Morgunblaðið - 02.12.1988, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.12.1988, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 1988 Bókum haftaárin HJÁ Almenna bókafélaginu er komin út bókin Þjóð í hafti eftir Jakob F. Ásgeirsson. í kynningu AB segir m.a.: „Bók- in rekur sögu haftaáranna, tímans þegar öll verslun á íslandi var hneppt í svo harðar viðjar að ekki mátti flytja bók til landsins án þess að biðja yfirvöld um leyfi. Þegar ávextir sáust ekki árum saman óg fólk stóð næturlangt í biðröðum í von um að geta keypt eitt par af bomsum. Þegar innflutningsleyfi fyrir bflum gengu kaupum og sölum fyrir hærra verð en sjálfur bíllinn kostaði. Þegar menn voru fangels- aðir fyrir að reisa sér bflskúr i óþökk yfírvaldanna. Þegar pólitísk spilling grasséraði, smygl og svartamark- aður — og voldug hagsmunasamtök risu upp úr öllum áttum til að tryggja sinn hlut í haftakerfínu. Þjóð í hafti er ítarleg úttekt á þijátíu ára sögu verslunarfjötra á Islandi, 1931—1960. í bókinni er fjölmargt dregið fram í dagsljósið Ljóðspor, spor til framtíðar? I Jakob F. Ásgeirsson sem legið hefur í þagnargildi. Inn í sjálfa haftasöguna er auk þess tvinnuð almenn efnahags- og stjómmálasaga tímabilsins." Bókin er 390 blaðsíður að stærð. Setningu, prentun, filmuvinnu og bókband annaðist prentsmiðjan Oddi hf. Kápuna gerði Guðjón Ingi Hauksson. eftir Guðna Olgeirsson Viðbrögð námstjóra í íslensku við ritdómi Jennu Jensdóttur um Ljóð- spor, þann 25. nóvember. Það er fagnaðarefni að Morgun- blaðið sýni skólamálum áhuga með því að ijalla um nýjar námsbækur. Til skamms tíma þótti útgáfa náms- gagna ekki tíðindum sæta. Á síðustu ámm hefur námsgagnaút- gáfu vaxið fiskur um hrygg og Námsgagnastofnun hefur m.a. gef- ið út mjög gott námsefni handa grunnskólum þrátt fyrir þröngan fjárhag. Nýjasta dæmið um slíka útgáfu til íslenskukennslu er Ljóðspor, safn ljóða sem ætluð em til kennslu í 4.-6. bekk gmnnskóla eins og fram kemur á kápusíðu. Þar segir og að flest ljóðin séu eftir ljóðskáld Náttúruvemdarfélag Suðvesturlands: Sjóferðir með ströndum Innnesja og inn Hvalflörð Á laugardag og sunnudag næst- komandi stendur Náttúmvemdar- félag Suðvesturlands fýrir nátt- úmskoðunar- og söguferðum með ströndum Innnesja og um Hval- fjörð með farþegabátnum Hafr- únu. í góðu sjóveðri verða famar þijár sjálfstæðar ferðir frá Gró- farbryggju í Reykjavík (norðan við Hafnarhúsið). Um ferðimar Fyrsta ferðin verður farin á laugardag 3. des. kl. 13.30. Siglt verður út Engeyjarsund og síðan lónað inn undir Klakksvík við Grandahólma (Akureyjarhólma) og út fýrir Gróttutanga inn á Seiluna í Skerjafírði, áfram inn á Fossvog, Kópavog og Amames- vog (Amamesvík). Þar verður snúið við og farið út með Bessa- staðanesi og sömu leið til baka. I ferðinni verður sögusvið Ak- ureyjar, Orfíriseyjar, Granda- hólmanna, Seltjamamess og Álftaness kynnt og þeirrar kynn- ingar notið frá hinu óvenjulega sjónarhomi, undir leiðsögn_ sögu- og ömefnafróðra manna. Áætlað er að ferðin taki um tvær til tvær og þálfa klukkustund. Onnur ferðin: I aðra ferðina verður lagt af stað á sunnudagsmorgun 4. des. kl. 10.30. í þessari ferð verður siglt í rólegheitum að Orfírisey, Akurey, Engey, Viðey, Þemey og Lundey í Kollafírði og farin En- geyjarsund, Viðeyjarsund, Eið- isvík og Þemeyjarsund, en nátt- úrulegur breytileiki er mikill á þessu svæði og einnig gætir þar enn mikilla áhrifa frá frárennsli byggðarinnar. í ferðinni verður