Morgunblaðið - 02.12.1988, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.12.1988, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 1988 Sauðfjárafurðir: Sláturleyfishafar greiða 7 5% innleggs Fullnaðaruppgjör um miðjan mán- uðinn, segir landbúnaðarráðherra SLÁTURLEYFISHAFAR hafa nú fengið afurðalán fyrir um 67% af framleiðslukostnaði innlagðra sauðQárafnrða í haust. Gunnar Guð- bjartsson starfsmaður Landssambands sláturleyfíshafa telur að slát- urleyfishafarnir reyni í framhaldi af þessu að greiða sauðfjárbænd- um inn á innlegg þeirra og sagði að stjórn samtakanna mælti með að greidd verði 75% innleggsins. Frumgreiðslu sauðfjárafurða áttu bændur að fá 15. október og hefur oftast verið miðað við að hún væri 75% innleggsins en loka- greiðsluna eiga þeir að fá fyrir 15. desember. Almennt greiddu slátur- leyfishafar talsvert innan við helm- ing afurðanna í október og eru bændumir því að fá frumgreiðsluna nú. Gunnar Guðbjartsson telur að 75% innleggsins verði vaxtafært frá 15. október þó bændumir fengju peningana ekki fyrr en nú. Steingrímur J. Sigfússon land- búnaðarráðherra segir að búið sé að ryðja þeim hindrunum úr vegi sem tafíð hafa uppgjör við bændur og ætti að vera tryggt að þeir fengju að fullu uppgert um miðjan mánuðinn í'Samræmi við búvörulög- in. Hann segir að vandinn vegna fjármögnunar gömlu birgðanna hefði verið leystur með því að Seðla- bankinn veitti þeim viðskiptabönk- um sem veittu afurðalán í land- búnaði tímabundna fyrirgreiðslu til að standa undir þeim. Bankamir myndu hækka afurðalán sín um miðjan desember og þá myndi ríkið veita svokallað staðgreiðslulán. Gunnar Guðbjartsson segir að enn séu óleyst vandamál sem skertu greiðslugetu sláturleyfíshafanna. Ogreitt væri vaxta- og geymslu- gjald að flárhæð 130-140 milljónir og útflutningsbætur að fjárhæð 125 milljónir kr. Þessi mál sagði hann að snem bæði beint að ríkinu. Hann sagði að full afurðalán og stað- greiðslulán ríkisins fengjust ekki fyrr en fyrir skýrlur um framleiðsl- una væm tilbúnar, þannig að ljóst væri hvað mikil framleiðsla væri innan fullvirðisréttar. Illa gengi að safna upplýsum um framleiðslu ein- stakra bænda frá sumum slátur- leyfíshöfum, en vonast væri til að verkinu lyki fyrir miðjan mánuð, þannig að bændur fengju peninga sína. VEÐURHORFUR í DAG, 2. DESEMBER 1988 YFIRLIT f GÆR: Yfir Skandinavíu er 1.022 mb hæð en yfir Noröur- Grænlandi er 960 mb lægö á leið norð-austur. Á suö-vestanverðu Grænlandshafi er 980 mb lægð, sem þokast aust-norð-austur. Dálltið kólnar í veðri en áfram veröur frostiaust um allt land. SPÁ: Suð-vestanátt, kaldi eða stinningskaldí. Slydduél suðvestan- og vestanlands, en úrkomulaust í öðrum landshlutum. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á LAUGARDAG: Hæg suðlæg ótt á Norður- og Vestur- landi með snjó- eða slydduóljum um landið vestan-vert, en austan- og norð-austanótt á Suö-austurlandi með skúrum. Hiti 0-6 stig. HORFUR A SUNNUDAG: Norö-austlæg átt og kóinandi veður með éljagangi norðanlands. Slydda á Austurlandi en að mestu þurrt á Suður- og Vesturlandi. •D- V: x Norðan, 4 vindstig: ^ Vindörin sýnir vind- Heiðskírt stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður Léttskýjað er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning Hálfskýjað / r / Skýjað * / * / * / * Slydda / * / Alskýjað # * * * * * * Snjókoma •| 0' Hitastig: 10 gráður á Celsius ý Skúrir * V El — Þoka = Þokumóða ’, > Súld OO Mistur —J- Skafrenningur [T Þrumuveður xm, VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri 9 skýjað Reykjavík S léttskýjaft Bergen +1 hálfskýjað Helsinki +11 heiðskírt Kaupmannah. +1 snjókoma Narssarssuaq 1 rigning Nuuk 4 snjókoma Osló +11 léttskýjað Stokkhólmur +10 léttskýjað Þórshöfn 6 skýjað Algarve 18 skýjað Amsterdam 0 súld Barcelona 15 láttsýjað Chicago 2 alskýjað Feneyjar 8 rigning Frankfurt 11 skýjað Glasgow S skýjað Hamborg +2 snjókoma Las Palmas 21 alskýjað London 7 mistur Los