hugsa nú til skóladaganna í — Húsmæðrakennaraskóla Islands. Það var glaður og feginn hópur sem gekk út úr skólanum, að afloknum prófum á vordegi 1950, eftir súra og sæla daga í tvö ár. Margrét Jónsdóttir, sem nú er kvödd, var ein í þeim hópi. Hún var skólaskáld- ið okkar og skólavísur efitr hana hafa verið einskonar þjóðsöngur hjá okkur skólasystrunum þegar við höfum komið saman. Eftir námið í Húsmæðrakennara- skóla Islands var Margrét þrjú ár kennari á Löngumýri en vann jafn- framt á sumrin við hótelstörf. Hún var síðan þrjú ár við framhaldsnám í Danmörku. Árið 1963 giftist Margrét Gunn- ari Höskuldssyni, syni Höskuldar Baldvinssonar verkfræðings og konu hans, Þórdísar Ragnhildar Björnsdóttur. Með honum eignaðist hún einkadótturina Sigurlaugu Urði blaðamann. Gunnar andaðist 1972 af afleið- ingum slyss sem hann varð fyrir þegar hann var við rannsóknarstörf fyrir Orkustofnun vestur á Snæ- fellsnesi. Harmur Margrétar við andlát Gunnars var djúpur, þótt ekki bæri hún það utan á sér. Þá stóð hún ein uppi með litlu stúlkuna þeirra 5 ára. Síðustu árin starfaði Margrét í Seðlabanka íslands. Ég sé nú Margréti skólasystur mína fyrir mér í anda eins og ég sá hana fyrst, er hún gekk inn gólfið að skólasetningu Húsmæðra- kennaraskóla Islands, fyrir tugum ára. Hún gekk þá „fögrum, réttum skrefum og bar höfuðið átt“ eins og stendur í Konungs Skuggsjá, en sú bók var notuð sem undirstöðuat- riði við kennslu í háttvísi í Hús- mæðrakennaraskólanum. Sömu ákveðnu skrefunum gekk hún út úr skólanum að loknum skólaslitum, nema þá ef til vill með örlítið meiri fyrirmannssvip. Við skólasysturnar minnumst Margrétar eða Möggu eins og við kölluðum hana, með virðingu og þakklæti og þykjumst nokkuð vissar um að hún hafi fá eða engin vanhugsuð spor stigið í lífinu. Ungu stúlkunni hennar Margrét- ar, Sigurlaugu Urði, og öðrum ást- vinum og vinum hennar, vil ég fyr- ir hönd okkar skólasystra lýsa ein- lægri hluttekningu. Við söknum Margrétar sárt úr skólasystrahópn- um. Fari hún í friði og Guð blessi minninguna um hana. Jensína Halldórsdóttir Þar sem góðir menn fara, þar eru Guðs vegir. Þannig vil ég kveðja Margréti Jónsdóttur frá Gunnhild- argerði í Hróarstungu. Margrét var elst a_f átta börnum þeirra hjóna, Önnu Olafsdóttur og Jóns Sigmundssonar í Gunnhildar- gerði og sú fyrsta af hópnum sem kveður. Þau hjón höfðu mikið barnalán. Það tel ég mesta lán lífsins, sem fáum hlotnast. Margrét var vitur kona og vel menntuð, kunni að velja sér lesefni og krufði hlutina til mergjar. Ung byijaði hún að afla sér menntunar, fyrst á Alþýðuskólanum á Eiðum, því merka menntasetri. Þar voru oft menn sem sköruðu framúr, bæði í stjómun og kennslu. Hér heima lauk hún húsmæðrakennara- námi 1950. Hún kenndi við Hús- mæðraskólann á Löngumýri við góðan orðstír. Þaðan fær hún góða umsögn frá samkennurum og nem- endum. Síðan fór hún í framhalds- nám til Danmerkur og dvaldi þar í nokkur ár. Margrét fluttist heim, giftist fjöl- hæfum gáfumanni, Gunnari Hös- kuldssyni. Hann fórst af slysförum 1972. Þá stóð Margrét ein með unga dóttur þeirra hjóna, Sigur- laugu Urði, f. 1967. Hún menntaði dóttur sína, vann mikið, var matráðskona Lands- banka