Morgunblaðið - 02.12.1988, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 02.12.1988, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 1988 Amnesty Intemational: Mannréttinda- brot í Tyrklandi Um þessar mundir gengst Amn- esty Intemational fyrir þriggja mánaða herferð gegn mannrétt- indabrotum í Tyrklandi. Samtökin hafa skorað á tyrknesk yfirvöld að tryggja þegar í stað fullkomin mannréttindi í landinu, og láta þegar í stað lausa alla þá sem eru í haldi vegna skoðana, trú- ar, litarháttar, kynferðis eða þjóð- emis, það er alla samviskufanga, og tryggja jafnframt réttláta með- ferð mála þeirra sem í haldi eru vegna brota á neyðarlögum. Einnig er skorað á tyrknesk yfirvöld að láta af pyndingum og öðmm ómannúðlegum meðölum sem beitt hefír verið við rannsókn mála þar í landi. íslandsdeild Amnesty Int- emational tekur þátt í þessari her- ferð og mun reyna að kynna þetta málefni, eftir því sem kostur er, og þrýsta á tyrknesk yfirvöld með bréfaskriftum og beiðnum hvers- konar. Svo vill til, að einn _af þeim sam- viskuföngum, sem íslandsdeildin beitir sér sérstaklega fyrir að fá leystan úr haldi, er fangi í tyrkn- esku fangelsi. Skal nú nokkuð greint frá honum og máli hans. Hann heitir Ali Dogan og er JÓLASÝNING verður opnuð í listasalnum Nýhöfh, Haíhar- stræti 18, Iaugardaginn 3. desem- ber kl. 14 undir yfirskriftinni „Kátt er um jólin, koma þau senn!“. Um kl. 15 mun Dómkórinn koma og syngja jólalög. ungur Kúrdi, búsettur í Tyrklandi. Hann var handtekinn 17. febrúar 1987, og mál hans var tekið fyrir 11. mars sama ár. Það var svo dæmt í því 2. júní 1987. Dómur hans er 4 ár og 2 mánuðir (50 mánuðir). Hið ólöglega athæfi hans var að hlusta á segulbandssnældu, sem á voru kúrdískir söngvar og ræður. Þetta gerði hann ásamt vinnufélaga sínum í svefnskála sem þeir héldu til í sem' verkamenn. Ef þetta at- hæfi hans er skoðað nánar, er ljóst, að hann var þar að neyta sjálf- sagðra mannréttinda, sem eru vemduð af 10. grein mannréttinda- samþykktar Evrópuríkja, sem tyrkneska ríkið er aðili að. Þess vegna er hann samviskufangi, sem Amnesty International berst fyrir að fá lausan, og íslenski hópurinn tekur þátt í þeirri baráttu. Félagamir Ali Dogan og Mustafa Evlek em frá Tunceli-héraði í aust- urhluta Tyrklands, en íbúar þar em langflestir Kúrdar, og héraðið til- heyrir því landi sem kallað er Kúrd- istan og nær inn í 4 ríki. Mennimir unnu við gerð nýrrar brúar yfir Bosfoms-sund við Istanbul, þegar þeir vom handteknir 17. og 18. febrúar 1987. Í fómm þeirra fannst Á sýningunni, sem er sölusýning, verða verk eftir lifandi og látna íslenska listamenn. Opnunartími fram að jólum verð- ur kl. 10—18 virka daga, á opnun- artíma verslana á laugardögum og kl. 14—18 á sunnudögum. (FréttatUkynning) segulbandsspóla eða snælda með kúrdískum söngvum og ræðum. Samkvæmt málsskjölum sagði Mustafa Evlek við lögregluyfir- heyrslu, að á snældunni væm póli- tískar ræður og söngvar og að hann hefði orðið mjög hrærður af að hlusta á hana, því þar hefði verið talað um kúgun þá er Kúrdar sæta; hann væri sjálfur Kúrdi. Ali Dogan segir í lögreglu- skýrslu, að á snældunni væri talað um kúgun Kúrda og uppreisn þeirra boðuð í náinni framtíð. Aðspurður kvaðst hann ekki vita hvaða samtök hefðu framleitt og gefið út þessa snældu. í dóminum er það tekið fram, að snældan hafi í fyrstu verið eign Mustafa Evlek sem gaf Ali Dogan hana. Ali Dogan hlustaði á hana ásamt Fevzi Sezgin i svefnskála þeirra, þar sem aðrir verkamenn vom einnig áheyrendur. Málareksturinn gegn