Morgunblaðið - 02.12.1988, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 02.12.1988, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 1988 21 Jákvæð gengisskráning - neikvæður gengissjóður eftirSkúla Alexandersson Alþýðubandalagið hélt miðstjórn- arfund um síðustu helgi, 25.-27. nóvember. Hluti fundarins var op- inn fréttamönnum þ.e. þegar ráð- herrarnir Steingrímur, Olafur Ragnar og Svavar sátu fyrir svörum fundarmanna. Morgunblaðið var á þriðjudag, 29. nóvember, með frétt af þessum hluta fundarins og hefur þar m.a. eftir undirrituðum að „gengisfelling væri lífsnauðsynleg fyrir sjávarút- veginn og aðrar útflutningsgrein- ar“. Þegar ég sagði þetta var það í formála að spurningu til ráðherr- anna. í þeim formála nefndi ég að skrá þyrfti verð á erlendum gjald- eyri rétt og um leið og gengið yrði leiðrétt yrði að gera ýmsar ráðstaf- anir, m.a. það að afurðalán ákveð- 1 inna útflutningsgreina, sem öll eru í erlendri mynt, hækkuðu ekki í krónutölu þótt gengið yrði lækkað. Ég spurði ráðherrana hvernig þeim litist á þetta síðastnefnda, en það var einmitt aðalatriðið í mínu máli og ég hefði alls ekki nefnt neina gengisbreytingu nema í í tengslum við slíka meðhöndlun á afurðalán- um. Svör ráðherranna skulu liggja milli hluta. Ég tel að ekki verði komist hjá því að skrá gengið rétt. Rekstraraf- koma t.d. fiskvinnslunnar, ullariðn- aðarins o.fl. útflutningsgreina verð- ur ekki bætt og komið í lag, nema með því að leiðrétta gengi krónunn- ar. Það þarf að gera ýmsar ráðstaf- anir í peningamálum samtímis til að draga úr verðhækkunaráhrifum og til þess að gengislækkun komi að gagni og bæti að einhvetju leyti útflutningsgreinum það tjón sem fastgengisstefnan hefur valdið þeim. Það er ekki auðvelt að gera sér greir. fyrir því hve mikið fast- gengisstefna og annað ráðleysi ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Framsóknar- og Alþýðuflokks milli- færði frá útflutningsgreinum og landsbyggðinni á sínum stutta valdatíma. Erfitt verður að bakfæra þá millifærslu — sjálfsagt tekst það aldrei — tjónið sem tvær síðustu ríkisstjórnir hafa valdið þjóðinni verður seint bætt. I tengslum við breytta gengis- skráningu má skila smávegis aftur af millifærslu síðustu mánaða. Sú leið er einföld í framkvæmd. Hún er sú er ég nefndi hér áður, að af- urðalán þessara útflutningsgreina, sem öll eru í erlendri mynt, hækki ekki í krónutölu við gengisfellingu. Við það myndast neikvæður gengismunasjóður, ef má orða það svo, í viðkomandi banka. Seðla- banki yrði látinn leysa það vanda- mál til að byija með. Gengismunin- um yrði síðan eytt með millifærslu frá þeim sem grætt hafa á fjármála- stjóm síðustu mánuðina. Þjóðhags- stofnun og Seðlabanki myndu gera úttekt á því hverjir nutu millifærsl- unnar og skattlagning og endur- heimta til greiðslu gengismunarins getur byggst á þeirri úttekt. Með því að afurðalán yrðu óbreytt í krónutölu kæmu hin já- „Ég tel að ekki verði komist hjá því að skrá gengið rétt. Rekstrar- afkoma t.d. fiskvinnsl- unnar, ullariðnaðarins o.fl. útflutningsgreina verður ekki bætt og komið í lag, nema með því að leiðrétta gengi krónunnar.