og Seðlabanka í 18 ár en vann síðustu ár skrifstofustörf í Seðlabanka Islands. Margrét ferðaðist mikið, alltaf með fullri eftirtekt. Hun hafði opinn huga fyrir öllu fögm og'fróðlegu. Ég var svo heppin að heyra frásögn hennar um ferðalögin. Það er ógleymanlegt. Síðasta langferðin, sem hún fór, var til Jerúsalem og Egyptalands. Þeirrar ferðar naut hún í ríkum mæli. Þá var hún löngu búin að fá þann sjúkdóm, er varð henni að aldurtila, samt fór hún allt með samferðafólkinu. Hún tók saman allt ’það helsta frá ferðinni og gaf okkur hjónum. Við vorum að fara í sömu ferð, það var mikill stuðningur. Þetta er jitri raminn, konan sem aldrei gafst upp. Síðustu fimm til sex árin barðist hún við sjúkdóm, sem flestir falla fyrir. Þrautirnar voru miklar, en aldrei tapaði hún reisn sinni. I hvert skipti, sem mað- ur kom til hennar, fór maður ríkari til baka. Ég þakka árin, sem við þekkt- umst, óskaði að þau hefðu verið fleiri. Hjartanleg samúð til Urðar, dótt- ur hennar, sem minnist gáfaðrar, kærleiksríkrar móður. Öllum henn- ar ættmönnum og vinum sendi ég samúðarkvedjur. Magnea Hjálmarsdóttir Margrét Jonsdóttir frá Gunn- hildargerði, Hróarstungu, lézt i Landakotsspítala þann 24. nóvem- ber síðastliðinn. Baráttu hennar við illvígan sjúkdóm er lokið. Margrét var fædd 30. maí 1927. Hún var elzt átta barna hjónanna Önnu Ólafsdóttur og Jóns Sig- mundssonar, búenda í Gunnhildar- gerði og ólst þar upp. Margrét stundaði nám við Al- þýðuskólann á Eiðum árin 1943— 1945 og kenndi börnum víða á bæjum í Hróarstungu 1946—1948. Vorið 1948 urðu nokkur þáttaskil þegar þær systur, hún og Guðrún Ingibjörg, hleyptu heimdraganum og réðu sig yfir sumarmánuðina í kaupavinnu austur í Ölfusi, Margrét að Núpum en Guðrún að Bakka. Um haustið fór Margrét í Hús- mæðrakennaraskólann, sem þá var til húsa í kjallara Háskóla Islands, og lauk hún námi þar um vorið 1950. Hún kenndi síðan þijá vetur árin 1950—1953 við húsmæðra- skólann að Löngumýri, Skagafirði. Síðan lá leiðin til Kaupmannahafn- ar. Þar dvaldi Margrét í tvö ár við framhaldsnám og vinnu. Eftir heim- komuna vann Margrét við mat- reiðslustörf og réðst til starfa sem matráðskona við Landsbankann 1957 og starfaði þar samfleytt í átján ár. Þá breytti hún til og hóf skrifstofustörf í Seðlabanka Is- lands. Þar lét hún af störfum vegna veikinda í ágúst síðastliðnum. Margrét giftist árið 1963 Gunn- ari Höskuldssyni, skrifstofumanni. Foreldrar Gunnars voru Höskuldur Baldvinsson, verkfræðingur, og Þórdís Ragnhildur Björnsdóttir. Þau eru bæði látin. Sambúð Mar- grétar og Gunnars stóð til ársins 1972, er Gunnar lézt af slysförum. Þá var dóttir þeirra, Sigurlaug Urð- ur, nýlega orðin fimm ára gömul og Bjöm, sonur Gunnars, á sext- ánda ári. Þau hjón höfðu skömmu áður fest kaup á húseigninni Sam- túni 14 í Reykjavík. Þar hélt Mar- grét síðan heimili með dóttur sinni. Ég minnist Margrétar frá bemsku minni sem góðrar frænku, sem gaf sér ávallt tíma til þess að spjalla við okkur bræðuma. Hún kom oft á heimili foreldra minna. Ávallt var hún boðin og búin að rétta þeim hjálparhönd. Foreldrar mínir minnast hennar með þakk- læti fyrir einlæga greiðvikni alla tíð. Margrét var vel máli