þeim hófst 20. mars 1987, eins og áður grein- ir, í öryggisréttinum í Istanbul, og dómur var kveðinn upp 2. júní það ár. Vom þeir sakbomingar sakfelld- ir fyrir brot á 142. og 143. gr. tyrkneskra hegningarlaga og dæmdir í fimm ára fangelsi hvor. Vegna iðmnar og góðrar hegðunar í varðhaldinu, var dómur þeirra styttur í 4 ár og 2 mánuði. Kúrdar em minnihlutaþjóðar- hópur sem telur 8 milljónir. Tilvem- réttur þeirra sem þjóðar er ekki viðurkenndur af neinum yfírvöldum þeirra ríkja, sem ráða yfír land- svæðunum sem þeir byggja. I Tyrklandi er menning þeirra með öllu bönnuð, tungumál þeirra og hugverk þeirra á prenti, hljóðbönd- um og kvikmyndum. Amnesty Intemational hefír ítrekað borist fregnii; af styttri fangelsunum þeirra sem teknir hafa verið með kúrdískar snældur í fór- um sínum. Mál þeirra Ali Dogan og Mustafa Evlek er samt hið fyrsta sem dæmt er í til þungrar refsing- ar, svo Amnesty sé kunnugt. Þar er sökin sú ein að eiga slíkt efni og hlusta á það. Slíkt athæfí verður ekki flokkað sem ofbeldi. Þess vegna em þeir samviskufangar, og tyrkneskum yfírvöldum ber að láta þá tafarlaust lausa, þó ekki væri nema vegna þeirra alþjóðlegu mannréttindasamþykkta sem Tyrk- land er aðili að. (Fréttatilkynning) Nýtt tungu- málaspil á markaðinn „POLYGLOT" nefiiist tungu- málaspil sem fyrirtækið Fjöl- tunga hefur hafið sölu á. Það er Ieikur að orðum og orða- samböndum á sex erlendum tungumálum og hefiir íslenskri tungu verið bætt við í spilið. I tilkynningu frá Fjöltungu segir að Polyglot hafi verið hannað til að örva skilning og þekkingu á erlendum tungu- málum og hafi menntamálaráð flestra ríkja í Bandaríkjunum samþykkt spilið sem hluta af kennslugögnum í tungumála- námi. Það sé hægt að leika á ýmsum kunnáttusviðum og henti fyrir unga sem aldna, frá 8 ára og upp úr. Segir einnig í fréttinni að spilið hafí náð miklum vinsældum. Félag- harmoníkuunnenda: Síðasti fund- ur fyrir jól SÍÐASTI skemmtifundur Félags harmoníkuunnennda fyrir jól, verður í Templarahöllinni, sunnudaginn 4. desember og hefst klukkan 15. Á skemmtifundinum kemur m.a. fram Stóra harmoníuhljómsveitin, og bamadansflokkur frá Dansskóla Sigurðar Hákonarsonar sem sýnir dans. Eiginkonur félagsmanna sjá um veitingar að venju. Jólasýning í Nýhöfii Kamarorghestar: Opið útgáfupartí Morgunblaðið/Bjarni Kamarorghestarnir eru ein þeirra sveita sem senda frá sér plötu fyrir þessi jól. Sveitin hef- ur haidið nokkra tónleika und- anfarið og þar á meðal útgáfu- tónleika í Lækjartungli fyrir skemmstu. Platan er þó ekki enn komin út, en um miðnætti í kvöld hefst opið útgáfupartí í Rétt hjá Nonna, þar sem áður var Óðal, Kreml og Lennon, og í því partil mun sveitin leika lög af plötunni, sem kemur út á mánudag/þriðjudag. Rokksíðan heimsótti Kamar- orghestana í æfingarhúsnæði sveitarinnar í Þingholtunum. Þið byrjuðuð snemma í upp- tökum, en samt er platan seint á ferðinni. Það má skrifa það að hluta á misskilning sem varð til þess að master-segulbandið varð inn- lyksa í London hjá enskum hljóð- manni sem vann lítillega með okkur. Það má einnig segja að við höfum verið fullróleg í upptök- unum og þær náðu yfir langan tíma þó svo að sjálfir upptök- utímarnir hafi ekki verið margir. Hvernig finnst ykkur svo plat- an þegar hlustað er á hana og ekki verður aftur snúið? Við vorum kannski full bjartsýn þegar við fórum af stað og hefð- um líklegast átt að vera búin að æfa okkur betur, en það gekk allt furðuvel þegar í hljóðverið var komið. Það er ekki að merja ann- að af plötunnu en að þar fari þrælæfð sveit, sem er að nokkru að þakka upptökustjóranum Hilmari Erni. Þessi plata var allt öðruvísi unnin en síðasta plata okkar, en þá fórum við í hljóðver vel æfð og með allar útsetningar ... .......