Morgunblaðið - 02.12.1988, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 02.12.1988, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 1988 51 Opið í kvöld og annað kvöld kl. 22-03 FJÖR í FYRIRRÚMI!! SÁLIN HANS JÓNS MÍNS Söfnuðurinn fær jafn mjúka með- höndlun í myndinni sem í sögunni og einvalalið danskra leikara holdi klæðir hann af snilli. Þá er einkar ánægjulegt að sjá sænska stórleikar- ann Jarl Kulle á nýjan leik, sposkur leikur hans glæðir myndina nauðsyn- legri kímni. Enginn er þó betri en Audran, þessi kunna, franska leik- kona, þekktust fyrir htutverk í mynd- um manns síns, Claude Chabrol, sem flest eru harla ólík þessu. Hún á með sinni óaðfinnanlegu persónusköpun, ríkan þátt í að gera smásöguna henn- ar Blixen að veruleika. Sem fyrr segir, hefur Axel (sem hér er í ljósárafjariægð frá Rauðu skikkjunni) gert kraftaverk, skapað nánast snuðrulausa mynd og handrit sem skilar snilldarlega blæbrigðum sögunnar. Eftirsjá liðinna tækifæra, ónýttra ástarævintýra og tómlegrar æsku. Lífsferli í skugga strangrar trúar og ónýttrar sköpunarþarfar. En tilfinningamar falla í réttan far- veg, Gestaboð Babettu skilur áhorf- andann eftir í ljúfu og jákvæðu sálar- ástandi. Slík áhrifasköpun stafar af snilldargáfu. Oss er boðið til glæstr- ar veislu, njótið heil. DAUÐAGILDRA Stjörnubíó: Vetur dauðans — „Dead Of Wint- er“ ★ ★ Leikstjóri Arthur Penn. Aðalleik- endur Mary Steenburgen, Roddy McDowall, Jan Rubes, William Russ, Ken Pouge. Bandarísk. United Artists 1987. 98 mín. Nýtt ár er að ganga í garð og Steenburgen sem leikur kolblanka leikkonu sem grípur fegins hendi fyrsta atvinnutilboði. A hún að ganga inní aðalhlutverk í kvikmynd sem verið er að taka norður undir landamærum Kanada. Leysa af hólmi stöllu sína sem þoldi víst ekki álagið. Þegar norður er komið fer Steenburgen í prufuupptöku undir handleiðslu framleiðandans (Rubes) og aðstoðarmanns hans (McDow- all). Fer hún fram á heldur óhugn- anlegu sveitasetri og ekki eru heim- ilismennirnir tveir þekkilegri. Steenburgen kemst fljótlega að raun um að ekki er allt sem skyldi, heldur er hún orðinn leiksoppur tvímenninganna í banvænum fjár- kúgunaráformum þeirra. Nokkuð spennandi og geigvæn- legur þriller, sem á köflum getur einsvel flokkast undir hrollvekju. Leikhópurínn er dágóður, ekki síst Steenburgen í þreföldu hlutverki. Rubes tekur þó talsvert á taugarn- ar, þar sem manngarmurinn treður nú í annað skipti á örfáum dögum uppí fádæma andstyggilegu hlut- verki í kvikmyndahúsinu. Karl virð- ist nokkuð fágaður leikari og velur sér vonandi hugnanlegri hlutverk á næsturini. Sagan er glompótt og þolir illa nærskoðun en keyrslan, undir annars meðalmennskulegri leikstjórn Penns er góð og fyllir í eyðurnar. Þessi fyrrum afbragðs- leikstjóri (Bonnie And Clyde, Little Big Man, Alice’s Restaurant, ofl. ofl) virðist vera farinn að slaka heldur betur á klónni. velflestum aðdáendum Kundera til mikillar ánægju. Afrek Axels er ekki síðra. Babette (Audran), flóttamaður úr frönsku kommúnubyltingunni, birtist skyndilega í strangtrúuðu samfélagi lútherskra í smábæ á Jótlandi. Þar svífur yfir vötnunum andi strangra siðareglna prestsins sem þjónaði þar til skamms tíma. Babette fær ein- mitt inni sem matráðskona hjá dætr- um hans, sem ótrauðar halda merki föður síns á lofti. 