farin, hafði góða kímnigáfu og átti létt með að koma fyrir sig orði bæði í ræðu og riti. Framkoma hennar var bæði ljúf og geðþekk, og kurteisi var henni í blóð borin. Margrét átti dijúgan þátt í undir- búningi og gerð bókar um Gunn- hildargerðisætt, niðjatal afa okkar og ömmu, Sigmundar Jónssonar og Guðrúnar Ingibjargar Sigfúsdóttur. Fyrir skömmu var ég við sjúkra- beð Margrétar og þar var einnig lítil frænka hennar stödd. Eftir stutt samtal þeirra í milli rétti hún Margréti lítinn hlut og bað hana að eiga. Þetta lítilræði hafði barnið keypt fyrr um daginn. Margrét þakkaði henni fyrir á einkar næman hátt. Hafi barnssálin eitt augnablik séð eftir gjöfínni var sú eftirsjá orðin af óblandinni ánægju yfir að hafa glatt veika frænku. Þannig kunni Margrét að umgangast smá- fólk. Ég og íjölskylda mín sendum Urði, systkinum Margrétar og öðr- um vandamönnum samúðarkveðjur. Sár er móðurmissir, sár er syst- urmissir, en lát birtu minninga um Margréti Jónsdóttur lýsa nú í skammdeginu og um framtíð. Rúnar Sigfússon Margs er að minnast, margt er hér að þakka, Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna, Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem) Vinkona mín og skólasystir er látin eftir langt og erfitt veikinda- stríð. Þar sem leiðir okkar hafa leg- ið mikið saman um ævina finn ég hjá mér löngum til að minnast henn- ar með nokkrum orðum. Við kynntumst ungar á æsku- stöðvum okkar austur á Fljótsdals- héraði og fór þá þegar vel á með okkur. Haustið 1948 hófum við nám við Húsmæðrakennaraskóla íslands og lukum þaðan prófi 1950. Að loknu námi fórum við að kenna við sitt hvom húsmæðraskólann; Magga við Löngumýrarskóla, ég við Varmalandsskóla. Þó vík væri milli vina hélst sambandið, því við heimsóttum Jivora aðra í skólana okkur til fræðslu og ánægju. Á sumrin unnum við síðan saman við sumarhótelið á Laugarvatni, hjá Eysteini Jóhannssyni hótelstjóra. Hann hafði lært matreiðslu í Dan- mörku og unnið á hótelum víða um heim. Eysteini fannst við of ungar til að vera lokaðar inni á húsmæðra- skóla, bestu ár ævinnar. Hann benti okkur á að víka sjóndeildarhringinn og fara til Danmerkur og fullnuma okkur í matreiðslu, svo sem köldum mat og smurbrauðsgerð. Haustið 1953 fórum við til Kaupmannahafn- ar og hófum nám hjá Oscari David- sen, einu elsta og þekktasta smur- brauðsfyrirtæki í Danmörku. Á þessum tveimur Kaupmanna- hafnarárum kynntumst við Magga enn betur; í nýju umhverfi, fjarri ættingjum og vinum þar sem allt var framandi. Þessi ár voru skemmtileg og þroskandi. Við ferð- uðumst töluvert um Danmörku og fórum í vinahópi til Ítalíu. Síðar á ævinni gátum við oft yljað okkur við skemmtilegar minningar frá þessum árum. Eftir heimkomuna voru við bú- settar í Reykjavík og vinátta okkar hélst í gegnum súrt og sætt. Á erfið- um stundum í lífi mínu var Magga ávallt fyrst til að rétta hjálparhönd. í henni fann ég alltaf traustan og góðan vin. Magga var mjög sterkur persónuleiki, hafði ákveðnar skoð- anir á mönnum og málefnum. Hún var mjög greind kona og vel lesin, sérlega minnug og fylgdist vel með öllu sem var að gerast, hvort heldur var í þjóðmálum eða á erlendum vettvangi. Magga hafði mikinn áhuga