Morgunblaðið - 02.12.1988, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.12.1988, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 1988 Aðstandendur og áhugamenn um málefhi ungra vímuefiianeytenda: „Brýn þörf á viðeigandi meðferðarstoftiun“ Morgunblaðið/Ámi Sœbcrg Sigurður Þór Guðjónsson formaður og Guðfinnur S. Sigurðsson varaformaður félags aðstandenda og áhugamanna um málefhi ungra vímuefnaneytenda. „Unglingarnir geta hvort sem er drep- ið sig á þeim efnum sem hér eru fyrir, svo heróínið mundi bara bætast á listann.“ „Það er samróma álit þeirra sem fást við vímuefnavandamál ungmenna, að brýn þörf sé á stofhun þar sem veitt er sér- hæfð meðferð og tekið er tillit til þarfa hvers og eins.“ Sigurð- ur Þor Guðjónsson hefur orðið, en hann er formaður nýstofn- aðs félags aðstandenda og áhugamanna um málefhi ungra vímuefhaneytenda. Morgun- blaðið ræddi við Sigurð og Guðfinn S. Sigurðsson vara- formann hins nýja félags fyrir skömmu. „Nú er engin viðunandi með- ferðarstofnun fyrir hendi fyrir þessi ungmenni og það er áríð- andi að tekið verði strax á vanda þeirra sem eru lengst leiddir og verst famir af vímuefnanotkun. Við sættum okkur ekki við að horfa upp á bömin okkar drepa sig á þennan hátt.“ Hann bætir því við að töluverður fjöldi ung- menna sem eiga við þennan vanda að glíma hafi farið á meðferðar- stofnanir SAA og ríkissins, „en meðferð þar miðast við þarfir full- orðins fólks. Unglingamir þurfa sérstaka meðferð sem þarf einnig að vera lengri en 5-6 vikur, eins og algengast er í meðferð vegna áfengisvanda.*1 Hið nýstofnaða félag hefur að- stöðu í húsi Krísuvíkursamtak- anna í Þverholti 20 í Reykjavík. Félagið gengur út frá því að fólk sem á við vímuefnavandamál að stríða sé sjúkt. „Og við krefjumst þess,“ segir Sigurður, „að þessir sjúklingar fái viðunandi meðferð á opinbemm stofnunum, eins og aðrir sjúklingar. Á síðustu ámm hafa stjómskipaðar nefndir fjallað um vandamálið og ályktað um þörfina á úrræðum, en ekkert hefur enn verið aðhafst. Nú er kominn tími til að taka alvarlega á vandanum sem er þegar orðinn mjög mikill. Krísuvíkursamtökin og Unglingaheimiii ríkisins hafa boðið stjórnvöldum að taka að sér rekstur meðferðarheimilis fyrir ungt fólk sem ánetjast hefur fíkni- efnum. Þarna starfar sérhæft fag- fólk sem við bemm fyllsta traust til.“ Guðfinnur Sigurðsson varafor- maður félagsins er forvarnarfull- trúi hjá lögreglunni og hefur kynnst vandamálum vímuefna- neytenda vel í starfi sínu. Hann bendir á að vandi aðstandenda sé alls ekki minni en vandi neytend- anna sjálfra. Fólk leitist oft við að afneita staðreyndunum. „Auð- vitað reyna neytendur að leyna neyslunni eins lengi og þeir geta. Þegar vandamálið er hins vegar orðið svo augljóst að því verður ekki lengur afneitað, fer fólk stundum í felur og talar helst ekki um það. Það getur komið til af því að fólk veit ekki hvert það á að snúa sér, hvar það getur fengið upplýsingar og ýmiskonar stuðning. í starfi mínu ræði ég við aðstandendur neytenda, og bendi þeim á þá ráðgjafaþjónustu sem nú er í boði, til dæmis SÁÁ, Vímulausa æsku eða Krísuvíkur- samtökin. Þar getur fólkið fengið aðstoð, en auðvitað er það ekki nóg. Það þarf fyrst og fremst að hjálpa ungmennunum úr þessum vítahring, og meðferð þeirra þarf að miðast við hinar mismunandi þarfir hvers og eins.