Morgunblaðið - 02.12.1988, Síða 7

Morgunblaðið - 02.12.1988, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 1988 7 Hafnarfjörður: Umferðarljós tekin í notkun á 3 gatnamótum UMFERÐARLJÓS verða tekin í notkun á þrem gatnamótum í Hafiiarfirði á morgun, laugar- dag, þ.e.a.s. gatnamótum Hafh- arfjarðarvegar og Flatahrauns, Reykjanesbrautar og Lækjar- götu-Lækjarbergs og Reykjavík- urvegar og Flatahrauns. Upp- setning ljósanna kostar samtals um Qórar milljónir króna. Umferðarljósin á gatnamótum Hafnarfjarðarvegar og Reykjanes- brautar verða samtengd umferðar- ljósum á Hafnarfjarðarvegi í Garðabæ. Umferðarljósin á Hafnar- fjarðarvegi og Reykjanesbraut eru kostuð af Vegagerðinni en umferð- arljósin á Reykjavíkurvegi eru kost- uð af Hafnarfjarðarbæ, segir í fréttatilkynningu. Agæti og Þykkvabæjarkartöflur: Sameinast um pökkun og dreifingu kartafina TVEIR stærstu kartöfluheild- salarnir, Ágæti hf. og Þykkva- bæjarkartöflur hf., hafa sam- einast um pökkun og dreifíngu kartaflna.^ Pökkunin verður í aðstöðu Ágætis og þaðan fer dreifingin firam héðan í frá. Arnar Ingólfsson framkvæmda- sfjóri Ágætis segir að þessi sam- vinna gæti orðið fyrsta skrefið til sameiningar þessara tveggja fyrirtækja sem bæði eru í meiri- hlutaeigu kartöflubænda. Þá eru einnig að hefjast viðræður þessarra fyrirtækja við Sölufé- INNLENT lag garðyrkjubænda og Banana hf. um víðtæka samvinnu í dreifingu grænmetis og kart- aflna. Arnar segist hafa unnið að því að koma á friði á þessum mark- aði. Hann segir að ríkt hafi stríð en ekki samkeppni. Hægt væri að auka hagkvæmni dreifingarinnar án þess að slaka á gæðakröfum. Það kæmi til dæmis hvorki fram- leiðendum né neytendum til góða að 5-6 sendibílar ækju hver á eft- ir öðrum í verslanirnar. í frétt frá Þykkvabæjarkartöfl- um og Ágæti kemur fram að bæði fyrirtækin hafí orðið fyrir áföllum á undanförnum mánuðum vegna gjaldþrota og lokunar verslana. Sameining pökkunar og útkeyrslu dragi úr kostnaði en leiði ekki til lakari gæða eða þjónustu. Bæði vörumerkin verða notuð áfram. Morgunblaðið/Þorkell Davíð Oddsson, borgarsfjóri, klippir á borðann, sem strengdur var yfir aðalganginn á fyrstu hæð nýju verslunarmiðstöðvarinnar. Fjöldi manns var viðstaddur opnunarathöfiiina. V erslunarmiðstöð- in Kringlan 4 opnuð 120 verslanir í þremur húsum við Kringluna NY verslunarmiðstöð var opnuð í gær í Kringlunni 4 í Reykjavík. I byggingunni eru 20 verslanir á tveimur neðstu hæðunum, en einnig verða þar skrifstofiir á efri hæðum. Davíð Oddsson borgarsfjóri opnaði húsið formlega klukkan þijú í gær og að sögn aðstandenda hússins komu þúsundir manna að skoða sig um og versla í hinum nýju húsakynnum. Jónas Sveinsson, annar for- svarsmanna fyrirtækisins For- um, sem rekur Kringluna 4, sagði að þrátt fyrir samdrátt- artíma í byggingu verslunar- húsnæðis teldi hann að verslun- armiðstöðvar á borð við þessa ættu framtíðina fyrir sér. „Fyrir- tæki vilja vera fleiri saman. Það sparar auglýsingar og ýmislegt annað hagræði er að slíkum rekstri,“ sagði Jónas. Von bráðar verður opnuð við hlið Kringlunnar 4 Kringlan 6, þar sem verða 40 verslanir. Jón- as sagði að þegar að því kæmi yrðu við Kringluna þijár verslun- armiðstöðvar með samtals yfir 120 verslanir. GULLVÆGAR BÆKUR í SAFNIÐ Þrautgóðir ó raunastund Steinar J. Lúðviksson Björgunar- og sjóslysasaga íslands, 19. bindi Bókin fjollar um árin 1972—1974. Þá gerðust margir stórviðburðir. Togarinn Hamranes sökk út af Jökli 1972. Hörmuleg sjóslys urðu í skaðaveðrum 1973 þegar vélbátarnir María og Sjöstjarnan fórust. Einn- ig segir frá strandi Port Vale við ósa Lagarfljóts. Minningar Huldu Á Steffánsdóttur Skólastarf og efri ár Hulda segir frá Kvennask'ólanum á Blönduósi þar sem hún var skólastjóri og Húsmæðraskóla Reykjavíkur sem hún veitti forstöðu. ,,Mér finnst bókin msð hinum beztu, sem ég hef lesið þessarar tegundar" Þór Magnússon, þjóðminja- VÖrður um fyrstu minningabólr Huldu ( bréfi til hennar 10. jan. 1986. Þjóðhættir og þjóðtrú Skráð af Þórði safnstjóra i Skógum Þessi bók er árangur af samstarfi Þórðar Tómassonar safn- stjóra í Skógum og Sigurðar Þórðarsonar hins fróða af Mýrum í Hornofirði. Hér greinir frá lífi og starfi, þjóð- siðum og þjóðtrú. OR.LYGUR SlÐUMÚLA 11, SÍMI 8 48 66 VjS/Q’Sd

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.