sérstaklega fjallað um lífíð í og á sjónum í kringum eyjamar undir leiðsögn líffræðinga. Ferðin mun taka um tvo til tvo og hálfan tíma. Þriðja ferðin: í þriðju ferðina verður lagt af stað á sunnudag kl. 13.30 og siglt út á milli Engeyjar yfír þveran Kollafjörð fyrir Kjalames og And- ríðsey og inn Hvalfjörð inn undir Hvítanes, þar verður snúið við og ferðinni lýkur í ljósaskiptunum við Grófarbryggju eftir þriggja og hálfs tíma ferð. Þetta verður blön- duð náttúruskoðunar- og söguferð og hins stórkostlega útsýnis notið undir leiðsögn náttúrufræðinga og sögu og ömefnafróðra manna. Tilgangur ferðanna Tilgangur ferðanna er að gefa þátttakendum í henni kost á: a) Að njóta útsýnis af sjó til Inn- nesja, ijallahringsins og inn Hval- fjörð. Þetta verður einnig einstakt myndefni. b) Að fræðast á vettvangi um lífríkið í og á sjónum og komast um leið í snertingu við það okkur til aukins skilnings og ánægju. T.d. verður skimað eftir selum, hnísum, hrefnum, höfrungum og sjófuglategundum. c) Að kynnast ýmsum náttúru- verndar- og umhverfismálum sem snerta sjóinn, s.s. mengun, ofnýt- ingu dýrastofna og öðrum truflun- um á vistkerfí sjávarins af völdum mannsins. d) Að gera einfaldar athuganir í ferðinni á nokkrum umhverfís- þáttum sem hafa áhrif á lífið í sjónum. e) Að njóta leiðsagnar fróðra manna um sögu og ömefni sem tengjast því sem fyrir augu ber í sjóferðunum. Þetta verður einstakt tækifæri til að kynnast umhverfinu okkar frá nýrri hlið. Allir eru velkomnir í ferðimar. Nánari upplýsingar verða gefnar í síma 40763 á laug- ardag milli kl. 10 og 12. Farkosturinn Hafrún, báturinn sem farið verður á, er 60 farþega og sér- staklega hannaður til flutninga á fólki. I aftari hlutanum er salur með 42 sætum. Þar em stórir útsýnisgluggar. í framhluta báts- ins er setustofa með rými fyrir um 20 manns. Allir farþegar geta verið úti við ef áhugi er fyrir því. Hugmyndin er að teknir verði um 45 manns í fyrstu ferðimar. Síðastliðið sumar var þessi bátur notaður ásamt öðmm til flutninga á ferðamönnum á Breiðafirði. Skipstjóri er Pétur Ágústsson. nítjándu og tuttugustu aldar og að hlutur ungra skála sé veigamikill. Ljóðunum er síðan skipað niður eftir viðfangsefnum skáldanna og fylgja verkefni og orðskýringar hveijum þætti bókarinnar. Einnig er fyöldi myndverka í bókinni eftir þekkta íslenska mynlistarmenn. Kennarar hafa almennt fagnað þessari útgáfu ákaflega og 10.000 eintök seldust upp á skömmum tíma, enda hafa skólar ekki haft tök á að fá skólaljóð í nokkur ár. Rit- dómar um bókina hafa birst í nokkr- um blöðum og hafa þeir yfirleitt verið jákvæðir og sanngjarnir. Menntamálaráðuneytið hyggst í vetur í samvinnu við Námsgagna- stofnun safna upplýsingum um notkun bókarinnar í kennslu, með það í huga að unnt verði að laga þá annmarka sem kunna að fínnast. Gagniýnandi Morgunblaðsins greinir frá ýmsum atriðum í ritdómi sínum og telur fjölmörg ljóð í Ljóð- sporum geta vakið listrænan áhuga hinna ungu nemenda. Hins vegar fer lítið fyrir slíkum ljóðum í rit- dóminum og jákvæðum ummælum og er það miður. Gagnrýnanda Morgunblaðsins er mikið í mun að finna veika hlekki í bókinni og ger- ir aðstandendur hennar tortryggi- lega í augum almennings. Umijöll- unin er með þeim hætti að undirrit- aður fínnur sig knúinn til viðbragða. Það er vandasamt verk að gefa út safn ljóða til notkunar í skólum. Val ljóða og allan undirbúning verð- ur að vanda svo sem framast er unnt. Námstjóri fullyrðir að