Morgunblaðið - 02.12.1988, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 02.12.1988, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 1988 33 Bók eftir Colin Forbes ÖRN og Örlygnr hafa gefið út bók eftir Colin Forbes. Hún nefii- ist Ógnir Alpakastalans og er þýdd af Snjólaugu Bragadóttur. í kynningu útgefanda segir m.a.: „Söguþráður hinnar nýju bókar er í stuttu máli sá að í hrikalegum fjöllum Sviss gerast váleigir at- burðir sem virðast í fyrstu ekki tengjast þeim mislita hópi fólks sem Sovésk kvik- myndavika SOVÉSK kvikmyndavika hófst í Regnboganum í gær, 1. desem- ber. Sjö kvikmyndir verða sýndar á sovéskri kvikmyndaviku. Þær eru Vera litla í leikstjórn V. Pichul, Kalda sumarið 1953 í leikstjórn A. Proshkon, Assa, leikstjóri S. Solovjov, „Herra hönnuður" í leik- stjórn 0. Tepcov, Kóngarnir á Krím í leikstjórn J. Kara, Bréf frá dauðum manni í leikstjórn K. Lop- ushan og Keðja í leikstjórn E. Klimov. Kvikmyndin Bréf frá dánum manni var verðlaunuð í Mannheim árið 1986 og í Vestur-Berlín 1987 og Keðja fékk verðlaun í Tenerife á Spáni árið 1986. allt í einu á ýmis erindi til landsins. Bandaríski blaðamaðurinn Bob Newman og unnusta hans, sem er læknir, eiga sín erindi til Sviss. Jafnt í glæsum hótelum sem dimm- um öngstrætum finna þau að ekki er allt með felldu. Spennan hleðst upp í andrúms- loftinu, einkennileg atvik eiga sér stað og svo byija morðin. Enginn getur treyst neinum, ekki einu sinni ástinni. Bob Newman finnur lykt af stórmáli sem varðað gæti örlög alls mannkyns, en til að stöða geð- bilaðan vísindamann og peninga- sjúka ráðamenn þarf miklu að fórna." Árlegur basar hjá KFUK FYRSTA laugardag í desember ár hvert heldur KFUK basar í húsi félagsins á Amtmannsstig 2b. í ár verður hann laugardaginn 3. desember og hefst kl. 14.00. Að venju verður þar margt eigulegra muna hentugum til jólagjafa, kökur o.fl. Á meðan basarinn er opinn verður selt kaffi og meðlæti. Sunnudaginn 4. desember kl. 16.30 verður samkoma á sama stað. Þar verður happdrætti g sönghópur syngur o.fl. (Fréttatilkynning) Basar KFUK verður á laugar- daginn á Amtmannsstíg 2b. Fiskverð á uppboðsmörkuðum 1. desember. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð(kr.) Þorskur 52,00 36,00 49,91 22,908 1.143.280 Þorskur(óst) 45,00 45,00 45,00 1,096 49.320 Undirmál 20,00 15,00 19,71 1,337 26.349 Ýsa 86,00 40,00 71,45 4,605 329.070 Ýsa(óst) 77,00 76,00 76,33 2,079 158.691 Undirmálsýsa 20,00 15,00 17,46 0,157 2.745 Karfi 30,00 30,00 30,00 0,032 960 Steinbitur 34,00 15,00 26,55 0,873 23.183 Hlýri 34,00 34,00 34,00 0,052 1.760 Langa 32,00 27,00 29,46 0,959 28.277 Lúða 340,00 100,00 194,70 0,508 98.996 Keila Samtals 16,00 13,00 14,64 51,40 2,278 36,886 33.351 1.895.982 Selt var aðallega úr Stakkavík ÁR, Lómi SH og Guðrúnu Björgu ÞH. I dag verða meðal annars seld 10 tonn af þorski og 6 tonn af ýsu úr Lómi SH og fleiri bátum. