Morgunblaðið - 02.12.1988, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 02.12.1988, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐDE) IÞROTTIR PÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 1988 59 KNATTSPYRNA / ENGLAND Terry Venables býður Guðna Bergssyni samning TERRY Venables, fram- kvæmdastjóri Tottenham Hotspur, bauð Guðna Bergs- syni landsliðsmanni úr Val samning við félagið i gær. „Eftir æfingu í gær ræddi Venables við mig og lýsti áhuga sínum að fá mig á samning," sagði Guðni Bergsson í samtali við Morg- unblaðið í gærkvöldi. Guðni, sem á 23 landsleiki að baki, hefur verið hjá Totten- ham til reynslu í 10 daga. Hann hefur æft með aðalliði félagsins og spilað nokkra leiki með varalið- inu og staðið sig vel. Guðni sagði að ekkert hafi ver- ið rætt um peningahliðina eða lengd samnings í gær. „Ég hitti Venables aftur á morgun [í dag] og þá verða þessi mál rædd frek- ar. Þetta er fyrsta og stærsta skrefið í áttina að leika með Tott- enham. Þeir telja sig greinilega hafa not fyrir mig,“ sagði Guðni. „Ég er mjög bjartsýnn á að við náum samkomulagi um laun og lengd samnings. Eina hugsanlega vandamálið núna er að fá atvinnu- leyfi í Englandi. En ég hef ekki trú á öðru en að það fáist. Totten- ham er stór klúbbur og hefur víða ítök.“ Til að fá atvinnuleyfi í Eng- landi og leika með ensku félags- liði veður viðkomandi í fyrsta lagi að vera landsliðsmaður og í öðru lagi þarf viðkomandi lið að geta 5 Tarry Venables sannað að það vanti tilfinnanlega leikmann í þessa ákveðnu stöðu. Guðni uppfyllir fyrra skilyrðið, en í því síðara er það forráðamanna Tottenham að sannfæra knatt- spyrnusambandið og verklýðs- félag knattspymumanna. Guðni æfir með aðalliði Totten- ham í dag, en bjóst við að æfing- in yrði stutt þar sem liðið á að leika á laugardaginn. Hann reikn- aði með að leika með varaliðinu um helgina. Guðni Bergsson Venables hefur keypt lelkmenn fyrir 5.5 mlllj. pund- Sjá bls. 57 HANDKNATTLEIKUR / ISLANDSMOTIÐ KR-sigur í hörkuleik KR-INGAR fögnuðu ógurlega eftirað Héðni Gilssyni mi- stókst að jafna beint úr- aukakasti eftir venjulegan leiktíma í leik KR og FH í gær- kvöldi. Þeir höfðu fulla ástæðu til því þeir eru með fullt hús stiga eftir sjö umferðir. Leikmenn virtust taugaóstyrkir í upphafi enda leikurinn geysi- lega mikilvægur fyrir bæði lið. Viggó þjálfari FH fékk áminningu BBHHB eftir aðeins fimm SkúliUnnar mínútur og mínútu Sveinsson síðar kom fyrsta skrífar _ mark leiksins. KR-ingar leiddu allan fyrri hálfleikinn og virkuðu þá mun betri aðilinn. FH-ingar tóku sig á í- síðari hálfleik og náðu for- ustunni eftir fjórar mínútur og héldu henni allt fram á síðustu mínútu, utan þess að KR náði nokkrum sinnum að jafna. Lokamínútan var æsispennandi. Leifur varði tvívegis vel og Guð- mundur Albertsson skoraði fyrir KR, 27:26. Leifur varði frá Héðni í dauðafæri og dæmdur var ruðn- KR-FH 27 : 26 Laugardalshöll, íslandsmótið í Tíand- knattleik, fímmtudaginn 1. desember 1988. Gangur leiksins: 3:0, 6:4,12:7, 13:11, 14:15, 18:18, 23:23, 25:24, 25:26, 27:26. KR: Stefán Kristjánsson 10/3, Alfreð Gíslason 9/2, Konráð Olavson 3, Páll Ólafsson 2, Jóhannes Stefánsson 1, Guðmundur Albertsson 1, Sigurður Sveinsson 1, Friðrik Þorbjömsson, Þor- steinn Guðjónsson, Páll ólafsson. yarin skot: Leifíir Dagfinsson 18, Ámi Harðarson 1/1. Utan vallar: 12 mínútur. FH: Héðinn Gilsson 8, Guðjón Ámason 8/1, Þorgils óttar Mathiesen 5, Gunn- ar Beinteinsson 2, Óskar Ármannsson 2/2, óskar Helgason 1, Hálfdán Þórð- arson, Einar Hjaltason, Knútur