Morgunblaðið - 02.12.1988, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.12.1988, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 1988 Hugleiðing um nýja skipan húsa á reitnum ofan við menntaskólann eftirHeimi Þorleifsson Á svæði því sem markast af menntaskólahúsinu og íþöku að neðan eða vestan og húsunum við Þingholtsstræti að ofan eða austan eru nú 7 byggingar. Næst skólanum eru Fjósið svokallaða og íþróttahús- ið, sem mynda efri mörk skóla- portsins. Þá koma húsin Amt- mannsstígur 2 og Amtmannsstígur 2B eða KFUM húsið, sem standa við nokkurs konar blindgötu, sem aldrei hefur borið nafn, en lá áður að olíuporti, þar sem stóðu kofar, sem báru götuheitið Amtmanns- stígur 2C (teikning). Ofan við blind- götuna er húsið Ámtmannsstígur 4A en lóðin Amtmannsstígur 4 er auð. Bókhlöðustígsmegin á þessum umrædda reit er svo Bókhlöðustígur 7, sem nú er kallað Villa nova og húsið Casa nova, sem ætti líklega að vera Bókhlöðustígur 9, ef það bæri götunúmer. Menntaskólahúsið og bókasafns- húsið íþaka hafa ávallt myndað eðlilegan hluta húsaraðarinnar austan við Lækinn, einhverrar elztu húsaraðar í Reykjavík. Húsaröðin við Þingholtsstræti er einnig heil, en allt öðru máli gegnir um Amt- mannsstíg og Bókhlöðustíg. Þar eru eyður í götumyndina, hús snúagöfl- um að þessum götum eða þau eru allfjarri götunni eins og KFUM húsið. Þessu þyrfti að breyta og má e.t.v. gera um leið og rými væri myndað fyrir nýbyggingar fyr- ir Menntaskólann í Reykjavík. Skal þess nú freistað að gera grein fyrir slíkum hugmyndum, en þær mundu fela í sér flutning á tveimur húsum að þessum götum og brottflutning þriggja húsa. 1. húsið Amtmannsstígur 2B (KFUM húsið) yrði flutt að hluta á lóðina Amtmannsstígur 4. Þetta væri eldri hluti hússins og Menntaskólinn og umhverfi hans. sá, sem er úr timbri, en yngri hluti þess og sá sem er úr stein- steypu, yrði brotinn niður. Um leið mætti e.t.v. færa húsið til upphaflegs útlits eftir því sem þurfa þætti, td. gluggum. Þess skal getið, að fyrir tveimur áram var til umræðu að ríkið keypti KFUM húsið handa MR, en ekki varð af þeim kaupum vegna ágreinings um verð. Þá var talað um að rífa húsið allt vegna bygg- ingaframkvæmda, en ef eldri hluti þess yrði varðveittur mætti hafa þar áfram einhverja starf- semi KFUM í miðbænum og t.d. minningarherbergi um séra Friðrik Friðriksson. 2. Húsið Amtmannsstígur 4A yrði fjarlægt. 3. Húsið Bókhlöðustígur 7 yrði fjarlægt. 4. Fjósið svokallaða yrði flutt frá sínum gamla stað og sett niður við Bókhlöðustíg og þá gegnt Stöðlakoti, sem nú hefur verið endurreist af miklum myndar- brag. Það mætti nota áfram sem kennsluhúsnæði fyrir kennslu- greinar, sem ekki þyrftu mikinn tækjakost. 5. Leikfimihúsið gamla yrði rifið eða ef mönnum sýndist svo að það ætti að varðveita, mætti flytja það á íþróttasvæðið í Laugardal og gera það að safna- FANGINN OG DOMARINN Þáttur af Sigurði skurði og Skúla sýslumanni Ásgeir Jakobsson Svonefnd Skurðsmál hófust með því, að 22. des. 1891 fannst lík manns á skafli á Klofningsdal í Önundarfirði. Mönnum þótti ekki einieikið um dauða mannsins og féll grunur á Sigurð Jóhannsson, sem kallaður var skurður, en hann hafði verið á ferð með þeim látna daginn áður á Klofningsheiði. Skúla sýslu- manni fórst rannsókn málsins með þeim hætti, að af hlauzt 5 ára rimma, svo nefnd Skúla- mál, og Sigurður skurður, sak- laus, hefur verið talinn morð- ingi í nær 100 ár. Skurðsmál hafa aldrei verið rannsökuð sérstaklega eftir frumgögnum og aðstæðum á vettvangi fyrr en hér. VÍKINGSLÆKJARÆTTIV Pétur Zophoníasson