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 49,00 45,00 47,90 0,694 42.827 Þorskur(ósL) 47,00 42,00 45,22 1,127 50.959 Ýsa 65,00 37,00 48,69 0,306 14.898 Ýsa(ósL) 73,00 49,00 56,63 2,074 117.446 Smáýsa 23,00 12,00 17,25 0,549 9.470 Ýsa(umálósL) 8,00 8,00 8,00 0,227 1.816 Karfi 15,00 15,00 15,00 1,025 15.375 Lúða 160,00 160,00 160,00 0,055 8.800 Hlýri+steinb. 29,00 15,00 24,29 1,789 43.387 Langa(ósL) 15,00 15,00 15,00 0,062 930 Keila 7,00 7,00 7,00 0,389 2.723 Keila(ósL) Samtals 7,00 7,00 7,00 34,93 0,426 8,920 2.982 311.613 Selt var úr Freyju RE, Jóni Baldvinssyni verður selt úr bátum. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. RE og bátum. í dag Þorskur 52,00 42,00 49,59 37,851 1.877.061 Ýsa 84,50 30,00 72,28 9,074 655.911 Ufsi 26,50 15,00 26,17 2,757 72.152 Karfi 28,00 24,00 24,84 23,480 583.374 Steinbítur 29,00 10,00 19,02 0,070 1.322 Hlýri 20,00 20,00 20,00 0,030 600 Langa 31,50 21,00 31,24 13,375 105.461 Lúða 247,00 85,00 199,93 0,240 47.983 Sólkoli 55,00 55,00 55,00 0,062 3.410 Keila 23,00 18,50 21,03 4,570 96.095 Síld 8,48 8,48 8,48 54,350 460.888 Lýsa 8,00 8,00 8,00 0,100 800 Náskata 5,00 5,00 5,00 0,100 500 Skötuselur Samtals 315,00 280,00 306,58 28,79 0,040 136,100 12.110 3.917.667 Selt var aðallega úr Hauki GK, Eldeyjar-Hjalta GK og Eldeyjar- Boða GK. I dag veröur selt úr dagróðrabátum ef á sjó gefur. Kökubasar o g kaffisala Ffladeffiu Systrafélag Fíladelfíu heldur kökubasar og kaffisölu í Fíla- delfíukirkjunni, Hátúni 2, neðri sal, laugardaginn 3. desember ki. 14.00. Boðið er upp á mikið af nýbökuð- um góðum kökum til jólanna. Einn- ig gefst fólki kostur á að setjast niður og fá sér kaffi og ijómapönnu- kökur, gegn vægu gjaldi. Allur ágóði af basarnum rennur til Systrafélagsins í Fíladelfíu. (Fréttatilkynning) Skáldsaga eftir Jerzy Kosinsky BÓK desembermánaðar hjá Veröld er komin út og er það skáldsagan Skræpótti fuglinn eftir Jerzy Kosinsky. I kynningu Veraldar segir að um sé að ræða frásögn ungs drengs frá Austur-Evrópu um vit- firringu síðari heimsstyijaldarinn- ar, sem byggð sé á eigin reynslu höfundarins. Jerzy Kosinsky er fæddur í Pól- landi, en fluttist til Bandaríkjanna árið 1957, hlaut þar menntun sína og hefur búið þar síðan. Skræpótti fuglinn er fyrsta skáldsaga Kosinskys. Hún kom út árið 1965. Bókin er 200 blaðsí- ður að stærð og útgefandi hennar er Skjaldborg. Sýnir í nýjum sal NYR sýningastaður, Gal er í sál, opnar laugardaginn 3. desember kl. 16 í Tryggvagötu 18 í Reykjavík með málverkasýningu Tryggva Gunnars Hansen. Tryggvi Harisen hefur unnið torf og gijót í hús, garða, skúlptúra og grímur svo og hefur hann gengist fyrir kynningu á torfverki og bygg- ingarlist um árabil. (Fréttatilkynning) Tryggvi Hansen opnar sýningu á .verkum sínum í nýjum sýning- arsal, Gal er í sál, á laugardag. Sprengja kol- sýruhylki Siglufirði. NOKKUÐ hefúr borið á því að unglingar hér séu að leika sér að því að sprengja kolsýruhylki úr Soda-Stream tækjum, með því að kveikja eld við hylkin. Engin slys hafa orðið vegna þess- arar iðju en ekki þarf að taka fram að hún er stórhættuleg. Þarf því að brýna fyrir unglingum og foreldrum að láta af þessu