-................... á hreinu. Það hefði kannski verið skynsamlegra, því þetta hefði getað farið úr skorðum. Fyrsta lagið á plötunni, Norð- urjúðar, vekur athygli og þið gerðuð myndband með þvf. Sagan á bak við það lag er að það gerði ungur maður í Kaup- mannahöfn texta og lag sem hét lcelandic Eskimos, sem sagði frá okkur Kamarorghestunum. Síðan leið tíminn og ákveðið v^r að snara texatnum yfir á íslensku og staðfæra. Lagið er orðið í dag samvinnuverkefni allra í sveit- inni, en það var upphaflega reggílag. Það má segja að lagið só líka sprottið af montinu og sjálfumgleðinni í íslendingum sem minnir á gyðinga, plús þá kenningu sem fram hefur komið að íslendingar séu ein af týndu ættkvíslum Davíðs. Eiga önnur lög svipaða sögu? Þetta er elsta lagið. Annað gamalt lag er Ég hata nóttina, við texta eftir Magneu Matthías- dóttur, sem var einnig snúið á ensku og síðan var íslenski text- inn tekinn upp aftur, með smá breytingum. Draumavólin var einnig til á ensku en Stjáni Pétur sneri texanum yfir á íslensku og endursagði. Lögin við báða þessa texta eru svo gjörbreytt fyrir þessa plötu. Önnur lög eru öll ný og eitt varð reyndar til á æfingu fyrir þessa plötu. Annar texti sem ekki er eftir okkur er við lagið Hauskúpurnar. Þann texta samdi vinur Stjána Péturs Jói nasisti, sem orti hann þegar eitthvað fól stakk undan honum í Festi. Þetta er mikið sannfær- ingarlag: Hauskúpurnar hrann- ast upp í helvíti, hver veit hvenær hann lendir þar. Það lag hefur verið að gerjast lengi og Jói varð hálf hræddur þegar hann heyrði lagið, enda er djöfullegur undir- tónn. Hvernig hafa lögin gengið f fólk á tónleikum? Þau ganga vel í suma, en málið er að fólk á íslandi á svo erfitt að mynda sér sjálfstæða skoðun og menn líta voða mikið í kring um sig til að sjá hvort náunginn sé að klappa. Það sást í Tunglinu, þegar fólk var að líta í kring um sig til að gá hvort Sjón væri á staðnum og hvort hann væri að klappa. Það er alltaf viss klíka í gangi í rokkinu á íslandi, ekki síður en í myndlist og bók- menntum. Margir tónlistargagnrýnend- ur virðast vera með hippatimb- urmenn, af hverju stafa þeir? Við erum stimpluð hippar og verðum það sjáfsagt alltaf, vegna þess að við byrjuðum að spila í Danmörku og vorum bölvaðir hippar, sem er ekkert að skamm- ast sín fyrir. Það er erfitt að átta sig á því hvers vegna þessi mór- all er til kominn. Kanski er ein ástæða sú að þessi lífsstíll risti ekki mjög djúpt hér á landi frekar en pönkið. Sú lífsskoðun semn lá að baki hippismanum, að elska náungann, hefur átt erfitt upp- dráttar hér. Það er líka ákveðinn mórall gagnvart rokkinu; þessi krafa að þú sért alltaf að gera eitthvað nýtt, eitthvað frumlegt og það skiptir þá ekki miklu hvort þú kunnir að leika á hljóðfæri eða ekki og hvort fólk hlusti á þig eða ekki. Þetta er allt saman rok og ról, menn mega ekki gleyma því. Þessi sókn eftir einhverju nýju og öðruvísi sprettur kannski af tónlistaruppeldi íslendinga, sem stýrt er af útgefendum, með endalausu framboði af blöðru- poppi. Það eru allar plötur eins, því það það eru allir að stefna á sömu miðjuna. Það eru notuð hljómborð í nær öllum lögum, er kominn hljómborðsleikari í sveitina? Já, það leikur með okkur fastur gestur, Jósef Gíslason, sem leik- ur á öllum tónleikum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.