Þetta er Qórða bindið af niðja- tali Guðríðar Eyjólfsdóttur og Bjarna Halldórssonar hrepp- stjóra á Víkingslæk. Pétur Zophoníasson tók niðjatalið saman, en aðeins hluti þess kom út á sínum tíma. í þessu bindi eru i-, k- og 1-liðir ættar- innar, niðjar Ólafs og Gizurar Bjarnasona og Kristínar Bjarna- dóttur í þessari nýju útgáfu Víkingslækjarættar hefur tals- verðu verið bætt við þau drög Péturs, sem til voru í vélriti, og auk þess er mikill fengur að hinum mörgu myndum, sem fylgja niðjatalinu. í næsta bindi kemur svo h-liður, niðjar Stefáns Bjarnasonar. ÞÓRÐUR KAKALI Ásgeir Jakobsson Þórður kakali Sighvatsson var stórbrotin persóna, vitur maður, viljafastur og mikill hermaður, en um leið mannlegur og vinsæll. Ásgeir Jakobsson hefur hér ritað sögu Þórðar kakala, eins mesta foringja Sturlunga á Sturlungaöld. Ásgeir rekur söguna eftir þeim sögubrotum, sem til eru bókfest af honum hér og þar í Sturlungusafninu, í Þórðar sögu, í Islendinga sögu, í Arons sögu Hjörleifssonar og Þorgils sögu skarða og einnig í Hákonar sögu. Gísli ' Sigurðslson myndskrevtti bókina. { i ANDSTÆÐUR Sveinn frá Elivogum Andstæður hefur að geyma safn ljóða og vísna Sveins frá Elivogum (1889-1945). Þessi ljóð og vísur gefa glögga mynd af Sveini og viðhorfum hans til lífs, listar og sam- ferðamanna. Sveinn var bjarg- álna bóndi í Húnavatns- og Skagafjarðarsýslu á fyrri hluta þessarar aldar. Hann var eitt minnisstæðasta alþýðuskáld þessa lands og þótti mjög minna á Bólu-Hjálmar í kveð- skap sínum. Báðir bjuggu þeir við óblíð ævikjör og fóru síst varhluta af misskilningi sam- tíðarmanna sinna. húsi um íþróttasögu á vegum Reykjavíkurborgar. Húsið er að stofni til frá árinu 1898 og að líkindum elzta íþróttahús lands- ins, en því hefur verið mikið breytt og byggt við það. Yrði vafalaust erfitt að koma því í upprunalegt horf, td. ef afla ætti sambærilegra leikfimitækja og í því voru í byrjun. 6. Húsin Amtmannsstígur 2 og Casa nova yrðu að sjálfsögðu óbreytt. Að lokum þessum tilfæringum væri kominn álitlegur byggingareit- ur fyrir MR og yrði þá efnt til sam- keppni arkitekta um að reisa þar hæfilegar byggingar fyrir starfsemi skólans í framtíðinni. Þyrftu þar að vera ca. 10 kennslustofur, íþrótta- og samkomusalur, sem væri við hæfi fyrir 600—800 manna skóla. Þá þyrfti að hugsa fyrir ein- hverjum bílageymslum og íþrótta- aðstöðu úti við. Byggingar þessar yrðu hæfilegt baksvið hins gamla og virðulega menntaskólahúss við Lækjargötu og mættu ekki vera það háreistar, að þær gnæfðu yfir það eða skyggðu á byggðina við Þing- holtsstræti eins og reyndar stein- steypti hluti KFUM hússins gerir nú með lítt smekklegum hætti. Með þessum framkvæmdum yrði því ekki aðeins leystur húsnæðisvandi menntaskólans, heldur einnig bætt fyrir gamlar syndir í skipulagsmál- um Þingholtanna. Það var ákvörðun ríkisstjórnar- innar og Alþingis árið 1949 eða fyrir nær ijórum áratugum, að menntaskólinn yrði áfram á sínum gamla stað, i miðbæ Reykjavíkur. Þá var gert ráð fyrir lóða- og húsa- kaupum tl þess að unnt yrði að fylgja þessari ákvörðun eftir. Af ýmsum ástæðum hefur aldrei verið tekið á þessum málum af fullri al- vöru, en til þess að svo verði gert þarf að hugsa um málið frá ýmsum sjónarhornum. Það þarf að sameina gamalt og nýtt, hugsa um yfirbragð borgarinnar á viðkvæmum stað og það þarf að gera vel við þessa gömlu skólastofnun, sem nú nálgast það að hafa verið í Reykjavík í 150 ár. Höfundur er kennari við MR. SKVGGSJA - BOKABÚÐ OLIVtRS STEINS SF j
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.