“ kvæðu áhrif gengislækkunar strax fram og myndu gjörbreyta stöðu Skúli Alexandersson útflutningsfyrirtækja. Ekki þyrfti að bíða eftir því að birgðir seldust sem oft tekur vikur eða mánuði, heldur kæmi bein verðhækkun strax fram í fyrstu afurðasölu eftir gengisfellingu. Með því að koma á gengisleið- réttingu með þeim hætti sem ég hefi hér nefnt myndi þetta gerast: 1. Greiðslustaða útflutnings- greina myndi batna strax og geng- isbreyting yrði gerð um leið og rekstrargrundvöllurinn. 2. Utflutningsgreinarnar fengju skilað aftur hluta af því sem milli- fært hefur verið frá þeim á síðustu mánuðum. 3. Erlend vara og þjónusta hækk- aði í verði. — Það bætir stöðu sam- keppnisgreina, stuðlar að hagstæð- ari greiðslu- og vöruviðskiptajöfn- uði við útlönd — meiri gjaldeyrir verður til ráðstöfunar til að hamla gegn erlendri skuldasöfnun. Höfundur er alþingismaður fyrir Alþýðubandalagið á Vesturlandi. Gerðuberg: Mælsku- keppni MÆLSKU- og rökræðukeppni III. ráðs ITC á íslandi verður haldin í menningarmiðstöðinni Gerðubergi sunnudaginn 4. des- ember kl. 14.00. ITC-deildin Stjarna.n á Hvols- velli/Hellu leggur fram tillögu um að prestaköllum á íslandi verði fækkað um helming. ITC-deildin Melkorka mælir með tillögunni en ITC-deildin Stjarnan andmælir tillögunni. (Fréttatilkynning) t....;;..... - Stærsti gólfdúkaframleiðandi Evrópu. Vestur-þýsk gæðavara. - Hollenskar teppaflísar með ótrúlega möguleika í sérframleiðslu GRESMIMIA - Fallegar heimilisflísar frá Spáni ege - Stærsti teppaframleiðandi Danmerkur, 50 ára og enn síungir Brintons VORWERK carpets - Einn elsti framleiðandi Wilton og Axminster teppa í Englandi - Einn stærsti teppaframleiðandi Vestur-Þýskalands. Frumlegustu teppamynstrin á markaðnum. tufhm - Gegnheill vinyldúkur frá virtasta framleiðanda Vestur-Þýskalands - Skítgleypimottur (Coral) frá Hollandi IMrMJMm - Lím og fylgiefni frá Vestur-Þýskalandi norament I—Freudenberg I i - Takkaðir gúmmídúkar frá V-Þýskalandi. Stærstir og fjölbreyttasta úrvalið - Náttúru- og vinylkorkur frá Portúgal -Stærsti teppaflísaframleiðandi í heimi HARO desso Die Parkett-Marke® - Vestur-þýskt gæðaparket - Stærsti teppaframleiðandi Evrópu. AltroNordic - Öryggisdúkar frá Svípjóð \REDESTEIN3 - Hollenskar gúmmímottur og gúmmídreglar ^toi97Keramik - Vestur-þýskar gæðafllsar. - Stök teppi úr ull með tískumynstrum frá Hollandi OSTACARPETS - Sérhæfður framleiðandi stakra teppa í Belgíu CPIIOÖQŒIQD - Stök teppi i sígildum mynstrum frá Belgíu. LA SAti GIOPGIO - Steyptar marmaraflögur (terrazzo) frá ftaliu Hjá okkur færðu allt á gólfið á einum stað. Ieppaland Grensásvegi 13, Rvík., símar 83577 og 83430. FAST LAND FOTUM N ú eru liðin 20 ár frá opnun Teppalands. • Á þessum tíma höfum við selt yfir 3,2 milljónir fer- metra af gólfefnum, sem segir sína sögu um vin- sældir Teppalands. • Þetta hefur einnig verið staðfest í nýlegri skoðanakönnun Hagvangs, þar sem 51% aðspurðra sögðust myndu leita fyrst tii Teppalands ef kaupa ætti gólfefni. • Næstu verslanir voru með 10,8% og minna. Teppaland er nú alhliða verslun með allt á gólfið á einum stað. • í Teppalandi færðu gólfteppin, teppaflís- arnar, motturnar og dregl- ana. • í Dúkalandi færðu gólfdúkinn, parketið og flí- sarnar auk úrvals fylgihiuta. • Styrkur okkar liggur í inn- flutningi frá þekktum og virt- um framleiðendum gólfefna um allan heim. • Teppaland-Dúkaland er í dag umfangsmesta gólf- efnaverslun landsins, með reynslu og þekkingu sem kemur þér til góða. LÍTTU VIÐ EÐA HAFÐU SAMBAND.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.