Angelos 12 heiðskfrt Lúxemborg 7 þokumóða Madríd 11 skýjað Malaga 18 léttskýjað Maliorca 15 skýjað Montreal 3 skýjað New York 6 léttskýjað Parfs 9 skýjað Róm 17 alskýjað San Diego 9 heiðskírt Winnipeg +9 hálfskýjað Morgunblaðið/Kári Jónsson Vegaskemmdir á Gerðhamradal eftir vatnavexti í síðustu viku. Dýrafjörður: Skemmdir á „Sands- vegi“ vegna vatnavaxta Núpi, Dýrafirði. MIKLIR vatnavextir ollu stór- skemmdum á veginum út á Ingj- aldssand. Rofnaði vegurinn með öllu á þremur stöðum á um 150 metra kafla. Mikil hlýindi voru alla síðustu viku eftir nokkurt frost. Þetta hefur valdið því að flestir malarvegir á Vestflörðum hafa verið’ þungfærir vegna aurbleytu og með þungatak- mörkunum seinnipart vikunnar, allt niður í tvö tonn. Síðan bætti ekki úr mikil úrkoma fimmtudag og fostudag, sem ollu asahláku í Dýra- fírði. Ræsi í veginum upp á Sands- heiði, um miðjan Gerðhamradal, stíflaðist og rann vatn yfír veginn á um 150 metra kafla. Um hádegis- bil á föstudag var vatnsflaumurinn hvað mestur og rofnaði þá vegurinn á þremur stöðum. Þá hafði verið reynt að opna ræsið með lítilli vél- gröfu en hún var frá að hverfa vegna vatnsflaums. í þann mund er vegurinn brast voru vegfarendur að búa sig til yfírferðar. Má telja mildi að þeir voru ekki augnabliki fyrr á ferðinni. Á laugardag var síðan hægt að heijast handa við viðgerð á veginum með stórvirkum vinnuvélum. - Kárí Félagsmálaráðuneytið um oddvitadeiluna á Skagaströnd: Oddvitinn kosinn út kjörtímabilið FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur látið það álit í ljós að oddvita- kjör í Höfðahreppi (Skagaströnd) skuli næst fara fram eftir næstu hreppsnefhdarkosningar. Nýr meirihluti sem myndaður var fyrr á þessu ári taldi að oddvitinn sem kosinn var til fjögurra ára eftir síðustu kosningar skyldi víkja þannig að þeir fengju að kjósa nýjan en oddvitinn neitaði og var þvi leitað úrskurðar félagsmálaráðuneyt- isins. Eftir síðustu hreppsnefndarkosn- ingar stóðu fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins, sem eru tveir, og fulltrúi Alþýðuflokksins saman að kosning- um í nefndir og áhrifastöður og var Adolf J. Bemdsen efsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins kjörinn oddviti til fjögurra ára. Fyrr á þessu ári slitnaði upp úr samvinnu þess- ara manna og myndaði fulltrúi Al- þýðuflokksins formlegan meirihluta með fulltrúum Alþýðubandalags og Framsóknarflokks. Adolf varð ekki við kröfu nýja meirihlutans um að segja af sér þannig að hægt væri að kjósa nýjan oddvita. Vitnaði nýi meirihlutinn m.a. í breytingar sem orðið hafa á sveitarstjómarlögum og samþykktum sveitarfélagsins þar sem kveðið er á um að oddviti skuli kosinn árlega. Ágreiningnum var skotið til fé- lagsmálaráðuneytisins sem nýlega lét það álit í Ijósi, samkvæmt upp- lýsingum Berglindar Ásgeirsdóttur ráðuneytisstjóra, að kjör oddvitans hafí farið fram samkvæmt gömlu lögunum og gilti' út kjörtímabil hreppsnefndarmannanna. A hreppsnefndarfundi þar sem álit ráðuneytisins var kynnt létu fulltrúar meirihlutans bóka að þeir gætu ekki litið á núverandi oddvita sem fulltrúa sveitarfélagsins út á við en Adolf sagðist hafa samþykkt þeirra að engfu. Rækjuskipið Hersir til sölu Rækjuskipið Hersir HF 227 hef- ur nú verið auglýst til sölu. Skip- ið er búið til frystingar um borð. Sigurður Bjömsson, fram- kvæmdastjóri íslenzkra matvæla og einn eigenda skipsins, sagði í sam- tali við Morgunblaðið að ástæða sölunnar væri erfiður rekstur. Rækjuafli á togtíma hefði farið minnkandi undanfarin ár, rækjuafli í ár hefði verið minni en heimilt hefði verið og fyrirsjáanlegur sam- dráttur á næsta ár. Rekstur skips- ins væri ekki í neinum beinum tengslum við. fyrirtækið og vafa- laust gengi betur að reka það, væri það til dæmis í eigu rækjuverk- smiðju. Hersir hét áður Hafrenningur og er tæp 300 tonn. Hann var byggður í Danmörku 1976, fluttur inn 1980 og yfirbyggður sama ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.