á andlegum málefnum og trúði statt og stöðugt á að tilvist hennar héldi áfram eftir líkamsdauðann og var þessi trú henni mikil hjálp í erfiðum veikindum. í ljósi þessarar skoðunar getum við ályktað að þegar fólk deyi á góðum aldri hafi almættið kallað sálina til annarra og meiri starfa. Dótturinni Urði, sem Magga átti með manni sínum, Gunnar Hös- kuldssyni, reyndist hún sérlega góð móðir og mun Urður búa alla ævi að þeiri óvenju góðu uppfræðslu og uppeldi sem hún hlaut á heimili móður sinnar. Á kveðjustund þakka ég vinkonu minni samfylgdina og órofa tryggð. Ég óska henni fararheilla á nýju tilverustigi og veit að hún á góða heimkomu. Urði og öðrum vanda- mönnum votta ég innilega samúð. Sigurbjörg Einarsdóttir Mér hugstæð vinkona, Margrét Jónsdóttir frá Gunnhildargerði, er látin, langt um aldur fram eftir glímu undanfarin ár við sjúkdóm, sem hún bar með hugrekki og þreki þar til yfir lauk. Ollum, sem til hennar þekktu, er hún harmdauði. Á seinni árum lágu leiðir okkar sjaldnar saman, en þó nógu oft til þess að ég sannfærðist um að hún átti góða og göfuga sál. Hún var hugþekk öllum, sem til þekktu og manni leið undarlega vel í návist hennar. Ég lít svo á að út frá öllum mönnum stafi mismunandi út- streymi, allt eftir þeim hughrifum sem þeir eru í það og það skiptið og í samræmi við eðlisþætti skapgerð- arinnar. Út frá því skýrist það, hversu mönnum líður betur í návist eins en annars. í návist fárra hefur mér liðið betur en þessarar horfnu vinkonu minnar. Það var sem út frá henni streymdi ylur og kærleiki í meiri fyllingu en menn almennt eiga að venjast og yfir framkomu hennar hvíldi einhver þokki, er virtist leiða mann og laða til samveru. Að þess- ari tilfinningu má vel hafa hlúð eðlislæg prúðmennska hennar, samfara tign yfir svip og sýn, góð- ir vitsmunir, gjörhygli og listrænn andi. Margrét fæddist á næsta bæ við mitt heimili hinn 30. maí 1927. Hún var elst af átta börnum hjónanna Onnu Olafsdóttur og Jóns Sig- mundssonar, sem lengi bjuggu rausnarbúi í Gunnhildargerði í Hró- arstungu. Ég ætla mér ekki út í ættfærslu, því eflaust verður það gert af öðrum mér færari. Ég þekkti Margréti frá blautu bamsbeini, því mikill samgangur og vinátta var á milli fjölskyldna okkar. Ég sá þessa ungu stúlku vaxa og dafna og verða sómi sinnar fjölskyldu og byggðarlags. En ég finn, að gætu ásamir og mýrar- sundin okkar grátið, þá myndu þau gera það við brottför Margrétar, eins og ég geri sjálfur innra með mér. Sem ég gat um áður, þá fækkaði samfundum hin seinni ár, en ætíð fylgdist maður með lífshlaupi henn- ar, gleði, sorgum og hamingju. Ég vissi um styrk hennar og þor, sem er eðlislæg kynfylgja ættar hennar, þrek hennar til að mæta erfiðleikum og axla þá í vonlausri baráttu við illvígan sjúkdóm sem hún að lyktum hneig fyrir. Ég var alltaf á leiðinni til að heimsækja hana á sjúkrahúsið en eins og svo oft áður, þá varð ég of seinn. Ég sendi því kveðju mína og þakkir út yfír gröf og dauða í þeirri vissu að dauðinn sé ekki nema augnabliks húm, en líf sé að baki og fyrir stafni. Við hjónin þökkum kynnin við « ||jf í verslanir efi \\r \ íel Igino |
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.