Morgunblaðið - 02.12.1988, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 02.12.1988, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 1988 Fimm ættliðir. Guðrún Bjamadóttir er sitjandi og heldur hún á Hildi Maríu. Ingólfúr Baldvinsson, sonur Guðrúnar, situr við hlið hennar. Standandi em Guðrún Ingólfsdóttir og Ingunn Hallgrímsdóttir, móðir Hildar Maríu. v Guðrún Bjamadóttír frá Grímsey nfræð GUÐRÚN Bjamadóttir frá Grímsey er níræð í dag. Hún er búsett á Ólafsfírði og tekur á móti gestum að Sandhóli í húsi Slysavaraafé- lagsins milli klukkan 15.00 og 18.00 í dag. Guðrún fæddist 2. desember árið 1898 að Hóli í Þorgeirsfírði. Þriggja ára gömul flutti hún að Látraströnd með foreldrum sínum, en er hún var átta ára drukknaði faðir hennar og þá fluttist móðir hennar með fjögur böm sín aftur inn í Fjörður. Arið 1914 fluttist móðir hennar með tvö böm sín út í Grímsey og fylgdi Guðrún ári síðar, þá 17 ára gömul. Árið 1922 giftist Guðrún Sigmari Ágústssyni, sem var vinnu- maður í Grímsey. Þau eignuðust tvö böm saman, en Guðrún hafði eign- ast dreng áður en hún kynntist eig- inmanni sínum. Hann er Ingólfur Baldvinsson, búsettur á Ólafsfírði, fæddur árið 1920. Dóttirin Margrét HÓTEL Dansleíkur laugardagskvöld Hljómsveitin Kvartett leikurfyrirdansi. Ath! Síðasti dansleikur ársins á Hótel KEA. Hótel KEA Sigmarsdóttir fæddist árið 1923 og lést 1941. Sonur þeirra Guðrúnar og Sigmars, Bjami, er búsettur á Akureyri, en hann fæddist árið 1929. Þá ól Guðrún upp tvö fóstur- böm, ömmubam sitt Guðrúnu Ing- ólfsdóttur og síðar langömmubam sitt, Sigrúnu, dóttur Guðrúnar Ing- ólfsdóttur og Gísla Friðfínnssonar, sem búsett eru á Ólafsfírði. Guðrún Bjamadóttir fluttist frá Grímsey til Olafsfjarðar árið 1947. Hún vann þar við almenn físk- vinnslustörf, síldarsöltun og við annað það sem telja má til hefð- bundinna atvinnugreina í sjávar- plássum. Guðrún vann úti allt til 87 ára aldurs og því eru aðeins þijú ár síðan hún hætti útivinnu. Guðrún býr ein í húsi sínu að Brekkugötu 11 og tekur hún af fullum krafti þátt í félagslífí’aldr- aðra á Ólafsfírði. Myndabrengl Þau mistök urðu á Akureyrarsíðu í fyrradag að myndir brengluðust með tveimur greinum sem ijölluðu annars vegar um 20 ára afmæli Kiwanisklúbbsins Kaldbaks og hinsvegar um vígslu á dagheimiiinu Sunnubóli á Akureyri. Morgun- blaðið beðst velvirðingar á þessum mistökum. Getraunir alla laugardaga AKUREYRINGAR - Spilið með - og styðjið ykkar félag. Munið félagsnúmerin. KA 600 ÞÓR 603 Sjávarútvegsfræðinám hefl- ist á Akureyri á næsta ári Jón Þórðarson framkvæmdastjóri íslandslax verði brautarsljóri sjávarútvegsfræðibrautar GÓÐAR líkur em taldar á því að nám í sjávarútvegsfræði geti haf- að gera. Lagt er til að nemendur, ist við Háskólann á Akureyri nk. haust. Nefiid sú er menntamálaráð- herra skipaði 3. mars sl. til að fjalla um markmið námsins, inntak, skipulag og kostnaðaráætlun hefur nýlega Iokið störfum og var menntamálaráðherra afhent skýrslan sl. miðvikudag. Auk þess hefur sjávarútvegsráðherra verið kynnt skýrslan. Háskólamenn á Akur- eyri em mjög bjartsýnir enda sögðust þeir hafa fimdið velvilja ráð- herranna í garð þessa brýna verkefiiis. í nefndinni sátu Pétur Bjamason sjávarútvegsfræðingur formaður, Sigfús Jónsson