Morgunblaðið - 02.12.1988, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 02.12.1988, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 1988 55 Mísskílin kvikmynd Til Velvakanda. Það er ávallt undarlegt þegar fólk tekur upp á því að fordæma það sem það þekkir ekki. Margir hrópa upp, guðlast!, þegar kvik- myndina Síðasta freising Krists ber á góma. Fólk misskilur þessa kvik- mynd mikið. Þessi síðasta freisting skeður í lok myndarinnar þegar Kristur hangir á krossinum. Þá birtist hon- um Satan í engilsgervi sem kemur til þess að gera lokatilraun til að leiða hann afvega. Engillinn (Satan) segir Kristi að hann þurfi ekki að þjást lengur, hann geti einfaldlega gengið af krossinum en leyft heim- inum að halda að hann hafi látið þar lífið. Kristi er birt í sýn hvemig líf hans gæti oðið. Hann gæti hafið nýtt líf, gifst Maríu og eignast börn og dáið saddur lífdaga. Þótt Kristur hafi verið fullkomn- ari en við, þá hafði hann sínar til- finningar og hann hefur óttast þær kvalir sem hann átti í vændum á krossinum, enda bað hann Guð að taka þann kaleik frá sér. En hann stóðst þessa freistingu því hann vissi að þá væri grundvöllur fagnað- arboðskaparins hruninn ef hann félli fyrir freistingunni, þótt kristin- dómurinn yrði til eftir sem áður. Þegar talað er um ósæmilega hegðun milli Krists og Maríu í myndinni þá er ekki verið að segja að þetta hafi skeð milli þeirra í rauninni, heldur þveröfugt. Það stendur kannski ekki í guðspjöllun- um að Satan hafi reynt að freista Krists á krossinum en er það nokk- uð svo ólíklegt að hann hafi reynt að nota það tækifæri þegar Kristur var viðkvæmastur. Kannski skeði það en enginn var til frásagnar. Útkoma þessa atriðis í myndinni er Kristi til lofs. Til að gera þessa þrautsegju Krists sem mesta er hann í kvik- myndinni lítt hugaður, sérstaklega áður en hann byrjar að boða fagn- aðarerindið og er kannski full langt gengið í því. Í upphafi er honum lýst sem venjulegum manni sem þráir það eitt að lifa eins og aðrir menn. En Guð er farinn að tala til hans, kalla hann til verka. Jesú er ekki hrifinn af því í fyrstu og reyn- ir að koma sér undan þessu hlut- verki. Til dæmis smíðar hann krossa fyrir Rómveija til að vekja vanþókn- un Guðs svo að Guð missi áhuga á honum. En hann sættir sig loks við hlutverkið sem honum er ætlað. Þetta er sálfræðidrama og frá því sjónarmiði merkileg mynd ásamt því að vera vönduð mjög. Jafnframt er þetta skáldsaga og er því ekki verið að segja að líf Krists hafi verið á þennan veg. Menn ættu ekki að dæma þessa mynd án þess að hafa séð hana. Ahugamaður um trúmál * Agætt framtak Til Velvakanda. Mig langar til að koma á fram- færi kærum þökkum til Máls og menningar, sem hefur hafið nýja þjónustu við gamla fólkið hér í borg. Vistfólki á ýmsum stofnunum eldri borgara hefur undanfarið verið boð- ið í hópferðir í verslunina í Síðu- múla, þar sem því hefur gefist kost- ur á að kaupa bækur og annan varning með góðum afslætti. Fór ég í eina slíka ferð og kunni vel að meta. Jólalög voru leikin og starfsfólkið var afskaplega alúðlegt við okkur. Fólk var mjög þakklátt fyrir þessa þjónustu, enda eiga margir erfitt með að komast leiðir sinnar. Kærar þakkir fyrir þetta ágæta framtak. Eldri borgari. Foreldrar: Látið börnin bera endurskinsmerki. Notkun þeirra tryggir öryggi barnanna í umferðinni. Kennarar: Brýnið fýrir bömunum að fara varlega í umferðinni og gefið þeim góð ráð í þeim efnum. Vegfarendur: Hvert fótmál í umferðinni krefst umhugsunar og að- gæslu. Okumenn: Ljósker bifreiðanna verða að vera hrein og ljósin rétt stillt til þess að ljósmagnið nýtist sem best við aksturinn. Rétt notkun stefnuljósa auðveldar alla umferð. Verð f rá kr. 2.290,- Mikið úrval af spariskóm barnafrá JIP ^ggílj/ KRINGWN KÖMeNM S. 689212 VELTUSUND11 Domus Medica, Egilsgötu 3, Sími: 18519. JOLALJOSA- SAMSTÆÐUR úti sem inni með 40 perum Verð frá kr. 1.380 með straumbreyti JÓLASTJÖRNUR úr málmi, margir litir. Með perustæði, 3,5m. snúru og kló. Verð^frá kr. 650 Sendum í póstkröfu SKEIFUNNI 8 ■ SÍMI 82660 - leiöandi í lýsingu Vörn í sókn l Til Velvakanda. Upp á síðkastið hafa Grænfrið- ungar gert mikið af að auglýsa landið okkar. Meðan ísland er ofar- lega í huga fólksins ættum við að nota tækifærið og auglýsa upp hreinan og hollan íslandsfisk frá ómenguðum íslandsmiðum. Þó Evrópubúum og Bandaríkjamönn- um þyki vænt um hvalinn þá hafa þeir núna meiri áhyggjur af hormónakjöti og öðrum menguðum matvælum sem þeir hafa verið að láta ofna í sig og setja með því sig sjálfa í útrýmingarhættu. Guðm. Nú geturðu fengið uppáhalds sultuna þína í sérstökum umbúðum með spraututappa. Þá geturðu fengið þér mátulega af Mömmusultu og sprautað henni beint á vöffluna eða við hliðina á stórsteikinni! SULTAN HENNAR MÖMMU ÞESSI GÓÐA MEÐ SPRAUTUNNI! EBBBHQBHBHM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.