Náms- gagnastofnun stóð sig með sóma við útgáfu á Ljóðsporum. Forsögu málsins má rekja til ársins 1985 þegar Hrólfur Kjartansson deildar- stjóri skólaþróunardeildar mennta- málaráðuneytisins sendi náms- gagnastjórn bréf þar sem þess er farið á leit að Námsgagnastofnun gefi út skólaljóð handa öllum stig- um grunnskóla. Lagt var til að starfshópi yrði falið að annast út- gáfuna í samráði við starfsmenn Námsgagnastofnunar og námstjóra í íslensku. Menntamálaráðuneytið setti hópnum m.a. eftirfarandi starfsreglur: Valin verði ljóð frá ýmsum tímum og skal hlutur nútímaljóða ekki vera minni en eldri ljóða. Margs konar ljóðform skal kynnt í safninu. Efni Ijóðanna skal vera fjölbreytt og höfða til sem flestra nemenda. Að mínu mati tókst mjög vel til með skipan starfshóps til að rit- Guðni Olgeirsson „Gag’nrýnandi telur að með verkefnum í Ljóð- sporum felist mikið vantraust á kennurum. Eg verð að játa að ég- átta mig engan veginn á þeim ummælum.“ stýra útgáfunni. Á þessum vett- vangi er ekki þörf á að rekja sögu verksins, það talar fyrir sig sjálft. Samt er rétt að geta þess að starfs- hópurinn bætti við einni mikilvægri starfsreglu, þ.e. að bæði yrðu valin ljóð eftir konur og karla. Undirritaður getur staðfest að æðstu yfirvöld menntamála kynntu sér þessa bók á ýmsum stigum út- gáfu, en gagnrýnanda Morgun- blaðsins virðist ekki kunnugt um það. Menntamálaráðuneytið hafði frumkvæði að útgáfunni og fylgdist með gangi mála, m.a. námstjóri í íslensku, námsgagnastjórn hrinti útgáfunni í framkvæmd, kennarar í íslensku við Kennaraháskóla ís- lands lásu prófarkir og gerðu at- hugasemdir og fulltrúi Samtaka móðurmálskennara var í starfs- hópnum. Gagnrýnandi hefði með einu símtali við einhvem þessara aðila getað fengið upplýsingar um hvemig staðið var að útgáfunni. Það em forkastanleg vinnubrögð hjá gagniýnanda að fullyrða að yfírvöld menntamála viti ekkert um málið án þess að kanna það nánar. Námstjóri í íslensku hefur nýlega lesið yfir ljóðaval fyrir unglingastig og telur að vandað sé til þess verks, sem væntanlega kemur út fyrir næsta skólaár. Gagnrýnandi sér ástæðu til að fagna því sérstaklega að skáldskap- Minningar Leifs Mullers IÐUNN hefúr gefið út minningar Leifs Mullers, Býr íslendingur hér?, sem Garðar Sverrisson skráði. í kynningu Iðunnar segir: „Þetta er áhrifamikil örlagasaga ungs ís-' lendings, kaupmannssonar úr Reykjavík, sem fullur bjartsýni hélt út í heim til að afla sér menntunar en var svikinn í hendur Gestapo og sendur í útrýmingarbúðir nasista í Þýskalandi á stríðsámnum. Leifur Muller var eini íslendingurinn sem lifði af þær óbærilegu hörmungar sem vistin þar var og eftir fjörutíu ára þögn segir hann sögu sína án þess 'að draga nokkuð undan. Hann er sendur til Sachsen- hausen, hinna illræmdu útrýming- arbúða í Þýskalandi, þar sem hann verður fangi númer 68138 — rétt- laus þræll meðal þræla. í þessum nöturlega heimi dregur hann fram lífið og kemst til þroska. Ólýsanleg grimmd, þjáningar, miskunnarleysi og mannleg niður- læging urðu hlutskipti Leifs og særðu hann þeim sámm sem aldrei grem og aldrei gátu gróið. Brugðið C.«I»AR SVERRISSON * f eMiiii er upp ógleymanlegum myndum af Englendingunum í hegningardeild- inni, ívani litla og Óskari Vilhjálms- syni, gamla manninum sem gat ekki gengið í takt og ungu drengj- unum sem féllu í valinn, einir og yfirgefnir — sviptir trú á miskunn guðs og manna.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.