landfræðingur, Ás- bjöm Dagbjartsson líffræðingur, Pétur Reimarsson efnaverkfræð- ingur og Kristján E. Jóhannesson verkfræðingur. Nefndinni var ætlað að flalla um markmið námsins, inn- tak og skipulag og gera áætlun um framkvæmd og kostnað. Fjöldi fyrirspurna í álitinu segir að íslendingar hafa í þó nokkmm mæli sótt mennt- un sína í sjávarútvegsfræðum til erlendra háskóla. „Láta mun nærri að á þriðja tug sjávarútvegsfræð- inga hafi komið til starfa hér heima á undanfömum ámm. Einnig má nefna að nú em nokkrir tugir ís- lendinga við nám í sjávarútvegs- fræðum eða starfa sem sjávarút- vegsfræðingar erlendis. Fyrirspum- ir, sem borist hafa til Háskólans á Akureyri, eftir að umræður um sjávarútvegsnám þar hófust, benda til að vemlegur áhugi sé fyrir slíku námi.“ Þá segir að Akureyri og Eyja- fjörður sé ákjósanlegt umhverfi fyr- ir námsbraut í sjávarútvegsfræði. „Sjálfur er Eyjafjörður langur og býr yfír margbreytilegu vistfræði- legu umhverfi, sem gæti myndað ramma utan um líffræðilegar rann- sóknir, sem kennslan myndi byggj- ast á. Þá em við ijörðinn sjávar- pláss af flestum þeim gerðum sem fínnast á landinu." Þessu til stuðn- ings segir að á Akureyri sé mikil togaraútgerð, eitt stærsta frystihús landsins, stærsta lagmetisiðja landsins, físki- og loðnubræðsla og önnur alhliða fískverkun sé til stað- ar. Frá bænum sé stutt og greið- fært til annarra þéttbýlisstaða á Norðurlandi, þar sem sjávarútvegur er undirstaða atvinnulífs auk þess sem samgöngur milli Akureyrar og Reykjavíkur séu tíðar. Öflug útgerð togara og annarra fískiskipa er á Dalvík. Þar er stórt frystihús og saltfískverkun, öflug útgerð úthafs- rækjuskipa og ýmiskonar alhliða fískvinnsla. í Hrísey er samfélag, sem byggir afkomu sína svo til ein- göngu á sjávarútvegi. Árskógs- strönd og Hauganes em lítil físki- þorp þar sem útgerð miðast mest við smábáta og er afli þeirra unninn í litlum vinnslufyrirtækjum. Á Grenivík er öflugt frystihús í litlu sveitarfélagi, sem á allt sitt undir sjávarfangi, segir í álitinu. Jafn- framt segir: „Þessu til viðbótar em nokkur helstu iðnfyrirtæki landsins, sem þjóna sjávarútvegi, staðsett við Eyjafjörð s.s. Slippstöðin hf., Sæ- plast hf., DNG, Plasteinangmn hf., Vélsmiðjan Oddi hf. og Nótastöðin Oddi hf. Rannsóknastofnun fískiðn- aðarins er með útibú á Akureyri og Hafrannsóknastofnunin á Húsavík. Ætla má að samvinna þessara útibúa við Háskólann á Akureyri gæti orðið til góðs, s.s. með því að tengja skólastarfíð við hagnýtar rannsóknir og skapa þar með betra fagumhverfi fyrir við- komandi starfsfólk útibúanna svo þeirra mikilvæga hlutverk styrkist. Aðstæður til að tengja á lifandi hátt rannsóknir og kennslu, hvort sem er á sviði líffræði, hagfræði, tæknifræði eða samfélagsvísinda, við atvinnulíf verða að teljast góðar á Akureyri." Sérstaða skól- ans nauðsynleg Öflugt og hagnýtt nám í sjávar- útvegsfræðum á háskólastigi myndi skapa Háskólanum á Akureyri nauðsynlega sérstöðu miðað við aðrar menntastofnanir í landinu, jafnframt því að bæta úr brýnni þörf atvinnugreinarinnar. Hefur verið gengið út frá því að sjávarút- vegsfræðin verði burðarásinn í skólastarfínu. Koma þarf á sam- ráðsnefnd milli fulltrúa Háskólans og fulltrúa hagsmunasamtaka og stofnana sjávarútvegsins. Koma