“ Guðfinnur bendir á að glæpir og vímuefnaneysla haldist oft hönd í hönd. „Ef sérstök með- ferðarstöð fyrir ungmenni verður að veruleika, væri æskilegt að þeir sem fremja afbrot undir áhrifum vímuefna, gætu afplánað dóm á meðferðarheimili en ekki í fangelsi. Annars bind ég miklar vonir við hina nýju fangelsisstofn- un, sem sett var á laggimar til að bæta þjónustu í fangelsum landsins. Takmarkið er að byggja upp mennina sem dvelja í fangels- um, og benda þeim á leiðir til að lifa heilbrigðu lífi á jákvæðan hátt. Það er áríðandi að fyrir- byggjandi starf í sambandi við fíkniefnaneyslu haldi áfram, en það er ekki síður mikilvægt að sinna þeim hópi sem nú er hvað lengst leiddur vegna vímuefna- neyslu." Sigurður tekur nú við: „Á stofn- fundi félagsins var samþykkt að skora á ríkisstjómina að koma á fót stofnun eins og ég greindi frá áðan, og einnig var ríkisstjórnin minnt á það fyrirheit sem gefið var um herta baráttu gegn vímu- efnum. Þá var þingflokkunum kynnt stofnun félagsins og ýmsar staðreyndir varðandi málið. Á grundvelli áreiðanlegra kannanna sem gerðar hafa verið, setti Einar Gylfi Jónsson, fostöðumaður Unglingaheimilis ríkisins og ein- hver helsti sérfræðingar þjóðar- innar í vímuefnaneyslu ung- menna, fram tilgátu um fjölda ungmenna sem eiga við alvarleg- an vímuefnavanda að etja. Hún kom fram á ráðstefnu sem sam- starfsmenn ráðuneyta um aðgerð- ir í meðferðarmálum ávana-og fíkniefnaneytenda efndi til í Reykjavík 27. október sl. Samkvæmt tilgátu Einars Gylfa eru á Islandi um 320 ung- menni á aldrinum 14-19 ára sem eiga við aivarleg vímuefnavanda- mál að stríða. Hann telur að þetta sé lágmarkstala, en miðað er við að þeir sem neyti áfengis eða annara vímuefna oftar en tvisvar í viku eigi við alvarleg vandamál að stríða. Auk þess er ég ansi hræddur um að í næsta aldurs- hópi þar fyrir ofan, sé ótalinn hópur fólks sem eru í verulegum vandræðum. Samkvæmt kerfisbundinni könnun unglingadeildar félags- málastofnunar í samvinnu við Unglingaheimili ríkisins á skjói- stæðingum sínum sem þeir telja að séu í vímuefnavanda, virðist mega skipta neytendum í þtjá flokka. Þá sem eru lengst leiddir og nota fleiri en tvo vímugjafa reglulega. Giskað hefur verið á að hér á landi séu um 20-30 ung- menni í þessum hóp. Þau hafa lítil eða engin tengsl við fjöl- skyldu, eru yfírleitt hvorki í skóla né vinnu og tilheyra oft ekki sér- stökum kunningjahóp. Þau flækj- ast um og lögregla hefur tíð af- skipti af þeim. í þessu sambandi má benda á að fíkniefnaneytendur eiga hvað mest á hættu að smit- ast af eyðni og ef þessi hópur yrði minnkaður væri það um leið stór áfangi í baráttunni gegn eyðni. í næsta hóp má segja að vandamálið sé verulegt og farið að bitna á fjölskyldutengslum og öðrum félagslegum tengslum, námi eða vinnu. I þriðja hópnum eru unglingar sem komnir eru út á hálan ís og neyta vímugjafa að meðaltali einu sinni í viku.