Sig- urðsson, Stephan Stephansen. Varin skot: Bergsveinn Bergsveinsson 4, Magnús Ámason 4. Utan vallar: 8 mínútur. Áhorfendur: Um 800. Dómarar: Gunnar Kjartansson og Rögnvald Erlingsson. Þeir voru alls ekki nógu sannfærandi. ingur á Alfreð. FH í hraðaupphlaup en brotið á þeim. Jóhann Ingi ósam- mála og fékk rautt spjald. FH-ingar fengu aragrúa aukakasta það sem eftir var en það dugði ekki. Leifur varði skot frá Héðni en FH-ingur náði frákastinu og komst inn úr horninu. Margir bjuggust við víta- kasti en FH fékk aðeins aukakast og tíminn var búinn. Þeir Jóhann Ingi og Þorgils Óttar voru sammála um að þetta hafi verið besti leikur vetrarins. „Þetta var eins og leikir eiga að vera. Spennandi og skemmtilegir,“ sagði Jóhann Ingi eftir leikinn. „Við vor- um betri í fyrri hálfleik en ég hafði það á tilfinningunni að dómararnir vildu fá jafntefli í síðari hálfleik," bætti hann við og sagði jafnframt að hann væri ekki vanur að ræða um framistöðu dómara en hann gæti ekki orða bundist að þessu sinni. „Ég held samt að þetta hafí ekki bitnað á öðru liðinu þegar á heildina er litið. Nú er vandamálið hjá okkur að ná upp einbeitingu fýrir leikinn við UBK en bytja ekki strax að hugsa um Valsleikinn." Bestu menn KR í leiknum voru Stefán, Alfreð og Leifur en annars léku flestir ágætlega. Hjá FH voru þeir Guðjón og Héðinn bestir en einnig lék Þorgils Óttar ágætlega. KR-ingar fögnuðu ógurlega eftir leikinn og í búningsherbergi þeirra höfðu menn á orði að þakka bæri Viggó þjálfara FH fyrir sigurinn. Viggó sagði í gærdag að FH væri „klass betri“ og það fór ekki of vel í leikmenn KR. PIPP Leifur Dagfinsson, KR. PIP Stefán Kristjánsson og Alfreð Gíslason, KR. Guðjón Árna- son, FH. JH Páll Ólafsson (eldri) KR. Héð- inn Gilsson, Þorgils Óttar Mathiesen, FH. Leifur Dagflnnson hefur varið frá- bærlega með KR. Hann er landsliðs- markvörður framtíðarinnar. Þrjú rauð spjöld! Rauða spjaldið fór þrívegis á loft í leik KR og FH í gærkvöldi, og er það ef til vill besta dæmi þess hversu æsispennandi leikurinn var. Jóhann Ingi Gunnarsson, þjálfari KR, fékk að sjá það rauða er tæpai' tvær mínútur voru til leiksloka og eftir að venjulegum leiktíma var lokið fengu Viggó Sigurðsson, þjálfari FH, og Þorgils Ottar Mathiesen, fyrir- liði þeirra, að sjá það rauða. Það hefur verið nóg að gera hjá þeim Gunnari og Rögnvald upp á síðkastið því í fyrradag sýndu þeir þjálfara Vals rauða spjaldið þannig að rauðu spjöldin liggja ekki ónotuð í vösum þeirra félga. Morgunblaðið/Bjarni Alfreö Gfslason brýst hér í gegnum vöm FH og skorar eitt marka sinna í leiknum í gær. Guðjón og Óskar koma ekki við neinum vömum. Mikill hasar í lokinn að er víst óhætt að segja að mikill hasar hafí verið í Höll- inni eftir leikinn í gærkvöldi. Svo mikið gekk á að minnstu munaði að til átaka kæmi um tíma. Ástæðan mun fyrst og fremst hafa verið sú að menn töldu Viggó Sigurðsson hafa iamið unga stúlku. Viggó sagðist sjálfur hafa rekið sig í stúlkuna þegar hann strunsaði til búningsherbergja eft- ir að hafa deildt við dómarana Blaðamaður var ekki í aðstöðu til að sjá hvað gerðist en ef það er rétt sem margir sögðu í gær að Viggó hafí lamið ungu stúlk- una þá er það auðvitað mjög slæmt og ekki til fyrirmyndar. Hvort sem það er rétt eða ekki þá er það umhugsunarefni fyrir forráðamenn Hallarinar og/eða félaganna hvort ekki verði að hafa betri gætur á áhorfendum þegar leikir fara fram, þannig að þeir komist ekki í færi við mis- munandi æsta leikmenn og þjá- fara..
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.