14 ár líða, Babette fellur inní lífsmunstur bæjarbúa og einu tengsl hennar við Frakkland er happdrættismiði sem er endurnýjað- ur fyrir hana árlega. Og þá kemur að því að þessi dularfulla kona hlýtur stóra vinninginn. Nú reikna bæjarbú- ar með að Babette hverfi á braut, en í stað þess krefst hún að fá að halda söfnuðinum ekta, franskt kvöldverð- arboð. Og það kemur á daginn að Babette er stórkostlegur listamaður potta og panna, og að hún var yfir- matreiðslumeistari eins besta eðal- matsölustaðar háborgar matargerð- arlistarinnar, Parísar, fyrir bylting- una. Úr hnossgætinu sem hún fær sent frá Frans, og telur m.a. skjaldböku, kornhænsni, styijuhrogn, jarðsveppi, gimilegasta grænmeti og ávexti, auk höfugra eðalvína hárréttra árganga, skapar hún þvílíkt meistarastykki matargerðarlistarinnar að forpokað- ur söfnuðurinn má vart mæla sökum fullnægju sálar og líkama. Ótti hans við reiði Guðs vegna hinna pápísku ósiða sem þeir álitu hið konunglega kvöldverðarboð, er horfinn sem dögg fyrir sólu. Og Babette hefur sannað að listamaður er alltaf listamaður, svo fremi hann fái tækifæri að sanna hvað í honum býr. Aðstæður og umhverfi skipta ekki máli. Setið að hinum konunglega kvöldverði í Gestaboði Babette. ÞVÍLÍK VEISLA! markaðnum í ár, Gestaboð Babettu, er, líkt og efnið, einstæð stórveisla sem öltum ætti að falla í geð og minnir okkur blessunarlega á að til er annað og betra á kvikmyndamark- aðnum en afþreying og augnabliks- gaman. Myndin er unnin af snilld, tónn hennar er svo hlýr að maður svífur útaf sýningunni og skamm- degið bjartara og notalegra eftir en áður. Efnið, sótt í smásögu eftir Karen Blixen, er ekki á hvers manns færi að flytja yfir á filmu, en á undan- fömum árum hafa a.m.k. þrír leik- stjórar lagt í áður álitin ófilmandi bókmenntaverk og skilað meiningu þeirra af sér með sæmd á hvíta tjald- ið; þ.e. Dauðinn, eftir John heitinn Huston, sem byggð er á samnefndri smásögu James Joyce, og Óbærileg- ur léttleiki tilverunnar, sem Kaufman sneri laglega yfir í kvikmyndagerð, Kvikmyndir GOMLU DANSARNIR f kvöld frá kl. 21.00-03.00. Hljómsveitin DANSSPORIÐ ásamt söngvurunum Örnu Þor- stoinsogQrMarl. Dansstuðiðer ÍÁRTÚNI. stmns og uratorí. Vagnhöfða 11, Reykjavík, s(mi 685090. Sæbjörn Valdimarsson Regnboginn: Gestaboð Babettu - Babettes Gæstebud Leikstjóri og handritshöfundur, eftir smásögu Karen Blixen, Gabriel Axel. Kvikmyndatöku- stjóri Henning Kristiansen. Tón- list Per Nörgard. Aðalleikendur Sthépane Audran, Birgitte Fed- erspiel, Bodil Kjer, Jarl Kulle, Jean-Philippe Lafont, Vibeke Has- trup, Hanne Stensgaard, Ebbe Rode, Preben Lerdorff Rye, Bibi Anderson, Axel Ströbye, Bendt Rothe. Dönsk. Nordisk Film 1987. Ein ljúfasta mynd síðari ára, glæsileg endurkoma Axels og Öskarsverðlaunaþegi sem besta er- lenda kvikmyndaverkið á bandaríska með nýjasta smell sinn „Þig bara þig“ og öll hin hressu lögin sín. — Sem sagt, dúndurstuö á staðnum!!! Á IMEÐRI HÆÐ: BEIMSOIM Sjáumst hress!!! 20 ára + 750 kr. /íl/il/IDEIJS ÞÓRSC/IEÉ Brautarholti 20, símar: 23333 & 23335. il\/;mVv\A OGFÉIAGAR ------hötel SAGA S. 29900
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.