“ Sigurður og Guðfinnur segja að stundum séu ungir vímuefna- neytendur sviptir sjálfræði. „Það kemur fyrir að ef fólk er djúpt sokkið og ekkert blasir við annað en dauðinn, sé það flutt gegn vilja sínum í neyðaraðstoð á sjúkra- húsi. Meðferðin tekur mest 15 daga og á þeim tíma eru sjúkling- arnir „afeitraðir“, en svo tekur gatan og götulífið aftur við. Þó hægt sé að krefjast sjálfræðis- sviptingar til lengri tíma í neyð- artilvikum, þjónar það engum til- gangi, því engin viðeigandi með- ferð er til í landinu. Einstaka ungmenni hafa verið send til út- landa í meðferð fyrir mikinn pen- ing,“ segir Sigurður. Hvað varðar þau vímuefni sem mest eru notuð af ungmennum hér á landi, segir Sigurður að áfengið sé lang algengast. „í könnun Unglingadeildar félags- málastofnunar kom til dæmis fram að áfengi er lang algengasti vímugjafinn, en fast á hæla þess fylgir hassið. Þá eru ýmsar ávana- bindandi pillur ofarlega á listan- um, og töluvert er um að am- fetamíns sé neytt. Kókaín og LSD er notað hér, þó notkun þess sé líklega ekki regluleg. Fólk tekur þessi efni öðru hvoru ef þau bjóð- ast. Kannski er full ástæða til að óttast að heróín flæði inn í landið innan skamms, því sennilega er neysla hér aðeins smækkuð mynd af neyslunni úti í heimi. En ungl- ingarnir geta hvort sem er drepið sig á þeim efnum sem hér eru fyrir, svo heróínið mundi bara bætast á listann.“ Viðtal: Brynja Tomer ---------------------------I------------|----------------|--------------|-------------- Kvenfélagið Framtíðin: Jólamerki JÓLAMERKI kvenfélagsins Framtíðarinnar á Akureyri er komið út. Merkið er teiknað af Kristjönu Tryggvadóttur og prentað hjá prentverki Odds Bjömssonar hf. á Akureyri. Sölustaðir em Póststofan Akur- eyri, Frímerlqahúsið og Frímerkja- miðstöðin í Reykjavík. Félagskonur sjá um sölu á Akureyri. Merkið kostar 10 krónur og örk- in 120 krónur. Allur ágóði rennur í elliheimilasjóð. Félag ferðaþj ónustubænda: Heimamenn hafi for- gang um rekstur sitji fyrir um rekstur sumarstarf- semi í skólum landsins og ann- arra mannvirkja í eigu hins opin- bera. Ályktun þessa efnis var samþykkt á aðalfundi Félags ferðaþjónustubænda sem hald- inn var í Bændahöllinni fyrir skömmu. Á aðalfundinum var þeim tilmæl- um beint til Stéttarsambands bænda, Byggðastofnunar og Fram- leiðnisjóðs landbúnaðarins að á næsta ári verði haldin ráðstefna um nýsköpun í atvinnulífi í strjálbýli. Auk venjulegra aðalfundarstarfa vom haldin framsöguerindi um þijú mál: Ólafur H. Torfason forstöðu- maður Upplýsingaþjónustu land- búnaðarins talaði um ferðaþjónustu og landbúnað, Þóroddur Þórodds- son framkvæmdastjóri Náttúm- vemdarráðs ræddi um ferðaþjón- ustu og umhverfísmál og Friðrik Eysteinsson rekstrarhagfræðingur ræddi um skattlagningu ferðaþjón- ustunnar og gengismál. Stjórn Félags ferðaþjónustu- bænda er þannig skipuð: Páll Ric- hardson á Eystra-Skagnesi í Mýr- dal, sem er formaður, Ágúst Sig- urðsson á Geitaskarði í Austur- Húnavatnssýslu, Ingibjörg Berg- þórsdóttir í Fljótstungu í Borgar- firði, Valgeir Þorvaldsson á Vatni í Skagafirði og Kristinn Jóhannsson á Kverná í Gmndarfirði. Nú er óþarfi aö rífast um reglurnar FERÐAÞJÓNUSTUBÆNDUR vilja að heimamenn í dreifbýli Fyrsta billiardbókin á íslandi er komin út. Hún er viður- kennd af Billiard- og snókersambandi íslands og í henni erfjallað ítarlega um leikreglur í snóker, billiard og fleiri knattborðsleikjum. Þá er ekki lengur um það að ræða, að hver spili eftir sínu höfði. Bókin fæst í Billiardbúðinni Ármúla 15. Billiardbókina ættu allir knattborðsleikarar að hafa undir höndum. Dúbl í horn! BILLIARDBÚÐIIM Ármúla 15, Reykjavík, sími 33380
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.