háttalagi. Niðurstaða dómsins er ósanngjöm - segir Hreiðar Karlsson, for- maður Lands- sambands slátur- leyfishafa „ÉG er hvorki sammála forsend- um þessa dóms eða niðurstöðu, og eins og þetta mál kemur mér fyrir sjónir þá er þetta ákveðin árás á það félagskerfi sem bænd- ur hafa byggt upp í kringum kaupfélagsviðskipti," segir Hreiðar Karlsson, formaður Landssambands sláturleyfishafa, um það er Kaupfélag Þingeyinga var dæmt í bæjarþingi Húsavíkur til að greiða bændum á félags- búinu Garði II í Mývatnssveit dráttarvexti vegna tafar á greiðslu andvirðis sauðfjára- fúrða haustið 1987. „I forsendum dómsins er gert ráð fyrir því að ákveðin greiðsla sé innt af hendi á ákveðnum degi, og í þessu tilfelli var ekki tekið tillit til þess að aðstæður voru ekki fyrir hendi til að ganga frá greiðslum á tilteknum tíma. Tæknilega var ekki framkvæmanlegt að ganga frá greiðslu 15. október þar sem slátrun var þá rétt nýlega lokið og ekki lá fyrir heildaruppgjör fyrir slátrun. Hvað varðar greiðslur 15. desem- ber, þá var þetta spurning um fjár- mögnun til að gera upp við bænd- ur, en þá var ekki hægt að gera upp við þá fyrr en seint og um síðir. Staðgreiðslulán var afgreitt af hálfu ríkisvaldsins 23. desember, og þegar bankarnir veittu aafurðal- án út á framleiðslu haustsins 1987 þá gjaldfelldu þeir afurðalán af birgðum frá fyrra ári. Þær birgðir lágu bótalausar á sláturleyfishöfum á þessum tíma, þó seinna hafi því verið létt af að verulegu leyti. Á þeim tíma sem inna átti greiðslur til bænda af hendi í desember var því fjármögnun sláturhúsanna öll í ólestri. Til þessara aðstæðna er ekki tekið tillit í dómnum, og því finnst mér niðurstaða hans ekki sanngjörn." Hreiðar segir sláturleyfishafa á vissan hátt standa frammi fyrir svipuðum aðstæðum og í fyrrá, meðal annars vegna þess að afurð- aián í sláturtíð hafi verið hlutfalls- lega minni nú í haust en í fyrra. . „Bankarnir eru að vísu að færa sig nær fullu afurðaláni með því að fara í 67% afurðalánshlutfall nú um mánaðarmótin en jafnframt eru þeir að gjaldfella afurðalán frá fyrra ári, þar á meðal af birgðum. Við teljum raunar að þær kjötbirgðir sem til eru frá fyrra ári séu í raun og veru á ábyrgð ríkisins og höfum því gert kröfu um að ríkið taki að sér ijármögnun á þessu birgða- haldi. Ef ekki tekst að greiða úr þessu máli í tæka tíð gæti því kom- ið upp svipuð staða og í fyrra,“ segir Hreiðar. Kvenfélag Hringsins: Krukku- og korta- sala í Kringlunni Kvenfélag Hringsins verður með krukku- og kortasölu í göngugötu Kringlunnar á laug- ardaginn til styrktar barnaspít- ala Hringsins. Jólakortin eru til sölu í ýmsum bókabúðum, blómabúðum og Hag- kaupi og eru tvenns konar. Annað kortið er hannað af Guðrúnu Geirsdóttur Hringskonu og er það prentað bæði í rauðu og bláu og hitt kortið er með mynd af glugga eftir Leif Breiðfjörð. Krukkumar eru frá Holmegaard. (Fréttatilkynning) Hringskonur verða með krukku- og kortasölu í göngugötu Kringl- unnar á laugardag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.