þarf á tengslum við helstu fyrirtæki í nágrenninu til að nemendur gætu fengið efnivið í hagnýt verkefni inn- an hinna ýmsu fræðigreina. Jafn- framt þarf að efna til samstarfs- verkefna á meðal hagsmunaaðila og skólans. Markmið námsins er að mennta einstaklinga sem hafí þekkingu á öllum undirstöðuatriðum íslensks sjávarútvegs og þjálfun í að beita faglegum vinnubrögðum við stefnu- mörkun, ákvarðanatöku og stjómun í greininni. Reiknað er með að sjáv- arútvegsfræðingar leiti í stjómun- ar- og rannsóknastörf innan sjávar- útvegsfyrirtælqa og opinberra stofnana sem hafa með sjávarútveg sem teknir verða inn í námið, hafí stúdentspróf og a.m.k. tólf mánaða reynslu af starfí í sjávarútvegs- fryrirtækjum. Umsækjendur með langa starfsreynslu, en aðra fræði- lega menntun en stúdentspróf, skulu þó eiga kost á inngöngu. Slík tilvik verði metin sérstaklega í hvert sinn. Nefndin íeggur til að námið nái jrfír fjögur ár, samtals 120 ein- ingar. Kostnaður 42 milljónir króna fyrsta árið Áætlað er að Háskólinn taki yfír núverandi húsnæði Verkmennta- skólans við Þingvallastræti þegar sá skóli flytur endanlega í nýtt húsnæði. Ætla má að það húsnæði fullnægi þörfum skólans um nokk- um tíma að undanskildum rann- sókna- og tilraunastofum og vinnu- aðstöðu nemenda og kennara. Ljóst er að koma þarf upp slíkri aðstöðu í bráðabirgðahúsnæði á lóð skólans til að bytja með. Sérþarfír sjávarút- vegsdeildar má leysa á ódýran hátt með uppsetningu einingahúss úr timbri. Nefndin telur að 900 fer- metra hús nægi í áratug sem kosta muni um 45 millj. kr. og reisa mætti það á þremur ámm. Þá þarf að byggja upp gott bókasafn í bytj- un. Kaup á tækjum verða ekki vem- leg á fyrsta ári. Stofnkostnaður á fyrsta ári er áætlaður 26,5 millj. kr. og fer upp í 48 millj. kr. á öðm ári, en lækkar í 21 millj. kr. á fjórða ári. Rekstrarkostnaður er í upphafí áætlaður 15,4 millj. kr. en verður 92,8 millj. kr. þegar kennt verður í fjórum árgöngum samtímis. Að námssteftiu um geðhjúkruu Iokinni. Frá vinstri: Þóra Amfinns- dóttir, ída Atladóttir, Erla Friðriksdóttir, Sonja Sveinsdóttir, hjúkrunar- framkvæmdastjóri Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri, Rannveig Guðnadóttir, firæðslustjóri sjúkrahússins, og Jóhanna Stefansdóttir. Námstefiia um geð- hjúkrun á Akureyri Geðhjúkrunardeild Hjúkrunarfélags íslands skipulagði nýlega námsstefnu um almenna hjúkran og geðhjúkrun i samvinnu við hjúk- runarstjórn á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Á námstefnunni vom haldnir fyrirlestrar og að þeim loknum fóra fram umræður. Fyrirlesarar vom geðhjúkmnar- fræðingamir Ida Atladóttir, sem fyallaði um álag, streitu og krepp- ur, Erla Friðriksdóttir, sem fjallaði um hjúkmn einstaklinga með geð- klofaviðbrögð, Þóra Amfínnsdóttir, sem talaði um hjúkmn einstaklinga með oflætis/þunglyndisviðbrögð og Jóhanna Stefánsdóttir, en fyrirlest- ur hennar fjallaði um hjúkmn ein- staklinga í sjálfsvígshættu. Náms- stefnan var opin öllum heilbrigðis- stéttum og vom þátttakendur rúm- lega 40. Auk þess að sitja námstefnuna sóttu félagar í geðhjúkmnardeild- inni heim nýja geðdeild við Fjórð- ungssjúkrahúsið og námsbraut í hjúkmnarfræði við háskólann á Akureyri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.